Dagur - 25.10.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 25.10.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SlCPifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun. Prentverk Odds Björnssonar hf Það andar köldu að sunnan Húsfreyja úr Eyjafirði komst þannig að orði í ótíðinni í sumar, „Það er engu líkara en að skaparinn sé genginn í Alþýðu- flokkinn." Þetta gerðist áður en Geir Hallgrímsson gerði Braga Sigurjónsson að landbúnaðar- og Kröflumálaráðherra, en löngu eftir að útgöngumennirnir tóku viðreisnarmarsinn út úr neðri deild Al- þingis, sem frægt er orðið. Bændur og búalið hafa ekki gleymt því, af hvaða til- efni viðreisnarmarsinn var tekinn. Fjölda- margir í þéttbýli, sem eru í einhverjum tengslum við sveitirnar hafa ekki gleymt því heldur, ekki síst þeir sem skilja að atvinnuöryggi þeirra er ógnað, ef sam- dráttur verður að ráði í framleiðslu land- búnaðarafurða, en þeir eru margir. Utgangan sjálf er einsdæmi í sögu Al- þingis, það var beinlínis marserað út úr þingsalnum. Sighvatur Björgvinsson hóf marsinn, Matthías Bjarnason fylgdi fast á eftir, Geir Hallgrímsson og Vilmundur Gylfason gengu út hlið við hlið, og hafa gengið það síðan a.m.k. í landbúnaðar- málum, síðan hver af öðrum, Árni Gunn- arsson var hálf flóttalegur eins og hann fyndi á sér, að stórir atburðir væru að gerast, sem gætu skipt sköpum fyrir hann sjálfan, en fylgdi þó Vilmundi fast eftir að vanda. Þetta gerðist á harðasta vori, sem yfir landbúnaðinn hefur lengi komið, til- efnið var, að til afgreiðslu var að tryggja bændum að verulegu leiti umsamið verð fyrir framleiðslu þeirra, um var að ræða 3 milljarða króna. Fyrir lá að, ef þetta fjár- magn fengist ekki, til viðbótar þeirri út- flutningstryggingu sem bændur eiga lög- um samkvæmt, mundi vanta 1300 þúsund á grundvailarbú til að umsamið verð fengist, eða um 30% á laun bóndans. Til- lagan var til þriðju umræðu í neðri deild og var búið að samþykkja hana með eins atkvæðis mun. En til að hindra að málið kæmist út úr deildinni þó fyrlr lægi að meirihlutafylgi væri fyrir henni, þá var tekið það fangaráð að marsera út úr þingsalnum. Þó sexmannanefnd kæmist að einróma niðurstöðu hvað verðið á iandbúnaðarframleiðslunni ætti að hækka 1. sept. s.l. þá hindruðu ráðherrar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, að verðið tæki gildi 1. september, eins og lög mæla fyrir um. Þegar verðið tók gildi um miðjan september þá ætlaði Alþýðu- fiokkurinn af göflunum að ganga, og sömuleiðis Geirsliðið í Sjálfstæðis- flokknum. Þá lá það fyrir að þessar hækkanir voru aðeins afleiðing af þeirri verðlagsþróun sem verið hefur í landinu. Þegar Alþingi kom saman í haust lá það fyrir að mikill fóðurskortur er um norðan- vert landið, afurðatjón gífurlegt eftir kald- asta sumar sem yfir landið hefur komið a.m.k. á þessari öld. T.d. er tekjutap bænda sem skipta við kaupfélagið á Kópaskeri rúmar 2 millj. króna á býli að meðaltali af þeirri ástæðu einni. Ekki þótti guðföður ríkisstjórnarinnar, hvað þá ráð- herrum hans, ástæða til