Dagur - 24.04.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGTJR
LXII. árg.
Akureyri, þriðjudagur 24. apríl 1979
27. tölublað
\iaNé\at
Olían
hagkvæmari
Á fundi hitaveitustjórn-
ar fyrir skömmu var lögð
fram til kynningar
greinargerð um toppstöð
fyrir Hitaveitu Akureyr-
ar, sem sýnir samanburð
á hagkvæmni mismun-
andi orkugjafa. Niður-
stöður greinargerðar-
innar eru að hagkvæm-
ast sé að hita vatn topp-
stöðvar með svartolíu.
*
Mikill
útflutningur
frá Dalvík
Núna um helgina var
skipað út meira magni af
freðfiski en áður hefur
verið gert á Dalvík. Voru
það 410 tonn af fiski eða
um 15000 kassar og flyt-
ur Skaftafellið fiskinn á
Bandaríkjamarkað.
Þá var nýlega útskip-
að rúm tonn af saltfiski
eða 10119 pakkar. Er
þetta einnig mesta út-
skipun af saltfiski frá
Dalvík. Fiskur þessi er
bæði þaðan og af Ár-
skógsströnd.
*
Akureyrar-
togarar
Kaldbakur landaði 12.
apríl 304 tonnum.
Skiptaverðmæti 42,2
milljónir króna.
Svalbakur landaði 6.
apríl 102 tonnum.
Skiptaverðmæti 13,8
milljónir króna. Togar-
inn kom í gærmorgunn
með ca. 100 tonn, karfa
og ufsa.
Harðbakur landaði 2.
og 7. apríl, samtals 252
tonn. Skiptaverðmæti
36,5 milljónir króna.
Hann landaði einnig 17.
apríl 126 tonnum.
Skiptaverðmæti 13,5
millj. króna.
Sólbakur landaði 9. og
18. apríl, samtals 190
tonnum. Skiptaverð-
mæti var 25,5 millj.
króna.
Sléttbakur er í slipp.
I gær var verið að
skipa út allt að 30 þús-
und kössum af fiski í
Stuðlafoss, sem siglir
með hann til Bandaríkj-
anna.
VARÐSKIP
LOSAÐI
FALD
ÚR ISNUM
íssins og einnig mun botninn
vera skemmdur. Hélt báturinn
inn á Heiðarhöfn á Langanesi,
þar sem skemmdirnar voru
kannaðar. Hinir bátarnir tveir,
sem einnig króuðust inni á Þist-
ilfirði, voru enn fastir þegar síð-
ast fréttist í morgun.
Bátarnir réru frá Þórshöfn á
föstudaginn því þá lónaði ísinn frá
og lögðu þeir net sín. Geir varð
fyrstur að draga og komst hann til
Þórshafnar og rétt á hæla honum
kom Faldur, Fagranesið og Litla-
nesið, en þrír síðastnefndu bátarnir
festust allir i ísnunt.
Litlanesið og Fagranesið eru á
Krossavíkinni, rétt undan bænum.
en Faldur króaðist inni undan
Sauðá, litlu utar en hinir bátarnir.
Skipverjar á Faldi áttu í erfiðleik-
um á laugardaginn vegna þess, að
ísinn ætlaði að hrekja hann upp í
fjöru. Hvorugur hinna bátanna
mun hafa skemmst.
Bóndinn í Krossvík fór á sunnu-
dag fram á ísinn með vistir handa
skipverjum og fyrir utan það að
þeir áttu erfitt með svefn mun ekk-
ert hafa amað að þeirn.
Ó.H.
Dalvík:
TREG VEIÐI
Hitaveita Akureyrar:
Gjaldskrárhækkun
er á næsta leiti
í dag verður síðari umræða í
bæjarstjórn um hækkun hita-
veitugjalda, en stjórn Hitaveitu
Akureyrar hefur lagt til að
gjaldskrá hitaveitunnar verði
hækkuðtil samræmis við hækk-
un vísitölu byggingarkostnaðar.
Gert er ráð fyrir að hækkunin
taki gildi frá 1. maí en áður en
svo getur orðið verður gjald-
skrárnefnd ríkisins að sam-
þykkja umbeðnar hækkanir
Lagt er til að heita vatnið, sam-
kvæmt magnhelmi kosti kr. 6.695,
hver mínútulítri á mánuði (var kr.
