Dagur - 03.01.1980, Side 6
Akureyrarkirkja. Messað n.k.
sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar
29,26, 108,51,49. B.S.
Messað i Dvalarheimilinu Hlið
kl. 4 á sunnudaginn. B.S.
Framvegis verða kaþólskar
messur á Akureyri alla
sunnudaga og aðra helgi-
daga kl. 18 (klukkan 6).
Messað verður í Glerárgötu
34 — 4. hæð (Myndlistar-
skólanum) þangað til við-
gerð kapellunnar í Eyrar-
landsvegi 26 verður lokið.
-MKOMUR
Hjálpræðisherinn. N.k. sunnu-
dag kl. 13.30 er sunnudaga-
skóli og kl. 17 almenn sam-
koma. Mánudaginn 7. janú-
ar kl. 16. Heimilissamband.
Allir velkomnir.
Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu-
daginn 6. janúar samkoma
kl. 20.30. Ræðumaður
Björgvin Jörgensson. Börn
munið sunnudagaskólann
kl. 2.00. Biblíulestur hvern
fimmtudag kl. 21.00. Allir
velkomnir.
□ RÚN 5980167 — Frl. Atkv.
Brúðkaup. Þann 22. des. voru
gefin saman í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Jóhanna María Gunnars-
dóttir og Kristján Sævar
Þorkelsson verkamaður.
Heimili þeirra er að Selja-
hlíð 13d Akureyri.
Þann 23. des. voru gefin saman í
Akureyrarkirkju brúðhjónin
ungfrú Matthildur Egils-
dóttir rannsóknardama og
Sigursveinn Kristinn Magn-
ússon ketil- og plötusmiður.
Heimili þeirra er að Bakka-
hlíð 8, Akureyri.
Þann 25. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
afgreiðslustúlka og Har-
aldur Guðmundsson af-
greiðslumaður. Heimili
þeirra er að Oddeyrargötu
22, Akureyri.
Þann 26. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Alfa Vilhelmína Hjaltalín
verkakona og Hjalti Sigur-
jón Hauksson bifreiðar-
stjóri. Heimili þeirra er að
Vesturgötu 63, Akranesi.
Þann 29. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Una Sigurlína Rögnvalds-
dóttir fóstra og Albert
Leonardsson stýrimaður.
Heimili þeirra er að Ásgötu
1, Raufarhöfn.
Þann 29. des. voru gefin saman í
Minjasafnskirkju brúðhjón-
in ungfrú Þórdís Guðrún
Ingvadóttir kennari og Tor-
ben Cairns Kinch litunar-
meistari. Heimili þeirra er
að Seljahlíð 3c, Akureyri.
Þann 31. des. voru gefin saman í
hjónaband að Hamarsstíg 24
brúðhjónin Kristín Dúa-
dóttir afgreiðslustúlka og
Ólafur Kjartansson línu-
maður. Heimili þeirra er að
Helgamagrastræti 17,
Akureyri.
Gjafir til Náttúrulækningafé-
lags Akureyrar árið 1978:
Fridrich Grohe 20 vatns-
nuddtæki kr. 400.000,00
Hallfríður Gunnarsdóttir kr.
100.000,00 Árni Ásbjarnar-
son og frú kr. 100.000,00
Marinó L. Stefánsson kr.
100.000,00 Ólafur Jóhann-
esson kr. 10.000,00 Jóhanna
Gunnlaugsd. kr. 100.000,00
Margrét Antonsd. kr.
5.000,00 B.S. kr. 29.400,00
L.T. kr. 29.400,00 Jón B.
Jónsson. kr. 34.400,00 Hall-
grímur Tryggvason kr.
10.000,00 Fyrir þessar gjafir
sendum við hugheilar þakk-
ir svo og öllum þeim er á
einn eða annan hátt tóku
þátt í jólapakkasölu félags-
ins nú í haust og veittu okkur
stuðning til fjáröflunar í
byggingarsjóðinn. Fyrir allt
þetta sendum við þakkir
með ósk um gleðileg jól og
heillaríkt komandi ár.
