Dagur - 25.10.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, fimmtudagurinn 25. október 1979 71. tölublað
Stapafell komið
til landsins
Eins og fram hefur kom-
ið í fréttum fjölmiðla
kom Stapafellið nýja til
landsins hinn 15. okt-
óber. Kom það til Hafn-
arfjarðar að kvöldi þess
dags og losaði þar full-
fermi af ljósaolíu. Þaðan
var haldið til Reykjavík-
ur, þar sem Stapafell var
fyrsta skipið sem lagðist
upp að Holtabakka,
hinum nýja viðlegukanti
við Holtagarða. Þar voru
mættir fjölmargir gestir
Skipadeildar, sem skoð-
uðu skipið, og við það
tækifæri afhenti Gunnar
Sveinsson kfstj. mynd
frá Keflavík, þar sem
heimahöfn skipsins er,
til varðveizlu um borð.
Daginn eftir fór skipið
svo til Hvalfjarðar og
hóf að því búnu að sinna
verkefnum sínum við
olíudreifingu út um
land. Verður þá ekki
lengur þörf erlendra
leiguskipa til þeirra
flutninga, eins og verið
hefur að hluta frá því að
Stapafellið eldra var selt
Stapafellið nýja er
hinn glæsilegasti far-
kostur og mjög vel búið
til að sinna verkefnum
sínum. Áhöfnin er 12
manns, skipstjóri er
Barði Jónsson og yfir-
vélstjóri er Jón Guð-
mundsson.
Sýnjng í Háhóli
Á laugardaginn kl. 15.00
opnar Jóhann Björnsson
frá Húsavík sýningu á
verkum sínum í Gallery
Háhóli.
Jóhann er kunnur um
allt land af verkum sín-
um einkanlega af út-
skornum munum gerð-
um af miklum hagleik.
Jóhann var nemandi
Ásgríms Jónssonar og
Ríkharðs Jónssonar og
eins var hann nemandi í
Handíðaskólanum og
lauk þaðan prófi.
Sýningin í Háhól er
þriðja einkasýning lista-
mannsins. Á sýningunni
eru 43 verk unnin með
vatnslit og nokkrir út-
skornir munir. Sýningin
er sölusýning og verði
mjög stillt í hóf.
Sýningin stendur dag-
ana 27. okt-4. nóv. opin
virka daga kl.
20.00-22.00 og um helg-
ar 15,00-22,00.
Efni til bygginga:
Ovenjumiklu stolið
ÓVENJU MIKLU hefur verið stolið af byggingarefni á Akureyri í
sumar og haust. Fjölmargar kærur hafa borist til lögreglunnar, en
erfitt er að hafa hendur í hári þeirra sem hér eru að verki. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar er náið fylgst með nokkrum aðilum og
þess beðið með óþreyju að þeim verði fótaskortur.
Ófeigur Baldursson, rannsókn-
arlögreglumaður, sagði að helst
væri efni stolið frá stórum bygg-
ingum og ekki síst þeim er væru
afskekktar. Þjófarnir taka m.a.
timbur, steypujárn og þakjárn svo
eitthvað sé nefnt.
Svo virðist sem ýmsir aðilar bjóði
hættunni heim með því að láta
byggingarefni liggja á víð og dreif í
stað þess að koma því undir þak
eða girða umhverfis svæðið sem
unnið er á eða varan geymd.
Ófeigur sagði það ágætt ef hægt
væri að lýsa upp byggingarsvæðið
og ef menn vildu þekkja aftur efni
eins og t.d. timbur væri hægt að
mála það eða auðkenna með öðr-
um hætti.
„1 sumum tilfellum hafa bygg-
ingavörur að verðmæti hundrað
þúsunda horfið á einni nóttu."
sagði Ófeigur. ,,Okkur gengur erf-
iðlega að ná þessum mönnum.
enda nánast ógerningur að þekkja
þetta aftur, en ef fólk sér t.d. mann
að næturlagi, sem er að flytja varn-
ing ætti það að hafa samband við
lögregluna strax. Einu sinni vorum
við látnir vita og reyndist viðkom-
andi vera að stela járni."
„Það er Ijóst að árlega er stolið
byggingarefni á Akureyri fyrir
mjög háar upphæðir — og sagði
Ófeigur að menn skyldu hafa það í
huga að t.d. búðarhnupl unglinga
væru smámunir einir hjá þjófnaði
af þessu tagi. Svo mætti spyrja
hvernig fólki liði í húsum sem að
einhverju leyti væru byggð úr illa
fengnu efni.
Af framboðum
FRAMBOÐSLISTAR stjórn-
málaflokkanna í Norðurlands-
kjördæmi eystra eru sem óðast
að verða tilbúnir. Alþýðubanda-
lagið hefur ákveðið sinn lista,
sjálfstæðismenn gera það um
helgina og kratar sömuleiðis, en
framsóknarmenn á kjördæmis-
þingi, sem verður haldið 2.-3.
nóvember.
