Dagur - 29.03.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 29.03.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Á barnaári Bæjarstjórn óskaði umsagna frá átta nefndum á vegum bæjarins, um það hvernig staðið hefði verið að málefnum barna á Akureyri og hvernig betur mætti gera. Á bæjarstjórnarfundi þriðju- daginn 27. mars lögðu allir bæj- arfulltrúar fram sameiginlega ályktun bæjarstjórnar um þessi mál, sem síðan var samþykkt með atkvæðum þeirra allra, að við- stöddum fjölmörgum gestum í bæjarstjórnarsal og var bæjar- stjórnarfundur þessi helgaður málefnum barna í byggðarlaginu. I ályktun bæjarstjórnar segir, að fyrrnefndar umsagnir beri það með sér, að aðbúnaður barna sé góður þegar á heildina sé litið, en margt megi þó betur fara. í tilefni af alþjóðaári barnsins og vegna þeirra nefndarálita, sem fyrir lágu, var m.a. samþykkt: „Hagur og velferð barna er mjög bundin gengi foreldra og er heim- ilið að jafnaði eðlilegasti og besti staðurinn til uppeldis barnanna. Húsnæði fjölskyldna er því mjög veigamikill þáttur í góðum aðbún- aði barna, og þarf að stuðla að hagkvæmum úrlausnum í því efni. Öryggi barna í umferð verði aukið og í því skyni verði m.a. unnið að aukinni umferðar- kennslu í skólum og að koma á starfrækslu umferðarleikvalla. Auka þarf húsnæði skólanna, bæði almennar kennslustofur og sérkennslustofur, svo öll kennsla geti farið fram í skólahverfum. Jafnframt þarf að bæta aðstöðu til félagsstarfa innan skólanna og aðstöðu til náms utan kennslu- stunda. Auka þarf verulega við dagvist- unarstofnanir um leið og vinna þarf að því að foreldrar hafi tóm og aðstöðu til að vera með börnunum sínum. Við mótun skipulags sé ávallt höfð hliðsjón af margháttuðum þörfum barna til útivistar, leikja og annarra íþróttaiðkana, félags- starfsemi og umferðaröryggis. Komið verði á fót á árinu barna- bókasýningu og kynningu á les- efni barna í Amtsbókasafninu. Bæjarstjórn Akureyrar lítur á það sem sérstakt verkefni sitt í til- efni barnaársins 1979 að stuðia að bættum hag þeirra barna, sem búa við líkamlega og andlega fötlun og efla þjónustu þeim til handa.“ Jónas Jónasson Leikhúsbréf að sunnan Kæri Erlingur, Megi allar góðar vættir í Súlum, vera þér og þínum hliðhollar í mesta máta á þessum síðustu og alverstu tímum. Eins og við sömdum án skuldbindinga, kem- ur fér fyrsta bréf mitt úr leikhúsi hér sunnanlands. Það er mikið að gera í leiklistinni, skólar allir taka heimsbókmenntir til sýninga og hver man nú Box og Cox eða álíka snildarverk og Blessunina hann afa sáluga, sem voru hvað merkilegust þegar ég var og hét eitthvað að ráði? Það er leikið út um allar trissur, menn hlaupa frá beljunum sínum á æfingar, eða liggja ekki á liði sínu þótt gefi á sjó. Hér í Reykja- vík sýndi Islenski dansflokkurinn, en það er hópur sem mér hugnast, frábærlega áhugasamur og í röð- um hans mikið hæfileikafólk, sem aðstæður í litlu íslensku þjóðfélagi eru næstum að kyrkja svo flokkurinn geti sem minnst hreyft síg. Garðar Cortes og áhangendur hans vöknuðu við draum sinn. Ópera var framin í Háskólabíói, en Garðar gleymdi að bjóða mér, þótt við töluðum kátlega saman tveim dögum fyrir frumsýningu. Svo ekki meira um það, nema það hafi verið veðrið sem blés í hann minnisleysi! 1 sama veðri var mér hinsvegar boðið að sjá Fjalla-Eyvind í Grindavík, sem er einn merkileg- ur staður á þeirri tá landsins, sem spáð er að detti af einn daginn í jarðskjálfta. Þá er eins víst að hann Einar Dagbjartsson verði á sjó, og Dagbjartur sonur hans með fullt hús af fiski. En þeir hafa áreiðanlega gefið sér tíma til að fara og sjá hana Höllu hans Eyva, enda sú sem leikur, skipstjórafrú og gott ef ekki einskonar útgerð- arstjóri. En ég fór ekki, vegna Jónas Jónasson. veðurs, og síðan hef ég verið í önnum. Þetta gjörningaveður var eins og það sem skall á okkur Jó- hann ögmundsson, dag einn fyrir 22 árum og við lá að báðir yrðum að gista ásamt einni stelpunni sem vísaði til sætis í þá daga. Við Jóhann