Dagur - 07.06.1979, Síða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaöamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun. Prentverk Odds Björnssonar hf.
Landbúnaðarmál
Fyrir mörgum árum var mörkuð sú
stefna og um hana samið milli
bændastéttarinnar og ríkisvalds-
ins, að landbúnaðurinn framieiddi
nægar búvörur handa þjóðinni í
venjulegu árferði, en ríkið greiddi
útfiutningsbætur upp að 10%
markinu ef, og þegar um útfiutn-
ing væri að ræða. Þessi samning-
ur er enn í gildi.
Bændur voru mjög hvattir til
vélvæðingar, tæknibúskapar og
aukinnar framleiðslu. Árangurinn
varð varð sá, að búvörufram-
leiðslan jókst hröðum skrefum,
stefndi þá í verulegan útflutning,
sem af ýmsum ástæðum var
óhagstæður. Fyrir sjö árum,
kröfðust bændasamtökin þess, að
sett yrði löggjöf sem heimilaði
stjórnun búvöruframleiðslunnar á
hagkvæman hátt, til þess að koma
í veg fyrir fyrirsjáanlega offram-
leiðslu þýðingarmestu búvaranna.
Þing og stjórn landsins skelltu
skoliaeyrum við kröfum þessum,
bæði þá og síðar.
Það var loks á útmánuðum á
þessu ári, að fram náðist útþynnt
löggjöf um þessa stjórnun. En
ætíð hefur það mátt Ijóst vera, að
framkvæmdin sjálf, hóflegur sam-
dráttur búvöruframleiðslu, yrði
ekki í einni svipan þótt stjórnun
væri leyfð. Og vegna þess hve
langur tími hefur iiðið frá því
bændasamtökin bentu á hættuna
og óskuðu stefnubreytingar, og
þar til útmánaðalögin voru sett,
vantar nú hvorki meira né minna
en hálfan fimmta milljarð króna til
að fullt verð fáist fyrir útfluttu bú-
vörurnar, umframframleiðsluna í
íslenskum landbúnaði. Tillögur
um að brúa þetta bil með lántöku,
sem dreift yrði á nokkur ár, þar til
jafnvægi yrði náð, voru felldar á
Alþingi, sem frægt er.
Á einum síðasta starfsdegi Al-
þingis, þegar m.a. kom fram til-
laga um, að ríkisstjórnin ábyrgðist
lán Framleiðsluráðs til að létta
bændum sjáanleg áföll, varð sá
sögulegi atburður, að Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýflokkur tóku
höndum saman um að koma í veg
fyrir þessa aðstoð við bændur,
með því að ganga af þingfundi og
koma í veg fyrir afgreiðslu máls-
ins. Að óbreyttu standa bændur
nú frammi fyrir lítt bærilegri kjara-
skerðingu, sem talin er nema á
aðra milljón króna á hvert bú tii
jafnaðar.
Önnur vandamál, auk harðind-
anna, eru verkföll mjólkurfræð-
inga og farmanna og skortur á
rekstrarfé. Engin önnur stétt en
bændastéttin hefur boðið að taka
á sínar herðar verulega kjararýrn-
un til að koma framleiðslumálun-
um í æskilegt horf. Það ætti bæði
að virða í orði og verki.
Er þetta ekki
mitt líf?“
99
Jónas Jónasson, útvarpsmaður,
skrifar um reykvískt leikhúslíf
Kæri Erlingur,
Sumarið er hlaupið í almanakið,
en veturinn hefur sofið yfir sig.
Hér hefst hlé á skrifum mínum
til þín norður, þar til við báðir
komum brúnir og sætir til starfa
þegar daga dimmir á ný.
Ég var ”fúlisti“ eins og það
heitir í munni unga fólksins, síð-
ast þegar ég birtist á síðum þín-
um, en eftir það fór ég að sjá
leikrit Leikfélags Reykjavíkur
sem frumsýnt var um daginn og
fjallar um það hvort þú og ég
eigum líf okkar og getum þar af
leiðandi gert það styttra en lífs-
bókin annars gerir ráð fyrir. Mér
þykir þetta gott leikhúsverk, höf-
undurinn, Brian Clark glúrinn
verkmaður, enda hlotið þjálfun í
sjónvarpi.
