Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 17.05.1979, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 17. maí 1979 Félagsheimili á miðbæjarsvæðinu? Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi var fjallað um bréf frá ýmsum stéttarfélögum á Ak- ureyri og er þar greint frá eft- irfarandi tillögu, sem þar var samþykkt. „Þar sem nú er verið að ljúka gerð nýs deiliskipulags fyrir mið- bæ Akureyrar, beinir fundurinn Saumastofan þrettán sinnum Fréttaritari Dags á Dalvík, Valdimar Bragason, bæjarstjóri, sagði blaðinu eftirfarandi á mánudaginn: Föstudaginn 4. maí var hér 13. og síðasta sýning á Saumastofunni, sem Leikfélag Dalvíkur æfði undir stjórn Guð- rúnar Alfreðsdóttur. Sýningarn- ar voru undir stjórn Guðrúnar Alfreðsdóttur. Sýningarnar voru mjög vel sóttar. Þrjár voru utan heimabæjar, ein í Freyvangi og tvær í Skagafirði. Formaður Leikfélags Dalvíkur er Rúnar Lund, tannlæknir. Laugardaginn 30. apríl gekkst æskulýðsráð Dalvíkur fOr mara- þonkeppni í diskódansi. Hófst hann klukkan hálf ellefu á laugar- dagsmorgun og þátttakendur voru 56. Fimm dansendur voru eftir þeg- ar dansinn var að lokum stöðvaður. Þá voru sigurvegarar valdir og reyndust þeir vera: Valur Júlíus- son, Edda Gunnarsdóttir, Magnea Helgadóttir, Signý Kristinsdóttir og Stefán Hauksson. Tvö þau síðast- töldu voru jöfn. þeim eindregnu tilmælum til bæjaryfirvalda, að séð verði fyrir hentugri lóð fyrir félagsheimili á miðbæjarsvæðinu. 1 þessu sambandi bendir fund- urinn sérstaklega á svæðið vestan við gamla verkalýðshúsið í Strandgötu 7.“ Bæjarstjórn lýsti jákvæðri af- stöðu sinni til erindisins, en vísaði erindinu að öðru leyti til umfjöll- unar skypulagsnefndar. Þess má geta, að í áratugi hafa verkalýðs- félögin verið að velta fyrir sér byggingu félagsheimilis og út- hlutaði bæjarstjórnin þeim fyrir hálfum öðrum áratug lóð undir félagsheimili á svæðinu austan við Nýjabíó. Kópaskeri: Mikifll snjór og ófærð í Öxarfirði í VIÐTALI við Ólaf Frið- riksson, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri kom m.a. eftirfar- andi fram: Um helgina setti niður mikinn snjó og er nú álíka fannfergi og oft í janú- ar-febrúar. AUt var orðið ófært en vegir voru hreinsað- ir á mánudag og þriðjudag. Sauðburður stendur sem hæst og eru þrengsli mjög til- finnanleg og farið að minnka um hey og sumir mjög heylitlir. Menn hafa drýgt hey sín með mikilli kjarnfóðurgjöf. Kjarn- fóður hefur verið nægilegt og verður svo fram í júnímánuð. Hvort það nægir, veit ég ekki og útlitið er ekki gott í siglinga- og vegabanni. Grásleppuveiðar hafa gengið með fádæmum illa og hefur hafísinn og síðar hvergarðurinn af öðrum hamlað veiðum. Þar er netatjón mjög tilfinnanlegt. $ Reiðubúnir til skemmd- arverka Við elgum mikið f hættu ef svo illa tekst til að ekki verði ráðið við verðbólguna eða efnahagsmálin yfirleitt. Menn láta sér e.t.v. fátt um finnast, benda á það sem miður fer og það er margt, en vilja > engu taka þátt í viturlegu viðnámi. Skfpulagðir hópar lands- manna hafa jafnvel lýst sig reiðubúna að brjóta þau lög, sem þeim líkar ekki. 0 En hvað eigum víð í hættu? Undanfarin ár hafa í fram- leiðslu og markaði verið okk- ur mjög hagstæð I flestum greinum og lífskjör bæði ver- ið betrl og jafnari en áður. Þá hafa margir þættir menningar eflst verulega. