Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 17. maí 1979 33. tölublað Drög að aðalskipulagi á Dalvík: Hvað ætlar þú að verða? Börn og einkum þó ung- lingar velta því fyrir sér, hvaða starfsgrein þau ætla að velja sér. Allir gera sér ljóst, að það er vandasamt að velja sé lífsstarf og oftast er ungt fólk í mjög miklum vafa vegna mikils fjölda starfsgreina og náms- brauta, og einnig vegna þéss, að sitt hæfir hverj- um. Hér í blaðinu verður fjallað um þessi mál, eftir því sem rúm og aðrar aðstæður leyfa, ef það mætti verða hvatn- ing til umhugsunar og til fróðleiks í einhverjum þeim greinum, sem um er að velja fyrir ungt fólk. Blaðið hefur fyrir nokkru leitað til margra í hinum ýmsu strafsgrein- um og beðið þá, hvorn um sig, að kynna sína grein. Hefur þessu verið mjög vel tekið. En það hefur vafist nokkuð fyrir mönnum, að koma starfskynningunni á blað og senda okkur, með nokkrum ágætum undantekningum þó. Spurningar þær, sem blaðið sendi hinum ýmsu aðilum, voru eink- um þessar: Hvaða kröf- ur þarf að uppfylla, til að geta hafið nám í við- komandi starfsgrein, hve langan tíma tekur það, hverjir eru atvinnu- möguleikarnír og hver launakjör. Hver er réttur til eftirlauna. Er þetta skemmtilegt starf og krefjandi o.s.frv. Starfskynningin hefst í blaðinu í dag. ★ Frá lög- reglunni Stolið var peningum úr veski á Gefjun, að upp- hæð 111 þúsund krón- um. Þá var 34 kössum af tómum gosdrykkjaflösk- um stolið á mánudag á afgreiðslu Drangs og einnig nokkru af tómum kössum undan gos- drykkjum. Þarna voru að verki allmargir ung- lingar og mun málið upplýst. Fólksbíll valt fram hjá Grund í Eyjafirði og urðu þar lítilsháttar meiðsli. Gert ráð fyrir tvðföldun byggðar a Dalvík Drögin sýnd í Víkurröst á laugardaginn Á LAUGARDAGINN verða drög að aðalskipulagi Dalvíkur sýnd í VíkuiTÖst og hefst sýn- ingin kl. 16. Á fundinn kemur Stefán Thors skipulagsarkitekt sem hefur unnið drögin. Að sögn Valdimars Bragasonar, bæjar- stjóra, er hugmynd manna með sýningunni sú, að ekki sé unnið við gerð skipulagsins í kyrrþey og síðan komið fram með til- lögur sem illt er að breyta. Stef- án hefur unnið hugmyndir sínar í nánu samráði við skipulags- nefnd og þegar hún og bæjar- stjóm hefur fjallað um málið og gert um það endanlegar sam- þykktir verða tillögurnar að hanga uppi í nokkrar vikur. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir a.m.k. tvöföldun byggðar á Dalvík, en núverandi skipulag er þegar orðið alltof lítið. Þegar bæjaryfir- völd hafa samþykkt tillögur að að- alskipulagi verður hafist handa við gerð deiliskipulags, en það er ná- kvæm útfærsla á götum og fjölda íbúðarhúsa á tilteknum svæðum. Valdimar sagði að í aðalskipu- laginu væri m.a. gert ráð fyrir að næstu íbúðarhverfi verði á tveimur stöðum, þ.e. upp sunnan við Brim- nesá í framhaídi af byggð, sem þegar er komin og einnig suður og Það er gott að vera ungur á Dalvík, gæti þessi unga frðken veríð að segja. Myndina tók Rögnvaldur í fjörunni á Dalvik sl. suinar. ISINN RAK FRA ÞORSHOFN og lokaði Raufar- hafnartogarana inni! við SAMKVÆMT simtali Raufarhöfn, gerðist það helgina í stórhríðarveðri, að það um losnaði um ísinn á Þórshöfn, svo þar er opið að nafninu til, en ísinn rak til Raufarhafnar og lokaði höfninni, svo þar sat tog- Nú fiska þeir á „Lofotlínu“ FROST ER um nætur og hríðarfjúk öðru hverju. Við emm búnir að týna vorinu og það þykir okkur einna verst. En atvinna er næg og er það raunabót. Snæfellið kom með á annað hundrað