Dagur - 04.10.1979, Síða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, fimmtudagurinn 4. október 1979 65. tölubiað
Milljónatjón í
Sveinbjarnar-
gerði
Fyrir tæpum tveimur
vikum stöðvaði land-
læknir dreifingu frá
kjúklingabúinu í Svein-
bjarnargerði á Sval-
barðsströnd, en salmon-
ella sýklar fundust í bú-
inu. Sala hefur ekki ver-
ið leyfð á kjöti fyrr en
endurbætur á meðferð
þess hafa verið gerðar og
er ljóst að tjón búsins
skiptir milljónum. Hægt
er að koma í veg fyrir
sýkingu með því að
sjóða kjötið vel eða
djúpsteikja, og draga úr
henni með því að kaupa
aðeins fryst kjöt og láta
það þiðna vel áður en
það er matreitt.
*
Almennir
stjórnmála-
fundir
verða haldnir helgina 13.
og 14. okt. n.k., sem hér
segir: Dalvík, laugar-
daginn 13. okt. kl. 14.00,
Húsavík, sunnudaginn
14. okt. kl. 14.00, Kópa-
skeri, sunnudaginn 14.
okt. kl. 21.00, Fram-
sögumenn verða Stein-
grímur Hermannsson,
landbúnaðarráðherra og
Hákon Hákonarson
varaform. S.U.F.
*
RagnarLár
heldur sýningu
Laugardaginn 6. okt-
óber opnar Ragnar Lár
málverkasýningu í Gall-
erý Háhól á Akureyri.
Sýninguna nefnir lista-
maðurinn „Land og
fólk“, og ætti sú nafngift
að gefa til kynna inni-
hald hennar. Á sýning-
unni verða fjölmörg
myndverk, unnin í olíu,
akríl, vatnslit, svartkrít
o.fl. Þetta er fyrsta
einkasýning Ragnars
Lár á Ákureyri, en hann
er félagi í „Myndhópn-
um“, sem stofnaður var
sl. vetur. Ragnar Lár
hefur haldið margar
einkasýningar áður,
heima og erlendis og
tekið þátt í samsýning-
um.
Sýningunni lýkur um
aðra helgi.
Hríseyingar óttast mjög
rafmagnsskort í vetur
„í SÍÐUSTU viku bilaði sæ-
strengurinn til eyjarinnar (Hrís-
eyjar) og hefur síðan legið við
aigjöru neyðarástandi, sem er
með öllu óviðunandi fyrir jafn
einangrað byggðarlag og
Hrísey. Viljum við benda á eft-
irfarandi í því sambandi að ekki
hefur verið hægt að hafa raf-
magn í íbúðarhúsum nema að
litlu leyti og nær ekkert, þegar
fiskvinnslustöðin hefur verið í
gangi.“
Þannig hljóðar kafli úr bréfi sem
Hríseyingar skrifuðu flestir undir
og sendu þingmönnum, rafveitu-
stjóra og viðkomandi ráðamönnum
í síðustu viku. Þá hafði strengurinn
til lands verið bilaður í vikutíma, en
s.l. vetur kom ekkert rafmagn úr
landi í heilan mánuð.
1 bréfinu segir ennfremur: „Hef-
ur fiskvinnslustöðin ekki getað
starfrækt beinaverksmiðju neitt
vegna þess og hefur einnig þurft að
stöðva alla framleiðslu á ís og ligg-
ur nú fiskur undir skemmdum af
þessum sökum. Auk þessa hefur
fiskvinnslustöðin daglega orðið
fyrir stöðvunum vegna rafmagns-
truflana. Einnig hefur símasam-
band úr eyjunni oft fallið niður eða
verið mjög slæmt af þessum sökum.
Það er alveg ljóst að þetta ástand
getur ekki gengið lengur, ef ekki á
að stofna eðlilegu lífi fólks hér í
hættu svo og atvinnulífinu. Við
Hríseyingar horfum nú með kvíða
til komandi vetrar meðal annars
vegna reynslu okkar af rafmagns-
málum síðasta vetur, ef okkur
verða ekki tryggðar nú þegar þær
vélar sem duga til rafmagnsfram-
leiðslu handa þorpinu öllu miðað
við eðlilega notkun."
Á sama tima og loðnuveiöiskipin þurfa að sigla norðan frá Kolbeinsey og allt
suður fyrir land, bíða þar eftir löndun í 2-3 daga, þá stendur þessi gamla sfldar-
móttaka á Hjalteyri aðgerðariaus, og verður ryði og annarri hrörnun að bráð.
Æfa Gísl á Dalvík
LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur
byrjað æfingar á leikritinu Gísl
eftir Bertold Brecht. Leikstjóri
er Sólveig Halldórsdóttir.
Áætlað er að frumsýna í nóvem-
ber. Alls taka 14-15 manns þátt í
leikritinu.