að rétta bændum hjálparhönd í neyð þeirra. I stað þess rjúfa þeir þingið og efna til kosninga í svartasta skammdeginu, þegar allra veðra er von. Tiilitsleysið við dreifbýlisfólkið er eins á flestum sviðum hjá þessum herrum. Og nú fer Alþýðuflokkurinn með landbúnað- armálin í ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar. Er mælirinn ekki orðinn fullur og vel það, eða eru íslendingar orðnir skap- lausir? Vandamál nútímans verða ekki leyst með 19. aldar formúlu Áhugamannahljómsveitin sem spilaði fyrir Akureyringa i vor. nútíma þjóðfélagi, íslensku 20. aldar þjóðfélagi. Sá vandi sem þessu fylgir verður ekki leystur eftir formúlum 18. og I9. aldar. Karl Marx er dauður. Adam Smith er dauður. Yfirleitt eru allir formúlusmiðir dauðir, guði sé lof: Hitler, Staiín, Mao Tse-tung og hvað þeir heita allir saman. IV. Að afneita körlum af þessu tagi er ekki sama og að láta eins og allt sé í stakasta lagi í þjóðfélaginu. Við framsóknarmenn bendum á að í kosningum þeim sem í hönd fara skiptir mestu máli að kjós- endur átti sig á þeim meginlinum sem markaðar eru í íslenskum- stjórnmálum. Aldrei hefur verið meiri þörf á því en nú að menn geri sér grein fyrir raunverulegri stefnu stjórnmálaflokkanna. Ég vil vara við þeirri skoðun, sem oft er alið á í hálfkæringi að allir pólitískir flokkar séu eins og að engu máli skipti hvaða: flokkur eða flokkar fari með völd.í land- inu. Tónlistarfélagið Aðsóknin er alltof lítil Boðað til fundar í Borgarbíói STJÓRN Tónlistarfélags Akureyrar hefur ákveðið að gangast fyrir fundi um tónleikahald og tónlistarstarf í bœnum á Hótel Varðborg sunnudaginn 28. október Kl. 16. Til fundarins er boðið stjórnendum og forsvarsmönnum kóra og hljómsveita, fulltrúum skóla, tónlistar- kennurum og öðrum aðilum, sem á einn eða annan hátt tengjast málefni fundarins. Tónlistarfélagið hefur á undan- förnum árum gengist fyrir 6-7 tónleikum á vetri, auk þess sem það hefur tekið þátt i undirbún- ingi tónlistardaga. Reynt hefur verið með vali tónlistarfólks að forðast beina samkeppni við aðra tónlistar- starfsemi í bœnum, en þess í stað boðið upp á dagskrár með ein- leik, einsöng og samleik. Því er ekki að leyna, að að- sókn á tónleika er óviss, og sá kjarni er sœkir reglulega tón- leika allt of lítill til að standa undir jafn kostnaðarsamri og fjölbreyttri starfsemi. Jafnan hefur verið litið svo á, að starf tónlistarfélagsins eigi að örva almennan tónlistaráhuga í bœnum, sem beint eða óbeint stuðli að aukinni þátttöku bœj- arbúa í annarri tónlistarstarf- semi, s.s. kórstarfi eða hljóm- sveitarstarfi. ' Það er því eðlilegt að lónleika og tónlistarstarfsemi sé tekin til umrœðu, þegar svo er komið að tónlistarfélagið getur vart haldið sinni starfsemi áfram vegna slœ- legrar aðsóknar á tónleika fé- lagsins. Þeirri spurningu er því varpað fram, hvernig skólar, félög og einstaklingar geti sameinast um að tryggja áframhald í blómlegu tónleikahaldi á Akureyri, og hvernig breyta megi vinnubrögð- um til að auka áhuga bœjarbúa fyrir starfseminni. Benda má á