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður móti mæit, þrátt fyrir ailt það, sem aflaga hefur farið og þrátt fyrir verðbólguna en ekki vegna hennar. Verði verðbólgunni nú sleppt lausri, hrynur efnahagskerfið í rúst á skömmum tíma. Það er hvorki meira né minna, sem er f hættu. t Nýtthljóðí strokknum „Samningana í gildi,“ voru einkunnarorð Alþýðubanda- lags og einníg Alþýðuflokks lyrir sfðustu alþingiskosn- ingar. Þá höfðu stjórnvöld sett hömlur á verðlagshækk- anir og m.a. var dregið úr launahækkunum, mest hjá þeim sem hæst laun höfðu. Þessi lög voru brotin niður með harkalegum aðgerðum Verkamannasambandsins og þessi lög voru notuð sem Grýla í kosningunum, með miklum árangri. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Þjóðviljinn seglr það nú eitt meginatriðlð í til- lögum Aiþýðubandalagsins, að „lögfest verði að nýju þak á verðbótagreiðslur á laun.“ Húsavik á fögram sumardegi. Mynd: Róbert. Velta K.Þ. fimm milljarðar aClAöCto SN Fjárhagsstaða fyrirtælcisins vlvfld liM fll I betri en á næsta ári á undan AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga var haldinn 25. apríl s.l. Fundinn sátu 120 fulltrúar auk stjórnar, endurskoðenda, kaupfélagsstjóra og nokkurra gesta. Formaður Teitur Björns- son, gerði grein fyrir störfum stjórnarinnar og kaupfélags- stjórinn, Finnur Kristjánsson, las og skýrði reikninga félags- ins. Kaupfélagsstjóri og ein- stakir starfsmenn kaupfélagsins höfðu mætt á öllum deildar- fundum á félagssvæðinu. Deild- irnar eru níu. Hringborðsum- ræður voru á flestum fundunum, reyndist það fundarform mjög vel og tóku flestir fundarmenn deildanna virkan þátt í fundarstörfunum. Fjárfest var fyrir rúmlega 100 millj. króna á árinu. Breytingar voru gerðar á einu húsi félagsins þannig, að nú er þar hægt að taka á móti lausu kornfóðri og flytja það án umbúða í kornflutningabíl heim til bænda. Lokið var á árinu inn- réttingu nýrrar byggingavöruverzl- unar. Áður var þeirri byggingu raunar svo langt komið, að hægt var að reka verzlunina í henni allt árið. Þar er nú glæsileg verzlunar- aðstaða og gekk rekstur hennar vel á s.l. ári. Reykhús var í byggingu á árinu og ýmsar smærri framkvæmdir. Vörusala í verzlunarbúðum fé- lagsins varð 2,4 milljarðar og sala þjónustugreina og á framleiðslu- vörum nam rúmlega þeirri upphæð og varð því heildarsala kaupfélags- ins um fimm milljarðar króna. Innstæður viðskiptamanna höfðu vaxið verulega bæði á við- skiptareikningum og í innláns- deild, en skuldir viðskiptamanna eru ekki miklar. Vörubirgðir höfðu aukist mikið og eru nú um 500 millj. á útsölu- verði. Það er tilfinnanlegt vegna hinna háu vaxta, sem nú eru, en vaxtakostnaðurinn hækkaði frá fyrra ári um 132%. Fjárhagsstaða félagsins var betri en á næsta ári á undan. Allir kostnaðarliðir höfðu hækk- að stórlega, vegna verðbólgunnar, hinsvegar hefur verzlunarálagn- (Framhald á bls. 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.