Dagur - 06.03.1979, Síða 6
Akureyrarkirkja. Messað n.k.
sunnudag kl. 2 e.h. (Upphaf
kirkjuviku) Sálmar 18, 125,
338, 50, 384. Fjölmennum á
allar samverustundir kirkju-
vikunnar. Sóknarprestar.
Möðruvallaklaustursprestakall
Guðsþjónusta að Bakka í
Öxnadal n.k. sunnudag 11.
mars kl. 2. e.h. Sóknarprest-
Akureyrarkirkja. Föstuguðs-
þjónusta í Akureyrarkirkju
kl. 8.30 e.h. miðvikudag 7.
mars. Sungið úr passíusálm-
unum. 5, 1-5. 8, 17-19 og
23-25. 9, 1-5. P.S.
Sunnudagaskóli Akureyr-
arkirkju er á sunnudaginn
kl. 11 f.h. Yngri börn í kap-
ellunni og eldri börn í kirkj-
unni. Öll börn velkominn.
Sóknarprestar.
Brúðhjón. Hinn 3. mars voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju ungfrú
Guðný Aðalsteinsdóttir
skrifstofustúlka og Sigurður
Þór Ákason bifvélavirki.
Heimili þeirra verður að
Steinahlíð 8 b. Akureyri.
Leiðrétting. í síðasta blaði féll
niður eitt orð í gjafalista til
Grundarkirkju en þar átti að
standa „Gefendur eru börn
þeirra hjóna og tengdabörn.
□ Rún 5979377 -1
I.O.O.F. 2 - 160398'/2 - Atkv.
I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan
nr. 1. Fundur fimmtudaginn
8 þ.m. kl. 8.30 e.h. í félags-
heimili templara. Varðborg.
Fundarefni: Reglan í dag.
St. Brynja, St. Akurliljan og
St. Norðurstjarnan boðnar á
fundinn. Eftir fund. Kaffi.
Gunnar Lórens sýnir lit-
skyggnur og kvikmynd frá
stúkustarfi. Æ.t.
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur.
Hádegisverðarfundur laug-
ardaginn 10. mars. Félagar
úr umdæmisstjórn mæta.
Stjórnin.
Allir þroskaheftir. Stórdans-
leikur verður haldinn að
Hótel K.E.A. miðvikudag-
inn 7. mars kl. 19. Allir fé-
lagar í þroskahjálp einnig
velkomnir. Þátttaka tilkynn-
ist í síma 23635 (Kolbrún)
f.h. á miðvikudag. Konur í
styrktarfélagi vangefinna
fundur á Sólborg miðviicu-'
dag 14. mars kl. 20.30. Kon-
ur í S.V.N.
Spiiakvöld Sjálfsbjargar verður
fimmtudag 8. mars kl. 20.30
í Alþýðuhúsinu. Mætið vel
og stundvíslega. Allir vel-
komnir. Nefndin.
AUGLÝSIBIDE6I
Gjafir og áheit. Til Biblíufé-
lagsins kr. 25.000 frá Hjálm-
ari Kristjánssyni og Ingveldi
Svanhildi Pálsdóttur Kr.
10.000 Frá N.N. Til Akur-
eyrarkirkju kr. 500 frá G.G.
og til Strandakirkju kr. 600
frá sama Til Æskulýðsfélags
Akureyrarkirkju kr. 1.000
frá Birgi og Lilju. Bestu
þakkir. Birgir Snæbjörns-
son.
Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu-
daginn 11. mars sunnudaga-
skóli kl. 11. Öll börn vel-
komin. Fundur í kristni-
boðsfélagi kvenni kl. 4. All-
ar konur velkomnar. Sam-
koma kl. 20.30. Kæðumaður
Björgvin Jörgensson. Allir
velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Fimmtudag
8. mars kl. 20.30 kvöldvaka
m. happdrætti. Sunnudag 11.
mars kl. 13.30 sunnudaga-
skóli og kl. 17 samkoma.
Þriðjudag 13. mars kl. 20.30
Hjálparflokkurinn. Verið
velkomin.
Fíladelfí Lundargötu 12.
Sunnudaginn 11. mars verð-
ur almenn samkoma kl.
20.30. Á þeirri samkomu
mun Jón Viðar Guðlalugs-
son kynna Gideonfélagið.