sameiginlegt hag- rœði af samvinnu, þannig að heimsóknir tónlistarfólks hefðu víðtœkara hlutverki að gegna t.d. Einsöngvaratónleikar í tengslum við raddþjálfun kóra, eða kórnámskeið. Blásaratónleikar í tengslum við námskeið lúðrasveitar. Tónleikar í tengslum við skólakynningar og kennslu. Um þessi efni og fleiri er œtlunin að rœða sunnudaginn 28. okt., og stuðla þannig að aukinni sam- vinnu áhugafólks í bœnum. Við vonumst til að málaleitan okkar verði vel lekið og „vel sé mœtt til vinafunda “ á Varðborg. F.h. Tónlistarfélags Akureyrar Jón Hlöðver Áskelsson formaður Lilja Hallgrimsdóttir ritari Stefán Bergþórsson gjaldkeri Ingimar Eydal meðstjómandi. Vissulega skiptir þáð máli hvað£j viðhorf ríkja hjá ráðantíi öflum í landinu. Þjóðfélagið' er fullt af togstreitu og hagsmunaárekstr- um. Stjórnmálaflokkar starfa i á þeim grundvelli ■ að menn líta misjöfnum augum'á það hvernig leysa beri hagsmunaérekstrasem fyrir koma. Auk þess eru menn ekki sammála um af hverju hags-. munaárekstrar stafa.' Sumir nefna slika árekstra stéttabaráttú. og kalla til vitnis Kari Marx. siem fæddur er 1818 ög dáinn 1883. Aðrir eru að veifa visku: úr enn eldri körlum eins og AtíamSmith (f. 1723, d. 1790) og kalla frjáís- Ingvar Gislason. hvggjtt. En allt þetta fjas um .Méttabaráttu" og „frjálshyggju" með vísan til margdauðra kenn- ingasmiða frá 18. og 19. öld er einskisvirði fyrir íslensk stjórn- mál dagsins í dag. , Framsóknarmenn gera sér ljósa grein fyrir hagsmunaárekstrum í fólk býr við misjöfn kjör eftir stöðu og starfsgreinum. Ein stétt- in skammtar sjálfri sér laun, önn- ur lepur dauðann úr skel. Samtök launafólks fá ekki við það ráðið. Hvers vegna? Mönnum er mis- munað eftir búsetu, atvinnu og menntun. Launamunur fer vax- andi, næstum að segja í skjóli verkalýðshreyfingarinnar. Hvers vegna? Þessu eru framsóknarmenn andvígir. Við viljum eyða þeim mun sem er á kjörum manna, ekki með byltingu, heldur um- bótum. Umbótaleiðin er kannski seinfarin, en hún er þó mann- eskjuleg. Ingvar Gishtson. Að vera staddur út a veraldar Margur er veraldarhjarinn og er þá oftast átt við það sem afskekkt erog ekki mannmargt, jafnvel einangr- að, svo sem eyjar, annes og heiðar- býli. En enginn finnur þó meira til veraldarhjarans en sá, sem ein- angrast í fjölmenni því þar finna menn mest til smæðar sinnar og umkomuleysis. Þetta fór ég að hugleiða þegar einn af velunnurum blaðsins spurði á þess leið: Hvernig finnst þér að vera kom- inn út að Glerá, norður á Oddeyri, út á hjara veraldar? Þar sem atvikin gáfu ekki svig- rúm til svars á því augnabliki, gæti skriflegt svar e.t.v. komið í staðinn. Tilefnið var sjálfsagt það, að Dagur flutti með skrifstofur sínar fyrir meira en ári síðan að Tryggvabraut 12, en það er sunnan Glerár og á því svæði sem hún bjó til. Það eru á að giska tvær til þrjár götubreiddir frá Tryggvabraut norður að ánni. Hún er raunar hinn eini og sanni eigandi að öllu því svæði, sem hún hefur búið til, sem er öll Oddeyri og Gleráreyrar, þótt henni finnist ekki taka því að inn- heimta