Dagur - 17.07.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐiR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, þriðjudagur 17. júlí 1979
45. tölublað
Róleg helgi hjá
lögreglunni
AÐ sögn lögreglunnar
var helgin fremur róleg,
en þó voru óvenju
margir ökumenn teknir
grunaðir um ölvun við
akstur. Viðmælandi
blaðsins hjá lögreglunni
sagði að ferðamanna
straumurinn til bæjarins
væri greinilega hafinn,
því aldrei hefðu verið
jafnmörg tjöld á tjald-
stæðinu við sundlaug-
ina.
■K*
Amtsbókasafn-
inu á Akureyri
berst höföing-
leg gjöf
NÝLEGA afhenti Jón
B. Jónsson múrara-
meistari, Höfðahlíð 11
Amtsbókasafninu að
gjöf mikið safn nótna-
bóka og nótnahefta. Eru
þetta alls 357 titlar, svo
til allt tónlist eftir inn-
lenda höfunda.
Amtsbókasafninu er
hinn mesti fengur í þess-
ari ágætu gjöf, því margt
af þessum nótnaheftum
er nú ófáanlegt með öllu
og eykur þetta drjúgum
við nótansafn bóka-
safnsins.
*
Kynníngarfund-
ur um málef ní
minjasafna
FROSTI Jóhannsson,
þjóðháttafræðingur,
hefur gert úttekt á stöðu
minjasafna á Norður-
landi á vegum Fjórð-
ungssambamds Norð-
lendinga. í framhaldi af
því ákvað síðasta fjórð-
ungsþing að kannað
skyldi hvort vilji væri
fyrir hendi að koma á fót
samtökum minjasafna á
Norðurlandi t.d. með
sama hætti og á sér stað
á Austurlandi. Til kynn-
ingar og frekari um-
ræðná um þetta mál
hefur verið boðað til
fundar um þetta við-
fangsefni að Möðruvöll-
um á Akureyri 12. ágúst.
Rætt verður á fundinum
um stofnun samtaka
minja safna á Norður-
landi.
Mynd: á.þ.
Rafmagnsskömmtun á
Norðurlandi næsta ár?
„REKSTRARÖRYGGI í
Kröfluvirkjun er í algjöru lág-
marki. Við erum nú að dýpka
eina holu og ef hún kemur upp
með svipað orkumagn og áður
má gera ráð fyrir að viö fram-
leiðum 5-6 mw fram á vetur, en
spurningin er hvað þetta gengur
lengi. Það má ekkert koma fyrir
eina eða neina holu og þá erum
við orðnir stopp,“ sagði Gunnar
Ingi Gunnarsson stöðvarstjóri
Kröfluvirkjunar
Eins og alkunna er orðin gerði
Alþýðuflokkurinn það að úrslita-
atriði að engar umfram fjárveit-
ingar yrðu veittar til borunar á
tveim holum við Kröflu er ríkis-
stjómin fjallaði um það.
„Kröfluvirkjun er mannvirki
upp á 20 milljarða og ég veit ekki
hvað þessir menn ætla að gera við
fyrirtækið. Það er fátt áþreifanlegt í
málatilbúningnum hjá þeim. Ef
halda á Kröfluvirkjun áfram, þá
fæst ekki gufa án þess að bora og til
þess þarf fjármagn. Ég býð ekki í
orkuskortinn á Norð-Austurlandi
næsta eða þarnæsta vetur. Það má
búast við miklum skömmtunum
þá,“ sagði Gunnar.
Gunnar telur það ekki vafamál
að gufa sé næg við Kröflu, en ekk-
ert markvisst hefur verið gert í
gufuöflun frá því á árinu 1976.
Útsvör hækka
um 61,70%
SKATTSKRÁ Norðurlandsum-
dæmis eystra var lögð fram
fimmtudaginn 12. júlí. Hefur
hún að geyma sundurliðaðar
itpplýsingar um álögð gjöld i
umdæminu á yfirstandandi ári.
Samkvæmt skattskránni er
heildarfjárhæð álagðra gjalda kr.
11.116.159.000, sem lögð eru á
12.599 einstaklinga og 706 félög.
Nemur meðaltalshækkun
álagðra gjalda frá árinu 1978
67.16%.
Heildarfjárhæð álagðs sölugjalds
er 4.000.613.000 og hefur hækkað
um 44,46% frá árinu á undan.