Náttúrulækningafélag Ak-
ureyrar.
Ég hefi móttekið frá starfsfólki
Útgerðarfélags Akureyringa
til minningar um Karí Frið-
riksson yfirfiskmatsmann
kr. 210.000,- Tvö hundruð
og tíu þúsund krónur, til
Hjarta- og æðaverndunarfé-
lags Akureyrar. Með þakk-
læti móttekið. Eyþór H.
Tómasson.
MINNING
AÐALSTEINN ÞORSTEINSSON
F. 24. janúar 1904. D. 17. desember 1979
Þar sem góðir
menn fara eru
Guðsvegir.
Góður vinur okkar hjónanna og
fyrrverandi samstarfsmaður minn,
hjá Pósti og síma, hér á Akureyri —
A ðalsleinn Þorsteinsson — hefur nú
kvatt þennan heim, og fluttst til
æðri heima, þar sem eilíf birta og
ylur ríkir. En hann andaðist á
Fjórðungssjúkrahúsinu hér, við
sólarupprás mánudaginn 17. des-
ember s.l., eftir tveggja mánaða
legu þar. Aðalsteinn var fæddur 24.
janúar 1904 að Óslandi í Óslands-
hlíð, en hann flutti með foreldrum
sínum til Siglufjarðar, þá er hann
var aðeins tveggja ára, og átti þar
heima til 12 ára aldurs, en þá fluttu
þau hingað, að Kjarna við Akur-
eyri, en fijótlega byggðu foreldrar
hans býlið Mela hér innan við bæ-
inn, og nokkrum árum siðar fluttu
þau að Þingvöllum hér á Akureyri,
en Aðalsteinn flutti þá í bæinn og
fór að vinna fyrir sér. Hann giftist
Freyju Hallgrímsdóttur 12. nóv-
ember 1938 og lifir hún mann sinn.
Þau bjuggu sér gott heimili að
Strandgötu 13 og bjuggu þar í 31 ár,
en síðustu 9 árin hafa þau búið í
eigin húsi að Fróðasundi 4. Freyja
og Aðalsteinn eignuðust eina dótt-
ur, Erlu, sem gift er Elíasi Sveins-
syni, bifreiðastjóra og eru þau
búsett á ísafirði. Þau hafa eignast
6.DAGUR
tvo drengi 12 og 5 ára, sem nú
sakna sárt elskulegs afa.
Aðalsteinn var eins og fyrr segir,
starfsmaður Pósts og síma hér á
Akureyri, um ellefu ára skeið, og
annaðist húsvörslu og vann að
ýmsum öðrum störfum. Vann hann
verk sín af sérstakri samviskusemi
og einstæðri vandvirkni, af gleði og
ánægju. Ég er viss um, að það var
hans mesta ánægja að hafa alltaf
nóg að starfa, og láta aldrei verk úr
hendi falla. Þeir voru ekki fáir
dagamir sem hann var mættur til
vinnu fyrir klukkan sjö að morgni,
ekki síst að vetrum, þá er snjó setti
niður, svo hann bæri búinn, að gera
greiðan gang að húsinu fyrir
starfsfólkið, sem mætti til starfa
klukkan átta. Þannig var ávallt
hugsun hans, að reyna gera öðrum
gott, að fremsta megni.
Áður en ég réði hann til starfa,
ók hann vörubifreið, en það var
hans aðalstarf, sem og almenn
vinna, á meðan líkaminn þoldi það,
en sem kunnugt er, voru vörubif-
reiðarnar hér áður fyrr, ekki eins
þægilegar og nú er. Hann starfaði
mest við höfnina, og þá við ferm-
ingu og affermingu skipa, m.a.
mikið hjá skipaafgreiðslu Jakobs
Karlssonar. Að hvaða vinnu sem
hann gekk, vann hann ávallt af
mikilli samviskusemi og
ósérplægni.