lóðagjöldin. Nei, við erum ekki nálægt því út á hjara veraldar á meðan byggð þéttist og umferð vex allt í kring. Ég skal segja þér nokkuð: Hér út um vesturglugga skrifstofanna blasir Hlíðarfjallið við og oft er fegurð þess mikil, einkum fyrri hluta dags þegar það er baðað sól, en einnig á kvöldin þegar rafljósin teygja sig hátt upp í skíðabrekkurnar, við togbrautir og skíðalyftur og það þarf nú ekki meira en að líta upp frá ritvélinni til að hafa þetta allt fyrir augum. Hlíðarfjall er miðstöð vetraríþrótta hér á landi. Við getum einnig litið hið næsta okkur til sömu áttar og þér er fyrst fyrir stærsta verslun skipaþjónust- unnar utan Reykjavíkur og nokkr- um metrum sunnar er frægasta súkkulaðiverksmiðja landsins, Linda. Lítið eitt vestar og upp með Glerár, eru verksmiðjur Sam- bandsins og mestur ullar-og skinnaiðnaður á landi hér og einn fólksflesti vinnustaður á Islandi. Nú getum við lituð út um aust- urglugga skrifstofanna og er þá stærsta bílaleiga landsins í næsta húsi og enn nær, þ.e. á neðri hæð- inni hjá okkur, er einn snjallast bílasali Norðurlands. En þessir tveir aðilar hafa bíla raðir hér undir gluggunum, stóra og smáa, gamla og nýlega. Ef gluggi er opnaður á þessari hlið er líklegt að ilmur berist frá' Kaffibrennslu Akureyrar, sem er ‘í þarnæsta húsi, einnig í austurátt. Þar er framleitt „hið "hressandi Bragakaffi“, sem landfrægt er a síðari árum. Næst austan við Kaffibrennsl- una og Bragakaffið er Prentverk Odds Bjömssonar hf, gamálgróið ’ fyrirtæki frá 1897. Lengrá frá pg- dálítið til hægri er fiskve'rkun LJt- gerðarfélags Akureyringa- hf, sejn-' sennilega er eitt best rekna útgerð'- arfyrirtæki á landinu og gerir út fimm togara með góðum árangri, auk fiskverkunar, Ef heppnin eSr : með, sést einhver togarínnú útleið eða innleið til löndunar. Rennum nú augunumndrðaustiu. ur og þá blasa við stefni:skipa, sem tekin hafa verið upp i dráttarbraut: hjá Slippstöðinni hf. Þaðan er skammt frá sú stórbygging Slipp- stöðvarinnar, sem hýst getur stór skip, á með an þau eru í smíðum og skilað þeim af sér beint í sjó fram út úr öðrum endanum, og hefur það reynst auðveld fæðing. Hér er um að ræða fullkomnustu stálskipasmíðastöð þessa lands, með sína 280 starfsmenn. Það er varla von að maður taki eftir Iþróttaskemmunni, sem er þó í be- inni línu og skemmra frá. Hún læt- ur ekki mikið yfir sér, en þar er unga fólkið í þjálfun og keppni og talið hollt og skemmtilegt jjar að vera. Beint í norður er Eyjafjörð- urinn með allar sínar dásemdir og fjöllin friðu til beggja hliða og undir þeim blómlegar byggðir og þar býr duglegt fólk með of margar ær og kýr, samkvæmt nýjustu vís- indum, En því miður er hér galli á. Einhverjum datt í hug að byggja Þórshamar norðan við okkur og byrgir hann alla sýn í þá áttina. Glerá rennur norðan við húsvegg hans og hún hefur ekki sýnt neina tilburði í þa’átt síðustu árin, að hrista hann af bakka sínum og þess vegna sjáum við mikinn múrvegg í stað allra dásemda Eyjafjarðar. Á milli húss okkar og Þórsham- ars er Tryggvabraut og