Dagur - 22.02.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 22.02.1979, Blaðsíða 6
Þetta cr spennandi íþrótt, en hættuleg. Strákarnir stukku niilli þeirra. Sjálfsagt hafa forcldrar þeirra bannað þeini á milli jakanna og stundum munaði litlu aó þeir féllu á að stunda jakahlaup, en börn eru jú gleymin. Mynd: á.þ. Enginn man þvílíkt snióleysi Stórutungu 19. febrúar. ! janú- armánuði fór frostið í 30 gráður og var jafnvel enn meira niðri i dalnum. En úrkoma hefur verið svo litil að enginn man annað eins. Þar sem venjulega er stór- fenni, sést tæplega snjór nú. En þessi berangur jarðarinnar hefur valdið því, að grunnvatn hefur lækkað í jörð og lækir og upp- sprettur hafa minnkað eða þornað. Á sumum stöðum hefur þetta valdiðerfiðleikum með neysluvatn. Til er. að þurft hefur að flytja vatn, að vísu ekki um langan veg. Þá hefur berangur þessi valdið því. að frost er óvenjulega djúpt í jörð og er til. að frosið hafi í vatnslögnum. En fátt er svo með öllu illt. að ekki boði nokkuð gott. Aðstaða til ýmiskonar félagsstarfa er fremur góð, þegar búið er að hita bílinn. Þar er um að ræða Ungmennafé- lagið Eininguna, sem stofnað var 6. desember 1892 og hefur starfað óslitið síðan að ýmsum góðum málefnum. Kvenfélag hefur einnig starfað mjög lengi og hefur lagt góðum málum lið og gerir enn. Geta má þess, að það gaf til Lund- arbrekkukirkju, rykkilín og skrýddist sóknarpresturinn því í fyrsta sinn á síðustu jólum. Þá má ekki gleyma samtökum karla og kvenna, sem ákveðið stefna að því að fækka kílóum sínum. Þ. J. Sveitahraðkeppni B.A. hafin Svcitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar hófst sl. þriðjudags- kvöld. Alls verða 4 umferðir. Þátt- taka er mjög góð alls spila 15 sveit- ir. Röð efstu sveita er þessi 1. sveit Magnúsar Aðalbjörnss. 282 2. sveit Sigurðar Víglundss. 274 3. sveit Sveinbjörns Jónss. 273 4. sveit Stefáns Vilhjálmss. 272 5. sveit Jóns Stefánss. 271 6. sveit Þórarins B. Jónss. 265 Meðalárangur er 252 stig. — Önn- ur umferð verður spiluð nk. þriðjudagskvöld að Félagsborg. Bræðrafélag Akureyrar- kirkju Sunnudaginn 11. febrúar 1979 var stofnað á Akureyri bræðrafélag Akureyrarkirkju. Markmið félags- ins er að vinna að eflinu safnaðar- og félagsstarfs innan sóknarinnar. I aðalstjórn voru kjörnir: Jón Sigur- geirsson, Rafn Hjallalín, Björn Þórðarson, Barði Benediktsson og Gretar St. Melstað. Félaginu bárust heillaóskir frá Bræðrafélagi Langholtssóknar. Ráðgert er, að næsti fundur verði i kapellunni eftir messu þann 25. febrúar og mun þá Otto Michelsen verða gestur fundarins. En hann er einn af brautryðjendum leik- mannastarfs innan kirkjunnar. Ný- ir félagar ávalt velkomnir. Herstöðvaandstæð- ingar Akureyri Fundur verður haldin á Hótel K.E.A. sunnudaginn 25. febrúar kl. 14.30 Fundarefni. Rætt um aðgerðir 30. mars n.k. en þá verða liðin 30 ár frá inngöngunni í NATÓ. S.H.A. Prangar lagðir niður Iðnaðarmenn út með f irði koma í akureyrsk félög I síðustu viku var haldinn fundur á Dalvík að tilhlutan Málm- og skiðasmíðasambandsins og Sambands byggingamanna eftir að ósk hafði komið um það frá 15 - 20 félagsmönnum í iðnað- armannafélaginu Drangar, en innan vébanda þess eru iðnað- armenn á Dalvík og Ólafsfirði. Starfsemi Dranga hefur verið í molum undanfarin ár og óskuðu féiagsmennimir eftir inngöngu í félögin á Akureyrí. Nú er fjallað um umsóknirnar í viðkomandi félögum og m. a. verða umsókn- 6.DAGUR ir járniðnaðarmannanna teknar fyrir á aðalfundi Sveinafélags járniðnaðarmanna n. k. laugar- dag. Á fundinn mættu þeir Jón Snorri Þorleifsson, frá Sambandi bygg- ingamanna. Helgi Arnlaugsson. frá Málm- og skipasmíðasambandinu. ásamt Halldóri Arasyni frá Sveina- félagi járniðnaðarmanna og Helga Guðmundssyni frá Trésmíðafélagi Akureyrar. Niðurstaða umræðn- anna var sú að menn töldu árang- ursríkast að leggja Dranga niður í núverandi mynd og að iðnaðar- mennirnir óskuðu eftir inngöngu í félögin á Akureyri, þ. e. i Tré- smíðafélagið og Sveinafélag járn- iðnaðarmanna. Annar fundur var haldinn s. I. fimmtudag, þar sem umræður af þessu tagi þarfnast tveggja funda. Á þeim fundi var tekin formleg ákvörðun um að leggja Dranga niður. Ekki er vitað með vissu hve margir eiga rétt á að ganga i Tré- smíðafélag Akureyrar og Sveinafé- lag járniðnaðarmanna. Kristniboðshúsið Zfon. Sunnu- daginn 25. febr. sunnudaga- skóli kl. II. