Dagur - 14.06.1979, Page 1

Dagur - 14.06.1979, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 14. júní 1979 39. tölublað KodaU] \m. r FlLMUHÚilt AKUMYtH Gránar í f jöll Þegar bæjarbúar komu á fætur í morgun hafði snjóað örlítið í Vaðla- heiði og Hlíðarfjall. : ' ■ n vmm * Strjúka ullina af fénu Vélklippingin létti störf rúningsmanna, enda lætur véltæknin ekki að sér hæða. En Sovétmenn ætla þó að létta störf hinna vélvæddu rún- ingsmanna, og hafa fundið upp lyf til þess. Lyfið er gefið sauðfénu á hæfilegum tíma og inn- an skamms er reifið laust, og má strjúka það af eins og hárkollu, en eftir er nokkur þeli til skjóls. ÍSII Mi ■ III ■ ■ Vaðlaheiði lokuð Ástand vega fer nú víð- ast hvar batnandi hér á Norðurlandi, þó að ekki sé komið sumarfæri. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að Vaðlaheiði væri lokuð, ekki hefði enn unnist tími til að lagfæra veg- inn. Á jeppum er hægt að komast úr Mývátns- sveit og lengra austur og ekki er loku fyrir það skotið að sú leið verði orðin fær öllum bílum um næstu helgi. í Eyja- firðinum eru vegirnir með sæmilegasta móti. X mm ■ Togararnir Kaldbakur landaði 6. júní 304 tonnum. 75% aflans var þorskur. Sval- bakur landaði 4. júní 243 tonnum. 65% aflans var þorskur. Afgangurinn var grálúða, ufsi og karfi. Harðbakur land- aði 11. júní 244 tonnum. Tæplega 80% aflans var þorskur, en hitt aðallega ufsi. Sólbakur landaði 31. maí 129 tonnum. 80 % aflans var ýsa og karfi. TAP Á REKSTRI Ú.A. AÐALFUNDUR Útgerðarfé- lags Akureyringa var haldinn s.I. mánudag. Á aðalrekstrar- reikningi kemur fram að halli varð á rekstri félagsins og nam hann röskum 32 milljonum króna. Mestur varð ágóðinn af rekstri hraðfrystihússins; þrír togarar félagsins skiluðu hagnaði, en tveir voru reknir með tapi. Verulegur halli varð á saltfiskverkuninni. í landi voru 927 á launaskrá hjá fyrirtækinu og sjómenn á launaskrá voru 295. Launa- greiðslur til landverkafólks los- uðu 1 milljarð og tæpar 800 milljónir voru greiddar til sjó- manna. Togararnir losuðu á Akureyri, til Útgerðarfélagsins, röskum 17 þúsund tonnum og aflahæsti tog- arinn var Harðbakur EA 30 með rösk 4.600 tonn. Frystihúsið framleiddi rúmlega 5.500 tonn af freðfiski til útflutnings, fullverk- uð skreið er áætluð um 158 tonn, óverkaður saltfiskur, 660 tonn, og verkaður saltfiskur til sölu innanlands er 10 tonn. Þess má geta að lokum að framleiðsla Ú.A. á signum fiski er sögð í reikningum félagsins vera 342 kl,° Sjá nánar á bls 6 Valdimar Pálsson við bílinn, sem hann endursmíðaði. Mynd: á.þ. Glæsilegur fararskjóti á göturnar á nýjan leik ÞANN 17. JÚNÍ verður Bíla- klúbbur Akureyrar með sýningu á ýmsum tegundum farartækja á lóð Oddeyrarskólans. Þar á rneðal verður þessi gamla glæsi- kerra, sem er Citroen BL 11, árgerð 1946, en Valdimar Páls- son hefur endursmiðað bílinn með dyggri aðstoð nokkurra kunningja. Bíll þessi var síðast í eigu þeirra bræðra Eiríks og Teits Jónssona, og gáfu þeir Valdimar bílinn I ársbyrjun 1977. Hundruðum klukku- stunda hefur verið eitt í að gera bílinn upp, en hann var að flestra mati ónýtur, þegar Valdimar hóf viðgerðina. Bílar af þessari gerð voru fram- leiddir í Frakklandi frá 1934 til 1955, og þóttu þá bera höfuð og herðar yfir alla aðra bíla á mark- aðnum. Valdimar sagði í samtali við Dag að lögð hefði verið áhersla á að nota upphaflega hluti, fyrir utan stefnuljósin, en þau voru ekki „ÞAÐ ER allt óvenju seint á ferðinni núna, en frostið og snjórinn er nú loksins að hverfa. Litlar skemmdir eru á trjágróðri eftir veturinn en vegirnir um skóginn eru afleit- ir og þarfnast nauðsynlega viðgerðar,“ sagði Isleifur Sumarliðason skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal, í samtali við Dag. á bílnum er hann kom til landsins. Sjón er sögu ríkari - bíllinn verður á sýningunni við Oddeyrar- skólann eins og fyrr sagði. 