Dagur - 30.01.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DACS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaðamaöur: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Skólamál á Norðurlandi Umræður eru nú að hefjast um skipan framhaldsskólans á Akur- eyri. Nefnd bæjarins hefur nýlega lagt fram fyrstu tillögur sínar um það efni og eru þar ekki aðeins framhaldsskólamál Akureyrar, heldur Norðurlands alls og Aust- urlands tekin með, með tilliti til samvinnu skólanna, samkvæmt frumvarpi því um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi. Akureyri hefur með réttu verið nefndur skólabær. Frá upphafi hefur á Akureyri verið öflugur iðn- aður og verslun og hefur áhrifa þaðan víða gætt. Þangað hafa einnig sótt nemendur víðsvegar að af landinu og frá Menntaskól- anum á Akureyri hafa braut- skráðst á fimmta þúsund stúdent- ar þau 50 ár sem skólinn hefur haft réttindi til að brautskrá stúdenta. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfélagi undanfarna áratugi. Samhliða þessum breyt- ingum hafa orðið breytingar á menntunarkröfum fólks. Undan- farinn áratug hafa orðið miklar sviptingar í skólamálum á íslandi, eins og annars staðar í nágranna- löndunum. Menn hafa verið að leita fyrir sér um nýjar leiðir og nú hillir undir að ný skipan komist á. Þessi nýskipan er árangur marg- víslegra tilrauna og umræðu. Mikilsvert er að vel takist til því að menntunarmál þjóðarinnar er hornsteinn afkomu hennar og sjálfstæðis. Eítt höfuðmarkmið hinnar nýju skólaskipunar er auk- ið jafnrétti allra nemenda á fram- haldsskólastigi samhliða aukinni íhlutun landsbyggðarinnar í mót- un og stjórn skólanna. Með suk- inni samvinnu sveitarfélaga á einnig að vera unnt að tryggja fámennum byggðum betri mennt- unaraðstöðu. Með því að leita samvinnu við nágrannabyggðarlögin getur Akureyri létt þeim þennan róður en jafnframt treyst stöðu sína sem miðstöð framhaldsskólamennt- unar á Norður- og Austurlandi. Á þennan hátt verður komið í heila höfn einu af mikilsverðustu bar- áttumálum Framsóknarflokksins í áratugi að treysta jafnrétti allra landsmanna og efla byggð á landinu öllu. f hinu mikla umróti skólamál- anna, má það þó aldrei gleymast, að manngildið er menntun æðri og þarf saman að fara í öllum þeím málum, sem um menntun og menningu fjalla. EYFIRSKIR BÆNDUR VILJA KVÓTAKERFI f FRAMLEIDSLU OG KJARNFOÐURNOTKUN Framleiðsla búvöru á sölumark- að er óheimil öðrum en bændum búsettum á lögbýlum nema með leyfi landbúnaðarráðherra. B-liður 2. gr. orðist svo; Taka upp skömmtun á innfluttu kjarnfóðri. Framleiðendum á lög- býlum, svo og þeim sem leyffi hafa til búvöruframleiðslu, skv. síðustu mgr. a-liðar, verði úthlutað ákveðnu magni kjarnfóðurs miðað við það framleiðsluhlutfall, sem þeim er Bændafundur, sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar boðaði til, var haldinn á Hótel KEA 22. janúar og sóttu hann 140 manns, flest bændur. Fundurinn fjallaði um frumvarp það að nýjum Fram- leiðsluráðslögum, sem fram er komið á Alþingi, byggt á áliti sjö- manna-nefndarinnar og var sent búnaðarsamböndum landsins til umsagnar. Búnaðarsamband Eyjafjarðar hafði áður kosið fimm manna nefnd til að gera ályktanir um framkomið