þer er lát- laus straumur bíla allan daginn, því auk þess sem nefnt er hér að fram- an eru verkstæði, kennd við vélar, járn, tré og nýbyggingar allt um kring. Við erum á einu mesta at- hafnasvæði bæjarins og því ekki á neinum veraldarhjara og þar hefur þú svarið, ásamt bestu kveðjum — E.D. Gylfi Þórhallsson skrifar um: SKAK HELGINA 29. og 30. september héldu Flugleiðir h.f. mikið og skemmtilegt 15 minútna hraðmót á Hótel Esju. 24 sveitir kepptu þar um vegleg verðlaun, og einnig voru í boði utanlandsferðir fvrir bestu útkomuna á hverju borði. Skipulagning og framkvæmd mótsins var stjórnendum til mikils sóma. Röð cfstusveita var þessi: Búnaðarbankinn 55 v. af 59. Kleppsspítali 53(A v. 3. Otvegsbank- inn 52 v. 4. Fjölbrautarskólinn i Kefiavík 49'/2 v. 5. Landsbankinn 48 v. 6.-7. Háskólinn og Islenska járn- blendiféiagið 44 v. 8, Skákfélag Akureyrar 43'/i v. 9. Taflfélag Árnes- inga 42ÍÓ v. 10. Rafmagnsveita Reykjavíkur 37'/> v. I sveit Skákf. Akureyrar voru Hall- dór Jónsson, en hann tefldi á 1. borði. og fékk 11/2 v. af 21. 2. borð Ólafur Kristjánsson l'ö v af 16. 3. borð Gylfi Þórhallsson 1816 v. af 22, og varamenn voru Þór Valtýsson 2 v. og Haraldur Ólafsson 4 v. af 5 mögulegum. r:"- Skák þáttarins er úr deildardeppn- inni sem nú stendur yfir. Hvítt: Gunnlaugur Guðntundsson Akurevri. Svart: Jón Baldur Lóransson Taflfél. Seltjarnarness. Sikileyjarvörn. 1. e4—c5 2. f4—d6 3. Rf3—Rf6 4. d3—e6 5. c3—Rc6 6. Be2—Be7 7. 0-0—0-0 8. Del—a6 9. Dg3— (þessa stöðu hefur Gunnlaugur fengið oft upp og unnið niarga glæsilega sigra) 9. —He8 10. Ra3—b5 11. Be3—d5 12. e5—Rd7 13. d4—cxd4 14. cxd4—bxa3?! 15. bxa3—Da5 16. Rg5—Dxa3 17. Hf31?—h6? (óþörf veiking, best cr 17. —Db2, ef nú 18. f5—Rxd4 og svartur stendur betur, en ekki 18. —Dxal 19. Hfl—Db2, 20. Bh5—gó, 21. fxg6—fxgó, 22. Rxlt7 og vinnur) 18. Rh3—g6? 19. Dh4—Kg7 20. f5!—Hh8 21. Bxh6!!—HxB 22. f6—Kh7 23. Rg5—Kg8 24. DxH— gefið. BLAKIÐ ÍÞRÓTTASÍÐIJNNI hefur nýiega borist tvö síðustu fréttabréf Blaksambandsins. í þessum blöðum er sagt frá þvi helsta sem á döfinni er hjá Blaksambandinu. Um leið og blaksambandið sendir öllum iðkendum þessarar íþróttar kveðjur sínar í byrj- un vetrarstarfs boðar það til byltingar í starfi sínu. Stjórn BLl hefur ákveðið að helga þessu starfsári sérstakléga krafta sína við uppbyggingu á „innra“ starfi félagsins og út- breiðslu íþróttarinnar meðal hinna yngri. Ráðinn fram- kvæmdastjóri Stjorn BLl hefur nú ráðið Gunnar Árnason, íþróttakenn- ara. framkvæmdastjóra sam- bandsins. I því starfi felst dag- legur rekstur Blaksambandsins. skipulags og stjórnunarmál. Gunnar er þaulreyndur blakmaður og hefur m.a. leikið 29 landsleiki fyrir Islands hönd. Hann kynntist þessari í íþrótt í Reykjavík árið 1967 hjá Páli Ólafssyni og síðan var hann á Laugarvatni á árunum 1968-74. Hann er öllu blakfólki því mjög vel kunnur vegna félags- starfa sinna hjá Blaksamband- inu. Skrifstofa sam- bandsins I vetur verður skrifstofa BLÍ í íþróttamiðstöðinni opin alla virka daga frá kl. 15-18. Þar verða til viðtals auk fram- kvæmdastjórans aðrir stjórnar- menn sambandsins og eru fé- lagar hvattir til að koma á skrifstofuna til skrafs og ráða- gprða. Vinnsla mótaskrárinnar fyrir yfirstandandi ár er 1 fullum gangi en ritstjóri hennar er Bjarni Bjarnason og honum til aðstoðar Jóhann Sigurjónsson og eru þeir báðir úr Víkingi. I mótanefnd sambandsins eru þeir Kjartan Páll Einarsson, Bjarni Bjarnason og Jóhann Sigurjónsson. 