Dagur - 06.03.1979, Side 1

Dagur - 06.03.1979, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagur 6. mars 1979 15. tölublað Kynningardag- ur Vélskólans Á laugardaginn munu nemendur Vélskólans á Akureyri kynna starf- semi skólans. Vélskólinn hefur aðsetur á þremur stöðum á Akureyri og því verður rafmagns- fræðin kynnt í Iðnskól- anum við Þórunnar- stræti, smíðakennsla í Glerárgötu 2b og véla- salurinn við Laufásgötu. Nemendur og kennarar verða á öllum þessum stöðum, reiðubúnir til að svara spurningum bæj- arbúa. Kynningin hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. * Kirkjuvika Kirkjuvika hefst á Ak- ureyri næsta sunnudag, 11. mars og lýkur 18. mars. Þetta er ellefta kirkjuvikan, sem Akur- eyrarkirkja efnir til og hefur greint frá dag- skránni, en hún er fjöl- breytt og eflaust verður kirkjan vel sótt þessa viku, svo sem jafnan hefur verið. * Bændaklúbbs- fundur verður á Hótel KEA mánudaginn 12. mars og hefst kl.' 21.00 Frum- mælandi verður Sigur- *. jón Bláfeld Jónsson, ráðunautur BÍ í loð- dýrarækt. Ræðir hann um minka- og refarækt og þó sérstaklega sem aukabúgrein. * Spádóms- þráhyggja Jarðvísindamenn hafa látið fremur lítið yfir sér síðustu mánuðina, en einhver óróleiki hefur einnig gripið þá sem lýs- ir sér í þráhyggju þeirra í að spá eldgosum. Og það er Kröflusvæðið, rétt einu sinni, sem þeir nú telja að sé órólegt og óróinn geti leitt af sér verulega jarðskjálfta, og jafnvel eldgos innan skamms. Ný Landsvirkjun í uppsiglingu með sameiningu Landsvirkjunar, Laxárvirkjunar, Byggðalfnu og ríkisins Hinn 6. október sl. skipaði orkumálaráðherra, Hjörleifur Guttormsson, nefnd til að gera tillögur um stofnun landsfyrir- tækis um meginraforkuvinnslu hér á landi og flutning orkunnar Þessi nefnd hefur lokið störf- um og skilað einróma áliti til ráðherra. Á blaðamannafundi af þessu tilefni sagði orkuráð- herra, að stefnt yrði að því að koma hinu nýja fyrirtæki á laggirnar á þessu ári. Samkvæmt tillögum nefndar- innar verða eigendur hins nýja fyrirtækis í upphafi: Reykjavíkur- borg, Akureyrarkaupstaður, og ríkið, sem á að vera 50% eignaraðili og 132 KV byggðalínur. Með stofnun þessa fyrirtækis er m.a. stefnt að sama heildsöluverði raf- orku á öllum afhendingarstöðvum á landinu og einnig að samræmdari framkvæmdum en verið hefur. Heimilt er að taka önnur raforku- fyrirtæki en nefnd voru, inn í hina nýju Landsvirkjun, en þó var ekki talið eðlilegt að Krafla yrði innan þessa ramma í byrjun. Formaður nefndarinnar var Tryggvi Sigurbjarnarson, en aðrir nefndarmenn: Helgi Bergs, Egill Skúli Ingibergsson, Jakob Björns- son, Jóhannes Nordal, Kristján Jónsson, Magnús E. Guðjónsson og Valur Arnþórsson. Hitaveita Akureyrar hefur aug- lýst eftir tilboðum í að koma upp svartolíukatli til þess að gegna hlutverki „toppstöðvar“, en með því er átt við hitunarkerfi til notkunar þegar dælur veitunnar hafa ekki undan vegna bilunar eða annarra orsaka. Sú spurning hefur vaknað af hverju ekki sé notað rafmagn í stað Valur Arnþórsson, sem er stjórnarformaður Laxárvirkjunar, hefur reifað málið i bæjarstjórn Akureyrar og gaf hún jákvæð svör. Næsta skref í máli þessu er ef- laust það, að gengið verður til samninga á grundvelli tillagnanna, og ef þeir takast kemur málið til kasta löggjafans. svartolíu og hafa ráðamenn hita- veitunnar svarað því til að reiknað hefði verið út að olían væri tví- mælalaust hagkvæmari. Menn hafa gefið sér þá forsendu að raf- magn muni ekki vera tiltækt á þeim tímum, sem stöðin á að starfa og kjörin hefðu ekki verið nógu hag- stæð. Auk þess er svartolíuketill ódýrari en rafskautsketill. Stöð af þessu tagi er aðeins notuð fáa daga á ári. Hitaveitan leitar tilboða í svartolíuketil Olían hagkvæmari en raf magnið? Samkeppni til lækkunar á umferðarslysum Umferðarnefndir Akureyrar, Hafnarfjarðar, Keflavíkur, Kópavogs og Reykjavíkur hafa ákveðið að gera tilraun með samkeppni til fækkunar umferðarslysum. Á þessum stöðum urðu alls 4.465 skráð umferðarslys á síðasta ári, en það er um 64%, allra um- ferðarslysa á landinu. Sam- anburður verður gerður fjór- um sinnum á árinu, ársfjórð- ungslega, í fyrsta skipti að loknum marsmánuði. Til viðmiðunar eru tölur sama tímabils ársins áður. Umferðarnefndirnar hafa samvinnu við Umferðarráð sem leggur fram skýrslur til saman- burðar, þegar tölur yfirstand- andi árs eru bornar saman. Skráð umferðarslys og óhöpp janúar-mars 1978 voru sem hér segir: Reykjavík 696, Hafnar- fjörður 138, Kópavogur 134, Akureyri 101 og Keflavík 102. Fundur um verk- menntun Stórátak nauð- synlegt Stjórnir Félags málmiðnaðar- fyrirtækja á Akureyri og Sveinafélags járniðnaðarmanna á Akureyri hafa boðað til fundar laugardaginn 10. mars, kl. 13.30 að Hótel KEA þar sem fjallað verður um stöðu verkmennta í málmiðnaði á Akureyri. Framsögumenn á fundinum verða Guðmundur Tuliníus yfir- verkfræðingur Slippstöðvarinnar, sem fjallar um þörfina á átaki í verkmenntun á Akureyri með sér- stöku tilliti til málmiðnaðarins og Helgi M. Bergs bæjarstjóri, sem ræðir um byggingamál Iðnskólans. Töluverð umræða hefur undan- farið farið fram um nauðsyn þess að efla verkmenntun á Akureyri og oft verið bent á að iðnaðarbærinn Akureyri hafi dregist verulega aft- ur úr í þessum efnum. Með tilliti til þess annarsvegar að iðnaðinum á Akureyri er lífsnauðsyn að gert verði stórátak í eflingu verklegra mennta í bænum og hinsvegar að bæjaryfirvöld munu væntanlega innan tíðar móta stefnu sína í framtíðaruppbyggingu framhalds- skóla á Akureyri telja fundarboð- endur að tímabært og raunar nauðsynlegt sé að efna til þessa fundar. Fundurinn er opinn öllum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.