frumvarp. Formaður hennar var Stefán Halldórsson á Hlöðum, og með honum störfuðu Sveinn Jónsson, Kálfskinni, Hauk- ur Steindórsson, Þríhymingi, Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum og Odd- ur Gunnarsson, Dagverðareyri. Nefndin skilaði ályktun sinni á bændafundinum 22. janúar og hún var, eftir miklar umræður, sam- þykkt nær samhljóða í fundarlok. Ályktun fundarins er á þessa leið: Almennur fundur bænda í Búnað- arsambandi Eyjafjarðar, haldinn á Akureyri 22. janúar 1979, leggur til að gerðar verði eftirfarandi breyt- ingar á frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um Framlciðsluráð landbúnaðarins o. fl. A-liður 2. gr. orðist svo: Að ákveða tvenns konar verð á bú- vöru þannig: Framleiðendum sé tryggt fullt grundvallarverð fyrir ákveðinn hundraðshluta (magnkvóta) af framleiðslu sinni. Fyrir þá búvöru, sem framleidd kann að verða um- fram hið ákveðna magn, greiðist aðeins útflutningsverð eða það sem fyrír hana kynni að fást á innlend- um markaði. Kvótinn miðist við lögbýli, en ekki ábúendur. Við upphaflega ákvörðun kvótans verði lagt til grundvallar meðaltal framleiðslu síðustu tveggja ára (1977 og 1978) og ölium framleiðendum úthlutað sama framleiðsluhlutfalli. Heimilt er þó að greiða ábúendum á lögbýl- um, með 300 ærgilda bústærð eða minni, 50% af framleiðsluskerðing- unni, enda sé helmingur tekna þeirra, eða þar yfir, af búvöruframieiðslu. Stefán Halldórsson var formaður nefndar er Búnaðarsamband Eyjafjarðar kaus til að gera ályktanir um frumvarp að nýjum Framleiðsluráðslögum. Söluaðilum landbúnaðarvara er ákveðið skv. kvóta, sbr. a-lið. Lagt skylt að veita upplýsingar eins og verði gjald á það kjarnfóður sem nauðsynlegt kann að vera og um er notað yrði umfram hið úthlutaða beðið í þessu sambandi. magn, og ákveði Framleiðsluráð álagningarprósentuna f ársbyrjun hverju sinni. Fjármagn það, er þannig kynni að innheimtast skal vera i höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og notast til tekjujöfnunar meðal bænda á sama hátt og verðmiðlunargjaid. Gjald þetta skal ekki leiða til hækkunar á verði búvöru eins og hún er ákveðin í verðlagsgrundvelli. C-liður falli niður. Dagur leitaði umsagnar Stefáns Halldórssonar um ályktun fundar- ins og stefnu eyfirskra bænda í framleiðslumálum, með tilliti til þeirra viðhorfa, meðal annars of- framleiðslu búvara, sem nú blasa við. Stefán Halldórsson sagði meðal annars, að miðað við innanlands- neyslu og þá 10% verðtryggingu í útflutningi búvara, væri fram- leiðslan orðin langt um of mikil. Af búvöru frá síðasta ári er búist við að flytja þurfi á erlendan markað 5400 tonn af dilkakjöti og auk þess eru til í landinu miklar mjólkurvöru- birgðir og ostar allt að 3500 tonn, þar af 1300 tonn af smjöri, miðað við síðustu áramót. Framleiðsluaukning búvara síð- ustu árin hefur verið 5-6%, en neyslan hefur dregist lítilsháttar saman. Það er því ekki nægilegt að stöðva framleiðsluaukninguna, eins og fyrir nokkrum árum var talað um, heldur þarf að minnka hana verulega, því að verðbólgu- þróunin á fslandi hefur eyðilagt samkeppnisaðstöðu okkar á er- lendum mörkuðum. En til þess að draga úr fram- leðslu, þarf einhverja yfirstjórn og er það