Dagur - 02.08.1979, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Fimmtudagur 2. ágúst 1979
48. tölublað
IBf \\tnut papp'1
Landsmót
hestamanna
Nokkurrar óánægju
gætir meðal eyfirskra
hestamanna yfir því, að
næsta landsmót hesta-
manna hefur verið
ákveðið á Vindheima-
melum í Skagafirði. En
margt mælti með því, að
það yrði haldið á Mel-
gerðismelum, Þar sem
aðstaða til móta af þessu
tagi, er orðið hin besta.
Það var stjórn og vara-
stjórn Landssambands
hestamanna, sem þessa
ákvörðun tók.
*
Hvalveiðin
óbreytt
Á Alþjóðahvalveiðiráð-
stefnunni í London, var
samþykkt 11. júlí, að
banna allar hvalveiðar
frá móðurskipum en
leyfa áfram takmarkað-
ar hvalveiðar frá lands-
stöðvum. Hvalveiðar Is-
lendinga þykja ekki
stefna hvalategundum í
hættu og mega þær
halda áfram. Hins vegar
kom það fram, að rann-
sóknum á hvalastofnun-
um í Norður-Atlantshafi
er ábótavant
Hún vann hjá
Degi
Erla Hrönn Jónsdótt-
ir, háskólanemi, hefur
undanfarna tvo mánuði
starfað hjá Degi, sem
blaðamaður og við af-
greiðslu. Blaðið þakkar
henni mjög góð störf og
starfsmenn blaðsins
senda henni kærar
kveðjur.
E.D.
DAGTJR!
Vegna verslunarmanna-
frídags fellur þriðju-
dagsblaðið niður. Næsta
blað á fimmtudaginn.
Sæmileg grasspretta orðin í Eyja-
f irði og heyverkunin með ágætum
Bændur eru mjög misjafnlega á
vegi staddir í heyskap, allt frá því
að vera naumast eða jafnvel ekki
byrjaðir að slá eða langt komnir
að slá og hirða, sem munu dæmi
um. ! sveitunum sunnan Akureyr-
ar gengur heyskapur svo vel, að
varla hrekst tugga og spretta er
e.t.v. litlu minni en í fyrra og vfða
eins mikil. Norðan Akureyrar eru
tún verr sprottin en ákaflega mis-
jöfn og á Árskógsströnd er
ástandið slæmt og hörmungar-
ástand i Ólafsfirði.
Umsögn þessa gaf Ólafur
Vagnsson, ráðunautur blaðinu á
þriðjudaginn. Þá er spretta mjög
lítil á nokkrum fremstu bæjum
Svarfaðardals og Skíðadal, vegna
kals. Á Svalbarðsströnd virðist
heyskapur ganga vel. Þegar á
þetta svæði er litið í heild eru
Drengir á fleka er algeng sjón, fþrótt og stundum hættulegur leikur, hlaðinn
spennu. Þessi ungi maður bar fyrir augu ijósmyndara Dags á Raufarhöfn fyrir
skömmu. Mynd á.þ.
heyskaparhorfur mun betri en
útlit var fyrir fram undir mitt
sumar, en þar verður þó að und-
anskilja Ólafsfjörð.
Á mánudagskvöld kom 120
manna hópur beint til Akureyrar
frá Norður-Svíþjóð, þar af 80
bændur og bændakonur. Fór
þessi hópur strax næsta dag til
Skagafjarðar en ætlar síðan að
ferðast um Þingeyjarsýslur. Sam-
kvæmt upplýsingum ráðunauts
annast eyfirsku búnaðarsamtökin
enga fyrirgreiðslu þessara ferða-
manna enda ekki eftir því óskað
en tilraunastjóri einn frá Umeo
tók sig út úr hópnum og kynnir
sér ýmsa búskaparhætti hér í
Eyjafirði nokkra daga.
Að venju er ýmsu spáð um
vænleika fjár í haust. Hætt er við
að ær hafi ekki mjólkað nægilega
vel framan af, en hins vegar ætti
gróður, sem svo seint var á ferð-
inni, að haldast kraftmikill Iengi
frameftir og bæta þetta að ein-
hverju leyti upp ef tíð verður
sæmileg. En almennt er búist við
minni fallþunga dilka en í meðal
lagi og auk þess var lambadauði
verulegur, ekki síst eftir að húsvist
lauk, sagði ráðunauturinn að
lokum.