Hér hefur vel tekist til,
hópurinn vinnur vel saman,
skapar eftirminnilega sýningu,
hver og einn rís hátt. Þeir fyrirgefi
mér allir þó ég aðeins nefni til
tvo: Hjalta Rögnvaldsson og Jón
Sigurbjörnsson. Þeir leika and-
stæðinga í raun og veru, sjúkling
og yfirlækni. Jón Sigurbjörns-
son nær vel þessum manni,
sem lifir í blekkingaheimi raun-
Starfskynning:
Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur
á Bólstað, kynnir störf presta
Til þess að innritast í guðfræði-
deild þarf stúdentspróf eða sam-
bærilega menntun. Námið þar
tekur 5-6 ár, það hefst á grísku- og
hebreskunámi, textagreiningu og
undirbúningsfögum svo sem inn-
gangsfræði testamentanna og
samtímasögu þeirra. Jafnframt er
lesin trúarbragðasaga og trúar-
bragðaheimspeki, einnig má
nefna í þessum flokki trúarlífs-
félagsfræði og trúarlífssálarfræði.
Að fögum þessum lærðum hafa
stúdentar fengið forsmekkinn af
guðfræðináminu og sé farið fljótt
yfir sögu, eru helstu greinar guð-
fræðinnar skýring rita á frum-
málum biblíunnar og guðfræði
þeirra, samstæðu greinarnar sið-
fræði og trúfræði og einnig er
numin kirkjusaga.
Margt er ótalið og sérstaklega
þær greinar sem lúta að starfi
prestsins beint.
Varðandi starfsmöguleika eftir
nám þ.e. kandídatspróf, þá geta
menn tekið vígslu og gerst prestar
þjóðkirkjunnar. Nokkuð er um
að farið sé í framhaldsnám er-
lendis. Þá vil ég segja að guð-
fræðimenntunin sé góð menntun,
við hvað svo sem menn starfa.
Starfsmöguleikar í prestsþjónustu
eru góðir, nokkur prestaköll eru
jafnan laus. Einnig þarf kirkjan á
að halda guðfræðimenntuðum
starfskrafti í fleiri störf.
Launakjör eru samkvæmt
launakjörum BHM, launaflokki
109. Njóta prestar sömu réttinda
til eftirlauna og ríkisstarfsmenn
yfirleitt.
Prestsstarfið er fjölbreytt,
presturinn er með fólki á mestu
— Hallarekstur
(Framhald af bls. 8).
hallarekstur, stafar það yfirleitt af
því að þau hafa haft tekjur af ein-
hverju utan verslunarreksturins".
„Nú get ég sagt það strax á þessu
stigi að hjá okkur varð meiri halla-
rekstur en nokkurn tima áður —
eða um 70 millj. kr.“, sagði Valur.
„Þessi halli stafar aðallega af versl-
uninni, en hennar halli losar um
100 millj. kr.“
gleðistundum lífsins, við skírmr,
fermingar og giftingar, einnig
þegar sorgin kveður dyranna.
Hann tekur þátt í þessu hvoru-
tveggja í þjónustu þess Guðs sem
gefur lífið og hefur dauðann á
valdi sínu. Það er misjafnt á
hvaða þáttum starfsins áherslan
hvílir, hvort er í sveit eða bæ, en
umfram allt annað er presturinn
þjónn Guðs, til þess settur að
boða orðið m.ö.o. koma á fram-
færi þeim mikilvægu sannindum
að skaparinn ætlist til nokkurs af
ímynd sinni manninum. Það hafi
hann gefið til kynna í Kristi Jesu
sem endurleysir manninn og
kemur honum í samband við
höfund sinn. Presturinn bendir á
þetta, hann vill leiða til trúar en
hann getur ekki kennt mönnum
að trúa. Þar verður að koma til
frjálst framtak hvers einstaks, að
rækta þann neista trúar, sem Guð
hefur gefið og dyr kirkjunnar
standa opnar fyrir þess arna. Af
þessu má sjá að prestur hefur nóg
að gera, ekki síst í þjóðfélagi of-
neyslunnar og sérgæðanna, í
yfirfærðri merkingu sagt.