Sunnudagaskóli kl. 11 f.h.
hvern sunnudag. Öll börn
velkomin. Biblíulestur
hvern fimmtudag kl. 20.30.
Verið velkomin. Fíladelfía.
Lán til húsbyggenda
Á fundi húsnæðismáia-
stjórnar fyrir nokkru voru
teknar ákvarðanlr um lán-
veitingar, er samtals nema
rúmum 2 milljörðum króna.
Koma þær til útborgunar í
marz og apríl. Hér er aðallega
um að ræða byggingarlán,
bæði viðbótarlán þeim til
handa, er fengu frumlán og
miðlán á síðasta ári, en einn-
ig frumlán út á þær íbúðir,
sem fokheldar urðu í október,
nóvember og desem-
ber-mánuði sl. Samtals nema
byggingarlánin um 1190
miiljónum króna. Hér er
einnig um að ræða lán til
kaupa á eldri íbúðum og
nema þau um 820 milljónum
króna til kaupa á um það bil
630 eldri íbúðum.
— Hagi
segir
upp. - -
(Framhald af bls. 8).
tilbúnar að mæta. Þannig er verð-
bólgan stór þáttur á þessari stöðn-
un hjá okkur.
Á síðasta ári seldum við um 500
eldhúsinnréttingar og um 700
lengdarmetra í fataskápum. En
samkvæmt þjóðhagsspá næstu
fimm árin, þarf árlega eldhúsinn-
réttingar í 2800 nýjar íbúðir og til
stofnana, fyrirtækja og endurnýj-
unar þarf einnig verulegt magn, svo
árlegur markaður gæti verið um 4
þúsund eða meira. Verkefni vantar
því ekki.
Við fellum ekki alveg niður
framleiðsluna, því eigendur Haga
eru allir iðnaðarmenn og halda áf-
ram vinnu, svo söluloforð standi og
lágmarksframleiðslu verður fram
haldið. En við vitum ekki enn hve
þessi lægð verður löng og úr því
verður framtíðin að skera, sagði
Haukur Árnason að lokum.
KAPPREIÐAR?
Haldnar verða kappreiðar ef aðstæður leyfa á
Bæjartjörninni við Aðalstræti, laugard. 10. mars kl.
14,30 (sunnud. til vara).
Keppt verður í:
Gæðingaskeiði
150 m skeiði nýliða
200 m skeiði
Hver hestur keppi aðeins í einni grein.
Veittir verða verðlaunapeningar
Skráning í síma 21205 fyrir föstudag9. mars.
Lokaæfing á fimmtudag kl. 5-7 e.h. á tjörninni.
ÍÞRÓTTANEFND LÉTTIS.
6.DAGUR
Alúöar þakkir fyrir auðsýnda samúö vegna andláts eiginmanns
míns og fööur okkar
EGGERTS DAVÍÐSSONAR
frá Möðruvöllum
Ásrún Þórhallsdóttir og dætur
Bæjaryfirvöld
(Framhald af bls. 5).
ekki hefur komið neinn þrýsting-
ur frá bæjaryfirvöldum á Akur-
eyri. Það minnsta sem hefði verið
hægt að gera er að láta fara fram
rannsóknir á flugvallarstæði við
Gáseyri. Þar sem Gáseyrin er
norðar í firðinum og vegalengdin
lengri úr suðri og aðflugið þar
með lengra. Einnig væri hægt að
byggja góða þverbraut á völlinn,
þar sem hann er í mynni Hörgár-
dals í þessu sambandi væri gam-
an að sjá hve margir flugdagar til
Akureyrar tapast vegna hliðar-
Ingimar Sveinbjömsson.
vinds. En ef það kæmi í ljós að
veðurskilyrði væru síst hagstæð-
ari á Gáseyri og að fáir flugdagar
ynnust dettur hugmyndin auðvit-
að uppfyrir.“
„Því hefur verið haldið fram,
að það væri of misvindasamt á
þessum slóðum, en engar rann-
sóknir hafa verið gerðar í þessu
tilliti. Það þarf að gera veðurfars-
rannsóknir á Gáseyri í a.m.k. eitt
ár um leið ættu að fara fram
svipaðar rannsóknir á Akureyr-
arflugvelli. Þá fyrst er hægt að
segja eitthvað til um hvort þetta
sé rétti staðurinn fyrir nýjan flug-
völl. Ég vildi bæta því við, að
þegar norðlæg átt er á Akureyri
þá er eins og það myndist kólgu-
bakki yfir Akureyri sem gerir það
að verkum að erfitt er að fara inn
með Valaheiðinni til að snúa við
og lenda út. Oft er hægt að fara
sjónflug frá Hjalteyri og suður-
undir Svalbarðseyri, en þá tekur
við þessi bakki sem kemur stund-
um í veg fyrir lendingu".
