Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 6
Hjálpræðisherinn Laugardaginn n.k. kl. 16. fjölskylduhátíð. Sunnudaginn kl. 13.30 sunnudagaskóli, kl. 17 al- menn samkoma. Mán. 8. • jan. kl. 16 heimilissamband. Verið velkomin, Kristniboðshúsið Zfon. Sunnu- daginn 7. janúar samkoma kl. 20.30 Ræðumaður Bjarni Guðleifsson. Biblíulestur hvern fimmtudag kl. 21. Allir velkomnir. Messað i Akureyrarkirkju kl. 2 e.h. á sunnudag. Sálmar nr. 103, 110, 112, 108, III. P.S. Messað í Elliheimili Akur- eyrar kl. 4 e.h. P.S. □ RÚN 5979167 - Frl. H.s.V. Pg Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður haldinn fimmtudag- inn 4. janúar kl. 21. Erindi E.V. Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hliðarlandi Árskógsströnd og Gunnar Gunnarsson Búðarnesi Hörgárdal. Brúðkaup: Þann 25. des. á jóla- dag voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ung- frú Anna Jónína Benja- mínsdóttir sjúkraliði og Brynjar Stefán Jakobsson sjómaður. Heimili þeirra er að Smárahlíð 4 c Akureyri. Þann 26. des, annan jóiadag voru gefin saman í hjóna- band í Minjasafnskirkju brúðhjónin ungfrú Bergljót María Halldórsdóttir meinatæknir Ránargötu 29, Reykjavík og Oddur Björns- son leikhússtjóri Hafnar- stræti 64 Akureyri. Þann 30. des. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin ungfrú Ragnheiður Víglundsdóttir verkakona og Garðar Pét- ursson sjómaður. Heimili þeirra er að Hafnarstræti 29, Akureyri. Þann 30. des. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Rannveig Benedikts- dóttir afgreiðslustúlka og Steingrímur Ómar Garðars- son, húsasmiður. Heimili þeirra er að Furulundi 3 b Akureyri. Þann 31. des. á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin ungfrú Guðný Kristín Heiðarsdóttir afgreiðslustúlka og Snorri Bergsson húsgagnasmiður. Heimili þeirra er að Hafn- arstræti 8 Akureyri. Hinn 24. desember voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Sólveig Við- arsdóttir bankastarfsm. og Carl Daníel Tuliníus sjó,. Heimili þeirra verður að Smárahlíð 24e Akureyri. Hinn 25. desember voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Björg Braga- dóttir húsmóðir og Marteinn Sigurðsson bóndi. Heimili þeirra verður að Kvíabóli Ljósavatnshreppi. Hinn 29. desember voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Eygló Ólafs- dóttir húsmóðir og Óskar Valdimarsson bifvélav. Heimili þeirra verður að Ægissiðu, Grenivík. Hinn 29. desember voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Guð- finna Ásgrímsdóttir verkak. og Kjartan Guðmundur Guðmundsson Heimili þeirra verður að Borgarhlíð 9b Akureyri. Hinn 30. des- ember voru gefin saman í hjónaband á Akureyri Sól- veig Una Jóhannesdóttir húsmóðir og Frímann Magnús Guðmundsson plötusmiður. Heimili þeirra verður að Seljahlíð 11 i Ak- ureyri. Hinn 30. desem- ber voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Arnheiður Ásgrímsdóttir bankastarfsm. og Hafberg Svansson húsa- sm. Heimili þeirra verður að Heiðarlundi 3 d Akureyri. Hinn 30. desember voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Halla Svanlaugsdóttir hús- móðir og Njáll Kristjánsson bóndi. Heimili þeirra verður að Draflastöðum í Saurbæj- arhreppi. Hinn 30. des- ember voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ung- frú Anna Sigríður Péturs- dóttir kennari og Gísli Hall- grímsson húsasmiðam. Heimili þeirra