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4. Allar konur velkomnar Samkoma kl. 20.30 Ræðu- maður Guðmundur Óskar Guðmundsson. Tekið á móti gjöfum tii kristniboðsins. Allir velkomnir. Spilavist N.L.F.A. verður í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 25. febr. n.k. kl. 8.30 sd. Góð verðlaun. Aliir velkomnir. Nefndin. Akureyringar. Munið kökubas- ar knattspyrnudeildar KA á Hótel Varðborg laugardag- inn 24. febr. kl. 15.00. Missið ekki af bæjarins bestu kök- um. Knattspyrnudeild KA. Gjafir til Stærra-Árskógskirkju 1978 Anna Stína, 3.000. Ónefndir gefendur, 17.800. Ólöf Gunnlaugsdóttir. 5.000. Filipía Jónsdóttir, 5.000. Guðmundur Njáls- son, 5.000. Sigríður Jóns- dóttir, 5.000. minningargjöf um Jóhönnu Sólbjörgu Jó- hannesdóttur og Sigurð Kristjánsson, frá börnum þeirra. Jóhönnu og Sigur- páli, 30.000. Minningargjöf úm Kristján H. Jensson. gefin af systur hans. Helgu Jensdóttur. 25.000. Enn- fremur barst kirkjunni að gjöf rykkilin frá Huldu Vig- fúsdóttur og Jóhannesi R. Traustasyni. og einnig loft- ljós í anddyri kirkjunnar frá Gíslínu Vigfúsdóttur og Hjalta Bjarnasyni. Gefend- um færðar kærar þakkir. Sóknarnefnd. Bollu og kökubasar heldur kvcnnasamband Akureyrar í Alþýðuhúsinu laugardag- inn 24. febrúar kl. 3 e.h. komið og kaupið gómsætar kökur. Stjórnin. /0RÐ0flfiSÍNS\ pÆ—— Maöurinn minn og faðir okkar EGGERT DAVÍÐSSON, frá Möðruvöllum, andaðist 19. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Möðruvöllum i Hörgárdal mánudaginn 26. febrúar kl. 3. Minningarathöfn verð- ur í Akureyrarkirkju sama dag kl. 1. Þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta Mööruvallakirkju njóta þess. Ásrún Þórhailsdóttlr og dætur. Þökkum auðsýnda samúö og vináttu vegna andláts fööur okkar JÓHANNESARLAXDAL Tungu Svalbarðsströnd öllum sem heiðrað hafa minningu hans sendum við hugheilar þakkir. Theodór, Helena, Anna, Ester, Björn og Henrý Laxdal. NY GERÐ DIESELVÉLA Undanfarin fimm ár hefir ný gerð dieselvéla verið í þróun á Ítalíu. hjá Stabilimenti Meccanici VM. en verksmiðjan er meðal tíu stærstu vélaframleiðenda í heiminum. Nýja vélin er talin vera mesta bylt- ing í byggingu lítilla dieselvéla um áratuga skeið, en dieselvélin hefir tekið litlum breytingum gegnum árin, að öðru leiti cn því að sífellt hefir verið unnið að því að gera hana léttari og þýðgengari. Fram að þessu hafa dieselvélar verið kældar á sama hátt og bensínvélar. með vökva eða lofti. Nýja vélin frá VM er frábrugðin venjulegum dieselvélum að mörgu leiti en aðal- breytingin felst í kælingunni sem er alger nýjung og nýtir kosti beggja fyrri kælikerfa en er laus við galla þeirra. Það er smurolian sem nýtt er á einfaldan hátt til þess að kæla vélina, sem að byggingu er eins og venjuleg vatnskæld vél, en í stað vatns, umlykur nú smurolian strokkveggina og flytur hitann í varmaskiftir sem kælir oliuna með lofti. Oliunni er cinnig dælt upp í stimplana og stendur stöðug buna upp í stimpilkollana. Olían virkar mjög hljóðdeyfandi og er vélin því mun gangþýðari en gengur og ger- ist um dieslevélar, auk þess sem stærð hennar er mjög lítil miðað við orku. Hávaðamælingar sýna að VM vélin er 7 - 8 db hljóðlátari en vélar af hefðbundnuni gerðum og reyk- mælingar sýna umtalsvert hreinni útblástur, aðallcga vegna heppilegs ganghitastigs vélarinnar og sér- stakrar hönnunar á sprengihólfi. Byggingarlag vélarinnar gerir hana fyrirferðaminni og léttari en ef um vatns- eða loftkælda vél væri að ræða og er 27 HA vél aðeins 175 kg. með gír og 70,5 HA vél vegur aðeins 240 kg. án girs. Vélarnar fást 13,5 - 27 - 40,5 - 54 og 70.5 hestafla og með margsk.onar aflútlökum. ástengdum. svo sem rcimskífum. olíudælum, loftpressum og fleiru sem til hagræðis má vcrða i fiski- bát. AUGLÝSi í DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.