1 Fnjóskadal hefur klaki víðast hvar verið um 30 cm. í jörðu og í Vaglaskógi var hann um 20 cm. Blaðlús herjaði á gróðurinn í skóginum 1976 og 1977 en í fyrra og nú í vor lætur hún lítið á sér kræla vegna vorkulda. 1 Vaglaskógi verða í sumar leyfð hjólhýsastæði í svonefndu Flatagerði og unt 25. júní geta ferðantenn farið að leggja leið sína í skóginn. Könnun á dagvöru- verslun K.E.A. Meirihluti aðspurðra hlynntur stórum verslunum STÖÐUGT er unnið úr þeim gögnum er nemendur félags- fræðideildar M.A. söfnuðu hjá viðskiptavinum KEA á Akur- eyri í apríl, en þá var fólk spurt um ýmis atriði er varða dag- vöruverslun félagsins. Einnig bárust svör frá viðskiptavinum utan Akureyrar. Alls svöruðu 515 og miðað við þann fjölda svara sem barst mun láta nærri að það séu um 20.600 svör sem verður að athuga. Við úrvinnslu var tekið tillit til vægis verslana eftir sölu þeirra, en þó var vikið út frá þeirri reglu þegar borin voru saman svör frá Akur- eyri og útibúum við fjörðinn. Þegar viðskiptavinir voru spurðir hvað betur mætti fara í sambandi við verslunarþjónust- una töldu 58% á Akureyri að vöruúrvalið mætti vera meira, 10% að starfsfólkið ætti að vera liðlegra, 5% að húsnæði og lóð væri ófullnægjandi og 27% taldi fram ýmislegt annað. Allmargir höfðu ekkert við þjónustuna að athuga. Greinilegt var að fólk óskaði eftir meira vöruúrvali, enda gaf spurningin tilefni til slíks svars. Spurt var um hvað væri til fyrir- myndar í santbandi við verslun- arþjónustuna og í svörunum er það sérstaklega áberandi hvað starfsfólkið kemur vel út úr könnuninni. Fólk var m.a. spurt hver'væri afstaða þess til þeirrar þróunar síðustu ár að verslanir væru færri en stærri og sagði 41% þeirra sem spurðir voru á Akureyri að slíkt væri óæskilegt, en 59% aðspurðra voru jákvæðir. í útibúunum voru 82% jákvæðir og 18% neikvæðir. Að sögn Björns Baldurssonar. verslunarfulltrúa KEA, er ljóst að könnunin mun verða til mikillai hjálpar í sambandi við skipu- lagningu og stjórnun, en á þessu stigi væri ekki hægt að greina frá hugsanlegum viðbrögðum Kaup- félagsins við lokaniðurstöðum könnunarinnar, enda væri úr- vinnslu ekki endanlega lokið. Vaglaskógur opnaður 25. þessa mánaðar Skorað á samvinnufélögin að styðja Vinnumálasambandið Á AÐALFUNDI K.E.A. í síð- ustu viku urðu mjög miklar um- ræður , m.a. um yfirstandandi erfiðleika landbúnaðarins og kom fram mjög hörð gagnrýni á ncitun Alþingis um ábyrgð á láni, sem samtök bænda höfðu beðið um til að dreifa tekju- skerðingu bænda yfir nokkurt árabil. Á fundinum var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur KEA, haldinn 6. og 7. júní 1979, lýsir ánægju yfir þeirri sérstöðu, sem Vinnumálasamband samvinnufélaganna hefur mótað sér í yfirstandandi vinnudeildum, m.a. með því að lýsa ekki yfir verkbanni á undirmenn kaup- skipaflotans. Fundurinn lýsir yfir þeim vilja sínum, að efld verði samvinna samvinnuhreyfingarinn- ar, samtaka bænda og verkalýðs- hreyfingarinnar svo takast megi að skapa hér jafnari lífskjören nú eiga sér stað. — Felur fundurinn full- trúum KEA að vinna þessu máli fylgi á næsta aðalfundi SÍS. Jafn- framt skorar fundurinn á sam- vinnufélögin að fylkja sér undir merki Vinnumálasambandsins." Úr stjórn félagsins áttu að ganga Gísli Konráðsson, Akureyri og Jón Hjálmarsson, Villingadal, en þeir voru báðir endurkjörnir. Ragnar Steinbergsson, hrl., Akureyri, var endurkjörinn endurskoðandi og Steingrímur Bernharðsson, Akur- eyri, sem varaendurskoðandi. Jó- hannes Óli Sæmundsson, Akureyri, var og endurkjörinn í Menningar- sjóð KEA. Þá voru kjörnir 18 full- trúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.