Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 4
Útgetandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Ský á himni norrænnar menningar Fyrir jólin var margt ritað og rætt um eina af bókum jólamarkaðar- ins, sem ber nafnið, Félagi Jesú og fylltust margir heilagri vand- lætingu yfir efnismeðferð þeirrar bókar. Án þess að blanda sér í þær umræður á bókmenntalegum vettvangi, er blaðinu Ijúft að verða við þeim óskum að birta stutta og óvenjulega snjalla hugvekju eftir Jóhann M. Kristjánsson um kristna trú og umrædd bók er kveikja að. Greinin hljóðar svo: „Hvernig má það ske miðsviðs í sjálfri menningunni, að Norður- löndin þrjú Danmörk, Svíþjóð, og ísland, sem um aldir hafa borið með nokkurri reisn kyndil and- legrar menningar skuli nú beina svo myrkum skugga að helgustu og fegurstu hugsjón kristinna manna, boðskap og lífi Jesú Krists, með bók er Mál og Menn- ing gefur út og einstæðri hneyksl- un veldur. Það er reynt að slökkva á lamp- anum, sem gefur birtu þeim sem í myrkri þjást, og boðskapnum um það, er gerir lífið og tilveruna verðugt þess að vera til. íslenska þjóðin þekkir gjörst hvaðan henni kom styrkur og Ijós þegar myrkur, ótti, sultur og kuldi nísti merg og bein þessarar hröktu, fátæku og umkomulausu þjóðar og dauðinn knúði freðnar dyr. Athvarfið var trúin á hjálp og kærleika Jesú Krists. í Ijósi hans þraukaði og þreyði lítil þjóð og þjökuð. Ljósið var Kristur kær- leikurinn frumverund tilverunnar einingarmáttur Alverunnar hjart- sláttur Guðs. Án þessa bindiafls færi tilveran úr reipum, andi sem efni yrði sáldur eitt. Því er það, að eingin þjóðfé- lagsstefna á sér lífs von, án uppi- stöðu og ívafs þessa einingar- máttar. Án hans rynni framvindan úr greipum lífsins. Þess vegna er Jesús boðberi kærleikans, „kærleikurinn og líf- ið.“ Hann er opinberun Krists og allt með honum, Þess vegna hafa þúsundir stórmenna í andanum lotið boðskap hans í nærri tvö þúsund ár. Kristur er í Guðspeki Goethe, í himinbornum tónverkum Beet- hovens, mannkærleika og göfgi Alberts Schweizers, tilbeiðslu Hallgríms Péturssonar, marmara Einars Jónssonar, innblásnum sálmum Matthíasar og háspeki Einars. Kristur er leiftrið í skáld- skap og listum, Hann er eilffðin í sálum mannanna.“ Sú spurning mun vera i huga margra íslendinga um þessi ára- mót, hvað sé framundan í ís- lenskum stjórnmálum og hvemig þróunin verði í atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar, á ný- byrjuðu ári. Ef til vill hefur sjald- an verið jafn erfitt að sjá fyrir, hver þróunin verður og ber margt til þess. Stjórnmálaflokkarnir, sem standa að ríkisstjórninni hafa mjög ólík viðhorf á því, hvernig standa beri að lausn hinna ýmsu vandamála og hvernig þessi eða hin breytingin, sem gerð yrði, frá því sem er, myndi verka á allt þjóðfélagið. Allir stjórnmála- flokkarnir eru sammála um, að mótun samræmdrar stefnu á öll- um sviðum efnahagsmála, sem ráðið gæti úrslitum um þróun verðlags á næstu misserum, skuli vera algert forgangsverkefni. Afgreiðslu fjárlaga einmitt nú, var liður í þessari stefnu og ekki veigalítill liður. þar sem stefnt var að því að lækka verulaga skuld ríkissjóðs við Seðlabankann á þessu ári. Það er ennfremur yfir- lýst