Dagur - 29.05.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 29.05.1979, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, þriðjudagur 29. maí 1979 Kópasker: Sjaldan meiri grásleppuveiði Kópaskeri 27. maí NÚ HEFUR ræst úr grásleppuvertíðinni. Aldrei hefur útlitið verið eins slæmt, fyrst vegna ísa og síðan gæftaleysis. En þótt dýrmætur tími glataðist, ætlar ágæt veiði að undanföru að bæta þetta allt upp, því segja má, að mokveiði hafi verið og grásleppan er mjög stór. Sjómenn segja, að hún hrygni mun seinna í ár en venjulega. Þá hafa netabátar fengið mjög góðan þorskafla og eru þetta ánægjuleg tíðindi í öllum harðind- unum. Snjór er mikill hér um slóð- ir, t.d. um það eru allt að tveggja metra skaflar hér við húsið mitt á Kópaskeri. Bændur geta hvergi lát- ið út lambær, nema á snjóinn. Sauðburður hefur gengið vel og flestir komast vel af með hey svo sem viku af júní, með miðlun. Kraftfóðurgjöf hefur verið mjög mikil, því flestir þurfa að spara heyin. Ó.F. Ríkið vill byggja á Akureyri „ERINDI OKKAR norður var í tilefni þess að skipulag miðbæj- arins er á lokastigi og var talið rétt að koma því á framfæri við bæjaryfirvöld að ríkissjóður hefði e.t.v. hug á því að byggja yfir skrifstofur ríkisins á Akur- eyri,“ sagði Ámi Kolbeinsson, deildarstjóri i fjármálaráðu- neytinu, en hann kom til Akur- eyrar fyrir skömmu ásamt Þor- leifi Pálssyni deildarstjóra i dómsmálaráðuneytinu. Ámi sagði að á þessu stigi málsins væri ómögulegt að segja hvar eða hvenær rfkissjóður byggði, en nú em flest útibú ríkisstofn- ana á Ákureyri í leiguhúsnæði. Verksmiðjur erlendis þurfa að fá gærur til vinnslu hið fyrsta, en vegna þyngdar er ekki unnt að senda þær með flugvélum. Myndin er tekin af flutningi gæra á milli sútunarkerja. 0 Vorannir hjá £ Gildi sleppi- fiskeldis- fjarnar stöðvum mikið Um þessar mundir eru vor- annir að hefjast hjá fiskeldís- stöðvunum. Senn verður far- ið að flytja seiði f hinar ýmsu ár og vötn víðsvegar um landið. Sleppt verður miklum fjölda lax- og sllungsselða ef að vanda lætur. f ámar er fyrst og fremst sett laxaseiðl; gönguseið) og svonefnd sumaralin seiði auk sjóbirt- ings- og bleikjuseiða. i stöðuvötn eru mest sett bleikjuseiði og sumstaðar urrfðaseiði, en hörguli hefur verið á þeim seiðum. * § Sleppitjarnir fyrir laxaseiði Á síðari árum hefur farið í vöxt að setja laxagönguseiði í sleppitjarnir, sem búnar eru til við árnar, t.d. í gömlum ár- farvegi og í þær leitt vatn úr viðkomandi á. Seiðin eru síðan höfð í þessari tjörn í tvær til þrjár vikur og fóðruð. Tvennt vinnst við þess til- högun; annars vegar að unnt er að flytja seiðin áður en þau komast í göngubúning og hins vegar að vernda þau fyrir cvinum sínum og aðlaga sig í nýju umhverfi. Rannsóknir, sem gerðar voru á vegum Veiðimálastofnunar í Elliðaánum 1975 tíl 1977 sýndu vel mun á beinni sleppingu, þ.e. seiði sett beint í ána og óbeinni, þ.e. í sleppitjörn við ána. Það kom i Ijós við þessar samanburð- artilraunlr við Elliðaá, að endurheimta varð mun betri hjá seiðum, sem sleppt var i tjörnina en hinum, er fóru beint f ána. Þannig urðu end- urheimtur á Kollafjarðarseið- um, sem merkt voru í Kolla- firði og sett í sleppitjörn við Elliðaár og síðan sieppt út í árnar 8,2% # Slysiðvið Hafnarfjörð Það vlrðist e.t.v. út í bláinn, að mfnna á varp farfuglanna og slnubruna, á meðan jörð er undir snjó og allt gadd- frosið, svo sem hér á Norð- urladi. En senn kemur sum- artíð, snjóa leysir og jörð þornar. Verum þá