Tekjuskattur er lagður á 7.940
einstaklinga kr. 4.152.547.000 og
hefur hækkað frá fyrra ári um
78,06%.
Tekjuskattur er lagður á 212 fé-
lög kr. 428.100.000 og hefur hækk-
að um 85,58%.
Eignarskattur er lagður á 1395
einstaklinga kr. 119.544.000,
hækkun 118,96% og 317 félög kr.,
276.600.000, hækkun 180,93%.
Útsvör eru lögð á 11.297 gjald-
endur í öllu umdæminu kr.
3.645.462.000 og hækka um
61,70%.
Aðstöðugjöld eru lögð á 1.709
einstaklinga kr. 86.789.000 og er
hækkunin 43,85% og 448 félög kr.
668.088.000 og hækka um 53.21%.
Sjúkratryggingagjald greiða
10.779 einstaklingar kr.
569.802.000. Hækkun 27.04%.
önnur gjöld samkvæmt skatt-
skrá (aðallega atvinnurekstrar-
gjöld) hjá einstaklingum og félög-
um eru 1.169.224.000 og hafa
hækkað um 107,96% frá fyrra ári.
Hæsti gjaldandi umdæmisins er
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri,
sem greiðir samtals gjöld, að með-
töldum útibúum kr. 329.729.000.
Einnig greiðir það hæsta sölu-
gjaldið kr. 864.520.000 á s.l. ári,
sem er 21,6% af álögðu sölugjaldi í
umdæminu.
Næst hæsti gjaldandinn og jafn-
framt hæsti tekjuskattsgreiðandi er
Johns Manville h.f. Húsavík með
kr. 110.076.381.
Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík
er næst hæsti gjaldandi sölugjalds á
s.l. ári með kr. 237.474.000.
Sjá opnu
Bæjárráð öttast raforkuskort
A SÍÐASTA fundi lagði bæjarráð til, að bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi
ályktun tíl rfkisstjórnarinnar:
„Bæjarstjórn Akureyrar telur fyrirsjáanlegt að raforkuskortur verði
norðan- og austanlands næstu tvo vetur eða þar til rekstur Hrauneyjar-
fossvirkjunar hefst, ef unnt á að vera að mæta nauðsynlegri raforkuþörf á
svæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar bendir á að mikilvægt er að nú þegar
verði hafist handa um aðgerðir til aukinnar raforkuöflunar og álýtur að
ríkisstjórnin eigi að hafa um það forgöngu."
Ekkert ákveðið hvað
tekur við hjá Slippnum
UM ÁRAMÓT mun Slipp-
stöðin h/f afhenda Útgerðar-
félaginu Hilmi h/f á Fá-
skrúðsfirði nýtt nótaveiðiskip,
en ekki hefur stöðin önnur
samningsbundin verkefni á
sviði nýsmíði. Keflvíkingar
höfðu í hyggju að kaupa
samskonar skip og Hilmir h/f,
en hættu við og sömuleiðis sá
aðili er ætlaði að kaupa nóta-
veiðiskip það sem Slippstöðin
fékk frá Danmörku á sínum
tíma.
„Við höfum séð hann svartari
áður, en það breytir því hins veg-
ar ekki að það er ákveðin óvissa í
þessum iðnaði, sem gerir rekstur
stöðvarinnar ákaflega erfiðan,“
sagði Gunnar Ragnars, fram- samtali við Dag.
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar í Gunnar sagði það vera ákafleg
Séó yfir alhafnasvæði Slippstöðvarinnar. Mynd: á.þ.
slæmt að ekki skuli vera hægt að
gera neinar ráðstafanir vegna nýs
skips nú þegar, því nauðsynlegt er
að panta efni og tæki með löng-
um fyrirvara. „Það er ljóst að það
kemur eyða í starfsemina í vetur,
þrátt fyrir að við fengjum verk-
efni nú þegar,“ sagði Gunnar.
Hafnar eru viðræður við Út-
gerðarfélag Akureyringa h/f um
smíði á skuttogara fyrir félagið og
er ráðgert að hann yrði svipaður
og togarinn sem smíðaður var
fyrir Magnús Gamalíelsson h/f í
Ólafsfirði. Hvort Slippstöðin h/f
tekur að sér smíði skips fyrir Ú.A.
er með öllu óvíst.
Fulltrúum stjórnvalda hefur
verið gerð grein fyrir vandamál-
um fyrirtækisins.