stefna ríkisstjórnarinnar, að leitast við að gera ráðstafanir til að verðbólgan náist niður fyrir 30% í lok ársins Og til að ná því marki verði gerðar ráðstafanir til að verðlags og peningalauna- hækkanir verði ekki meiri en 5% I. mars n.k. Ennfremur er stefnt að því að draga úr heildarfjár- festingu í landinu frá því sem verið hefur og hún verði ekki meir en 24-25% af vergri þjóðar- framleiðslu. Ennfremur er sam- komulag um að gera ýmsar aðrar ráðstafanir til þess að ná framan- greindum markmiðum, sem of langt mál yrði upp að telja. í samstarfsyfirlýsingu stjórnar- flokkanna, í kafla um breytta efnahagsstefnu, stendur í öðrum lið: Skipa skal nefnd fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds til endurskoðunar að viðmiðun launa við vísitölu. Þótt samkomulag hafi orðið milli stjórnarflokkanna um þessa nefndarskipun, hefur fram komið tregða hjá Alþýðubandalaginu á að fallast á breytingar á þessu verðbólgumáli, hvað sem Al- þýðubandalagsmenn gera þegar til úrslita dregur í þessu máli. Þeir telja, að vísitölugreiðslur á laun hafi ekki neina úrslitaþýðingu á verðbólguþróunina, þótt þeir hins vegar viðurkenni, að allar verðbreytingar hafi meiri áhrif á breytingu vísitölunnar hér, eins og hún er upp byggð, heldur en á vísitölu þá, sem nágrannaþjóðir okkar miða sín laun við. Vextir og raunvextir Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn leggja hins vegar mikla áherslu á breytingar á vísi- tölunni. Alþýðuflokkurinn trúir á raunvaxtastefnu, hinir samstarfs- flokkamir eru þeirri stefnu and- vígir. Þeir vilja taka til athugunar að verðtryggja allar fjárskuld- bindingar, en að vextir verði þar mjög lágir, t.d. 2-3%. Framsókn- arflokkurinn hefur alltaf lagt á það höfuð áherslu, að í barátt- unni við verðbólguna megi aldrei missa sjónir af því markmiði, að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Því hef ég talið að erfitt muni reynast og raunar ekki mögulegt, að setja heildar löggjöf um hjöðnun verð- bólgu niður í tiltekna prósentu- Stefán Valgeirsson. ná þeim, fer alveg eftir því hver framvindan verður í öllum þátt- um efnahagsmála og eina leiðin til lausnar, án þess að verða fyrir meiri háttar áföllum, er blátt fært rök fyrir. Stjórnarmyndun- artilraunir flokksforingjanna og niðurstaða þeirra hafa komið sumur óþægilega á óvart, svo ekki sé meira sagt, enda ætti það ekki að fara fram hjá neinum, að sig- urvegararnir í kosningunum. Al- þýðuflokkurinn, hefur verið og er í stöðugu uppnámi út af aðild sinni að ríkisstjórninni, þótt hann sé að reyna að breiða yfir ástæð- una fyrir þeim óróa, sem sífellt. þjakar hann, með því að marg- endurtaka kröfuna um að ríkis- stjórnin leggi fram og lögfesti einhverja formúlu um það, hvernig verðbólgudraugurinn verði kveðinn niður. Þó hljóta allir, sem á annað borð fylgjast með, að sjá í gegn um þá yfirbreiðslu. Það hefur verið blátt áfram broslegt að sjá og fylgjast með öllum þeim sviptingum, sem í Alþýðuflokkn- Hvaðer framundan? tölu, t.d. á tveim árum, þar sem tiltekin atriði yrðu rígbundin í lögum, eins og Alþýðuflokkurinn hefur lagt til. Þetta væri auðvitað framkvæmanlegt ef menn vilja taka áhættuna af því, að yfir þjóðina skylli yfirþyrmandi