Dagur - 29.03.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 29.03.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 29. mars 1979 22. tölublað Hækkar áburður um 56,2%? Stjórn Áburðarverk- smiðju ríkisins hefur farið fram á að áburðar- verð hækki um 56.2%. Beiðni verksmiðjunnar verður nú tekin fyrir í 3ja manna nefnd, sem verð- lagsstjóri veitir forstöðu, en umsögn hennar síðan tekin fyrir í ríkisstjórn- inni. Jafnið ágreininginn Um s.l. heigi var haldinn aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri. í ályktun fundarins segir m.a. að aðalfund- urinn skori á stjórnar- flokkana að jafna ágreining sinn um frum- varp til laga um efna- hagsaðgerðir, sem nú liggur fyrir Alþingi. Taldi fundurinn að eng- um launþega sé greiði gerður með því að rjúfa stjórnarsamstarfið og velta öllu út í óðaverð- bólgu. Að lokum segir í ályktuninni: „Hins veg- ar telur fundurinn að herða beri tökin á há- tekjumönnum og stór- eignamönnum, en hlífa í sama mæli lægst laun- uðu séttum þjóðfélags- ins við kjaraskerðingu.“ Harpa og Sjöfn selja lakk til Sovétríkjanna Nú hafa verið undirrit- aðir samningar við Sovétmenn um sölu á 1000 tonnum af hvítu lakki, en söluaðilar eru Harpa og Efnaverk- smiðjan Sjöfn. Harpa selur 650 tonn og Sjöfn 350 tonn. Harpa hefur selt lakk austur í 14 ár með góðum árangri og fyrir 4 árum hóf Sjöfn framleiðslu fyrir þennan markað. Aðalfundur Akureyrardeild Rauða krossins verður haldinn á Hótel KEA kl. 20.00 fimmtudaginn 5. apríl. Skreiðin hengd upp hjá Ú.A. Hún er í háu verði i sumum heimshlutum og þar eru búnir til úr henni hinir margvíslegustu réttir, sem taldir eru lostæti en f æstir Islendingar þekkja. Mynd: á.þ. Þrjátíu ár í NATO Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri ætla að minnast 30 ára veru íslands í NATO með verðugri baráttusamkomu f Sjálfstæðishúsinu, n.k. sunnu- dag 1. apríl kl. 15.00. Aðal ræðumaður á fundinum verður Tryggvi Gíslason skóla- meistari. Þá mun Jakobína Sig- urðardóttir flytja samantekt um inngönguna f NATO og ýmis- legt verður fleira á dagskrá í tali og tónum. Þá eru fyrirhugaðar myndlistasýning í tilefni af- mælisins sem Huginn, skólafé- lag MA, gengst fyrir. Lamast starfsemi siúkra- hússins? Flest bendir nú til að samningar náist ekki við röntgentækna er vinna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og að þeir hætti störfum um mánaðamótin. Að undanfömu hafa kjarasamn- inganefndir Akureyrarbæjar og STAK haldið fundi með fulltrú- um röntgentækna, en árangur hefur orðið lítill sem enginn. Tæknamir krefjast 3ja launa- flokka hækkunnar, en þeim hef- ur verið boðið 2ja flokka hækk- un. Ekki er gert ráð fyrir samn- ingafundi áður en uppsagnir röntgentæknanna taka gildi. Alls eru það þrjár konur sem eiga hér hlut að máli. „Hætti röntgentæknarnir störf- um lamast starfsemi sjúkrahússins að miklu leyti. Það þýðir ekki að leggja inn fólk nema hafa rann- sóknadeildirnar í gangi," sagði Torfi Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri F.S.A. í samtali við Dag. „Það hefur ekki verið boðaður samn- ingafundur og ég óttast að upp- sagnirnar komi til framkvæmda." Röntgentæknarnir fara fram á 3ja flokka hækkun og miða sig við þá hækkun sem meinatæknar fengu s.l. haust. Meinatæknar eru nú í 15 flokki, en röntgentæknar á F.S.A. eru í 11 flokki og vilja í 14 flokk. Kjaranefndin heldur því fram að fái röntgentæknarnir sínu framgengt