0 Keppnir Lið UMSE leikur í fyrstu deild í blaki, og hefur gert það undanfarin ár. Fyrsti leikurinn á þessum keppnistímabili verð- ur í íþróttahúsinu í Glerárhverfi þann 3. nóvember kl. 15.00 og leika þeir þá við lið stúdenta. Stúdentar hafa á að skipa mjög sterku liði, og hafa verið Islandsmeistarar í mörg ár. I annarri deild keppa Fram, UBK, ÍMA, KA, Völsungur og Þróttur Neskaupsstað. Fyrsti leikurinn í deildinni verður einnig þann 3. nóv. og hefst á eftir leiknum hjá UMSE og stúdentum. Þá leika KA og ÍMA en þau lið eru nokkuð jöfn að styrk- leika. Sigurður Harðarson leik- maður með UMSE þjálfar lið KA og sagði hann mjög vaxandi áhuga á þessari íþrótt hjá þeim og á æfingum væri fjöldi manns. Samkvæmt alþjóðleg- um skrám eru iðkendur blaks fleiri en nokkurrar annarrar iþróttar. Flöskudagurinn er á sunnudag N.K. SUNNUDAG 28. október munu yngstu knattspyrnumenn Þórs ganga í hús hér í bænum og safna tómum gosdrykkjaflöskum. Þetta gera þeir til styrktar starfsemi knattspyrnudeildarinnar. Fyrr i sumar söfn- uðu frjálsíþróttafólk KA tómum flöskum, og nú er koniið að fólki að styrkja starf Þórs á sama hátt. Bæjarbúar eru hvattir til að taka vel á móti söfnunarfólki, og láta einhverjar flöskur af hendi rakna. Þór tapaði fyrsta leikn- um í körf- unni. UM SÍÐUSTU helgi léku Þórsarar sinn fyrsta leik á þessu keppnistímabili í fyrstu deildinni í körfubolta. N Þeir léku við Ar- menninga og fór leik- urinn fram í Reykja- vík. Ármenningar unnu öruggan sigur, en þeim er spáð góðu gengi í deildinni. Eins °g hjá öðrum fyrstu deildar liðum hafa þeir bandaríkjamann í liði sínu og átti hann stórleik í þessum leik. Hjá Þór bar mest á Bandaríkjamannin- um Cary Schwarts og Eiríki Sigurðssyni. Cary skoraði 30 stig en Eiríkur 24. Handbolti um helgina UM NÆSTU helgier meistaraflokkur Fram í handknattleik (karla) væntanlegur til Akureyrar og mun hann keppa við Þór og KA á föstudag og laugardal. Á sunnudag er hraðkeppni sömu liða. Áhorfendur eru hvattir til að fjöl- menna í skemmuna og sjá skemmtilega leiki. Eins og allir vita, leikur Fram í fyrstu deild ÞAÐ VORU ÞEIR SEM SIGRUÐU Sameiginlegt lið Gunnars Óskarssonar múrarameistara og Trésmiðjunnar Reynis sigraði í Firmakeppni KRA í knattspyrnu. Fyrirliði liðsins Pétur Sigurðsson heldur á verðlaunagripnum, stýrishjólinu, sem gefið var á sfnum tíma af Slippstöðinni. Nú eru svo margir verðlaunaskildir komnir á hjólið að ekki komast fleiri fyrir og verður því ekki keppt um það aftur. I fyrsta sinn sem keppt var um þennan grip unnu hann starfsmenn Óskars Gíslasonar föður Gunnars. 4 . DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.