Húsvíkingar
feti framar!
I dag er málum þannig háttað að
á Akureyri verður að vera 5 km
skyggni og 1000 feta skýjahæð
svo völlurinn geti talist fær. Völl-
ur þeirra Húsvíkinga verður inn-
an tíðar mun betri en Akureyrar-
völlur hvað þessu viðkemur, en
við verðum að bæta því við, að
aðstöður allar eru gerólikar.
Húsvíkingar hafa barist fyrir
því að fá blindaðflugskerfi og
þessar vikurnar er verið að gera
lagfæringar á núverandi kerfi.
Næsta sumar verður því hægt að
lenda í 1,5 km skyggni. Það segir
sig sjálft að hægt verður að fljúga
oftar til Húsavíkur en Akureyrar
við samsvarandi skilyrði. Til
samanburðar má geta þess að
vélar geta lent á blindflugsbraut f
Reykjavík í 1 km skyggni og í 300
feta skýjahæð.
Það er ekki hægt að nota þá
tegund tækja, sem Húsvíkingar fá
á Akureyrarflugvelli. Við fáum
ekki strax tæki sem gætu hentað
honum, en eins og kom fram
áðan eru þau enn í hönnun“,
sagði Ingimar.
Úr því að enn verður að bíða '
um sinn eftir réttum tækjabúnaði,
leitaði Dagur álits Ingimars á því
hvað hægt væri að gera til úrbóta
nú þegar.
„í mörg ár höfum við flugmenn
farið fram á það við stjórnvöld að
fá leiðarljós til að aðstoða okkur
við að komast frá Svalbarðseyri
inn með Vaðlaheiði og þau
myndu líka gera okkur kleift að
meta skyggnið. I vissum tilfellum
er ástandið ekki eins slæmt og
það virðist vera úr stjómklefa
vélarinnar, en ef væru sterkir
blikkandi ljósvitar til að leiða
okkur inn með hlíðinni, þá væri
oftar hægt að lenda. Þessi mál eru
eitthvað að skýrast — þegar er
komin viti hjá Jódísarstöðum, en
meira þarf að gera áður en gott
getur talist. T.d. væri nauðsynlegt
að fá blikkvita í suður af vellinum
til að sýna okkur stefnuna á mið-
línu brautarinnar. Þetta er líka á
óskalista Félags islenzkra atvinn-
uflugmanna og sömuleiðis bygg-
ing nýs radióvita á Oddeyri, sem
myndi aðstoða mikið við flugtak-
ið. Vitamir og radióvitinn eru
ekki kostnaðarsamar fram-
kvæmdir sem við getum ekki
staðið undir“.
Þotur og núverandi
völlur fara ekki
saman
„Með góðu aðflugi og stað-
setningu á flugvelli á Akureyri
væri mikið unnið. Við getum
tekið sem dæmi þoturnar, sem í
dag geta aðeins lent á Keflavík-
urvelli og í Reykjavík. Það koma
alltaf þeir dagar, sem vélarnar
geta ekki lent á þessum stöðum og
verða því að fljúga aftur út. En ef
væri fyrir hendi góður völlur á
Akureyri gætu þær hæglega lent
þar og beðið færis. Akureyri er
t.d. vel sett hvað hótel snertir og
aðstöðu alla fyrir farþega. Hitt er
svo annað mál að ekki byggjum
við völl eingöngu fyrir umferð af
þessu tagi, en fyrr eða síðar renn-
ur upp sá dagur að Flugfélagið
tekur þotur í notkun á innan-
landsleiðum. Ef enn væri sami
völlurinn á Akureyri gætu hæg-
lega skapast meiri takmarkanir á
notkun vallarins en er í dag. Þetta
er þróunin og við henni verðum
við að vera búnir“.