raskist hlutfallið sem hefur verið milli þessara tveggja starfsstétta. Tilboð nefndarinnar hljóðar upp á 2ja flokka hækkun frá og með 1. júlí 1977, en röntgen- tæknarnir hafa fallist á 3ja flokka hækkun frá og með síðustu ára- mótum. ís og fiskveiðibann I umræðum utan dagskrár á Alþingi í fyrradag var fjallað um sér- staka aðstoð til flutninga á fiski á milli veiðistöðva til að halda uppi sem jafnastri atvinnu í hinum ýmsu verstöðvum. Ennfremur hvort páskaveiðibannið yrði látið gilda um þá norðlenska netabáta, sem nú hafa teppst frá veiðum vegna ísalaga. Þessi mál bæði hefur forsætis- ráðherra lagt fyrir ríkisstjórnina, samkvæmt beiðni Stefáns Val- geirssonar, alþingismanns. Ríkis- stjórnin hefur tekið jákvæða af- stöðu til þeirra og vísað þeim til viðkomandi ráðuneyta, til frekari fyrirgreiðslu, samkvæmt því og staðfesti forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson þetta við blaðið í gær. Mikill verðmismunur á efni til vegagerðar Nauðsynlegt að samræma reglur þar að lútandi, segir Árni G. Pétursson f september á síðasta ári greiddi Vegagerð ríkisins 16 krónur fyrir hvern rúmmeter af góðu slitlagsefni á Egiisstöðum. Til samanburðar má geta þess að stofnunin greiddi 50 krónur fyrir hvern rúmmetra af venjulegum ofaníburði í Hvalfirði á síðasta ári, en á Eyvindarstöðum á Álftanesi, i september, bauð verktaki hvorki meira né minna en 200 krónur fyrir rúmmetra af fylliefni í veg — þar að auki var honum meinað að flytja efnið út fyrir hreppamörkin. En á Mel- rakkasléttu, nánar tiltckið á landi Oddsstaða, hefur Vega- gerðin neitað að greiða eyri fyrir efnistöku á þeim forsendum að enginn markaður væri fyrir efn- ið. Auk þess hefur hún, í leyfis- leysi, látið starfsmenn harpa efni, þrátt fyrir mótmæli land- eiganda. „Vegagerðin virðist álíta að hægt sé að ganga á eignir bænda án þess að greiða nokkuð fyrir þær,“ sagði Árni G. Pétursson, ráðanautur hjá Búnaðarfélagi Islands, en hann er einn eiganda jarðarinnar Odds- staða á Melrakkasléttu. „Þessi mál hafa ekki komið til kasta Búnaðar- félagsins og bændur hafa verið samtakalausir á þessum vettvangi. Þar að auki hefur enginn leiðbeint þeim um hvernig best sé að haga sér í þessum rnálurn." Árni sagði að fyrst hefði Vega- gerðin leitað í land Oddsstaða fyrir u.þ.b. fjórum árum og ritaði Árni þá bréf til lögfræðings stofnunar- innar og mótmælti því að efni væri tekið að eigendum jarðarinnar for- spurðum. Ekki höfðu mótmælin mikil áhrif því áfram hélt Vega- gerðin og þegar lagður var nýr vegur yfir landið héldu ráðamenn Vegagerðarinnar því fram að jörð- in væri óhæf til ræktunar, en sá misskilningur var fljótlega leiðrétt- ur. S.l. haust var búið að harpa háa hóla á Oddsstöðum án þess að nokkur greiðsla hefði komið fyrir það og án þess að V.r. hefði beðið um leyfi. Árni sagði að innan skamms yrði síðustu framkvæmd- um Vegagerðarinnar mótmælt. „Þegar vegur er lagður yfir ræktað eða ræktanlegt land eru til viðmiðunartölur frá Búnaðarfélag- inu hvað skuli greiða fyrir þann hluta landsins sem vegur kemur yfir“, sagði Árni. „Þessar tölur hafa aldrei náð yfir efnistöku, en efnið hefur verið metið hverju sinni þeg- ar Vegagerðin getur ekki haft það eins og henni sýnist og tekið efnið án þess að bændur fái nokkuð fyrir. Þetta mat er ákaflega misjafnt og þarf nauðsynlega að samræma reglur þar að lútandi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.