at- vinnuleysi, en ég er einn þeirra, sem ekki vil taka þá áhættu. Trúi ekki á formúlu Ég trúi hvorki á formúlu eða reglustiku til lausnar þessum vandamálum. Við búum við þess háttar atvinnuuppbyggingu, að aðstaða okkar í efnahagsmálum er sífellt að breytast, svo að segja frá degi til dags. Við erum mjög háð viðskiptum við aðrar þjóðir og því hafa viðskiptakjörin, sem stöðugt breytast, veruleg áhrif á, hvernig þessi mál þróast hjá okk- ur. Því verða efnahagsmálin að verða svo að segja í stöðugri meðferð hjá ríkisstjórn og stuðn- ingsflokkum hennar. Ríkisstjórn- in hefur sett sér ákveðin mark- mið. Hvernig farið verur að því að áfram sú, að tefla til út úr verð- bólgunni. Enginn alvöruskák- maður veit fyrirfram, hvað þá segjir það fyrirfram hvernig hann myndi leika þá skák, sem hann ætlaði að fara að tefla. Ætli hann leiki ekki eftir því hvernig mót- herjinn færir sína menn? Eins er það með verðbólguna, það fer eftir innri og ytri aðstæðum hvernig bregðast skal við hverju sinni. Fastbundnar formúlur gætu aukið þann vanda sem fyrir er, gagnstætt því sem stefnt er að. Óróinn í Al- þýðuflokknum Áður en lengra er haldið er rétt að líta um öxl til þess að átta sig betur á stöðunni nú, og hvert horfir. Árið 1978 verður lengi minnisstætt vegna þeirra pólitízku viðburða, sem gerðust á árinu í íslenskum stjórnmálum. Pólitísk átök urðu harðari en gerst hefur um áratugaskeið. Kosninga úrslitin komu öllum á óvart, ekki síst hin mikla fylgisaukning Al- þýðuflokksins, sem engin hefur getað komið með skýringu á eða um hafa verið siðan um kosning- ar, þó alveg hafi keyrt um þver- bak síðustu vikur þinghaldsins fyrir jólin. Ég held að ekki sé of- sagt, að þann tíma hafi þeir ekki neytt svefns né matar, nema af skornum skammti. Frá þeim ósköpum, sem gengu á í flokki þeirra er ekki hægt að segja frá í stuttri blaðagrein. Hins vegar á margt af því, sem gerðist bak við tjöldin erindi til almennings, en það verður að bíða betri tíma. Launþegasam- tökin tóku af skarið En ég vil ráðleggja öllum, sem geta komið því við, að rifja það upp sem Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag sögðu og lofuðu fyrir kosningar og gera síðan út- tekt á því, hvernig þessir flokkar hafa staðið við fyrirheit sín.--Ég vil þá minna á það, að báðir þessir flokkar reyndu að koma sér hjá því að verða aðilar að þessari rík- isstjórn. Það voru launþegasam- tökin í landinu, sem knúðu þá báða til þess. Alþúðubandalagið lét svo um mælt þegar stjórnin var munduð, að þátttaka þess flokks í ríkisstjórninni væri eingöngu við það miðuð, að koma í veg fyrir að atvinnulífið i landinu stöðvaðist, enda myndi þessi ríkisstjórn sitja að völdum i skamman tíma. I Alþýðuflokknum kom fram veruleg andstaða gegn því að taka þátt í myndun þessarar ríkis- stjórnar. Á flokksstjórnarfundin- um þegar lokaákvörðun var tek- in, stóðu fundarmenn upp hver á fætur öðrum og mótmæltu því. að Alþýðuflokkurinn gengi til þessa stjórnarsamstarfs. Þar sem úrslit- um réð á þessum fundi var það, að forysta flokksins var búin fyrir sitt leyti að samþykkja samstarfs- yfirlýsinguna. Og eftir allt það sem á undan var gengið, var litið svo á. að þessi fundur væri ekki annað en formsatriði, þar