veruleikans, heimi læknisins, sem
er óskeikull alla tíð, veit best og
heldur öðrum í þeirri vissu. Þessi
heimur sjúkrahússins er tilbúinn
af læknum, sem ganga í odda-
göngu á morgnana, með á hælum
slopp sinn og hjúkrunarlið, og
gustar af þessu fríða föruneyti
hans. Það er ruðst inn á hverja
stofu og stundum horft á sjúkl-
inga þeim augum sem segja; statt’
upp og gakk greyið mitt, þú ert á
lífi fyrir mig og mitt læknisorð! -
Ég sjálfur hefi margoft verið
spurður af sloppuðum manni;
Hvernig líður þér? Aldrei hef ég
þorað að segja manninum sann-
leikan; að mér liði bölvanlega. Ég
hef þessvegna logið því að mér
liði vel. Haft það á tilfinningunni
að annars væri ég ekkert annað
en vanþakklátur sjúklingur með
númer. En - Jóni Sigurbjörnssyni
tekst að bæta við í túlkun því sem
sjúklingurinn aldrei sér: Andlit
læknisins í einrúmi, þegar hann
er bara maður - í hvítum slopp.
Hjalti Rögnvaldsson, sjúkling-
urinn með heilann óskemmdan,
en allt annað lamað til hlítar,
leikur af næmleik og fer hvergi að
í offorsi. Hann er í sífellu að
þroskast til meiri átaka hann
Hjalti, einn góðan veðurdag
verður hann í fremstu röð ís-
lenskra leikar. Trúðu mér.
Gunnar Reynir Sveinsson gerir
hér leikhljóð. Hann er mikill
músíkant og stoð leikstjóra sem
heitir María Kristjánsdóttir og
gerir hér ágætlega. Hún heldur
vel í alla þræði og kann á hvern
og einn.
Erlingur minn, það er svo
gaman að geta skrifað af ánægju
um eitthvað sem er gott. Leikfél-
ag Reykjavíkur er gott leikhús.
Sem slíkt, mistekst því stundum.
Hér hefur meir en vel tekist. Ég
vona að ykkar leikhús dafni.
Skilaðu kveðju í búingsklefana.
I. júní 1979
Jónas Jónasson.
Firmakeppni L éttis:
Vör h/f varð sigurvegari
FYRIR SKÖMMU fór fram
Firmakeppni Léttis á Akureyri.
Keppt var á Þórunnarstræti
sunnarlega í björtu veðri en
fremur svölu. Voru þama sam-
ankomnir flestir bestu hestar
bæjarbúa. Þátttakendum var
skipt í tvo flokka.
í flokki fullorðinna sigraði Vör
h/f, skipasmíðastöð keppandi var
Reykur, en knapi og eigandi er Jón
Matthíasson.
Númer 2 varð Einir h.f. hús-
gagnaverzlun, en keppandi var Al-
dís Björnsdóttir á Ýra, en Aldís
hlaut einnig knapaverðlaun full-
orðinna.
Númer 3 varð Sporthúsið h.f. en
keppandi var Gylfi Gunnarsson á
Kolbrúnu.
í unglingaflokki sigraði Sævar og
Haukur s/f, en keppandi var Helga
Ámadóttir á Báru Björns Þor-
steinssonar. Helga hlaut knapa-
verðlaun í unglingaflokki, en Helga
er dóttir Aldísar er hlaut knapa-
verðlaun þeirra fullorðnu.
Númer 2. varð Prentverk Odds
Björnssonar h.f. keppandi var Sig-
rún Alda Mikaelsdóttir á Jarp
Mikaels Jóhannessonar.
Númer 3 varð Trésmiðjan Þinur
h.f. keppandi var Friðrik Sigþórs-
son á Þorra.
Að lokinni þessari firmakeppni,
sem tókst mjög vel, afhenti for-
maður nefndarinnar, Ragnar Ing-
ólfsson, sigurvegurunum viður-
kenningu. Hestamannafélagið
Léttir þakkar öllum er þátt tóku í
firmakeppninni fyrir velvild og
veittan stuðning.
Sigurvegarar í unglingakeppninni. Mynd: S.B.
Úrtökumót Léttis
UM HELGINA 26. og 27.
maí fór fram úrtökumót gæð-
inga hjá Hestamannafélaginu
Létti á Akureyri. Á laugardag
prófaði Magni Kjartansson,
bóndi í Árgerði, vilja hrossanna,
en á sunnudag dæmdu dómarar
úr Húnavatnssýslu hvaða hross
skulu mæta fyrir hönd félagsins
á fjórðungsmótinu á Vind-
heimamelum í sumar.
Sex efstu alhliða gæðingarnir eru
þessir:
1. Óðinn, Gunnars Jakobss.