Framleiðsluráð landbúnað- arins, sem þarf að hafa slíkt með höndum. Eyfirskir bændur eru einhuga um, að svokallað kvótakerfi á framleiðslu búvara sé heppilegasta leiðin, miðað við meðaltal ein- hverra síðustu ára, t. d. tveggja. Kvótakerfið byggist á því, að framleiðandi fengi t. d. að fram- leiða 90% af meðaltals framleiðslu síðustu tveggja ára, en fyrir það sem hann framleiddi umfram þessi 90%, fengi hann útflutningsverð eða það verð, sem varan seldist fyrir. Þetta myndi í reynd verða þannig, að mjólkurframleiðendur fengju sáralítið fyrir tíu prósentin sín, en sauðfjárbændur eitthvað meira. Þetta tel ég einu leiðina til að draga úr framleiðslu búvaranna og um það eru bændur hér um slóðir yfirleitt sammála. En eyfirskir bændur vilja eirinig setja á fóðurbætiskvóta, sem er magnskömmtun, í samræmi við framleiðslu, sem virðist réttlátast. Rekstrarlega séð er það hagkvæm- ast að miða við hámarksafurðir og kemur fóðurbætiskvóti ekki í veg fyrir þá almennu stefnu. Sá bóndi, sem á góða gripi og framleiðir mikið á hverja einingu, á að fá fóðurbæti í samræmi við það, en hann á ekki að fá meira en fram- leiðslukvótinn skammtar honum. Þessi tvö atriði eru veigamest í ályktun bændafundarins og bænd- ur eru sammála um þær leiðir, sem hér hafa verið nefndar. Þær leiða til kjaraskerðingar bænda, en sam- kvæmt yfirlýsingu landbúnaðar- ráðherra er að því stefnt hjá hinu opinbera, að sem minnst röskun verði þó á stöðu bænda, og treyst- um við því, að sú stefna verði ráð- andi, sagði Stefán Halldórsson á Hlöðum að lokum og þakkar blað- ið upplýsingar hans um þá afger- andi stefnu eyfirskra bænda, sem þeir nú hafa tekið í framleiðslu- málum sínum vegna offramleiðslu búvara í landinu. , ,PENINGAKERFIOKKAR ERI ÞANN VEGINN AÐ BRESTA“ segir Tómas Árnason, fjár- málaráðherra, í samtali við Dag Tómas Árnason, fjármálaráðherra, kom til Akureyrar síð- asta þriðjudag, flutti snjallt erindi á almennum stjórn- málafundi framsóknarmanna á Hótel K. E. A. og tók þátt í almennum umræðum. Þegar hann var kominn norður náði blaðið tali af honum og átti þá við hann samtal það, sem hér fer á eftir: Fyrstu efnahags- aðgerðirnar í haust? Þá mánuði, sem núverandi ríkis- stjóm hefur starfað, hefur margt skeð. En hið fyrsta var það, að strax í septemberbyrjun voru fyrstu efnahagsaðgerðirnar ákveðnar og framkvæmdar. Þær voru fólgnar í því, að gengið var lækkað um 15%, teknar upp verulegar niðurgreiðslur og felld- ur niður söluskattur af matvæl- um. Þetta var gert til að koma í veg fyrir stöðvun útflutnings- greinanna og til þess að koma á vinnufriði og binda endi á lang- varandi skæruhemað á vinnu- markaðinum. Á sumum stöðum höfðu frystihúsin þegar stöðvast, svo sem á Suðurnesjum og á Suðurlandi og við blasti hrun og atvinnuleysi í þessum höfuðat- vinnuvegi. I ágúst hafði ríkissjóð- ur tekið ábyrgð á söluverði fram- leiðslu frystihúsanna, sem þýddu 5-600 milljón króna útgjöld á mánuði, án þess að tekna væri aflað á móti. Varð þvi að taka skjótar ákvarðanir strax eftir stjórnarmyndunina og var það gert. Fjármagn þurfti að afla til að mæta þessum nýju ráðstöfunum og það var gert með skattlagn- ingu, m. a. afturvirkum sköttum, og þótt það sé engan veginn