sem búið var að fjalla um samstarfs- yfirlýsinguna svo rækilega á ýmsum stigum. Ef samstarfinu hefði verið hafnað á þessum fundi voru formaður og varafor- maður flokksins gerðir ómerkir orða sinna. Flokksstjórnarfund- urinn hefði með því lýst yfir því, að formaður og varaformaður Alþýðuflokksins hefðu verið um- boðslausir í stjórnarmyndunar- viðræðunum. Þannig mun flokksforystan hafa rúlkað málið fyrir flokksstjórnarfundinum og það mun hafa ráðið úrslitum. Stjórnarand- staða í stjónar- flokki Þó fór það svo, eftir því sem næst verður komist, að tæpur helmingur fundarmanna greiddi atkvæði með þátttökunni, mjög margir sátu hjá og tólf voru á móti. Þessi átök, sem urðu í Al- þýðuflokknum um stjórnar- myndunina skýrir að fullu óróa þann og írafárið, sem hefur verið í flokknum síðan. Og allt bendir til, að stjómarandstaðan innan Al- þýðuflokksins hafi fremur aukist en minnkað eftir því sem lengur leið á árið, hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu. Allt frá því í miðjum nóvember til jóla, spurði maður mann, hvort stjórnin myndi standa eða falla. Menn spurðu hvort taka ætti fremur mark á samþykktum ráð- herra Alþýðuflokksins á ríkis- stjómarfundum eða samþykktum ráðherra Alþýðuflokksins á ríkis- stjómarfundum eða samþykktum flokksstjómarfundar, eða þá á yfirlýsingum einstakra þing- manna flokksins, því mjög sjald- an hafa orð og gerðir þessara að- ila farið saman. Og þegar svo er komið, að Vilmundur Gylfason, sem var harðastur andstæðingur þess, að Alþýðuflokkuninn tæki þátt í þessari ríkisstjóm, var orð- inn aðaltalsmaður flokksins á Al- þingi, fannst æði mörgum, að skörin væri farin að færast upp í bekkinn og að það gæfi vissa bendingu, hvernig mál voru að þróast í þessum flokki. Og það var spaugilegt, að sjá og heyra þá Vilmund Gylfason og Albert Guðmundsson útskýra stefnu sína í veigamiklum atrið- um efnahagsmálanna, því oft fór það svo, að skoðanir þeirra fóru algerlega saman og það engu lík- ara en að þeir ásökuðu hvor ann- an fyrir að stela sínum hugmynd- um og skoðunum um lausn þess- ara mála. Og þá fóru menn að spyrja hvern annan, hvers konar flokkur þessi Alþýðuflokkur væri, og ekki er ólíklegt, að marga fýsi að leita svara við þeirri spurningu. Eftir að þingflokkur Alþýðuflokksins var loks búinn að samþykkja að standa að afgreiðslu fjárlaga og þar með að skattvísitalan fyrir árið 1979verði 150 stig, miðaðvið 100 stig 1978, að vísu með fyrir- vara ofan á fyrirvara, eins og þessi flokkur er þekktur að í seinni tíð, þá datt þó fáum í hug, að von væri á sérstökum tillöguflutningi af þeirra hendi í sambandi við fjárlagaafgreiðsluna. Allt getur gerst En viti menn. Allur þingflokk- urinn með Árna Gunnarsson í fylkingarbrjósti, að undantekn- um ráðherrum og fjárveitingar- mönnum flokksins, fluttu tillögu um að lækka framlag til land- búnaðarins eða færa milli liða um 1 milljarð og 543 milljónir króna. Þar af að lækka uppbætur á út- fluttar landbúnaðarafurðir um 1 milljarð króna. Einnig að skatt- vísitalan yrði 151 stig, miðað við 100 stig ’78. Þegar þessu þing- skjali var dreift á borð þing- manna trúðu menn ekki sínum eigin augum og sú spurning kom fram hjá æði mörgum: Eru þessir menn