2. Ljósvaki, Birgis Árnas.
/
3-4. Neisti, Auðbjörns Kristinss.
3-4. Prins, Páls Valdimarss.
5. Silfurtá, Matth. Ó. Gestss.
6. Gráskeggur, Jóns Matthíass.
Sex efstu klárhestar með tölti:
1. Kristall, Gunnars Jakobssonar.
2. Reykur, Jóns Matthíassonar.
3. Geysir, Jóhanns Konráðssonar.
4. Gáski, Arnar Grant.
5. Bára, Björns Þorsteinssonar.
6. Ýringur, Halldórs Rafnssonar.
Alls luku 30 hestar keppni.
(Frá Létti)
Jón Matthíasson á Reyk. Mynd: S.B.
Ingvar Gislason alþm.:
ALÞÉNGISBRÉF
TIL DAGS
Þegar þinglausnir fóru fram á
Alþingi, miðvikudaginn 23. maí
s.l., lauk störfum sínum 100.
löggjafarþing íslendinga, síðan
stjórnarskrá Kristjáns níunda
tók gildi 1874. Varla verður með
sanni sagt að síðasta þing hafi
verið kyrrlátt og þegjandalegt.
öðru nær. Þingið var oft
stormasamt, a.m.k. hávaðamik-
ið. Að ýmsu leyti var það
óvenjulegt hvað snertir málatil-
búnað, málflutning og um-
ræðuhætti, jafnvel umgengnis-
venjur.
Með þessu á ég einkum við það
að stuðningsmenn ríkisstjórnarinn-
ar, ef ekki samflokksmenn, gerðu
fátt til þess að leyna innbyrðis
deilumálum sínum. Er það sönnu
nær að menn hafi sjaldan sett sig úr
færi um að bera ágreiningsefnin á
torg. Þetta skal ekki að öllu leyti
lastað. Þó má um það segja að í
einn tíma sé í ökkla, en í annan í
eyra.
„Agreiningsæði“
Sannleikurinn er sá að sú venja
hefur lengi verið við lýði á Alþingi
að stuðningsflokkar ríkisstjórnar
hafa sléttað svo úr ágreiningi sínum
á opnum umræðuvettvangi, að al-
menningur hætti að finna mun á
flokkum, ef þeir sátu saman í
stjórn. Gleggsta dæmið um þetta er
stjónarsamstarf Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks 1958-1971. Mörg-
um fannst hins sama gæta á sam-
stjórnarárum Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks 1974-1978. Þessi
venja mátti breytast. Hins vegar er
hægt að ganga of langt út á hinn
kantinn í þessu efni sem flestum
öðrum. Og það gerðist á síðasta
þingi. Það var svo komið að hópur
manna sá ekkert nema ágreinings-
efni. Þeir hugsuðu ekki um annað
og töluðu ekki um annað. Þeir voru
haldnir einhvers konar ágreinirtgs-
ceði, sem ruglaði allt málefnaskyn
og endaði jafnvel með því að ró-
legheitamenn fóru að „hugsa“ með
ósjálfráða taugakerfinu og litu á
upphlaup og stráksskap sem jafn-
gildi málefnalegrar umræðu. Fyrst
og fremst var það hópur Alþýðu-
flokksmanna sem lagði fyrir sig
hegðun af þessu tagi. Þetta setti
svip á þingið og hafði ómæld áhrif
til hins verra á stjórnarsamstarfið.
Sannleikurinn er sá, að allt frá
upphafi hefur hrikt í stoðum
stjórnarsamstarfsins - stundum
vegna skoðanaágreinings - en oft-
ast vegna þeirra samskiptahátta,
sem tíðkaðir hafa verið á stjórnar-
heimilinu, þar sem hegðunarein-
kennin eru stóryrði í þingræðum,
skrum í fjölmiðlum og margs konar
önnur áreitni í málafylgju og
málatilbúnaði. Ef þessi framkoma
á þingi er nýtt fyrirbæri - sem hún
er - þá er það ekki síður nýmæli að
menn geti þolað við í stjórnarsam-
starfi upp á þessi býti. En það hefur
verið gert. Slíkt er langlundargeð
okkar nútímamanna!