Við hjónin, svo og fyrrverandi
samstarfsfólk hans hjá Pósti og
síma, vottum Freyju konu hans,
Erlu dóttur þeirra, tengdasyni og
drengjum þeirra, sem og öðrum
vandamönnum hans, einlæga
samúð og biðjum Guð að veita
þeim styrk í sorg þeirra.
Þá líður nóttin ljúfum draumi í,
svo ljúft, að kuldagust þú finnur
eigi,
og, fyrr en veistu, röðull rís á ný,
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.
H.H.
Guð blessi minningu vinar okk-
ar, Aðalsteins Þorsteinssonar.
Drottinn gefðu dánum ró,
hinum líkn sem lifa.
Maríus Helgason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við minningar-
athöfn og útför
SIGURÓLA BJÖRGVINS JÓNSSONAR
frá Hrísey
Áslaug Kristjánsdóttir
María Árnadóttir, Jón Valdimarsson
Narfi Björgvinsson, Hanna Hauksdóttir
Teitur Björgvinsson, María Narfadóttir
Stjúpsynir, tengdadætur, barnabörn, systkini og fjölskyldur
þeirra.
Alúðar þakkir til alira þeirra er sýndu okkur samúð og heiðruðu
minningu eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa
AÐALSTEINS ÞORSTEINSSONAR
Fróðasundi 4, Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Gjörgæsludeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir mjög góða umönnun
Freyja Hallgrímsdóttir
Erla Aðalstelnsdóttir, Ellas Sveinsson
Aðalsteinn Elíasson, Árni Freyr Elíasson
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir
ÁRNI ÞORLEIFSSON
Lækjargötu 11, Akureyri
andaðist að morgni 29. desember í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
8. janúar kl. 13.30
Guðrún Jónsdóttir
Bergþóra Árnadóttir, Jón V. Árnason
Ari Árnason, Guðrún Jónsdóttir
Laufey Árnadóttir, Friðrik Ketilsson
Klara Árnadóttir, Karl Ásgeirsson
Jarðarför eiginkonu minnar
BJARGAR HAFLIÐADÓTTUR,
Hríseyjargötu 2, Akureyri
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30 Blóm
og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minn-
ast hinnar látnu er bent á krabbameinsfélagið.
f.h. vandamanna
Gústav Júlíusson
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐNA SIGURJÓNSSONAR
frá Stóra-Hamri.
Ólöf Ólafsdóttlr, örn Pétursson,
Haraldur Ólafsson, Brynja Hermannsdóttir.
Þ ökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
SIGRÚNAR JÚLfUSDÓTTUR
Garði, Dalvík
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki hand-
læknisdeildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri.
Garðar Björnsson, Anna Björnsdóttir
Hörður Björnsson, Guðný Rögnvaldsdóttir
Hrönn Björnsdóttir, Mikael Jóhannesson
Gylfi Björnsson, Elín Skarphéðinsdóttir
barnabörn og aðrir aðstandendur
Ég þakka öllum þá auðsýndu hjálp og samúð sem mér var sýnd
við lát og útför mannsins míns
KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR
Elita Benediktsson og fjölskylda
Efri-Dálksstöðum.
Faðirokkar
JÓN GUÐMUNDSSON
Naustum
sem andaðist 22. desember sl. verður jarðsunginn laugardaginn
5. janúar kl. 1.30 e.h.
Anton Jónsson, Davíð Jónsson,
Guðrún Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir
Hugdetta Földu eigi fólsku sína
fingralangar myrkraverur,
er staðnæmst var hjá jólatrénu framar hér ei fengu að skína
við kjörbúð KEA í Glerárhverfi í friði þrettán ljósaperur.
annan jóladag:
Nábúi.