Dagur - 30.01.1979, Blaðsíða 2

Dagur - 30.01.1979, Blaðsíða 2
s SmáauöIvsinðar Óska að kaupa vel með farna notaða dráttarvél. Uppl. í síma 22565, (Siguróur). Bifreidir Ford Bronco árg. 1973 til sölu, ekinn 33 þúsund km. Uppl. gefur Haukur Kristjáns- son í síma 22545 eftir kl. 19. Mercedes Benz árg. 1970 til sölu. Góður Píll. Uppl í síma 21758 eftir kl. 19. --------------1------------- Citroen Spesial árg. '71 til sölu. Þarfnast smá lagfæringar. Uppl. í síma 21346. Land-Rover (lengri gerð) til sölu, árg. 1971. Uppl. í síma 22957. Tapaó Sá em tók poka með fimleika- bol, æfingarbuxum, bikini og handklæði í strætisvagnabið- skýli við Ráðhústorg, vinsam- lega hringi í síma 21236 eða til lögreglunnar. Atvinna Afgreiðslustúlka óskast frá kl. 1-6 á daginn. Uppl. eftir kl. 6 á daginn í síma 24094. Atvinna óskast. 22 ára gamall piltur óskar eftir atvinnu sem fyrst. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 21898 milli kl. 9-18 á daginn. Ungur maður óskar eftir kvöld- og/eða helgarvinnu. Allt kem- ur til greina. Hef Samvinnu- skólapróf ásamt mjög góðri ensku- og vélritunarkunnáttu. Hef einnig bíl til umráða. Þeir sem áhuga hafa, gjöri svo vel að hringja í síma 22565 eftir kl. 5 síöd. Sala Þriggja rúmmetra súgkynntur miðstöðvarketill óskast. Uppl. í síma 97-3122 frá kl. 9-17. Hundamatur, kattamatur, fuglafóður. Vörumarkaðurinn, Hafnarbúðin, Skipagötu 4. Kæliborð (eldri gerð) til sölu. Tækifæærisverð. Uppl. í síma 24843 eftir kl. 7 á kvöldin. Yamaha 440 D vélsleði til sölu, árg. '76. Vel meö farinn. Uppl. í síma 23892 á kvöldin. Philco Bendex þvottavél til sölu. Uppl. í síma 24536 eftir kl. 19. Gömul Rafha eldavél (gorma) til sölu, einnig svefnbekkur og eldhúsborð. Uppl. í síma 22237 eftir kl. 17. Barnavagn til sölu. Vel með farinn. Uppl. í síma 21420. Stereo hljómflutningstæki til sölu, selst ódýrt. Uppl. í síma 23307 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Colly hvolpar (Lassy) til sölu. Uppl. í síma 24905. Til sölu snjóblásari fyrir trakt- or. Upplýsingar í síma 22307 Félagslíf Sauðfjáreigendur Akureyri. Aðalfundur verður haldinn að Hótel KEA fimmtudaginn 1. febrúar kl. 8,30. Rætt um vetrarrúning og önnur mál. Mætið vel. Stjórnin. nusnæoi íbúð til leigu í blokk sem er í Lundarhverfi. íbúðin er þriggja herbergja en eitt herb. leigist ekki með íbúðinni sem er laus frá 1. mars. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 10. febrú- ar merkt „íbúð í blokk". Tvö herbergi til leigu nálægt miðbænum. Uppl. í síma 22757 eftir kl. 7 á kvöldin. Óska eftir að taka á leigu tveggja herbergja íbúð ekki mjög stóra, helst sem fyrst eða frá 1. febrúar eða 1. mars. Uppl. gefur Margrét Sveins- dóttir í síma 24393 eða að Kambagerði 2, eftir kl. 5 á daginn. Herbergi óskast til leigu. Sími 21816 eftir kl. 19. Lítið einbýlishús eða lítil íbúð í bænum eða náeagrenni hans óskast til leigu. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 22986. Mig bráðvantar 2ja til 3ja her- bergja íbúð sem fyrst. Er á götunni. Uppl. í síma 51272. Kæru samborgarar! Við erum í hinum mestu húsnæðisvand- ræðum og óskum að taka á leigu 3-4 herbergja íbúð Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 22565. Ungt par með þriggja mánaða gamlan son, óskar eftir að taka á leigu 2-3 herbergja íbúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 24313 milli kl. 7 og 8,30 á kvöldin. AUGLÝSIÐIDEGI Nýjar tillögur. (Framhald af bls. I). nefndin telur að komi til greina varðandi skólaskipanina, en sam- kvæmt niðurstöðum nefndarinnar er talið heppilegast að tveir skólar verði á framhaldsskólastigi auk tónlistarskóla og myndlistarskóla, sem sjái um sérhæfða menntun á listasviði er varða tón list og myndlist. Þá telur nefndin að allt tómstundanám skuli vera í hönd- um Námsflokka Akureyrar og verði skólahúsnæði sem fyrir hendi er á Akureyri notað til þeirrar — Tómas Árnason . . . (Framhald af bls. 5). ar. Það tekur mikinr. tím.a í sam- starfinu, að mynda samræmda stefnu þriggja stjórnarflokka. Hins vegar eru ný vinnubrögð á Alþingi. Þegar stjórnmálaflokkar vinna saman í ríkisstjórn, víkja menn ágreiningsmálum til hliðar en sameinast um ákveðna stefnu. Því er