Dagur - 29.05.1979, Page 1

Dagur - 29.05.1979, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagur 29. maí 35. tölublað Ljósameistari L.A.hættir Eftir frumsýningu leik- ritsins, Skrítinn fugl — ég sjálfur, kvaddi for- maður LA sér hljóðs í tilefni þess, að Árni Val- ur Viggósson, ljósa- meistari félagsins um langt árabil, lætur af þeim störfum og færði formaður honum þakkir og áletraðan skjöld frá Leikfélaginu. Landanir togara Ú.A. Kaldbakur landaði 24. maí, 165 tonnum. Skiptaverðmæti 17,9 milljónir króna. Svalbakur landaði 21. mai, 245 tonnum. Skiptaverðmæti 26,3 milljónir króna. Harðbakur var að landa í gær. Sólbakur landaði 18. maí, 102 tonnum. Skiptaverðmæti 13,4 milljónir króna. Togar- inn kemur sennilega til löndunar á morgun, miðvikudag. Allmikið er spurt um atvinnu hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa um þessar mundir, enda vantar margt skólafólk enn vinnu. Mikll ölvun NÍU voru teknir ölvaðir við akstur um s.l. helgi og að sögn lögreglunnar var mikil ölvun á Akur- eyri um helgina. Að- faranótt laugardagsins valt bifreið í Kræklinga- hlíð. Ökumaður var fluttur á sjúkrahús, en er ekki talinn mikið slasað- ur. Grunur leikur á að Bakkus hafi verið við stýrið. Önnur bifreið valt í Saurbæjarhreppi, en ekki var um ölvun að ræða í því tilfelli. Margir vöruflutningabílar voru stöðvaðir um helgina og kom í ljós að 9 bílar voru alltof þungir. Nú eru þungatakmarkanir í gildi, en svo virðist vera að alltaf séu einhverjir sem ekki taka mark á þeim. Fjögur refabú við Eyjafjörð í haust FYRIRHUGAÐ er að koma á fót fjórum refabúum við Eyja- fjörð n.k. haust. Áætlað er að þrjú búanna verði í Grýtu- bakkahreppi og eitt á Sval- barðsströnd. Þar sem um til- raun er að ræða verður ekki leyft að stofna refabú á öðrum stöðum á landinu, en í búunum fjórum verða alls 210 refalæð- ur og eitt búanna verður einnig með minkalæður. Stærsta búið verður rekið í tengslum við minkabúið Grávöru h/f á Grenivík. Þar eiga að vera 100 refalæður. Auk þess er gert ráð fyrir að auka aðstöðu til fóð- urgerðar hjá fyrirtækinu og mun Grávara framleiða fóður fyrir hin búin. Á Grund í Grýtubakka- hreppi verða 30 refalæður, á fé- lagsbúinu á Lómatjöm 30 refa- læður og 500 minkalæður og á Sólbergi á Svalbarðsströnd er gert ráð fyrir 50 refalæðum. Alls eru þetta 210 refalæður. Læðurnar eru af blárefastofni, en hann er einna auðveldastur í ræktun. Refimir verða annaðhvort fluttir til landsins frá Skotlandi eða Noregi. Áætlunin um refabúin var samin af loðdýranefnd er land- búnaðarráðherra skipaði í vetur. Hún mælti með því að búin yrðu í nágrenni við Grávöru h/f á Grenivík og byggt á þeirri reynslu og aðstöðu sem þar er fyrir hendi. Ef að líkum lætur mun þessi til- raun standa í eitt til tvö ár og gangi hún vel er líklegt að refa- rækt verði mikilvæg aukabúgrein eða aðalbúgrein þegar fram líða stundir. í arðsemisútreikningum er tek- ið mið af 100 refalæðum og sam- kvæmt þeim er hagnaður ótví- ræður af refarækt. Hver blárefs- læða gýtur að jafnaði sex hvolp- um, en útflutningsverðmæti skinna af sex hundruð hvolpum er um 21 milljón, miðað við verðlag á sl. ári. Ýmis rekstrar- kostnaður er um 12,5 milljónir þannig að hagnaður af 100 læð- um er rúmar 8 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að auðvelt sé fyrir einn mann að annast 150 refalæður, ef þetta er aðalstarf. Ein refalæða jafngildir átta til tíu ærgildum. Þar sem um tilraun er að ræða er þannig frá málum gengið að bændur eiga ekki að verða illa úti ef tilraunin mistekst. Hitaveita á Oddeyri og í Glerárhverfi í sumar AKUREYRARBÆR hefur gert marga samninga við eigendur jarða með jarðhita eða von um jarðhita, vegna