létum okkur þó hafa það að brjótast inn í búningageymsl- una hennar Siggu-Pöllu og brölt- um síðan upp Menntaveginn, klæddir eins og húskarlarnir í Úlfhildi eftir hann Pál á Laugum, nema vorum vopnlausir. Stúlkan var klædd í pell og purpura, lík- legast fötum Siggu Pöllu sjálfrar úr Skóla fyrir skattgreiðendur, mannstu? Uppi á brekkubrún skildu leiðir, Jóhann tók að sér að bjarga áfram lífi stúlkunnar, en ég mátti bjargast sem best ég gat, fylgdar- laus gemsi að sunnan, staddur í glórulausri akureyskri stórhríð, og rataði varla heim. Þú munt fá línur frá mér öðru hverju, eftir því sem mér endist aldur að hripa þér „stemmning- ar“ úr sunnlensku leikhúsi. Leikfélag Reykjavíkur er á átt- ugasta og öðru leikári og 348. viðfangsefnið er STELDU BARA MILLJARÐI eftir Fer- nardo Arrabal. Hann er í hópi þeirra erlendu skálda sem settust að í Frakklandi og kusu að skrifa á frönsku ádeilduverk sín um samtíðina eftir síðari heim- styrjöldina og höfðu á 6. ára- tugnum mikil áhrif á leikritun um allan heim, (nema kanski hér heima!). Sú stefna, segir þýðandi í leikskrá, sem þeir tóku í bók- menntaverkum sínum hefur verið nefnd absúrdismi, þar sem þeir draga fram hið fáránlega í um- hverfi sínu og háttemi manna og fjalla um það eins og eðlilega at- burði í reglubundnu daglegu lífi. Femardo Arrabal er Spánverji, lögfræðingur og stærðfræðingur og skákmaður góður og skrifar víst leikrit stundum eins og fyrir skákborð ef svo má segja. Gott fyrir hann, en ekki eins gott fyrir áhorfendann, ef sá er ekki skák- maður! Ég hef grun um að marg- ur sem sér þetta leikrit í Iðnó, botni ekki alltof mikið í því sem höf. er að fara. Honum er ævin- lega mikið niðrifyrir, núna geð- illur. Að mínu mati er þetta verk, eftir absúrdistahöfund, farsi miklu mest í þessari uppfærslu og þetta sé í raun mun betra leik- húsverk en hér sýnist. Margt kemur til, en einkum allt of mikill hraði, óþarfa hreyfingar og æði- bunugangur. Hlátur er sterkt vopn til ádeilu, en hér ætti allt að vera betur bundið einfaldleikan- um í sviðssetningu, látæði per- sónanna meira stílfært, „rniman" meiri. Sviðið, tilraunastofa dokt- ors í læknavísindum er hér eins og ljósrík tæki í Tívolískotbakka eða spilakassa, en kanski er absúrdið svona? Ég hefði talið að hægt hefði verið að staðsetja eitthvað af þessum rörum og leiðslum og apparötum, kanski á veggi, jafn- vel frammi í salnum, og skapa þannig meira svigrúm fyrir leik- arana, ekki veitti af, eins og þeir hamast. Þetta er m.a. saga af lækni og tilraunum hans og hvernig hann reynir í fátækt sinni allar leiðir til fjáröflunar, sem kunnar eru í dag og vinsælar. Hann lætur meira að segja ræna vísindamálaráðherr- anum, frú Roussel og skal hún fara í skiptum fyrir mikið. Samtal hennar og hins góða læknis og mannvinar, er hlægilegasti þáttur leiksins að mínu mati og sótti á mig sá grunur, að sú lýsing frú ráðherra á starfinu og ríkisstjórn- arfundum, sé hræðilega sönn og (Framhald á bls. 7). Börn eiga erindi í leikhús fullorðinna — og fullorðnir í leikhús barnanna Ávarp Odds Björnssonar í tilefni 18. alþjóðlega leikhússdagsins Sem fslendingur ávarpa ég yður á alþjóðlegum leiklistardegi — sem ber upp á bamaár Sameinuðu þjóðanna — með tilvitnun í Jóhann Sigurjónsson, leikritahöfundinn sem auðnaðist að hefja íslenska leiklist í hærra veldi um leið og hann gerði hana gjaldgenga á að- þjóðlegum vettvangi: „Eg var á sjöunda árinu þegar ég sá sjónleik í fyrsta sinn á ævinni. Og það var í heimahúsum. Egill bróðir minn var lífið og sálin í fyrirtækinu og hann lék aðalhlutverkið, sjálfan Skugga-Svein. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hefur nokkurt leikrit gripið mig með jafn mikilli aðdáun og skelfingu, eins og þegar Skuggasveinn hristi atgeirinn og kvað ógurlegri raust: Ógn sé þér I oddi f eggjuiA dauói hugur í fal en heift i skafti. Löngu seinna þegar ég var kom- inn til vits og ára, skildi ég að þá snart gyðja sorgarleikssins hjarta mitt í fyrsta sinni með sínum vold- uga væng ...