Dagur - 17.05.1979, Side 6

Dagur - 17.05.1979, Side 6
Um fjár- hagsáætl- un Siglu- fjarðar Siglufirði 11. mai 1979 í rammagrein á forsíðu Dags frá 8. maí segir svo um „síðbúna“ fjár- hagsáætlun fyrir Siglufjarðarkaup- stað: „Þykir mörgum heimamönnum sem erfiðlega hafi gengið að gæða áætlunina lífi, enda hefur það verið viðtekin venja að leggja hana fram mun fyrr. “ Þar sem hér er um reginmis- skilning að ræða, sem helst virðist byggjast á þekkingarleysi heimild- armanns blaðsins um gang bæjar- málefna á Siglufirði, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram og fyrir augu hinna fjölmörgu lesenda Dags. Ég þykist einnig vita að rit- stjórn blaðsins vilji í öllu hafa það sem sannara er. Frá árinu 1970 hafa fjárhags- áætlanir fyrir Siglufjarðarkaupstað verið afgreiddar sem hér segir: 1971 í maí, 1972 í júní, 1973 í maí, 1974 seinast 1 apríl, 1975 í júlí 1976 í maí, 1977 1 júní, 1978 í mars, en sú áætlun var unnin uppúr áætlun ársins 1977, enda hafa reikningar Siglufj arðarkaupstaðar fyrir árið 1977 enn ekki verið lagðir fram þegar þetta er skrifað. Þeim lesendum Dags, sem hugs- anlega hefðu áhuga á að kynnast þeim vanda, sem núverandi bæjar- stjómarmeirihluti á við að eiga vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 1979 og reikninga áranna 1977 og 1978, er bent á grein um fjárhags- vanda Siglufjarðarkaupstaðar í síðasta tölublaði Mjölnis, blaðs AB í Norðurlandskjördæmi vestra. Myndlistarskólinn á Akureyri Vorsýning Sýning á verkum nemenda verður í húsnæði skól- ans og Gallery Háhól laugardaginn 19. maí frá kl. 16-22 og sunnudaginn 20. maí frá kl. 15-22. Nemendur sæki verk sín mánudaginn 21. maí milli kl. 15 og 18. Skólastjóri. TÆKNISKÓLI ÍSLANDS ÁÆTLAR ÞESSAR NÁMSBRAUTIR SKÓLAÁRIÐ 1979—80 I Iðnskólanum á Akureyri Frumgreinadeildir Almennt undirbúningsnám. Lesið er til raun- greinadeildarprófs á tveim árum. Áöur þart að vera lokið almennu námí (í tungumálum, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði) sem fram fer í iðnskólum eða er sambærilegt. Skólaárið 79/80 stendur frá 3. sept. til 31. maí. Umsóknir ber að skrifa á eyðublöð, sem skólinn gefur út. Eigi sfðar en 10. júní þurfa umsóknir að hafa borist skólanum. Eyðublöð fást póstsend ef þess er óskað. Sími (96)-21663, kl. 15.30-17.30. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Iðnsveinar ganga fyrir eftir því sem við á. Skólastjóri Virðingarfyllst, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarfulltrúi, Siglufirði — Starfskynning (Framhald af bls. 4). takmarkast af því, hve mörgum riemendum reynist unnt að út- vega vist í verklegu námi sam- timis. 