verður að Hrafnagilsstræti 28 Akur- eyri. Hinn 31. desember voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Sigurlína Gísladóttir kennari og Gunnar Þór Svavarsson vélstj. Heimili þeirra verður að Tjamar- lundi 10 i Akureyri. Hinn3l. desember voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Ásta Stefáns- dóttir húsmóðir og Guðjón Rúnar Ármannsson versl- unarm. Heimili þeirra verð- ur að Kringlumýri 31 Akur- eyri. Hinn 31. desember voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Lísbet Davíðsdóttir skrifstofust. og Snorri Sig- urður Kristinsson húsasm. Heimili þeirra verður að Tjarnarlundi 17b Akureyri. Hinn 31. desember voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Ás- ‘ dís Björk Ásmundsdóttir skrifstofustúlka. og Oddur Ævar Guðmundsson kenn- ari. Heimili þeirra verður að Smárahlíð 22h Akureyri. Hinn 31. desember voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Olga EUen Einarsdóttir kennari og Þorleifur Jó- hannsson húsgagnasmíðan. Heimili þeirra verður að Hrísalundi 12e Akureyri. AUGLÝSIÐ í DEGI iii Jóhann Konráðsson. Krístján Jóhannsson. FEÐGAR SYNGJA IBORGARBIÓI Kristján Jóhannsson söngvari frá Akureyri heldur söngskemmtun í Borgarbíói íaugardaginn 6. janúar kl. 5 e.h. ásamt Jóhanni Konráðssyni en þeir munu m.a. syngja dúetta. Undirleikari verður Tomas Jackman. Aðgöngumiðasala hefst klukkan 3 sama dag og á sama stað. Vart þarf að efa, að margir vilji hlusta á þá feðga á laugardag- inn. Róleg jól og ára- mót á sjúkra- húsinu Sem betur fer hafði starfsfólk sjúkrahússins lítið að gera um jól og áramót, en þann 30.des- ember þurfti að sinna tveimur sjúklingum er höfðu hlotið smávægileg brunasár. Enginn virðist hafa orðið fyrir heyma- skemmdum af völdum flugelda eða kínverja. Eflaust má þakka þessa ánægjulegu þróun stöðug- um áróðri heilbrigðisyfirvalda. — Hefur þú nokkur áhugamál, prófess- or? Fuglarnir taldir Fuglatalningardagurinn var að þessu sinni 26. desember. Þá fóru á stúfana, þeirra erinda að telja fugla í bæjarlandi Akureyrar þeir Árni Bjöm Árnason, Gunnlaugur Pét- ursson, Jón Sigurjónsson og Þor- steinn Þorsteinsson. Skoðunar- svæðið var allur bærinn, Pollurinn og fjaran frá flugvelli og út i Skjaldarvík. Veður var skýjað, en logn, tveggja stiga frost, föl á jörð og Pollurinn allur undir þunnum ís norður að Oddeyrartanga. Að þessu sinni sáust 23 fuglateg- undir. Þeir voru þessir: 1. Auðnutittlingar ....... 121 2. Bartmáfar .............. 43 3. Fálki ................... 1 4. Filungar ................ 2 5. Gulendur ............... 19 6. Hrafnar................. 77 7. Hávellur ................ 8 8. Háftirðlar .............. 2 9. Hvítmáfar.............. 111 10. Hettumáfar .............. 92 11. Himbrimi .............. 1 12. Stuttnefjur .............. 4 13. Sendlingur ............... 1 14. Svartbakar ............. 313 15. Stokkendur ............. 378 16. Silfurmáfar............. 126 17. Skógarþrestir ........... 11 18. Snjótittlingar ......... 225 19. Teistur .................. 5 20. Toppönd (litla toppönd) . 7 21. Langvíur................. 24 22. Æðarfuglar ............. 579 23. Rauðhöfðaönd.............. 