Dagur - 24.04.1979, Page 6
Laugalandsprestakall. Messað
verður í Hólum 29. apríl kl.
14. Safnaðarfundur eftir
messu. Sóknarprestur.
Akureyrarkirkja. messað n.k.
sunnudag kl. 2 e.h. Séra
Frank M. Halldórsson pre-
dikar. Sálmar 32, 161, 21,
170, 51.B.S.
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri hefir borist gjöf að fjár-
hæð kr. 350.000 til minning-
ar um hjónin Jakobínu
Halldórsdóttur og Hall
Sigtryggsson frá Steinkirkju
í Fnjóskadal. Börn hjónanna
færðu sjúkrahúsinu þessa
gjöf í tilefni þess að eitt-
hundrað ár eru liðin frá
fæðingu foreldra þeirra. F.h.
stjórnar Fjórðungssjúkra-
hússins þakka ég þessa
höfðinglegu gjöf og óska
gefendum góðs i framtíð.
Torfi Guðlaugsson.
Gjafir og áheit. Til Stranda-
kirkju kr. 1500 frá ónefndri
konu, kr. 2.000 frá R.J. kr.
5.000 frá S.F. og kr. 20.000
frá B.S.R. Til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar (sundlaug-
arsöfnun) frá E.S. kr. 5.000
Bergsveinn Long kr. 5.000
frá S.S. kr. 10.000 og kr.
5.000 frá S.F. Bestu þakkir
B.S.
Sálarrannsóknarfélag Akureyr-
ar. Fundur föstudaginn 27.
apríl kl. 20.30 að Hótel
Varðborg. Fundarefni: Örn
Guðmundsson flytur erindi
og sýnir skuggamyndir. Allir
velkomnir. Stjórnin.
Kvenfélagið Hlíf heldur fund í
Amaróhúsinu fimmtudag-
inn 26. apríl kl. 20.30. Flutt-
ar verða m.a. skýrslur
nefnda frá fjáröflunardeg-
inum. Mætið vel og takið
með ykkur nýja félaga.
Stjórnin.
□ HULD 59794257 IV/V
Lokaf.
Frá Guðspekifélaginu næsti
fundur verður haldinn laug-
ardaginn 28. apríl kl. 2 sd.
Erindi flytur Örn Guð-
mundsson (Sýnir litmyndir).
Kvenfélagið Hjálpin. Aðal-
fundur félagsins verður í
Sólgarði föstudaginn 27.
apríl kl. 9 e.h. Venjuleg að-
alfundarstörf. Stjórnin.
Bræðrafélag Akureyrarkirkju
heldur fund í kirkjukapell-
unni sunnudaginn 29. apríl
að lokinni messu. Rætt um
framtíðarstarfið. Árgjöld
innheimt. Nýir félagar ávalt
velkomnir.
□ RÚN 59794307-L.F. H.&.V.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag-
inn 29. apríl kl. 13.30
sunnudagaskóli og almenn
samkoma kl. 17.
Fíladelfía Lundargötu 12, Al-
menn samkoma sunnudag-
inn 28. apríl kl. 20.30. Söng-
ur mússík, vitnisburðir,
Fimmtudaginn 26. apríl al-
mennur biblíulestur kl.
20.30 Sunnudagaskóli kl. 11
f.h. Öll börn velkominn.
Fíladelfía.
Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu-
daginn 29. apríl sunnudaga-
skóli kl. 11. Samkoma kl.
17.00. Ræðumaður séra
Frank Halldórsson Einnig
sýnir hann myndir frá
Páskahaldi í fsrael meðal
Samverja, Gyðinga og krist-
inna manna. Allir velkomn-
ir.
Geðverndarfélag Akureyrar
heldur fjöldskylduskemmt-
un og bingó í Dynheimum,
laugardaginn 28. apríl kl. 14.
Dagskrá: 1. ftalski söngvar-
inn Reinard Geifler. 2) Gít-
arleikarinn Örn Arason. 3)
Leikþáttur í léttum dúr.
4)Danssýning. Jón Ragnars-
son íslandsmeistari í diskó-
dansi. 5) Trúðar koma í
heimsókn. 6)Bingó. ÍCynnir
Birgir Marinósson Komið
og styrkið gott málefni.