æskilegt, varð ekki hjá því komist. Menn horfðu með kvíða til 1. des- ember? Já, og ekki að ástæðulausu. Meiri skriður var á verðbólgunni en flestir höfðu gert sér grein fyrir. Hún var talin hafa verið 52,7% í septemberbyrjun og augljóst, að 14% launahækkun sú, sem menn stóðu frammi fyrir, hefði skapað 60-70% verðbólgu, ef kauphækk- animar hefðu farið inn í hagkerf- ið 1. desember. Þá var skammt til hruns og atvinnuleysis. En sam- komulag náðist um 6% launa- hækkun og 8% eftir öðrum leið- um, m. a. félagslegum og er þetta margrakið. Við í framsóknar- flokknum töldum þessa lausn ekki nógu beitta í baráttunni við verðbólguna, en lengra varð ekki komist með samningum. Samkomulag varð einnig um að auka nokkuð niðurgreiðslurn- ar 1. desember, til að gera þessa lausn málsins mögulega. Eg er þeirrar skoðunar, að við megum ekki ganga lengra í niðurgreiðsl- unum, en þær eru m.a. til þess að veita verðbólguskriðunni við- nám. Er stefnt að 30% verðbólgu í árs- lok? Já, ákveðið er stefnt að því og getur hver og einn sagt sér það sjálfur hvers virði það er og að eitthvað má til þess vinna, í stað þess að fá yfir sig 60-70% verð- bólgu, eins og leit út fyrir 1. des- ember, ef samkomulag hefði ekki náðst um aðgerðir. í dag er verð- bólgan 38% í stað 52,7% í haust og er það þegar nokkur árangur, þótt meira þurfi til. Manni finnst, að unnt sé að koma henni 8% lengra niður. Hvað viltu segja um f járlögin fyrir þetta ár? Samþykkt þeirra er e. t. v. stærsta skrefið, sem náðst hefur, ef póli- tískt er litið á það mál. Fjárlögin eru afgreidd þannig, að verulegur tekjuafgangur verður og raunar greiðsluafgangur líka, enda full þörf á því til þess að greiða þá skuld, sem stofnað var til í haust, eða tæpa 3 milljarða og koma á jafnvægi að .öðru leyti á þessu ári. Á verðbólgutíma er ætíð erfitt að vinna að fjárlagagerð og ekki er síður vandasamt að fram- kvæma fjárlögin svo sem1 til er ætlast. Gjöldin láta a. m. k. ekki á sér standa en tekjurnar inn- heimtast síðar á árinu. En það var pólitískur sigur að koma fjárlög- unum í gegn fyrir áramótin. Tómas Áraason, fjármálaráðherra. Mikið er rætt um skattamálin. Tryggja verður fjárhag ríkisins og ekki neitt vit í öðru. Ríkissjóður skuldaði um áramót 26 milljárða króna. Stefna verður að því að greiða þessa skuld við Séðla- bankann niður á nokkrum árum: Þegar litið er á skattana sem fólk þarf að greiða á þessu ári og ber þá saman við þá skatta, sem orðið hefðu án lagabreytinga, kemur í ljós, að mismunurinn er 3910 milljónir króna eða hækkun um 0,6% af þjóðartekjunum á þessu ári eða tæplega 2% af ríkistekj- unum. En nýr og óvenjulegur út- gjaldapóstur er á fjárlögunum og það eru greiðslur og vextir af lánum Kröfluvirkjunar, 2,38 milljarðar. En nú vænta menn þess, að Kröfluvirkjun fari fljót- lega í gang. En þegar rætt er um skattahækkanir, verður að líta á dæmið í heild. Þá er þess sérstak- lega að geta, að launalægsta fólk- ið greiðir lægri skatta en áður en þeir sem betur mega greiða hærri skatta en áður, En lánsf járáætl- unin, hvar er hún á vegi stödd? Hún er unnin undir forystu fjár- málaráðuneytisins og með því vinna að iánsfjáráætluninni bæði Þjóðhagsstofnun, Seðlabankinn og