“ Þegar ég sjálfur var 5 ára gerðist það einn dag að faðir mínn, sem var prestur í sveit, segir formála- laust: „Á morgun förum við öll á Blönduós og horfum á óperettuna Nitousdshe." Þrátt fyrir aldur minn eða öllu heldur aldursleysi, var þetta mitt fyrsta ástarævintýri, og það sem trúlega skipti sköpum um feril minn sfðan. f virðingarskyni við sannan leiklistarmann —- og ieikhúsið sjálft — vil ég minnast Lárusar Pálssonar, eitt augnatillit á þessari sýningu varð þess valdandi, að í brjósti 5 ára stráks vaknaði sá ástarhugur til leiklistarinnar, sem varð að hreinni ástríðu. Síðan hef ég alltaf vitað, að I leiklist felast verðmæti, sem hvorki fjölmiðlar né nein stofnun önnur geta ýtt til 4 hliðar — hvað þá komið í staðinn fyrir — vegna þess að þetta var hugljómun augnabliksins, sem jafnvel kvikmyndinni er fyrirmun- að að keppa við. f leikhúsinu er með öðrum orðum um að ræða samspil tveggja aðila, eins nákom- ið, lifandi og mikilvægt og þegar tvær manneskjur tjá hvor annarri ást sína.“ Það er stórt ánægjuefni að fá tækifæri til að auðsýna leikhúsinu þakklæti sitt, ekki síst á barnaári. Ég býst við að við séum öll sam- mála um — meðan við trúum því að kærleikurinn falli aldrei úr.gildi, að ungviðinu sé hollt að kynnast við listgrein sem vekur til umhugs- unar og glíma þegar í æsku við spuminguna að vera eða vera ekki. Ég trúi því líka, að börn eigi er- indi I leikhús fullorðinna og full- orðnir í leikhús bamanna. Þess vegna ieyfi ég mér að nota Skugga-Svein sem samnefnara og hans hjartahlýja höfund, Matthías Jochumsson, sem þýddi Shake- speare og Byron með yfirburðum. Ég trúi því með öðrum orðum, að leikhús sé þýðingarmikið vegna þess að það talar ekki tæpitungu. Þess vegna þurfum við aldrei að þræta um stefnur. Aftur á móti krefst það manndóms bæði af mér og þér — það er stríðsvettvangur þar sem manngildi eru höfð I heiðri, hvort sem fjallað er um gleði eða sorg. Gefum bömunum tæki- færi að taka þátt í ævintýrinu. Leyfum þeim að kynnast við Ibsen og alla stóra höfunda fortíðar og samtíðar. Við ættum líka að leggja okkur fram við að kynnast hugar- heimi bamanna, minnug þess, að það á að umgangast þau með þeirri virðingu sem við auðsýnum öllu vitibomu. — Og það má ekki ætla sér annað hlutverk en sitt eigið. Það er í sjálfu sér strangt, því leikhús er leikhús, leiklist er leiklist, að. vera eða vera ekki. 4.DAGUR t I I------------------ Im Ingibjöm Guðnason er 82 ára gamall málari, sem enn er að starfi á Kópaskeri. Þessi mynd var tekin af honum þegar hann gaf sér augnablikshvild frá málara- ■■ starfinu. Triilur biða grásleppuvertiðar fyrir ofan höfnina á Kópaskeri. Á síðasta ári voru níu hús gerð foklicid á Kópaskcri. Þeim var ekki gefið nafn, heldur bera þau núnicr og standa flcst við Duggugerði. Svipast um á Kópaskeri Kópaskers er hvergi getið fyrir miðja síðastliðna öid. Um það bil fór fram rannsókn á ýnisum höfn- um á Norðurlandi og er sennilegt, að þá hafi það ráð verið tekið að gera „Kópaskersvog", eins og staðurinn var fyrst nefndur, að kauptúni Öxarfjarðar. Árið 1879 var „Kópaskersvogur“ löggiltur, sem verslunarstaður og um sama bil hófu lausakaupmenn siglingar þangað. Einnig var verslað þar á skipum frá Gránufélaginu og Ör- um & Wulff. Eftir að Kópaskersvogur hafði verið löggiltur verslunarstaður, og komu þangað úr þvi skip lausa- kaupmanna flest ár til 1894, er cimskip komu þangað í fyrsta sinn með vörur. Það færist sífellt í vöxt að ungt fólk setjist að á Kópaskeri og bera ný og glæsileg hús þess glöggt vitni. Verslunin er í höndum Kaupfélags Norður-Þingeyinga, cn þar er einnig rekin umfangs- mikil rækjuútgerð og verkun á rækju. Kópasker er vingjarnlegt þorp sem býður gesti velkomna. I Myndir og texti iGuðmundurf Orn |Ðenediktss.| ^ J „Hlaðan“, sem Bjöm Kristjánsson, fyrrvcrandi kaupféiags stjóri, byggði á árunum 1933 til 1935. Þar er nú hluti af vömlager K.N.Þ. DAGUR.5 iíi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.