samstarfshæfir? Þótt þessi tillaga væri rekin til baka eftir þras og þjark, var þeirra gjörð sú sama og mun ég fjalla um þennan tillöguflutning betur síðar. Nú fyrir jólin segir Vilmundur Gylfason í blaði sínu, Dagblað- inu, að Alþýðuflokkurinn hafi lagt fram í ríkisstjórninni full- mótað frumvarp um jafnvægis- (Framhald á bls. 6). IDAGSINS ÖNN Á sjöunda áratug þessarar aldar var það víða trú manna að bæta mætti ástandið í áfengismálum með því að auka svonefnt frjáls- ræði. Þá hófu Svíar framleiðslu og sölu milliöls og Finnar byrjaði og söiu áfengs öls og fjölguðu bæði útsölum áfengis og vínveit- ingahúsum. Ekki leið á löngu þar til hörmulegar afleiðingar komu í ljós í báðum löndunum. Drykkjuskapur jókst stórlega, m.a. neysla sterkra drykkja, og þar af leiddi að böl það er áfeng- isneysla veldur magnaðist um allan helming. Sænska þingið, það sama þing sem taldi rétt að stefna í frjálsræðisátt á sjöunda áratugnum, samþykkti með miklum meirihluta á þeim átt- unda að banna framleiðslu og sölu milliöls. Telja fróðir menn að á þeim áratug, er milliölið flæddi um kverkar sænskra barna og unglinga, hafi grunnur verið lagður að drykkjusýki tugþús- unda fólks sem annars hefði að líkindum sloppið úr klóm þeirra afla sem hafa fjárhagslegan ábata af sölu áfengis og þar með óbeint af þeim hörmungum sem áfengisneysla veldur. Samt eru þeir menn til á ís- landi, og meira að segja alþingis- menn, sem hafa hug á að endur- taka tilraunir Svía og Finna á íslenskum æskulýð. í augum þeirra er æskan ekki dýrmætari en svo að henni má fórna í til- raunir fyrir ölauðhringa og um- bjóðendur þeirra. Þeim finnst að sjálfsögðu hitt og þetta, þeir búast við og þeir gera ráð fyrir — en staðreyndir um áfengismál eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim. Og þeir allra skammsýnustu í þessum hópi vilja jafnvel þjóðar- atkvæði um þetta mál. Það á sem sé að gefa áróðri hagsmunaseggj- anna lausan tauminn, láta æstar tilfinningar ráða en ekki heil- brigða skynsemi, byggja á þeim sandi sem eru hugmyndir þeirra er hag hafa af sölu áfengis en ekki á bjargi því sem rannsóknir aust- an hafs og vestan hafa gert að N Á að byggja áfengis- málastefnu á sandi hagsmunaseggja? spyr Ólafur Haukur son. Árna- grundvelli skynsamlegrar áfeng- ismálastefnu. Fyrrverandi formaður íslands- deildar Norðurlandaráðs, Jón Skaftason, sagði í blaðaviðtali í fyrra eitthvað í þá veru að kynni sín af málum annars staðar á Norðurlöndum hefðu orðið til þess að hann hefði breytt um skoðun varðandi sölu áfengs öls og teldi það síst til þess fallið að bæta ástandið í áfengismálum hérlendis. Væri betur að sem flestir þing- menn hefðu til að bera þá hreinskilni og þann pólitíska kjark sem Jón Skaftasón sýndi í þessu máli: að hafa það jafnan sem sannara reynist, jafnvel þótt það kunni að brjóta í bága við eigin hugmyndir. — Og það mega alþingismenn vita að allir sæmilega skynsamir kjósendur þeirra kusu þá til að setja þjóðinni lög, einnig áfengis- lög, en ekki til að kasta.frá sér Ólafur Haukur Árnason. ábyrgðinni, ef til vill fyrir hug- leysis sakir, þegar þjóðarheill er í veði. Fyrir nokkrum vikum héldu norrænir geðlæknar ráðstefnu í Reykjavík um drykkjusýki og áfengismálastefnu. Nokkrum