Að standa af sér öll
veður
Að sjálfsögðu hefur stjórnar-
samstarfið tekið á taugarnar, og
það er vandalaust fyrir mig og aðra
að sjá snögga bletti á ferli ríkis-
stjórnarinnar. En hitt er jafnvíst að
enn hefur stjórnin staðið af sér öil
veður. Hún situr enn. Það er líka
mesti misskilningur, ef sagt er, að
þessi ríkisstjórn hafi verið að-
gerðalítil og Alþingi athafnasnautt.
Ríkisstjórnin hefur haft forystu urn
mikilvæg mál. Alþingi hefur unnið
rösklega og afgreitt fjölda mála á
síðasta starfstímabili. Þar er fyrst og
fremst um að ræða þingmál sem
ríkisstjórnin bar fram til fram-
kvæmda á þeirri stefnu, sem boðuð
var í samstarfsyfirlýsingu stjórnar-
flokkanna þriggja. Því miður hafa
sum þessara mála verið síðbúin og
e.t.v. ekki nógu vel úr garði gerð.
Því er ekki að leyna að ýmis þessara
mála urðu fyrir töfum, sættu
óvæginni gagnrýni og lentu í þvargi
sem síst var til bóta. Það var t.a.m.
skaði að frumvarp félagsmálaráð-
herra um eftirlaun aldraðra skyldi
lenda í töfum. Alþýðubandalagið
setti sig mjög upp á móti frum-
varpinu í þeirri gerð sem það lá
fyrir og færði rök fyrir því. Ef
ríkisstjórnin lifir til næsta þings þá
er það skylda hennar að leggja
málið fyrir að nýju ágreiningslaust.
Merk löggjöf á ýms-
um sviðum
Þrátt fyrir þetta liggur margt
góðra verka eftir síðasta þing. Þar
nefni ég vel undirbúin fjárlög,
skynsamlega iánsfjáráætlun, lög
um stjórn efnahagsmála með ýms-
um stórmerkum nýmælum, vega-
gerðaráætlun til 3ja ára, sem að
vísu stendur til bóta en horfir eigi
að síður til framfara í samgöngu-
málum. í málefnum iðnaðarins bar
það til tíðinda að samkomulag
náðist við EFTA og EBE-löndin
um að leggja á sérstakt 3% aðlög-
unargjald á innfluttar iðnaðarvörur
frá þessum löndum. Skal tekjum af
gjaldinu varið til þess að efla iðn-
þróun hér á landi. Þess er vert að
geta að stofnaður var nú með lög-
um svonefndur Landflutninga-
sjóður, sem er ætlað að verða
stofnlánasjóður vörubílaeigenda,
sem halda uppi flutningum á lang-
leiðum. Þá var samþykkt að heim-
ila fjármálaráðherra eftir sérstök-
um reglum að fella niður söluskatt
af vinnu við verksmiðjuframleidd
hús (einingarhús). Þannig mætti
lengi telja.
I næsta blaði ætla ég að halda
þessu bréfi áfram og minnast þá
m.a. á landbúnaðarmál og um-
fjöllun þeirra á þingi. Ég sendi
Degi og öllum sem hann kaupa og
lesa, mínar bestu kveðjur.
Ingvar Gíslason.
1 jjjJjJ ffll
I Þórsarar áttu slæman dag |[
Þróttur kaf-
sigldi Þórsara
Á þriðujudagskvöldið léku á
Þórsvelli, Þór og Þróttur frá
Neskaupstað, en þessum leik
hafði tvívegis áður verið
frestað. Þórsarar voru búnir
að fá nóg af Sanavellinum og
léku þennan leik á eigin velli.
Ekki lék lánið við þá í þessurn
leik því erfiðlega gekk að
koma boltanum í netið, og
þrátt fyrir það að eiga mörkin
sjálfir, kom bráðsnjall mark-
maður Þróttar í veg fyrir að
þeir gætu skorað mörk.
Til að byrja með var leikur-
inn i jafnvægi en þó virtust
framlínumenn Þróttar vera
sneggri, og léku oft á tíðum
góða knattspyrnu. Þórsarar áttu
einnig nokkur hættuleg skot að
markinu, en án árangurs.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks
kom fyrsta markið. Brotið var á
Þróttara út við hliðarlínu hægra
megin á vallarhelmingi Þórs.
Góður bolti var gefinn fyrir
markið og Þróttari no. 5 skallaði
glæsilega í netið óverjandi fyrir
Eirík markmann.
Þannig var staðan í hálfleik
eitt mark gegn engu fyrir Þrótt.
