Dagur - 13.02.1979, Síða 3

Dagur - 13.02.1979, Síða 3
Verðmætaaukning útfluttra iðnvara nam 58% — Ullariðnaðurinn stærsta útflutningsgreinin Útflutningur iönaðarvara nam á árinu 1977 34.8 milljörðum króna og hafði þá aukist úr 223 milljörðum árið áður eða um 56%. Af þessu var ál og álmelmi rúmlega 77 þús. tonn á 23,6 milljarða en hafði verið 74 þús. tonn á 14.9 milljarða árið áður. Verðmætaaukning nam því 58% en magnaukning 4%. Útflutn- ingur iðnaðarvara án áls nam samtals 11.2 milljörðum kr. en hafði verið 7.4. Aukning í út- flutningi hinna ýmsu iðnaðar- vara landsmanna án áls hefur því numið 51%. Mesta aukning í magni og verð- mæti var í skinnaiðnaði, en þar var aukningin 78% í verðmæti úr 1092 m. kr. í 1974 m. kr. en magnið jókst um 23%. Aukningin bæði í magni og verðmæti milli áranna 1977 og 78 var í lagmetisiðnaði, en útflutn- ingur hans jókst í verðmæti úr 1206 m. kr. í 2000 m. kr. eða um 67% en magnið jókst um 7%. Eins og áður er ullariðnaðurinn langstærsta útflutninggreinin og jókst útflutningur ullarvara úr 3441 m. kr. t 4529 m. kr. eða um 32%. Hér varð aftur á móti mikill sam- dráttur í magni, samtals 128 tonn. Hér munar mest um samdrátt á Sovétmarkaði er nam samtals 193 tonnum. Kísilgúrútflutningur dróst lítillega saman af ástæðum sem öllum er ljósar. Nú voru flutt út rúmlega 20 þús. tonn á 226 millj. Samtals nemur útflutningur of- antaldra vörutegunda um 9.9 mill- jörðum króna. Málverkasýning Iðunnar Ágústsdóttur Föstudaginn 16. febrúar kl. 9 síð- degis opnar Iðunn Ágústsdóttir, húsfreyja á Akureyri, málverka- sýningu í Gallery Háhóli og sýnir þar um 60 myndir. En opnunar- dagur sýningar er jafnframt fæð- ingardagur Elísabetar Geirmunds- dóttur listakonu, móður Iðunnar. Iðunn Ágústsdóttir hefur ekki áður haldið sjálfstæða sýningu og hefur ekki notið skólaaáms í mál- aralist. Myndir hennar eru pastel- málverk og teikningar. Sýningin verður opin til kl. 8-10 virka daga og kl. 3-10 um helgar. Henni lýkur að kveldi 25. febrúar og er sölu- sýning. Hráefnisskortur hjá KJ & Co. Meirihluti starfsfolks án vinnu Vegna skorts á hráefni og þar sem samningar hafa ekki náðst um sölu á niðursuðuvörum til Rússlands hefur orðið að stöðva nær alla framleiðslu hjá K. Jónsson & Co. Um 20 manns voru við vinnu í niðursuðuverksmiðjunni í morgunn, en að sögn Kristjáns Jónssonar, verksmiðju- stjóra, hefur orðið að senda um 80 starfsmenn heim. Kristján sagði, að þetta ástand yrði vart til langs tíma og átti von á að nær allir gætu horfið til fyrri starfa í næstu viku. 0 Áelleftu stund Hrygningarstofn þorsksins er orðinn svo veikur, að Haf- rannsóknarstofnunin gerir tillögur um mjög minnkandi veiði á þessu ári. En það hafa víst ekki allir gert sér Ijóst, að á tólf ára valdatíma „við- reisnar" var látið fljóta að feigðarósi í þessu efni og það dugði ekki minna en stjórn- arskipti til þess að landhelg- ismálið yrði tekið föstum tök- um, undir forsæti Ólafs Jó- hannessonar. Mega nú allir sjá, og hefði fyrr mátt vera, að gripið var í taumana á elleftu stund. Frá MARKAÐSVERSLUNINNI HRÍSALUNDI F. D. B. Kartöflumús 150 gr. NESQVIK 800 gr. NESQVIK 400 gr. Tilboðs- verð. Hámarks- verð. Kr. 276 306 Kr. 1.331 1.478 Kr. 711 789 Á FYLGIST MEÐ VÖRUVERÐINU Matvöeudeild HLJOM- PLÖTU^e^ Hefst á föstudaginn Stórkostlegur afsláttur. Popp - Disco - Rock - Jass Úrval af eldri plötum Lítið inn og gerið góð kaup t.i HUÚMDEILD HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 Kaupum hreinar LÉREFTSTUSKUR PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR HF. TRYGGVABRAUT 18-20 Framsóknarmenn Fjárhagsáætlun 1979 Almennur fundur verður n. k. fimmtudagskvöld ki. 8.30 í Hafnarstræti 90 um fjárhagsáætlun Akureyr- arbæjar. Frummælandi Sigurður Óli Brynjólfsson. Allir velkomnir. Stjórnln FRAMSÓKNARFELAG AKUREYRAR Opiðhús er að Hafnarstræti 90 öll miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.30. Spil — Tafl — Umræður Sjónvarp á staðnum Lesið nýjustu blöðin Kaffiveitingar Allir velkomnir DAGUR.3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.