hitaveitu kaup- staðarins. Þannig hafa verið gerðir samningar vegna hita- vatnsleitar á Ytra-Laugalandi Stöðugt vofir yfir hætta á eldsvoða „VEGNA þurrka að undanförnu vil ég eindregið vara fólk við að vera með opinn eld í Kjarna,“ sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdsstjóri Skógræktar- félags Eyfirðinga. „Sama gildir um öll þau svæði, sem skógi hefur verið plantað í. Við meg- um ekki láta það sama henda liér og fyrir sunnan. Ef eldur yrði laus í Kjama gæti hlotist af því óbætanlegt tjón og því vil ég leggja á það áherslu að foreldrar og forráðamenn barna og ung- linga gæti þess að þau séu ekki að fikta með eldspýtur.“ Því má bæta við að frá og með 1. maí er bannað að kveikja í sinu í sveitum, en allt árið um kring f bæjarlandinu. og tveim býlum, byggðum á þeirri jörð, einnig á Ytri-Tjörn- um, Björk, Brúnalaug, Klauf, Uppsölum og Hóli, en staðir þessir eru allir í öngulsstaða- hreppi. Þá fékkst leyfi ríkisins til borunar á Syðra-Laugalandi í sama hreppi, en samningar hafa ekki verið að fullu frágengnir þar og á Grísará. Samið var fyrir nokkru um bor- un í landi Reykja í Fnjóskadal og nýbúið er að semja við landeig- endur Reykhúsa í Hrafnagils- hreppi. Þar er áætlað að bora innan skamms, en nú er verið að bora á Björk. Hitaveita Akureyrar hefur nú yfir að ráða um 200 sekúndulítrum Á LAUGARDAGSKVÖLD- IÐ braust ungur piltur inn í Sportvöruverslun Brynjólfs Sveinssonar og náði sér í riffil, sem hann fór með út á götu. Vegfarendur gripu flestir til af heitu vatni en þarf 250-300 lítra. Framanskráð tjáði Helgi M. Bergs bæjarstjóri blaðinu í gær. Hann sagði ennfremur, að samningar við landeigendur hefðu gengið vel, án undantekninga því viðsemjendur væru sanngjarnir og viðræðugóðir menn. 1 sumar verður hitaveita lögð á Oddeyri, mestan hluta og í Glerár- hverfi, austan Hörgárbrautar, enn- fremur í Síðuhverfi. Ennfremur verður vatnsgeymir fyrir hitaveit- una byggður i sumar hjá Miðhúsa- klöppum. Akureyrarkaupstaður hefur nú tekið um 5 milljarða króna erlend lán vegna Hitaveitu Akureyrar, sem yfirleitt rikir mikil ánægja með. fótanna og forðuðu sér, en áð- ur en lögreglan kom á staðinn var búið að yfirbuga piltinn. Að sögn lögreglunnar fór pilt- urinn inn um glugga í aðaldyrum Unnið við fóðrun minka i Grávöru h.f. á Grenivík. Mynd: Karl. Afleiðing farmannaverk- fallsins: Fjörutíu missa atvinnuna hjá Sjöfn „FRÁ OG með næstu helgi mun starfsfólk Sjafnar ekki mæta til vinnu því verksmiöj- an er orðin hráefnislaus,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar i samtali við blaðið laust fyrir hádegi. Aðalsteinn sagði að .fullt samráð hefði verið haft við verkalýðsfélagið Iðju um þessa ákvörðun og því verður starfs- fólkið, um 40 manns, að fara á atvinnuleysisbætur. Nú bíða málningavörur frá verksmiðjunni á hafnarbakk- anum á Akureyri og sagði Að- alsteinn að hér væri um rúm 400 tonn að ræða. Þrátt fyrir að verkfall leysist getur verksmiðj- an ekki hafið störf um leið, því 1 Reykjavík biða um 400 tonn af vörum eftir flutningi norður. „Það var ekki um annáð að ræða úr þvi sem komið var,“ sagði Aðalsteinn. „Við höfum dregið að taka þessa ákvörðun 1 lengstu lög. í sambandi við framleiðsluna á Rússlands- markað vorum við með vaktir allan sólarhringinn, en hættum því í byrjun mai. Síðan hefur verksmiðjan verið á hálfri ferð.“ verslunarinnar og var kominn út með riffilinn áður en menn höfðu áttað sig. Eins og lög mæla fyrir vantaði hamarinn 1 skotvopnið. Pilturinn gisti fangaklefa lögregl- unnar um nóttina enda útúr- drukkinn. Braust inn og stal riffli Snarráðir vegfarendur yfirbuguðu manninn

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.