Framkvæmdastofnun ríkisins. Segja má að áætlunin sé í stórum dráttum tilbúin. Stefnt er að nokkrum samdrætti verklegra framkvæmda. Fjárfestingin í landinu á þessu ári nemur um 180 milljörðum króna, sem er 24,5% af þjóðartekjunum. Er þetta nokkru lægra hlutfall en á síðasta ári og til þess gert að draga úr spennunni. Samdrátturinn er 14-16 milljarðar króna. Með þessu ætti þó ekki að verða hætta á atvinnuleysi og er sérstaklega við það miðað. Peninga- og vaxtastefnan? Við höfum markað þá stefnu að taka upp verðtryggingu inn- og útlána og lækka vexti og er þetta gjörbreyting. Peningakerfi okkar er í þann veginn að bresta. Verð- bólgan brennir upp fjármagnið og til marks um það er sú stað- reynd, að ef ráðstöfunarfé bankakerfisins væri hlutfallslega jafn mikið og í byrjun áratugsins, væri 75 milljörðum króna meira í bankakerfinu en raun ber vitni. Getur þetta verið til marks um það, hvar við erum staddir í þess- um málum. Kjaramálin? Við, í Framsóknarflokknum höf- um sett okkur það markmið að ná samkomulagi um 5% kauphækk- un 1. mars. Næðist samkomulag um það, væri stórt skref í bar- áttunni við verðbólguna stigið. Til þess verða menn að gefa eitt- hvað eftir og slaka á, eftir efnum og ástæðum. Þá vil ég taka fram, að ég held að það sé ekki hægt að stjóma efnahagsmálum landsins með því vísitölukerfi, sem við búum við og höfum gert. Það er bráð nauðsyn að breyta vísitölugrundvellinum. Og stjórnarsam- starfið? í öllum aðalatriðum hefur það gengið vel innan ríkisstjórnarinn- (Framhald á bls. 2). Vestmannaeyja-Þór sigrar nafna sinn á Akureyri Á laugardag léku einnig Þórsliðin frá Akureyri og Vestmannaeyjum. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með, en á 10. mín. höfðu Akureyringar náð tveggja marka forustu. Þá fór að siga á ógæfu- hliðina fyrir þá og t. d. náðu Vestmannaeyingar að gera fimm mörk í röð án þess að heima- mönnum tækist að skora. f hálf- leik var staðan 13 gegn 10 fyrir Vestmannaeyinga. Um miðjan síðari hálfleik náðu Akureyringar að minnka muninn sem þá var að- eins eitt mark Vestmannaeyingum í vil. Þá kom aftur slæmur kafli hjá heimamönnum og Vestmanna- eyingar gerðu þrjú mörk í röð. Akureyringarnir voru hins vegar ekki af baki dottnir sérstaklega þá Það mun nú vera afráðið að Þór- arinn Jóhannesson miðvörður úr Fram flytjist til Akureyrar og fari að leika knattspyrnu með Þór. Hann lék að vísu ekki með Fram í fyrra, en var fastamaður í liðinu í hitteðfyrra. Ekki mun Þórsurum Nú fyrir skömmu barst íþróttasíðunni ársskýrsla Lyftingaráðs Akureyrar fyrir síðastliðið ár. Þar kom fram að iðkenndum lyftinga hafði fjölgað á árinu um nær hundrað, og þar af eru um þrjátiu keppnismenn. Æft var alla daga vikunnar 3-5 kl.st. á dag. Æfingarhúsnæði lyft- ingarmanna er nú sem fyrr í Lundarskóla og hafa lyfting- armenn kallað það TröIIa- dyngju. Plássið stækkaði um 30 fermetra á síðasta ári og önnuðust iyftingarmenn sjálfir vinnu við stækkunina. Á árinu bættust um 200 kg. í lóðasafn lyftingarmanna, en tækjaskortur háir nokkuð starf- semi þeirra eins og raunar Sigurður Sigurðsson en hann gerði þrjú mörk í röð, og þegar aðeins voru þrjár mínútur til leiksloka var staðan 21 gegn 20 fyrir Vestmannaeyinga. Þá