Hvað framboðslista framsóknar-
manna varðar, þá mun uppstill-
inganefnd hafa komist að þeirri
niðurstöðu að hafa tvö efstu sætin
óbreytt og tillaga hefur komið um
Guðmund Bjarnason, sparisjóðs-
stjóra í Keflavík, og fyrrum forseta
bæjarstjórnar Húsavíkur, i það
þriðja. Rætt hefur verið um Niels
Lund, kennara á Bifröst í Borgar-
firði í fjórða sætið og Hákon
Hákonarson, formann Alþýðu-
sambands Norðurlands, eða Böðv-
ar Jónsson á Gautlöndum, í fimmta
sætið.
Jóni G. Sólnes hefur verið vikið
útaf lista sjálfstæðismanna og talið
er að Lárus Jónsson komi í staðinn.
Halldór Blöndal hefur fullan hug á
öðru sætinu (myndi ekki fúlsa við
því fyrsta) og væntanlega verður
Vigfús Jónsson, Laxamýri, í þriðja
sæti og Svavar Magnússon, Ólafs-
firði, í fjórða sæti.
Hart er barist hjá krötum. en þar
sækja tvær fylkingar fram og próf-
kjör verður um næstu helgi. Árni
Gunnarsson gefur kost á sér í fyrsta
sætið, Jón Helgason í annað og
Sig björn Gunnarsson í þriðja. I
hinni fylkingunni eru þeir Bragi
Sigurjónsson, sem gefur kost á sér í
fyrsta sæti, Jón Ármann Héðins-
son, í fyrsta eða annað. og Bárður
Halldórsson rekur lestina og vill i
þriðja sætið.
Alþýðubandalagið hefur þegar
birt sinn lista, en talsverðrar
óánægju gætir með uppröðunina
meðal yngri liðsmanna. í fyrsta sæti
er Stefán Jónsson, Soffía Guð-
mundsdóttir er í öðru, Helgi
Guðmundsson í þriðja og í fjórða
sæti er Steingrímur Sigurðsson.
Raufarhöfn.
Útlit fyrir
skortá
heitu vatni
í vetur
VEITUNEFND, sem starfar á
vegum Siglufjarðarkaupstaðar,
hefur nýlega tekið að sér ygir-
umsjón með rafveitu og hita-
veitu. Af þeim ástæðum hefur
hún farið fram á, að heildarút-
tekt verði gerð á stöðu þessara
fyrirtækja, bæði fjárhagslega og
framkvæmdalega. Þetta kom
fram í samtali sem við áttum við
Ingimund Einarsson, nýráðinn
bæjarstjóra á dögunum.
Hann sagði líka að útlit væri fyrir
skort á heitu vatni næsta vetur og af
þeirri ástæðu hefði verið gripið til
þess að stöðva allar tengingar.
Staðan s.l. vetur hefði verið þannig
að bæði sjúkrahúsið og gagn-
fræðaskólinn hefðu verið tekin af
heitavatnskerfinu og kynnt með
olíu og hið sama gerðist núna. Að
áliti Orkustofnunar. svarar ekki
kostnaði að bora eftir heitu vatni að
sinni, en þegar er fyrir hendi stór
kyndistöð, sem fer i gang er hitinn
fer niður fyrir ákveðið lágmark.
Ingimundur sagði að nógu mikið
neysluvatn væri fyrir hendi. en á
einhvern dularfullan hátt þá eyðist
vatnið óeðlilega hratt og á nú að
fara að rannsaka hvað veldur. Inn-
takið í bæinn er um 70 sek/l. og er
talið að 2000 ntanna bæjarfélag
nægi að hafa 35-40 sek/1. lnn í
þetta dæmi koma frystihúsin, sem
nota gífurlega mikið vatn. Er helst
álitið að þar sé nýting vatnsins
lélegri en hún þyrfti að vera. Eins
og ástandið er núna, þá skortir vatn
í efstu húsin í bænum, en slíkt á
vart að geta komið fyrir. Til greina
kemur að einhverstaðar séu
sprungnar leiðslur og þar ,fari
einnig mikið vatn til spillis.
Neysluvatn Siglfirðinga er yfir-
borðsvatn, sem alltaf er mjög við-
kvæmt fyrir mengun.
Snjótroðari til
Siglufjarðar?
AÐ SÖGN Kristjáns Möller,
íþróttafulltrúa Siglufjarðar, er i
athugun að kaupa snjótroðara,
annað hvort seint á þessu ári eða
snemma á því næsta. Sá troðari
sem er verið að athuga er af
sömu tegund og sá á Akureyri,
Seyðisfirði og í Bláfjöllum.
Ólafur ætlar í framboð
ÓLAFUR jóhannesson fyrrver-
andi forsætisráðherra hefur til-
kynnt opinberlega að hann muni
gefa kost á sér í framboð í
Reykjavík í þingkosningunum í
desember.
Ólafur sagði að hann hefði
tekið þessa ákvörðun eftir langa
umhugsun og að hvatningar
flokksmanna hefðu átt mikinn
þátt í þessari niðurstöðu.
Skoðanakönnun verður
meðal framsóknarmanna um
skipan framboðslista flokksins í
Reykjavík og gera ýmsir ráð
fyrir að Ólafur verði valinn í 1.
sæti listans. Ólafur ætlar að
kveðja stuðningsmenn í Norð-
urlandskjördæmi vestra á kjör-
dæmafundi um helgina.
n - jPf!
4 jj
i m *
i
i