Kurt Sonnenfeld tannlæknir
verður fjarverandi frá 29.
apríl til 20. maí.
Næsta spilakvöld Sjálfsbjargar
verður 26. apríl kl. 20.30 í
Alþýðuhúsinu. Mætið vel og
stundvíslega. Allir velkomn-
ir. Nefndin.
Kvenfélagið Hlíf þakkar af al-
hug bæjarbúum og öðrum
velunnurum félagsins fyrir
frábærar móttökur og góðan
stuðning á fjáröflunardegi
félagsins sumardaginn
fyrsta. Lifið heil og við ósk-
um ykkur öllum góðs og
gleðilegs sumars. Hlífarkon-
ur.
Basar hefir Kristniboðsfélag
kvenna í Zíon þriðjudaginn
1. mai kl. 4. Margir góðir
munir einnig kökur og blóm.
Allur ágóði rennur til
kristniboðsins í Konsó og
Kenya. Nefndin.
Landið helga í máli og myndum
n.k. sunnudagskvöld kl. 9.
Séra Frank M. Halldórsson
sýnir myndir og hefur frá-
söguþátt ísrael og kynnir
jafnframt hvítasunnuferð
þangað 29. maí n.k. í Akur-
eyrarkirkju. Sóknarprestar.
Brúðhjón. Hinn 12 apríl voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju ungfrú
Edda Sigrún Friðgeirsdóttir
afgreiðslustúlka og Kristinn
Bjömsson rafvirkjanemi.
Heimili þeirra verður að
Fjólugötu 20 Akureyri. Hinn
15. apríl voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju ungfrú Hanna Rúna
Jóhannsdóttir húsmóðir og
Jón Emil Ágústsson útgerð-
artækninemi. Heimili Þeirra
verður að Skíðabraut 5,
Dalvík.
Vorþing Umdæmisst. nr. 5
verður haldið sunnudaginn
6. maí kl. 8.30 að félags-
heimili templara Varðborg
U.T.
Vorþing Þingst. Eyjafjarðar
verður haldið laugardaginn
28. apríl kl. 8.30 að félags-
heimili templara Varðborg.
Þ.T.
I.O.O.F. Rb. 2 = 1284258'/2 =9
III
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur.
Fundur á Hótel K.E.A.
fimmtudaginn 26. apríl kl.
7.15. Umræður og atkvæða-
greiðsla um leiguhúsnæði
fyrir klúbbinn. Áríðandi að
allir mæti. Stjórnin.
I.O.O.F. 2 — 1614278V2 — atkv.
Stöðvun
þorskveiða í
netfrá l.maí
Esperanto:
Alþjóðlegt hjálparmál
Sjávarútvegsráðuneytiö hefur
ákveðið að stöðva þorskveiðar í
net frá og með 1. mai n.k. á
svæðinu frá Eystrahorni vestur
og norður að Horni. I frétt frá
ráðuneytinu segir:
„Eins og fram hefur komið hefur
sú ákvörðun verið tekin að stefna
að því að þorskafli íslendinga fari
ekki yfir 280-290 þúsund lestir á
þessu ári.
1 fréttatilkynningu frá ráðuneyt-
inu 27. mars sl. sagði m.a. að til
athugunar væri að stöðva þorsk-
netaveiðar á ákveðnum degi í vor
með hliðsjón af aflabrögðum á
vertíðinni.
Þann 10. apríl s.l. höfðu um það
bil 145 þúsund lestir af þorski bor-
ist að landi á árinu eða allmiklu
meira en gert hafði verið ráð fyrir
og fyrri aðgerðir miðaðar við.
Með hliðsjón af þessu hefur
ráðuneytið ákveðið að frá og með
1. maí n.k. verði afturkölluð öll
þorskfisknetaveiðileyfi á svæðinu
frá Eystrahomi vestur og norður að
Homi. Afturköllun þessi á leyfum
tekur til allra báta sem veiðar
stunda fyrir Suður- og Vesturlandi
á vertíðinni á svæðinu frá Eystra-
homi að Horni án tillits til þess
hvaðan þeir eru gerðir út.