fór skapið að fara í taugarnar á Ak- ureyringum og þeir töpuðu leiknum 22 gegn 20. Þrátt fyrir en þeir eiga manna best að vita J það að ekki tjáir að deila við dómarann. Undirritaður er sann- færður um að ef leikmenn Þórs frá Akureyri hefðu haldið höfði og ekki látið skap sitt bitna á dómurunum hefðu þeir a. m. k. náð öðru stiginu í þessum leik, en það hefði verið sanngjarnt. veita af liðsauka, ef þeir ætla að blanda sér í toppbaráttuna í ann- arri deild í sumar, því þeir hafa nú þegar misst tvo af sínum bestu mönnum til Akraness. Íþróttasíðan óskar Þórarni vel- famaðar með sínu nýja félagi. margra annarra íþróttamanna. í dagbók Trölladyngju skráðu sig 4208 manns við æfingar á síð- asta ári og er það um 38% fjölg- un frá árinu á undan. Ferðalög lyftingarmanna voru mikil á árinu, og var bæði keppt hér- lendis og erlendis. íþróttafélög- in Þór og KA styrktu starf lyft- ingarmanna, svo og ÍBA og Akureyrarbær ásamt fjölda einstaklinga. Akureyrskir lyft- ingarmenn hlutu marga ís- landsmeistaratitla á árinu og einnig mörg silfur og brons- verðlaun. í stjórn lyftingarráðs fyrir þetta ár voru kjörnir Bern- harð Haraldsson formaður, Jakob Bjamason varaformaður Guðmundur Svanlaugsson rit- ari, Sigmar Knútsson gjaldkeri og Arthur Bogason meðstjóm- andi. Loks sigrar K.A. Á föstudagskvöldið léku í íþrótta- skemmunni KA og Þór úr Vest- mannaeyjum, í hálfleik var staðan 13 gegn 9 fyrir KA. Þórsarar náðu að saxa á forskotið í síðari hálfleik, en KA hafði ávallt yfirhöndina og sigr- aði með tveggja marka mun 21 gegn 19. Flest mörk KA gerði Alfreð 7, Jóhann 4, og Jón Árni 3. Maður leiksins var Jóhann Húsavík: BEÐIÐ EETID Eib i in SNJONUM Vegna snjóieysis á Húsa- vík hefur ekki verið unnt að iðka skíðafþróttina að ne- inu marki það sem af er vetri, en þegar snjórinn loks kemur er gert ráð fyrir að lyftumar verði opnar frá kl. 13 til 18 virka daga og kl. 10 til 18 um helgar. I vetur mun dagkort fyrir fullorðna kosta 1500 krón- ur og 700 krónum fyrir unglinga. Hálfsdags kort fyrir fullorðna mun kosta 1000 krónur og helmlngi minna fyrir unglinga. Árs- kort fyrir fullorðna kostar 15 þúsund krónur og 6.500 fyrir unglinga. Ekkert gjald er fyrir böra undir 9 ára aldri. Húsavíkurbær hefur ráðið starfsmann til að annast rekstur togbraut- anna i f jallinu f vetur — er það Árni Sigurðsson, sem er mikili áhugamaður um velgengni skiðaiþróitar- innar á Húsavík. Eins og kunnugt er eiga Húsvfkingar góða skiða- menn og eru nú húsvfskir kappar bæði í A-Iandsliði og unglingalandsliði. F.inn húsvfskur iandslíðsmaður, Björn Olgeirsson, er nú i Austurrfki við æfingar og keppni. ÞOR FÆR LIÐSAUKA 200 kg bættust í lóðasaf nið þaö aö hvorki leikmenn eða áhorfendur sjcildu einkennilega dómgæslu dómaranna, afsakar Einarsson. það ekki kjafthátt leikmannanna, Þessir kátu krakkar eru nemendur i þriðja bekk f Glerár- skóla. Kennari þeirra, Ester Vagnsdóttir, notaði tækifærið i góða veðrinu f fyrri viku og fór með hópinn á skauta og ekki var annað að sjá en börain skemmtu sér prýðilega. Þess má geta að Ester hafði ekki stigið á skauta f tæp 30 ár, en þrátt fyrir það stóð hún sig eins og hetja. Mynd: á.þ. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.