Strax á þriðju mín. síðari hálf-
leiks, var mikil þvaga við Þrótt-
armarkið og a.m.k. einu sinni
bjargað á línu. Á 20. mín. áttu
Þróttarar góða sókn sem endaði
með hörkuskoti af löngu færi,
en Eiríkur varði.
Á 25. mín. brutu Þórsarar illa
á einum sóknarleikmanna
Þróttar, og var umsvifalaust
dæmd vítaspyrna. Þróttarar
skoruðu úr henni, og það varð
síðasta mark leiksins, sem end-
aði með sanngjörnum sigri
Þróttar, tvö gegn engu.
Þórsarar áttu slæman dag að
þessu sinni gegn frísku liði
Þróttar. Vonandi tekst þeim
betur til á föstudagskvöldið
þegar þeir fá Breiðablik í heim-
sókn.
HLAUT TÆKNI-
VERÐLAUN JSI
ÞORSTEINN Hjaltason
hlaut tækniverðlaun J.S.Í.
fyrir keppnistímabilið 1978-
1979. Má telja þetta fræki-
legt afrek hjá Þorsteini, þar
sem hann og aðrir judomenn
á Akureyri æfa við mjög erf-
iðar aðstæður. Judovöllurinn
sem JRA hefur haft til af-
nota, hefur verið dæmdur
ónothæfur og er varla séð
hvort æfingar í judo verði hér
á Akureyri næsta vetur ef
aðstæður batna ekki.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika
hefur árangur judomanna hér
verið mjög góður á síðasta
keppnistímabili. Þorsteinn varð
íslandsmeistari unglinga og
Broddi Magnússon varð þriðji.
Ásgerður Ólafsdóttir varð önn-
ur í kvennaflokki á íslandsmót-
inu. Þar að auki hafa flestir
judomenn okkar Akureyringa
verið að bæta sig, og eiga þeir
örugglega eftir að láta að sér
Þorsteinn Hjaltason
með verðlaunagripinn.
Mynd: Norðurmynd.
kveða á næstu mótuni Judo-
sambandsins. Það er von judo-
manna hér að þeir verði hlut-
gengir á mót erlendis, en til að
svo rnegi verða, þarf að bæta
aðstöðu þeirra verulega.
99
Aðalsteinn hetja KA“
Arthur Bogason setur Islandsmet í
réttstöðulyftu.
í gærkvöldi fór fram á Sana-
velli leikur KA og iBV i fyrstu
deiid. Leikurinn var spenn-
andi og skemmtilegur allt frá
upphafi. KA sótti meira í fyrri
hálfleik en gerði ekki mark.
Það tókst Vestmannaeyingum
ekki heldur, þannig að í leik-
hléi var jafntefli, ekkert mark
skorað. ÍBV sótti ákaft í byrj-
un síðari hálfleiks. en KA átti
skyndisóknir þesss á milli. Á
18. mín. sótti Elmar upp hægri
kantinn og lék á bakvörðinn,
og gaf laglega fyrir rnarkið.
Einn vamarmanna ÍBV sá
ástæðu til að hafa hendur á
boltanum innan vitateigs, og
vítaspyrna umsvifalaust
dæmd. Óskar Ingimundarson
skoraði úr vítinu.
Það sem eftir var ieiksins
sóttu bæði liðin en þó virtust
sóknir fBV beittari, en Aðai-
steinn i markinu hjá KA stóð
sig eins og hetja og varði öil
skot Eyjatnanna af stakri
prýði.
Metum rignir hjá
lyftingamönnum
Fyrir skömmu var haldið
svokallað júní mót lyftingar-
manna og var keppt í kraft-
lyftingum.
Samtals voru sett þrjú ís-
landsmet og níu Akureyrarmet.
Kári Elísson setti íslandsmet í
hnébeygju 190.5 kg og einnig í
bekkpressu 116.0 kg. Þá setti
hann einnig Akureyrarmet í
réttstöðulyftu og samanlögðu.
Arthur Bogason sem keppti í
flokki 125 kg setti íslandsmet
í réttstöðulyftu 330 kg. og einnig
setti hann Akureyrarmet í hné-
beygju, bekkpressu og saman-
lögðu. Þá setti Freyr Aðal-
steinsson einnig Akureyrarmet í
réttstöðulyftu.
4.DAGUR
DAGUR.5