Dagur - 23.10.1979, Blaðsíða 3

Dagur - 23.10.1979, Blaðsíða 3
„ERU MENN ekki endalaust að snúast um konur, og öfugt? Og þeir menn sem eru vel giftir, eins og ég, þurfa eflaust að gæta sín sérstaklega við freistingun- um, vegna góðrar reynslu af eiginkonunni.“ Svo farast Erlingi Davíðssyni, ritstjóra á Akureyri, m.a. orð í for- síðuviðtali í septemberhefti tíma- ritsins Heima er bezt. Erlingur er þekktur fyrir sérstæða blaða- mennsku og mætti vel segja að kjörorð hans sé: góðar fréttir frem- ur vonum, en það er yfirskrift við- talsins. Og um upphaf blaða- mennsku sinnar segir Erlingur: „Stundum var ég að reyna að pára eitthvað á blað, á þeim tíma sem ég var afgreiðslumaður Dags, fékk ritstjóranum það til yfirlesturs og hann fræddi mig þá um eitt og annað nytsamt í blaðamanns- starfi." Að venju er Heima er bezt fjöl- breytt að efni, má til dæmis nefna grein um séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld eftir Baldur Eiríksson á Siglufirði, og frásögn Margrétar Guðjónsdóttur, Torfastöðum í Jökulsárhlíð um Ameríkuferðina sem aldrei var farin, bernskuminn- ing frá tímum Ameríkuferðanna. Það er skrifað um leiki barna og leikföng, ferðasaga frá írlandi, ljóð og framhaldssaga. Þá skrifar Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum, rit- stjóri Heima er bezt, sínar vinsælu og virtu bókaumsagnir. Ritgerðasamkeppni um dulræn fyrirbæri Heima er bezt hefur efnt til rit- gerðasamkeppni um dulræn fyrir- bæri, en áhugi íslendinga hefur löngum verið sagður mikill á dul- rænum fræðum og margir sem upplifað hafa dulræna reynslu af einhverju tagi. Vegleg bókaverð- laun eru í boði, auk venjulegra ritlauna; höfundur bestu ritgerðar- innar fær bækur að eigin vali úr bókaskrá Heima er bezt að upphæð 40.000 kr. Höfundar fjögurra næst bestu ritgerðanna fá bækur að eigin vali fyrir 10.000 kr. Endurbætur Gerðar hafa verið miklar endur- bætur á tímaritinu. Hannað hefur verið nýtt útlit, og er september- heftið það fyrsta sem það ber. Er blaðið mun læsilegra fyrir vikið og nútímalegra hvað allan frágang varðar. Þá hefur verið ráðinn til tímaritsins ungur blaðamaður, Guðbrandur Magnússon. Mokkakápur Mokkojakkar á dömur og herra Ný snið. Lúffur, húfur og barnasokkar. Ath. Saumum eftir máli. Góð greiðslukjör. Stórútsala að Strandgötu 23, á metravörum og alls konarfatnaði á börn og fullorðna. Versl. Ásbyrgi Þánir peninpar erumeura virði í KJÖKMARKAÐS^M Flóru appelsínusafi V21 kr. 423 Flóru appelsínusafi % I kr. 529 Flóru appelsínusafi 2 I kr. 1291 Flóru sykursnauöur safi % I kr. 529 Flóru sykursnauður safi 2 Ikr. 1291 HRISALUNDI 5 d-t TORO A./" TORO súpur, m. teg. TORO sósur, m. teg. TORO pottréttir, m. teg. KJORBUÐIR kjördæmisþincj Framsóknarmann^ | Norðurlandskjördæmi eystra verður á Akureyri dagana 2. og 3. nóvember n.k. Formenn félaganna eru beðnir að sjá um kosningu á fulltrúum hið fyrsta og tilkynna þá á skrifstofuna á Akureyri fyrir 25. okt. n.k. í síma 21180. ^ , Stjornin. DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.