Dagur - 22.02.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 22. febrúar 1979 12. tölublað Olían hækkar Ekkert lát er á olíuverð- hækkunum á heims- markaðinum. Gasolían hækkaði um nær þriðj- ung á átta dögum og næsti farmur, sem hing- að kemur, er talinn muni hækka um 100%, ef þró- unin verðursú, sem.spáð er. Til eru í landinu birgðir til nokkurra vikna og þá skella verð- hækkanirnar yfir. Tímaritið Súlur Norðlenska tímaritið Súlur, síðara hefti ársins 1978 og hið 16. í röðinni er að koma út. Útgef- andi er Sögufélag Ey- firðinga, en ritstjórar, Jóhannes Óli Sæmunds- son og Valdimar Gunn- arsson. Ritið er yfir 120 blaðsíður, fjölbreytt að efni. Höfundar eru: Friðrik G. Olgeirsson. Þórhallur Bragason, Jón Kr. Kristjánsson, Guð- rún Sigurðardóttir, Helgi Símonarson, Jón Bjarnason, Aðalsteinn Ólafsson, Árni G. Har- aldsson, Eríkur Sigurðs- son, Stefán Aðalsteins- son og Bernharð Har- aldsson. Næsta hefti er í undirbúningi. . §1! B ■■ BH Það er dýrt að drekka Á ári hverju eru yfir 2000 ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur hér á landi. Meira en 90% af handtökum lögreglunn- ar er vegna áfengis- neyslu og 60% af hand- tökum lögreglunnar er vegna áfengisneyslu og 60% þeirra, sem leita til slysavarðstofunnar í Reykjavík, hefur slasast undir áhrifum áfengis. Vínneyslan virðist hafa heldur slæm áhrif á hjúskapinn. því 80% hjónaskilnaða má rekja til ofnotkunar áfengis annars eða beggja aðila. Á ári hverju eru 2500 íslendingar í „meðferð" vegna áfengisneyslu og annarra vímugjafa. Tal- ið er, að áfengisbölið kosti þjóðina 4.000.000.000 — fjóra milljarða króna — og verður það þó ekki allt reiknað í peningum. Besta blótið um langa hríð Fosshóli 20. febrúar. Rólegt er í sveitum, lítill snjór, greiðfært og fé er beitt lítils háttar suður í Bárðardalnum. Á föstudaginn var þorrablót í Ljósvetningabúð. Þar var yfir 300 manns troðið f sæti og tókst ágæta vel. Sérstök þorrablótsnefnd undirbvr hvert þorrablót og kýs hún þá næstu un,4ið og hún lætur af störfum. Formaður hennar nú var Jónína Björgvinsdóttir, útibússtjóri á Fosshóli. Þetta hesta þorrablót siðari tíma. að ég tel. hófst með brag um nýju hreppsnefndina og Viktor Guð- laugsson flutti gamansama tölu um daginn og veginn. Þá var barnaárs- ins minnst á gamansaman hátt og kennarar úr Stórutjarnarskóla, Guðmundur Nordal og Helgi R. Einarsson léku saman á klarinett og (Framhald á bls. 2). Þessi mynd var tckin af tæknimanni útvarpsins f qærmorg- unn þcgar Páll ItciAar ræddi við Val Arnþðrsson i „bcinni linu“. Kaffi hefur oft borið á góma f þcssum moraunþáttum o){ Valur gaf úlvarpsmönnum dálitið af Bragakaffi og lét svo ummælt, að hann óskaði að þcir þyrftu ckki að drckka annað cn úrvalskaffi i náinni framtið. Ekki hægt að afgreiða símapantanir í Glerárhverfi? Til næg númer í sjálfvirku stöðinni Vart hægt að leggja símastrengi vegna fjárskorts Það cru cinkum þcir scm hafa i hyggju að flytjast inn á þcssu ári og þvi næsta. scm vcrða fyrir barðinu á niðurskurðinutn. Myndina tók á.þ. af hálfhvggðu raðhúsi við Stapasiðu í (dcrárhvcrfi. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 12 milljónum króna í síma- línukerfi kaupstaða og kaup- túna í Norðurlandskjördæmi eystra. Heldur þykir okkur talan lág, ef tekið er mið af því að notaðar voru 34 milljónir króna í framkvæmdir i landshlutanum fram til mánaðamóta nóv/des á s. I. ári. Niðurskurðurinn mun t. d. hafa þau áhrif að stór hluti nýrra íbúða í Glerárhverfi mun ekki geta fengið síma, þótt til séu næg númer í sjálfvirku sím- stöðinni. Niðurskurðurinn verð- ur enn hrikalegri þegar þess er gætt að alls voru notaðar 23 milljónir króna til lagningar jarðsímastrengja og í verklegar framkvæmdir á vegum Póst og Síma á Akureyri fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Gera má ráð fyrir að bæjarfélög á Norður- landi eystra muni einnig líða fyrir niðurskurðinn. „Við fáum um það bil einn þriðja þess fjár sem fékksi í fyrra i linukerfi. Það verður ekki mikið úr Skipulagsbreytingar hjá KEA langt komnar Á undanförnum misserum hefur verið unnið að skipulagsbreytingum innan Kaupfélags Eyfirðinga. í framhaldi að því hefur kaupfélags- stjórinn, Valur Amþórsson, ráðið sér tvo nýja fulltrúa. Sigurður Jóhannesson verður aðalfulltrúi í stað Arngríms Bjarnasonar, sem lætur fljótlega af störfum fyrir aldurs sakir. En einn- ig hefur Þórgnýr Þórhallsson verið ráðinn sem fulltrúi kaupfélags- stjóra á sviði iðnaðar- og þjónustu- greina. Sigurður tekur við sinu starfi um miðjan mai n.k. Báðir þessir nýju fulltrúar eru fyrrverandi starfsmenn Kaupfélags Eyfirðinga. Sigurður Jóhannesson starfaði um árabil í Vöruinn- kaupadeild félagsins en hefur und- anfarin ár verið framkvæmdastjóri Þórshamars hf. Þórgnýr Þórhalls- son var um árabil deildarstjóri í Véiadeild KEA en hefur undan- farin ár verið umboðsmaður OLlS áAkureyri. Langt er nú komið þeim skipu- lagsbreytingum, sem kaupfélags- stjóri hefur unnið að að undan- förnu, en þær fela i sér. auk ráðn- ingar framangreindra fulltrúa, ráðningu tveggja annarra fulltrúa, Björns Baldurssonar, sem þegar er fulltrúi á verslunarsviði og Magnús Gauti Gautason, sem er fulltrúi á sviði skipulags- og hagmála. því. þegar við höfum í huga dýr- tíðina sem geysar í landinu". sagði Ársæll Magnússon. umdæmisstjóri Pósts og síma í samtali við Dag. „í sjálfvirku stöðinni á Akureyri eru til númer sem eiga að duga í eitt og hálft ár. miðað við þær áætlanir sem hafa verið gerðar." Á s. I. ári voru ekki til nægjan- lega niörg laus númer í sjálfvirku stöðinni á Akureyri. og því gátu nýir notendur ekki fengið síma, en nú er svo komið að jarðstrengi mun skorta þegar líður á árið. Eins og fyrr sagði mun það helst bitna á nýjum ibúðum í Glerárhverfi. Ástandið í afgreiðslu á nýjum sím- um er nokkuð gott því búið er að afgreiða allar þær pantanir sem lágu fyrir. Montið heldur mér uppi Gunnarssíöðum 20. febrúar. Nú hef ég venju fremur mikið að gera, því ég hirði 380 fjár og 30 gripi í fjósi og er auk þess eins- konar framkvæmdastjóri við byggingu hér á bænum og annast útréttingar með tilheyrandi ferðalögum. Er ég montinn af þessu starfi og sagði strákum, sem vinna hér, að það væri ekk- ert annað en montið, sem héldi mér uppi. Á sunnudag fyrir rúmri viku fór Skúli bóndi Ragnarsson. bóndi' á Ytra-Álandi á vélsleða upp á Búr- fellsheiði og fann þar þrjár kindur. (Framhald á bls. 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.