1 Ógreindir máfar um 360 Æðarvarpið fer stöðugt vaxandi meðfram flugbrautinni og fundust í sumar 120 hreiður með 4-5 eggjum í hverju. Fyrstu æðarungarnirsáust 4. júní. Einn æðarkóngur sást í sumar á Pollinum. Stormmáfur hefur helgað sér land við flugvöliinn, nyrst að aust- an. Hettumáfurinn var minna áberandi síðasta sumar en oft áður. Hann færir varpstöðvar sínar til og síðasta sumar verpti hann einkum í Eyrarlands-og Varðgjárhólmum. Stokkendur og rauðhöfðaendur verpa hér og hvar í hólmum Eyja- fjarðarár. Tjaldurinn verpir við flugbrautina og víðar. Jaðrakar sjást á hverju vori á Leirunum og talið er, að þeir verpi þar og víðar við fjörðinn. Kríum fer stöðugt fækkandi. Á fuglatalningadögum á Akur- eyri hafa séðst frá 12 og upp í 35 tegundir fugla, en oftast um og yfir 20 tegundir. it Konan mín, HALLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Lönguhlíð 21 varð bráðkvödd að heimili sínu að morgni 2. janúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 6. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Hafliði Guðmundsson Hvað er framundan? (Framhald af bls. 5). stefnu í efnahagsmálum og sam- ræmdar aðgerðir gegn verðbólgu, hvorki meira né minna þótt aðal talsmaður Alþýðuflokksins segi þetta í blaði sínu, legg ég ekki trúnað á það, að þingmenn Al- þýðuflokksins yfirleitt, líti með þeim augum á þetta plagg, enda eru þar hrein öfugmæli. Nær væri að kalla þessa samsuðu, hug- myndir um frumvarpsgerð um efnahagsgerð. En þessi þingmað- ur segir nú svo margt. Hann segir að Alþýðuflokkurinn beri enga ábyrgð á verðbólgunni og kallar hina flokkana verðbólguflokka. Með óbeinum orðum segir hann: Guð ég þakka þér, að við erum ekki eins og hinir flokkarnir.. . Er svona manngerð óþekkt fyrir- bæri? En hvernig er þessi flokkur, hinn nýi Alþýðuflokkur? Það er nú það sem enginn veit og síst þingmenn hans, sem mest hefur borið á í fjölmiðlum fyrir flokks- ins hönd því þar rekur sig hvað á' annars horn. En hinu er ekki hægt að neita, að þeir eru miklir aug- lýsingamenn og lægnir að vera í sviðsljósinu og eru að því leyti ekki eftirbátar forstjóra Silfur- tunglsins, leikriti Halldórs Lax- ness, hvernig svo sem uppskera þeirra verður og það mun tíminn leiða í ljós. Eins og að framan greinir er mjög erfitt að segja um það, hvað muni gerast í íslenskum stjórn- málum á næstu mánuðum. Ef Alþýðuflokkurinn getur með engu móti gert það upp við sig hvers konar flokkur hann er og eigi að vera í næstu framtíð og enginn raunverulegursamnefnari kemur fram fyrir flokksins hönd, getur ekki öðruvisi farið en að stutt verði í þessu stjórnarsam- starfi. Þá er líklegt, að til kosninga dragi strax á næsta vori. Ef hins- vegar flokkurinn finnur sjálfan sig, fer að taka raunhæft á málum og stendur undir nafni, er engin ástæða til að ætla annað, en þessi ríkisstjórn sitji kjörtímabilið á enda, því fram hefur komið, að mikill meirihluti þjóðarinnar væntir þess og gerir kröfu til, að núverandi stjórnarflokkar komi sér saman um lausn vandamál- anna og væntir sér mikils af henni. Fullvíst er, að þjóðin mun fylgjast vel með, hver framvinda þessara mála verður, og varla verður það vel séð, eða óátalið, ef upp úr stjórnarsamstarfinu slitnar á þessum vetri. Sá flokkur, sem því veldur, verður áreiðanlega krafinn til ábyrgðar. Þjóðinni er ljóst, að ekki er mikils að vænta af stjórnarandstöðunni, fyrst um sinn a.m.k., vegna innbyrðis sundurlyndis. Ég óska öllum landsmönnum góðs og gæfuríks árs og stuðn- ingsmönnum þakka ég samstarfið á liðnu ári. Stefán Valgeirsson. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.