leikmönnum var boðið að sitja ráðstefnu þessa sem var afar fróðleg eins og vænta mátti. Þarna var ekki um að ræða skoð- anaskipti milli félagsbundinna bindindismanna, sem málpípur áfengisgróðans kalla ofstækis- fólk, heldur voru þarna að mikl- um meirihluta vísindamenn sem ræddu málin á hlutlægan hátt. Þó höguðu flestir máli sínu á þann veg að engu var líkara en setið væri á bindindisþingi. — Svo margt er sameiginlegt niðurstöð- um hlutlausra vísindarannsókna og viðhorfum bindindishreyfing- arinnar. Það sem einkenndi umræður framar öðru var að menn voru yfirleitt á einu máli um að skyn- samleg áfengismálastefna hlyti að grundvallast á ýmiss konar hömlum. — Segja má að niður- staðan væri þessi: Það er auð- veldara að gera ástandið í áfengismálum verra með því að slaka á hömlum heldur en að bæta það með því að herða á heim að nýju. — Ólafur Haukur Árnason. mzmm HEKU kmm hekla HEKLA I mmm | HEKLA AKtfREYjf flJÍMJ . . . Innanhússknattspyrna: KA vann mótið — en tapaði fyrir Þór í meistaraf lokki 9 Ánægðir Þórsarar eftir sigur yfir KA í meistaraflokki. Mynd: Ó.Á. Annars urðu úrslit mótsins þessi: 5. fl. Þór-KA 4-1 4. fl. Þór-KA 6-7 3. fl. Þór-KA 1-3 2. fl. Þór-KA 3-5 1. fl. Þór-KA 3-6 M. fl. Þór-KA 9-6 Old-boys Þór-KA 3-5 Sigurvegarar KA í Old-Boys flokki. Mynd: Ó.Á. Á laugardaginn milli jóla og nýárs var haldið í iþrótta- skemmunni innanhússmót í knattspyrnu í öllum flokkum og áttust þar við Akureyrar- félögin Þór og KA. Það var Knattspyrnuráð Akureyrar sem hafði veg og vanda að framkvæmd mótsins sem fór í alla staði mjög vel fram. Nokkur harka var í leikjun- um og þurftu dómarar marg- sinnis að vísa leikmönnum af leikvelli. Leikið var í tvisvar sinnum sex mínútur og ef var jafnt var framlengt í tvisvar sinnum tvær. Yfirleitt voru leikirnir jafnir. Leikreglur í innanhússknatt- spyrnu eru mjög strangar. T.d. er leikmanni vikið af leikvelli fyrir að sparka eða skalla útaf í meira en meters hæð út af hlið- arlínu, eða skjóta yfir markið eða gróflega framhjá. Þá er einnig vikið af leikvelli ef sparkað eða skallað er upp í loft, eða ef leikið er gróft að mati dómara. Ef markið er var- ið með hendi fá menn einnig að hvíla sig, og þegar vikið er af leikvelli skal það vera í eina mínútu eða þangað til and- stæðingarnir hafa skorað mark. Stundum mátti sjá aðeins einn mann inná hjá öðru liðinu og algengt var að aðeins tveir léku. Margt áhorfenda kom í skemmuna á laugardaginn og höfðu mjög gaman af, enda sjaldan sem slík mót eru haldin. Innanhússknattspyrna er iðkuð af íþróttafélögunum í öllum flokkum, svo og hjá mörgum einstaklingum, fyrir- tækjum o.fl. sem fá inni í skemmunni eða íþróttahúsinu i Glerárhverfi. I þessu móti var keppt í sjö flokkum og sigraði KA í fimm en Þór í tveimur. KA mátti hins vegar þola tap fyrir Þór í meistaraflokki, en svo virðist að erfitt sé fyrir þá að vinna Þór í þeim flokki. Þar voru drýgstir við að skora mörk, Sigurður Lárusson og Árni Stefánsson hjá Þór og Gunnar Blöndal hjá KA. Að leikjum loknum afhenti Guð- mundur Sigurbjörnsson for- maður KRA sigurvegurum verðlaunapening, en verðlaun eru allt of sjaldséð í boltaíþrótt- um. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.