6.170) og samkvæmt vatnsmæli kr.
335 fyrir hvern rúmmetra vatns
(var kr. 308).
Heimæðargjaldið á að hækka
um 16.6% samkvæmt tillögum
hitaveitustjórnar.
„Þetta er það sem við höfum
farið fram á, en síðan er það gjald-
skrárnefndar að samþykkja eða
gera einhverjar breytingar", sagði
Ingi Þór Jóhannsson, skrifstofu-
stjóri Hitaveitunnar. „Það má geta
þess að við sóttum um gjaldskrár-
breytingu í janúar, sem óskað var
eftir að tæki gildi í febrúar, en þá
fekkst einungis hækkun á vatns-
gjaldinu. Þar af leiðandi er hækk-
unin á heimæðagjöldum núna
svona mikil“.
Landað úr Nirði sl. laugardag. Mynd: á.þ.
Um miðjan dag í gær tókst
varðskipi að losa Þórshafnar-
bátinn Fald úr isnum á Þistil-
firði, þar sem báturinn hefur
setið fastur undanfarna daga.
Skipverjar byrjuðu að draga
veiðarfæri, en urðu að hætta
fljótlega, þar sem í Ijós kom að
stýri hans er laskað af völdum
NETABÁTA
Afli netabáta frá Dalvfk hefur
verið fremur dræmur að und-
anfömu, en sá fiskur sem hefur
komið á land er yfirleitt góður.
Bliki og Stafnesið eru komin
að sunnan, en Búi er enn á
Rifi. Sjö bátar eru byrjaðir á
grásleppu, mun síðar en
venjulega.
„Þetta var mjög gott áður en
ísinn kom. Afli bátanna hefur
verið rýr, en t.d. á laugardaginn
komu þeir mest með ein fjögur
tonn,“ sagði Ingimar Lárusson,
hafnarvörður á Dalvík.
Ingimar sagði að sjö bátar væru
að byrja á grásleppu og er það
mun seinna en venja er til. „ísinn
kom í veg fyrir að veiðarnar gætu
hafist fyrr og mér finnst það ekki
ósennilegt að bátunum verði leyft
að veiða lengur en áætlað var í
upphafi," sagði Ingimar.
Sveinafélag járniðnaðarmanna setur
þak á yfirvinnuna
„Undanfarin ár hefur yfirvinna
fólks verið óhóflega mikil.
Nokkrar umræður hafa farið
fram um að stemma stigu við
þcssari þróun, en ekki hefur
þess þó orðið vart að yfir-
vinnumálin hafi vakið sérstaka
athygli, t.d. í röðum forystu-
manna verkalýðshreyfingar-
innar,“ sagði Hákon Hákon-
arson, formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands. „Sveina-
félag járniðnaðarmanna hélt
fund fyrir skömmu og var þar
ákveðið að setja þak á yfir-
vinnutíma félagsmanna. Þakið
er tæpar 700 stundir umfram
dagvinnu á tímabilinu 1. maí
1979 til næsta aðaifundar, sem
væntanlega verður haldinn um
miðjan janúar.“
Hákon sagði að hjá Sveinafé-
lagi járniðnaðarmanna hefði að
undanfömu mikið verið rætt um
yfirvinnu félagsmanna og hann
benti á að á 8. þingi Málm- og
skipasmíðasambands íslands
hefði verið ályktað hvort bæri að
draga úr yfirvinnu félagsmanna
M.S.Í. og athugað hvort eðlilegt
væri að setja takmarkanir á yfir-
vinnu í lög félaganna.
„Það er oft rætt um að félagar í
Sveinafélaginu hafi há laun, en í
þessum umræðum gleymist að
þau fást ekki nema með löngum
vinnudegi," sagði Hákon. „Sem
dæmi má nefna að ekki er óal-
gengt að félagsmenn hafi unnið á
milli 1000 og 1500 klst. umfram
dagvinnutíma og er þá miðað við
eitt ár
maunvi. iM-uiumvgu " vi uui imiuillll Ulll VCCII dU JíCtJd LafVlliai JVUllIl <X y 111- Clliai.
I
I
j
I
I
I
I
/