7. Réttindi: 1. Að loknu tveggja ára skóla- námi með eða án hins verklega námsþáttar geta nemendur sótt um inngöngu i Hjúkrunarskóla Islands, lokið þar þriggja ára námi og orðið hjúkrunarfræðing- ar. 2. Þegar nemendur hafa stað- ist öll próf að loknu tveggja ára skólanámi og 34 vikna verklegu námi í sjúkrahúsi, geta þeir með því að framvísa prófskírteini frá Gagnfræðaskóla Akureyrar sótt til heilbrigðisráðuneytisins um full starfsréttindi sjúkraliða og fengið þau. Frá Kvennasam- bandi Akureyrar Á fjölmennum aðalfundi Kvenna- sambands Akureyrar, er haldinn var 1 Lóni, Glerárgötu 34, sunnu- daginn 6. maí 1979 var gerð og samþykkt svohljóðandi ályktun. „Fundurinn fagnar framkomnu frumvarpi Þorvalds Garðars Krist- jánssonar alþingismanns um fóst- ureyðingar af félagslegum ástæð- um. Telur fundurinn að ástæða sé til að minna á, að allt það líf sem stofnað er til eigi óskoraðan rétt til framhalds og þroska hér á jörðu. Skorað er á öll félagasamtök að taka þetta mál til rækilegrar íhug- unar. Telur það vel við hæfi á „barna-ári.“ Stjórnin. 6.DAGUR Iðnskólinn á Akureyri áætlar þessar námsbrautir skólaárið 1979-1980: 3. áfangi fyrir samningsbundna iðnnema sem lokið hafa 2. áfanga iðnskóla og u.þ.b. helmingi námstímans. Námstími ein önn. 2. áfangi fyrir samningsbundna iðnnema sem lokið hafa grunnskóla- eða gagnfræðaprófi með full- nægjandi lágmarkskröfum eða 1. áfanga iðn- skóla. Námstími ein önn. 1. áfangi fyrir nemendur sem ekki hafa fullnægt lágmarkskröfum um einkunnir á grunnskóla- eða gagnfræðaprófi. Námstími ein önn. Undirbúningsdeiid fyrir eldri nemendur sem ekki hafa miðskólapróf. Kennt verður síðdegis. Námstími ein önn. Rafsuðudeild fyrir samningsbundna rafsuðumenn. Kennt verður að mestu síðdegis. Grunndeildir verknáms í málmiðnaði, rafiðnaði og tréiðnaði fyrir nemendur sem ekki eru í samningsbundnu námi hjá meistara. Nemendur þurfa að hafa lokið grunnskóla- eða gagn- fræðaprófi með fullnægjaandi lágmarkskröfum eða 1. áfanga iðnskóla. Sá sem hefur lokið eins vetrar námi f verknámsskóla á rétt á 12 mánaða styttingu námstíma hjá meistara. Tækniteiknaraskóli 1. bekkur, bóklegt nám í 8 mánuði. Kennt verður síðdegis. Meistaraskóli u.þ.b. 25 vikna kennsla. Kennt verður síðdegis. Kennsla miðast við kröfur bygginganefnda um kunnáttu til löggildingar. Haustönn stendur frá septemberbyrjun til 15. janúar. Vorönn stendur frá 15. janúar til maíloka. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Umsókn skal skrifa á eyðublað um námsvist í framhaldsskóla og skila ásamt afriti af prófskírteini. Umsóknum verður veitt móttaka á skrifstofu skól- ans alla virka daga frá 21. maí til 8. júní klukkan 14.00-18.00 Skólaslit á þessu vori verða fimmtu- daginn 31. maí kl. 20.30. Skólastjóri. Ferðafélag Akureyrar Fjöruferð fellur niður. Aukaferð á Súlur sunnudaginn 20. maí kl. 9 f.h. fararstjóri Jón Ingi. Þátttaka tilkynnist kl. 6-7 á laugardag. Upplýsingar í síma 22720. Sjálfsbjörg og íþróttafélag fa- tlaðra Akureyri halda köku- basar sunnudaginn 27. maí í Laxagötu 5 kl. 15.00. Vin- samlegast komið kökum milli kl. 12 og 2 sama dag. Akureyringar styrkið okkur í starfi. Nefndirnar. Ef bruna eða slys ber að hönd- um........... Akureyri: slökkvistöð: 22222, lögregla: 23222, sjúkrabíll: 22222, læknavakt: 22444, sjúkrahús: 22100. Blönduós: slökkvistöð: 4327, lögregla: 4377, sjúkrabíll: 4206, læknavakt: 4206, sjúkrahús: 4206. Dalvík: slökkvistöð: 61123, lög- regla 