,Höfum ekki efni
á að bora ekkic
— við Kröflu, segir Kristján Jónsson
Margt manna kom á fundinn um
málefni Kröfluvirkjunar í Mývatns-
sveit í gærkvöldi og stóð fundurinn
langt fram á nótt, í nærri fimm tíma.
Ræðuntenn voru alls 15 og aðal-
framsögumenn fundarins voru
Kristján Jónsson rafveitu-
stjóri ríkisins og Sighvatur Björg-
vinsson alþingismaður, sem var þar
mættur til að svara fyrir þá ákv-
örðun Alþýðuflokksins að veita
ekki fjármagni til borana við
Kröfluvirkjun. 5 af 7 þingmönnum
kjördæmisins voru mættir á fundin-
um, Jón Sólnes var erlendis og Árni
Gunnarsson kom ekki.
Ýmislegt athyglisvert kom fram í
ræðum ræðumanna. Kristján Jónsson
sagði að það hefði verið nauðsynlegt í
fyrra að fá virkjunina í notkun vegna
raforkudreifingarinnar, virkjunin hefði
aukið öryggi og stöðugleika dreifingar-
innar. Tekin hefði verið sú ákvörðun að
reka skemmda gufuhverfilin i holu 12
áfram, m.a. með tilliti til þess hve nú
horfir illa i rafmagnsframleiðslumálum.
Vatnsstaða Þórisvatns væri nú um I m
lægri heldur en venjulega og jarðvatns-
staða 1-2 m lægri en venjulega. Ástand í
raforkumálum væri nú svipað og reik-
nað hefði verið með að það yrði 1981.
samkv. orkuspá. Ef ekki verður borað í
Kröflu næsta sumar skapast mjög al-
varlegt ástand. Olíukostnaður vegna
rafmagnsframleiðslu í landinu gæti
orðið 700-1500 M.kr. á næsta ári.
Kristján sagði að það myndi verða
erfitt með raforkuflutning um norður
og þá einkum austurlinu, ef ekki yrði
viðkomið aukinni orkinni orku frá
Kröflu haustið 1980. Þá þyrfti dýran
búnað við aðveitustöð á Akureyri sem
væri dýrari en tvær holur við Kröflu.
„Ég held að við höfum ekki efni á að
bora ekki við Kröflu", sagði Kristján og
sagðist hann treysta þvi að alþýðu-
flokkurinn endurskoðaði afstöðu sína
og samþykkti borun.
Sighvatur Björgvinsson hélt tvær
langar ræður og rakti aðallega sögu
Kröfluvirkjunar og þótti fundarmönn-
(Framhald á bls. 2).
Reykháfurinn bilaður og
reykurinn heilsuspillandi
„I norðanáttinni, sem hefur nú
verið hér lengi, leggur reykinn
úr fiskimjöisverksmiðjunni
yfir bæinn og hefur þetta verið
ferlegt þennan mánuð, fýlan
alveg kæfandi. Enda kom i ljós
þegar ég hringdi upp í frysti-
hús, að strompurinn er í ólagi
og ég hef það eftir lækninum
hér Rafni Ragnarssyni að
reykurinn í þessum mæli sé
heilsuspillandi og segist hann
vel geta rökstutt það, sagði
Guðlaug Gunnlaugsdóttir
heilbrigðisfulltrúi á Ólafsfirði,
en blm. Dags hafði orðið fyrir
barðinu á fýlunni á Ólafsfirði
fyrir skömmu og fór því á
stúfana að kanna málið.
Að sögn Guðlaugar er nú
kominn nýr strompur til fiski-
mjölsverksmiðjunnar, en eftir er
að setja hann upp, en Guðlaug
taldi að það væri ekki nægjanlegt,
það þyrfti að setja upp öflugra
hreinsitæki. Þó fýlan væri óvenju
sterk núna, þá hefði hún einnig
verið hvimleið áður en strompur-
inn bilaði og væri það almennur
vilji íbúanna að bót yrði ráðin á
þessu máli.
Myndin er tekin nýlega á Ólafsfirði og sýnir hvernig reykinn leggur yfir bæinn.