Dagur - 23.10.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1979, Blaðsíða 1
/Fldfcu TRÚLOFUNAR- 6/HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS DAGXJR GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXII. árg. Akureyri, þriðjudagurinn 23. október 1979 70. tölublað Togararnir Kaldbakur landaði 11. okt. 176 t. skiptaverð- mæti 26,7 millj. Sval- bakur landaði 8. okt. 145 t. skiptaverðmæti 23,6 millj. og var að landa svipuðu magni er leitað var upplýsinga í gær. Harðbakur landaði 16. okt. 182 t. skiptaverð- mæti 25,6 millj. Slétt- bakur landaði 18. okt. 175 t. skiptaverðmæti 24,1 millj., og Sólbakur landaði 10. okt. 157 t. skiptaverðmæti 21,3 millj. Sólbakur fór í slipp til eftirlits en er að fara á miðin. * Sælgætissala í íþróttaskemm- unni Bæjarráð hefur heimilað íþróttafulltrúa að semja við íþróttafélögin K.A. og Þór og rekstur sæl- gætissölu í íþrótta- skemmunni. * Almennar vilja bjóða Almennar tryggingar hafa farið þess á leit við bæjarstjórn Siglufjarðar að félaginu verði gefinn kostur á að gera tilboð í brunatryggingar fast- eigna í umdæminu næst þegar um þær verður samið. ZONTA Sontaklúbbur Akureyr- ar hefur látið gera vegg- spjald í tilefni Barnaárs S.Þ. Vilja Zontakonur vekja athygli á hættum þeim, sem börnum eru búnar í umferðinni, ekki síst í skammdeginu. Veggspjaldið er unnið af Teiknihönnun KG á Akureyri og verður því dreift víða um landið. Framsókn eykur fylgi q!U Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ■■ tapa í skoðanakönnun DB DAGBLAÐIÐ gerði um helg- ina könnun á fylgi stjórnmála- flokkanna — 300 manna úrtak var spurt álits. Útkoman varð sú að 12,8% þeirra sem höfðu tekið afstöðu kváðust mundu kjósa Alþýðuflokkinn. Hann fengi samkvæmt þessu 7-8 þingmenn. í síðustu Aiþingis- kosningum fékk hann 22% og 14 þingmenn. Alþýðubandalagið fengi 21,9%, sem gæfi 13 þingmenn. í síðustu kosningum fékk Alþýðu- bandalagið 22,9% og 14 þing- menn. Alls studdu Framsóknar- flokkinn 21,9% og hann fengi samkvæmt því 13 þingmenn. 1 síðustu kosningum fékk flokkur- inn 16,9% og 12 þingmenn. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 43,3% ef kosið væri nú samkvæmt þessari könnun og 26-27 þingmenn. Fylgi hans í síðustu kosningum var 32,7% og þingmenn 20. Dagur hefur hlerað að Dag- blaðið hafi einnig spurt hver væri hæfastur núverandi leiðtoga stjórnmálaflokkanna til að stjórna landinu og fékk Ólafur Jóhannesson langflest atkvæði. „Þessi úrslit koma heim við mína eigin reynslu síðustu daga, að Framsóknarflokkurinn sækir á. Ég finn að það andar góðu í okkar garð og Ólafur Jóhannes- son er í miklu áliti hjá almenningi í landinu," sagði Ingvar Gíslason þegar blaðið spurði hann álits á þessari skoðanakönnun. „Það verður að taka þessar skoðanakannanir með fyrirvara. Hvorttveggja er að úrtakið er lítið og ekki liggur ljóst fyrir hvernig það er tekið. Hinsvegar virðist mér að útkoman úr skoðana- könnun Dagblaðsins vera í höf- uðdráttum í samræmi við við- brögð almennings. Það er enginn vafi á því að Framsóknarflokk- urinn hefur verulegan og vaxandi byr í upphafi þessarar kosninga- baráttu. Síst minni en umrædd skoðanakönnun sýnir. Það gefur vonir um hagstæða útkomu — ekki síst vegna þess að almenn- ingur gerir sér ljóst í ört vaxandi mæli hvað þessar kosningar eru örlagaríkar fyrir þjóðina. Mér kemur það ekki á óvart þó að skoðanakannanir sýni það að Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráðherra, sé talinn lang- hæfastur núverandi leiðtoga stjórnmálaflokkanna og það er sérstaklega ánægjulegt að Dag- blaðið skuli framkvæma þá könnun, sem þetta sýnir. rniðað við það sem á undan er gengið," sagði Stefán Valgeirsson uni könnun DB. Ætli mamma fari ekki að koma