61222, læknavakt: 61147. Grenivík: slökkvistöð: 33112, lögregla: 33107, læknavakt: 33113. Húsavík: lögregla: 41303, sjúkrabíll: 41385, lækna- vakt: 41385, sjúkrahús: 41333. Kópasker: slökkvistöð: 52144, læknavakt: 52109. Ólafsfjörður: lögregla: 62222, sjúkrabíll: 62222, lækna- vakt: 62112. Raufarhöfn: lögregla: 51222, sjúkrabíll: 51222, lækna- vakt: 51245. Sauðárkrókur: slökkvistöð: 5550, lögregla: 5282, sjúkra- bíll 5270, læknavakt: 5270, sjúkrahús: 5270. Hjartans þakklœti til allra þeirra er glöddu mig á 60 ára afmceli mínu 10. apríl sl. með gjöfum, blómum, skeytum og vinalegum heimsóknum. Guð styrki ykkur öll. JÓNÍNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Klaufabrekkum~ Svarfaðardal. Skákmenn Hraðskákmót um Einisbikarinn verður haldið mið- vikudaginn 23. maí kl. 20 í Félagsborg. 15 mínútna mót verður haldið 18. maí kl. 20 í Fé- lagsborg. Stjórn Skákfélags Akureyrar Bændur lítvegið ykkur selen hið fyrsta til að sprauta lömb- in með, áður en þau eru sett út. Sjá nánar í næsta blaði. Ræktunarfélagið. Minningarsjóður- inn Helga á Svalbarðsströnd ÞANN 15. júní 1978, á 85. af- mælisdegi Helgu Níelsdóttur Laxdal, húsfreyju að Tungu á Svalbarðsströnd, var stofnaður minningarsjóður um hana, en Helga andaðist 3. apríl 1977. Stofnendur sjóðsins voru eftirlif- andi maður hennar, Jóhannes Laxdal og börn þeirra hjóna. Stofnfé sjóðsins var ein milljón króna, og afhentu stofnendur hans Kvenfélagi Svalbarðsstrandar sjóðinn til umsjár. Jóhannes Lax- dal, bóndi og fyrrum hreppstjóri í Tungu, andaðist 10. febr. 1979. Hefur hans víða verið minnst vegna starfa sinna að félags- og mannúð- armálum ásamt fleiru. Skipulagsskrá sjóðsins var gerð með samráði við stofnendur hans, og er hún þannig: 1. Sjóðurinn heitir „HELGA“ og er í umsjá Kvenfélags Svalbarðs- strandar. 2. Stjóm Kvenféiagsins skal ann- ast sjóöinn. 3. Tilgangur sjóösins er að styrkja til náms fólk, búsett eða ættað úr sveitinni, sem stunda vill nám i eftirfarandi greinum: Hannyrð- um, listiðnaði ýmiss konar, hjúkmn og aðhlynningu ald- raðra, kennslu og starfsþjálfun vangefinna og fatlaðra, söng, tónmennt eða íþróttum. Auglýsa skal styrk þennan árlega. 4. Sjóðurinn er opinn hvers konar minningargjöfum og skulu þær leggjast við höfuðstól. 5. Sjóðurinn skal ávaxtaður í Landsbanka Islands, Akureyri. Aldrei má ganga á höfuðstól hans og árlega skal leggja við höfuð- stól eigi minna en tiu af hundraði af vaxtatekjum sjóðsins. 6. Berist ekki umsóknir um náms- styrk úr sjóðnum tvö ár i röð, getur aðalfundur Kvenfélagsins, eftir tillögu stjómar og með samþykki meirihluta fundar- kvenna, ráðstafað vaxtatekjum sjóðsins, til menningar og heilla fyrir sveitina og íbúa hennar. Nokkrar minningargjafir hafa borist sjóðnum á þessu tæpa ári sem hann hefur starfað, og eru gefendum færðar bestu þakkir. Kvenfélag Svalbarðsstrandar aug- lýsir nú í fyrsta sinn eftir umsókn- um um styrk úr sjóðnum „Helgu“, sbr. auglýsingu annarsstaðar í blaðinu. Fréttatilkynninga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.