minnug þess, að 16. hektarar af frið- uðu skóglendi við Hafnar- fjörð, brunnu á skammri stund vegná þess að óvitar voru þar með eldspýtur. Sinubrennsla er oft nauðsyn- leg, en hana ættu þeir einir að framkvæma, sem vita hvað þeir eru að gjöra. Miklar birgðir liafa safnast fyrir hjá Verksmiðjum SÍS dagsektir vegna tafa FARMANNAVERKFALLIÐ hefur haft mjög slæm áhrif á starfsemi Iðnaðardeildar SÍS — allar geymslur eru að verða full- ar og greiðslufjárstaða fyrir- tækisins fer dagversnandi. Að sögn Bergþórs Konráðssonar, hjá Iðnaðardeild SÍS, greiðir deildin sovéskum kaupendum dagsektir vegna þess hve af- greiðsla hefur tafist og taldi hann að verðmæti vara er eiga að fara þangað, á vegum deild- arinnar, væri um 400 milljónir króna. „Markaðir á Vestur- löndum eru í stórhættu,“ sagði Bergþór „og er ætlunin að sækja um undanþágu hjá farmönnum til flutninga.“ „Samningarnir við Sovétmenn voru ákaflega erfiðir og svona seinkanir geta haft mjög varanleg áhrif," sagði Bergþór. „Kaupendur á Vesturlöndum hafa enn ekki af- pantað vörur, en það hefur gerst undir svipuðum kringumstæðum. Ef við tökum skinnin sem dæmi, en þau er erfitt að flytja með flugvél- um eins og við höfum gert með margar af okkar framleiðsluvörum, þá þurfa verksmiðjur erlendis að fara að fá þau, því það þarf að sauma úr skinnunum kápur, sem eiga að vera komnar á markað snemma í haust.“ Eins og fyrr sagði bíða vörur að verðmæti um 400 milljónir eftir að komast til Sovétríkjanna. Inn í því dæmi er Prjónastofan Dyngja á Egilsstöðum, en hjá fyrirtækinu liggur lager að verðmæti um 60 milljónir króna, og hjá Efnaverk- smiðjunni Sjöfn biða útskipunar 400 tonn af málningu. Heildar- verðmæti þeirra vara er bíða flutn- ings er um 600 milljónir. Kjarabót heimsækir norðlenska vinnustaði SÖNGSVEITIN Kjarabót ætlar að skemmta á vinustöðum á Ak- ureyri á morgun og fimmtudag, en á föstudag er ætlunin að heim- sækja vinnustaði á Dalvík og Ólafsfirði. Söngsveitin ætlar svo að slá botninn í tunnuna með tónleikum hvítasunnu. Kjarabót hefur nú starfað í um eitt ár. Upphaflega kallaði hópur- inn sig „Nafnlausa sönghópinn," en fyrir nokkru var nafninu breytt. Helsti starfsvettvangur Kjarabótar hefur til þessa verið vinnustaðir sunnanlands. Tónlistin hefur smátt og smátt verið að þróast frá hreinum bar- í Borgarbíói á laugardaginn fyrir áttusöngvum út í nokkuð sem kalls má alþýðupopp, en efnisskrá söng- sveitarinnar er hægt að skipta í tvær mismunandi gerðir — annars vegar þá sem flutt er á vinnustöðum og hins vegar tónlist sem flutt er á tónleikum. Áhersla er lögð á að söngtextar séu eins og eftir vitibor- ið fólk, en hafi ekki að geyma inni- haldslaust raus og er það vel. Kjarabót er skipuð ungu og glaðlegu fólki. Vonandi kann akureyriskt verkafólk aö meta tónlist Kjarabótar og e.t.v. ætti aö gera meira af þvi að flytja skemmtiefni á vinnustöðum. Örn Ingi sýnir í Iðnskólanum ÖRN INGI opnar málverkasýn- ingu I Iðnskólanum á Akureyri 1. júní og stendur hún til 10. júní. Verður hún opin frá kl. 15-22 alla daga nema hinn fyrsta kl. 21-23. Á sýningunni eru 59 verk, akril- málverk, vatnslitamyndir, olíu- myndir, pastelmyndir og trémunir. Er þetta fjórða einkasýning málar- ans. Á sýningunni, 4. júní, verða tón- leikar. Flytjendur eru kennarar Tónlistarskólans og söngkonan Guðrún Kristjánsdóttir og verða flutt verk hinna ágætustu höfunda og nýtt verk eftir Marks Trith, samið undir áhrifum myndanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.