óeðlilegt, að hinir og þessir þingmenn stjórnmálaflokka flytji mál á Alþingi, sem ekki eru í samræmi við umsamda stjórnar- stefnu. Það er viss stjórnarand- staða í AA-flokknum, því er ekki að leyna, sagði Tómas Ámason, fjármálaráðherra að lokum og þakkar blaðið svör hans. E. D. kennslu eftir því sem hagkvæmt þykir. Þá er lagt til að meistaraskóli verði stofnaður á Akureyri til að fullmennta iðnmeistara og stofnuð verði frumgreinadeild tækniskóla sem vísir að tækniskóla á Akureyri. í greinargerðinni er einnig gerð grein fyrir áfangakerfi, sem svo hefur verið nefnt og víða hefur komið í stað hins eldra bekkjakerf- is. í áfangakerfi er námsefninu skipt í afmarkaða þætti, áfanga, sem nemendur geta valið að eigin vild sinni. Ræður nemandi nokkru um hversu margar námsgreinar hann leggur stund á hverju sinni og í hvaða röð hann tekur námsgrein- arnar. Þá geta nemendur í áfanga- kerfi einnig ráðið nokkru um námshraða sinn. Með því að taka upp áfangakerfi telur framhaldsskólanefnd í grein- argerð sinni að unnt sé að greiða fyrir samvinnu skóla á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi. Geti fámenn sveitarfélög eflt hjá sér kennslu á ákveðnum sviðum með því að taka upp kennslu í vissum áföngum í samvinnu við stærri skóla. Geta nemendur þá dvalið heima lengur en ella til hagsbóta fyrir bæði einstakl inga og byggðarlagið allt. Bennt er á að áfangakerfið hafi líka sína galla. Vinnudagur nem- enda og kennara getur orðið lengri en í bekkjakerfi. Til þessa að vinna gegn því og til að nota tíma nem- enda og kennara betur verður að koma upp lestrar- og vinnuaðstöðu fyrir nemendur og kennara við skólana. Af þessu og auknum stjórnunarstörfum, svo sem leið- beiningarstörfum, má búast við því að beinn kostnaður við áfanga- kerfisskóla verði meiri og eftirlit með námi nemenda verði örðugra nema komið verði á fót tölvuskrá í skólunum. Við hið nýja námskerfi þarf á meiri námsráðgjöf að halda þar sem ábyrgð nemenda er gerð meiri vegna aukins frjálsræðis í námsvali. Við afgreiðslu tillagna fram- haldsskólanefndar á fundi bæjar- stjórnar var samþykkt tillaga frá Tryggva Gíslasyni um að vísa mál- inu til bæjarráðs og leita umsagnar skólastjóra allra skólastofnana á Akureyri um tillögumar svo og umsagnar fulltrúa launþegasam- taka og atvinnuveganna auk þess sem oddvitum nágrannasveitar- félaga skyldu sendar tillögurnar til álitsgerðar. Aöstoöa við gerð skattframtala. Pantanir í síma 22270 og 22272. Gunnar H. Gíslason, viðskiptafræðingur. Hryssa í óskilum Á Akureyri er í óskilum rauð hryssa ca. 3ja vetra, ómörkuð. Réttur eigandi gefi sig fram fyrir 7. febrúar við Þórhall Pétursson á Vökuvöllum og greiði áfallinn kostnað, að þeim tíma liðnum verður hún seld. FJALLSKILASTJÓRI. Þýsk-íslenska félagið sýnir sakamálamyndina Sieben tage frist með J. Fuchsberger, Petra Schúrmann o. fl. fimmtudaginn 1. febrúar kl. 21.15 í félagsherberg- inu Kaupangi v/Mýraveg. Allir velkomnir. STJÓRNIN. Frá Glerárskóla Akureyri Vegna forfalla vantar strax kennara við Glerárskóla í 4-6 vikur. Kennslugreinar: íslenska og enska í 7. og 8. bekk. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 21395 og 21521 Skólastjóri Húsa- teikningar önnumst alhliða teikngagerð s. s. 0 Húsateikningar 0 Lagnateikningar 0 Burðarþolsteikningar Q Lóðaskipulag Upplýsingar gefnar á kvöldin Guðmundur Gunnarsson sími 25084 Björn Magnússon sími 24898 Hestamenn Akureyri og Eyjafirði! Árshátíð Léttis verður í Hlíðarbæ laugardagirm 10. febrúar og hefst með borðhaldikl. 7.30. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sér um fjörið. Miðapantanir í síma 24198 og 21554. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. SKEMMTINEFNDIN. Auglýsing um uppboð Að kröfu Benedikts Ólafssonar, hdl. og innheimtu- manns ríkissjóðs fer fram nauðungaruppboð á ýmsum vélum Þyrnis h. f. í verkstæði fyrirtækisins að Glerárgötu 34, Akureyri föstudaginn 9. febrúar 1979 kl. 13.15. Selt verður: bandslípivél, skápa- pressa, hulsuborvél, borvél, bandsög, spónlagn- ingarpressa og þykktarhefill. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn á Akureyri 29. janúar 1979 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.