Samkvæmt ákvörðun þessari er
síðasti veiðidagur þessarar neta-
vertíðar 30. apríl n.k. á svæðinu
fyrir Suður- og Vesturlandi."
1 desember s.l. gekkst alþjóðlega
csperentosambandið fyrir mann-
réttindaviku í tilefni af 30 ára af-
mæli mannréttindayfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna. Af þessu til-
efni var rætt um mannréttindamál á
fundi í Esperantistafélaginu Auroro
í Reykjavfk og svohljóðandi ályktun
gerð:
Félagið fagnar aukinni umræðu um
mannréttindi og vaxandi skilningi á
mikilvægi þeirra fyrir einstaklinginn og
heildina. I því sambandi bendir félagið
á að einn snarasti þátturinn í mannrétt-
indum er rétturinn til samskipta við
annað fólk. Sá réttur takmarkast af
tungumálakunnáttu viðkomandi ein-
staklinga, því að samskiptaréttur
manna sem skortir sameiginlegt tungu-
mál til að ná sambandi hver við annan,
er lítið nema nafnið tómt eftir að tækni
til ferðalaga og fjarskipta hefur mjög
auðveldað samband milli fjarlægra
staða hefur þetta orðið mun ljósara en
áður, og þörfin á hlutlausu alþjóðlegu
hjálparmáli verður því æ berari og
brýnni með ári hverju.
Alþjóðlegt hjálparmál má ekki sam-
tímis vera móðurmál neinnar þjóðar því
að það gæfi henni mikil forréttindi fram
yfir aðrar þjóðir um forystu og einokun
í menningarmálum og stjórnmálum.
Alþjóðamálið verður að vera hjálp-
armál, en á ekki að koma í stað þjóð-
tungna því að það á að efla einstakling-
Útsala
Útsala
Útsala
Verslunin
Skemman
Hafnarstr. 108
inn í samskiptum við fólk af öðrum
þjóðtungum, styðja menningu einstakra
þjóða og mannfélagshópa og þar með
auðga mannlífið á jörðinni. Því er ætlað
að svipta einangrunarhjúp málaglund-
roðans af stórum þjóðum og smáum.
Af þessum sökum beinir félagið því
til íslenskra stjórnvalda að styðja notk-
un esperanto í alþjóðlegum samskipt-
um, þar sem það er eina alvarlega til-
raunin sem gerð hefur verið með ár-
angri til að leysa ofangreindan vanda og
sýnt hæfni sína til þess á öllum sviðum
mannlegra samskipta. Það væri og við
hæfi að íslensk stjórnvöld ættu frum-
kvæði að notkun þess af hálfu ríkis-
stjórna á alþjóðavettvangi, fyrst meðal
smáþjóða.
Félagið minnir og á nauðsyn þess að
útbreiða kunnáttu í esperanto meðal
almennings, bæði á íslandi og erlendis.
Því fleiri sem kunna alþjóðlegt hjálpar-
mál, því minni verða tálmanir á sam-
skiptum manna vegna málaglundroð-
ans, og því raunhæfari verður réttur
manna til samskipta.
Námskeið
í lakkblómagerð og glermálningu hefjast á næst-
unni.
Innritun í síma 22541
ÍBÚÐIR TIL SÖLU
Erum að byrja á tveggja hæða raðhúsi við Steina-
hlíð, íbúðin er 112 ferm. nettó.fimm herbergi og
bílskúr. Upplýsingar gefnar eftir kl. 20 í símum
22959 og 24894.
Kvisthagi s.f.
Hjartans þakklœti til allra þeirra er glöddu mig á
80 ára afmæli mínu 16. apríl sl. Sérstaklega þakka
ég sonum mínum og tengdadœtrum. Lifið heil.
SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR
Skarðshlíð 21
Eiginmaður minn
KARL JÓNSSON frá Mýri,
Víðimýri 11 Akureyri,
lést 21. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. apríl kl.
13.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Björg Haraldsdóttir.
Útför móður okkar
MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR
Rauðumýri 20, Akureyri
sem lést 19. apríl sl. fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn
28. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd barna hennar, tengdabarna og
annara vandamanna.
Ruth Ingimarsdóttir.
6.DAGUR