úr húðinni? Niðurstaðan olli mér von- ||M — segir bæjarstjóri um endalok lll ItywllMI I Landsvirkjunarsamningsins BÚFÉ VELDUR USLAÍ GORÐUM AÐ UNDANFÖRNU hefur lögreglunni borist fjölmargar kvartanir írá íbúuni í Glerár- og Gerðahverfi. Hefur búfé valdið umtalsverðum skemmdum á mörgum görðum í þessum hverfum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru 3 kindur_hand- samaðar í Glerárhverfi fyrir skömmu en þær höfðu valdið skemmdum í görðum í Seljahlíð. Umráðamanni kindanna varð gert að leysa þær út innan sólarhrings og varð hann að greiða áfallinn kostnað, sem var um 30 þúsund krónur. Húseigandi í Glerárhverfi hefur kært skemmdir á lóð sinni og kraf- ist bóta, en ekki er búið að ganga endanlega frá mati á skemmdun- um. Árni Magnússon, varðstjóri, sagði að ástæða væri til að brýna fyrir skepnueigendum að hafa búfé í öruggri vörslu. Hann sagði einnig að ætlunin væri að herða mjög allt „ÞAÐ eru mér ákaflega mikil vonbrigði að þessi samningur skyldi ekki hafa verið staðfestur í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég á erfitt að gera mér grein fyrir því hvað lá að baki en get ekki séð annað, en að það hafi verið ákaflega óeðlileg sjónarmið,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri um að sameignarsamningurinn um Landsvirkjun var felldur, en hjáseta Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, borgarfulltrúa AI- þýðuflokksins, réði þar úrslitum. Helgi sagði, að haldið yrði áfram að vinna að því að Laxárvirkjun sameinaðist Landsvirkjun. Bæjar- stjórn fjallaði um samninginn hinn 11. september s.l. og var hann þá samþykktur með 11 samhljóða at- kvæðum bæjarfulltrúa. Þá var eft- irfarandi bókun gerð: „Vegna óvissu um, hvort eignaraðilar Landsvirkjunar staðfesta sameign- arsamninginn, þá ítrekar bæjar- stjórn samþykkt sína frá 11. júlí 1978, og felur fulltrúum sínum í stjórn Laxárvirkjunar að halda áfram undirbúningi að sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar, samkvæmt núgildandi lögum um Landsvirkjun." Helgi sagði að það yrði eflaust óhagstæðara fyrir alla aðila ef sameiningin færi fram á grundvelli núgildandi laga. „Fyrst og fremst verður um allt annað fyrirtæki að ræða. Það fyrir- tæki mun eiga tvo hópa virkjanna — annarsvegar á Suður- og Suð- vesturlandi og hinsvegar hér á Norðausturlandi. Þetta fyrirtæki mun ekki eiga línurnar sem tengja virkjanirnar og því verður sam- keyrsla á þessum tveimur kerfum að fara eftir línum sem þriðji aðil- inn á. Sá hinn sami mun væntan- lega krefjast þess að það rafmagn, sem verður flutt eftir hans kerfi verði látið standa undir þeim kostnaði, sem hann hefur lagt í við uppbyggingu kerfisins. 1 þeim samningi sem var felldur var gert ráð fyrir að ríkið tæki allverulega hluta af verði línanna á sig og það þyrfti ekki að koma fram í raf- orkuverðinu — nú gerir það vænt- anlega." eftirlit með búfé bæjarbúa. í reglu- gerð segir: Sá, sem fær leyfi til bú- fjárhalds samkvæmt reglugerð þessari skal hafa búfé í öruggri vörslu ðg ber hann ábyrgð á öllu því tjóni, sem það kann að valda." Tapa húnvetnskir bændur 250 milljónum? ÚTLIT er fyrir að rninni fallþungi dilka í Húnavatnssýslu verði bænd- um æði dýr. Að sögn Árna S. Jóhannssonar kaupfélagsstjóra á Blönduósi, kemur f Ijós þegar mið- að er við sama tfma og f fyrra að meðalþunginn er 1,9 kg. lægri en þá, og á hans svæði þýðir þetta 250 millj. króna tap samanlagt, eða eitthvað á aðra milljón á bónda að meðaltali. Rækjuveiði er ekki hafin frá Blönduósi á þessari vertíð en hug- myndin er að fara að byrja úr þessu. Til tals hefur komið að fara að byggja nýja bryggju á Blönduósi, en gamla bryggjan er algjörlega óvið- unandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.