tonn um helgina mest karfa sem við þurfum að hand- flaka. Sjómenn á fjórum trillum, sem róa með svokallaða Loftlínu, afla bara vel. Þeir nota kræðu frá Akureyri og frosna loðnu í beitu. Mannlífið gengur sinn vana- gang, þrátt fyrir biðina eftir hlý- indunum, og margt er gott um það að segja. Hrísey 16. maí S.F. arinn Rauðinúpur fastur i gær og komst ekki út. ■Hins vegar voru þrír stærri bát- arnir utan við og héldu þeir til Þórshafnar. I stórhríðinni um helgina snjóaði mikið og til marks um það sögðu bílstjórar, sem óku um Sléttu, að þeir hefðu aldrei séð aðra eins ruðninga þar. Hvergi sér á dökkan díl. Mikið tjón hefur orðið hér á netum hjá þeim, sem grásleppu- veiðar stunda og aflinn mjög lítill. En afli var góður þá fáu daga, sem gaf á sjó. upp af svokölluðu Syðra-hverfi. Svæðin á að gera byggingarhæf samtímis. Síðar er gert ráð fyrir að byggt verði á svæði umhverfis Ás- garð og þegar framangreind hverfi verða fullsetin er hugmyndin að byggja utan við Brimnesá. „Neðst í Böggvisstaðahólum er dregin lína og gert er ráð fyrir að ekki verði byggt ofar við hana, en þar á að koma útivistarsvæði sam- kvæmt tilhögum arkitektsins," sagði Valdimar. Jarðhræringarnar: Hafa ekki tíma til að fylgjast með þeim ”Við megum ekki vera að þvi að fylgjast með þvf hvort jörðin er að hækka eða lækka hjá okkur“, sagði frúin á Lyngási í Keldu- hverfi, er blaðið leitaði frétta af jarðhræringum þeirn, sem fregnir berast af, og taldir eru eiga upptök sín í Gjástykki. "Bærinn okkar, Lyngás, stendur á á miðri þeirri tungu, sem ýmist er að síga eða rísa. Góð viðmiðun er íbúðarhúsið á Meiðavöllum, sem við sjáum misjafnlega mikið af, eftir því hvar við erum stödd í ”rólunni“, sem er ýmist að lyfta okkur eða láta okkur síga. Mér sýnist minna sjást af Meiðavöllum en vanalega og segir það okkur, að landspildan hefur sigið.“ Sýning í Myncflistar skólanum Á LAUGARDAGINN opnar Myndlistarskólinn á Akureyri vor- sýningu í húsnæði skólans og Gall- erí Háhóli. Kl. 16 til kl. 22 Hún er opin á sunnudag frá kl. 15 til 22. Nemendur skólans í vetur voru um 140, þar af 55 nemendur úr Menntaskólanum, sem sækja í Myndlistarskólann nám í bygging- arlist, myndlist og textil. Auk þess hafa verið starfandi 3 fullprðins- flokkar í teikninu og málun, 4 barnaflokkar, auk námskeiða í myndvefnaði og hnýtingum og vefnaði. Skólinn er í Glerárgötu 34. Fólk er hvatt til að skoða sýning- una, enda mun það vera vel þess virði. Harðindin orðin mjögalvarleg ,NÚ ERU horfur ískyggilegar vegna harðindanna, en þó held ég, að hér í héraðinu endist hey,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur. En það er ákaflega fast sótt á að kaupa hey hér og þegar er búið að selja mikið úr héraðinu.“ ”Strandasýsla er mjög illa á vegi stödd, ennfremur Húnavatnssýslur, og Skagfirðinga vantar eitthvað af heyi. Þá er verulegt heyleysi í Ólafsfirði og þar er allt á kafi í snjó, og vantar 200 hestburði. I dag fóru héðan 150 hestar heys, sem fara eiga vestur á Strandir, og Grímseyingar hafa fengið nokkra úrlausn, hvað hey snertir. Búið er að senda hey vestur í Fljót og til Siglufjarðar. Þar sem bú eru stór, svo sem í Húnavatnssýslum, vantar mikið heymagn, allt upp í 300 hestburði í einn hrepp. Segja má, að útlitið sé mjög al- varlegt. Stöðugir heyflutningar eiga sér nú stað milli sveita og milli bæja, og og gengur ört á heyja- forðann, þar sem þó enn eru til hey,“ sagði ráðunauturinn að lok- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.