Stálu drátt-
arvélinni
og stökktu
út fénu
BÓNDANUM að Orrastöðum í
Húnavatnssýslu, brá í brún einn
morgun, nú nýverið er hann
kom á fætur, og ætlaði að fara
að aka fé sínu til slátrunar, því
fjárhúsin stóðu opin og fénað-
urinn hafði dreifði sér út um tún
og úthaga. Ekki var öll sagan
sögð með því, að hann þyrfti að
endurtaka samanrekstur frá
deginum áður, heldur var
dráttarvélin á bænum líka
komin á eitthvert flandur.
Fannst hún þó fljótlega, sokkin
í mýrarfen, en þar hafði hún
verið skilin eftir í gangi, og
snérist á henni annað afturhjól-
ið, en hitt var fast.
Upplýstist þetta mál fljótlega,
og reyndust þarna hafa verið á
ferð piltar úr Reykjavik, í fylgd
með Húnvetningi og Bakkusi.
Eimskip flytur um set
ÞAÐ HEFUR orðið að satn-
komulagi á milli Jónasar H.
Traustasonar v/Skipaafgreiðslu
Jakobs Karlssonar og H.f. Eim-
skipafélags fslands, að Skipaaf-
Fiðlarinn sýnd-
ur á nýjan leik
Á LAUGARDAGINN kl. 16
hefjast á ný á Húsavík sýningar
á Fiðlaranum á þakinu. Ætlunin
er að sýna leikritið allan október
og e.t.v. fram í nóvember.
Alls koma fram 44 í leikritinu og
leikstjóri er Einar Þorbergsson, en
aðalleikari er Sigurður Hallmars-
son.
Fiðlarinn á þakinu var sýndur s.l.
vetur við miklar vinsældir. T.d.
fjölmenntu Akureyringar á sýning-
ar leikfélagsins og eru sýningarnir
kl. 16 á laugardögum sérstaklega
miðaðar við utanbæjarfólk.
greiðsla Jakobs Karlssonar láti
af störfum afgreiðslumanna fyr-
ir H.f. Eimskipafélag íslands,
frá og með 1. október.
Frá sama tíma mun H.f. Eim-
skipafélag íslands reka skrifstofu
og vöruafgreiðslu á Akureyri fyrir
eigin reikning. Skrifstofan verður
fyrst um sinn í sömu húsakynnum
og skrifstofur Skipaafgreiðslu
Jakobs Karlssonar hafa verið, við
Kaupvangsstræti, en verður síðar
flutt í nýbyggingu Eimskipafélags-
ins á Oddeyri, eins fljótt og við
verður komið. Aðalstöðvar vöruaf-
greiðslu félagsins verða í Oddeyr-
arskála. Afgreiðsla H.f. Eimskipa-
félags íslands á Akureyri verður
undir stjórn Jónasar Traustasonar
til 31. mars 1980, en frá þeim degi
verður stjórn afgreiðslunnar í
höndum Kristins Jónssonar skrif-
stofustjóra og Helga Sigfússonar
afgreiðslustjóra.
Nýja stöðin. Mynd: Rúnar Hreinsson.
Heilsugæslu-
stöð tekin
í notkun
FYRIR NOKKRUM dögum var
flutt í nýja heilsugæslustöð á
Vopnafirði. Bygging hennar
hófst 1976 og er henni ætlað að
þjóna Vopnafirði og Skeggja-
staðahreppi. I þessari heilsu-
gæslustöð, sem kostaði um 100
milljónir, eru 2 sjúkrastofur, 3 3
sjúkrarúm og lyfjageymsla.
Einnig eru þarna gömul tæki til
röntgenmyndunar og fleiri tæki
gömul, en fjárveiting til tækja-
kaupa er væntanleg á næstu
fjárlögum.
Starfsfólk við þessa heilsugæsiu-
stöð eru læknir, hjúkrunarkona og
ljósmóðir. Sagði Kristján Magnús-
son sveitarstjóri, er blaðið hafði
samband við hann, að þeir hefðu
verið mjög heppnir með að fá þann
lækni sem væri hjá þeim, en það er
Þengill Oddsson, sem er búinn að
vera á Vopnafirði síðan 1972.
Einnig sagði Kristján að búið væri
að kaupa ný tannlæknatæki, sem
ætti að setja upp í gamla læknabú-
staðnum, og til mála hefði komið
að ungur tannlæknir settist þarna
að, en undanfarin ár hefur tann-
læknaleysi einmitt háð þessum
landshluta.
Rækjuveiðar hef jast á Kópaskeri:
Fengu góðan afla fyrsta daginn
Á ÞRIÐJUDAGINN fóru Ieyfður dagsefli. Alls mega bát-
rækjubátar frá Kópaskeri í sinn
fyrsta róður á vertíðinni, Nú eru
gerðir út sex rækjubátar frá
Kópaskeri og í róðrinum fengu
allir nema einn 1200 kg., sem er
arnir veiða 270 tonn, en það er
töluvert minna en í fyrra.
„Einn nýr bátur er kominn í
flotann í stað þess sem sökk í fyrra.
Sá heitir Fiskanes og er 17 tonn að
Georg
Ólafur
stærð. Eigandinn er
Valentínusson,“ sagði
Friðriksson, kaupfélagsstjóri.
„Rækjan sem fékkst var jöfn og
falleg; það eru 170-180 stykki í
hverju kílói.“