Dagur - 22.01.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1980, Blaðsíða 4
Sigluf jörður: Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl og afgr, JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjbrnssonar hf Úrbóta er þörf í skattamálum Skattamál eru ofarlega í hugum flestra landsmanna um þessar mundir, þar sem framtalseyðu- blöðin eru nú víðast komin inn um bréfalúgurnar og fólk fer að gera grein fyrir tekjum sínum, skuldum og eignum. Þetta uppgjör er mörgum mikill þyrnir í augum, og ef til vill ekki ófyrirsynju, þar sem nær sérhver einföldun, sem gera hefur átt á skattamálunum, hefur gert þau flóknari og fióknari. Nú er svo komið, að líklega hefur enginn einn maður heildaryfirsýn yfir þennan frumskóg. Líklega verður framtalsskyldan öllum almenningi mun erfiðari að þessu sinni, en oftast áður, þar sem nýjar framtalsreglur hafa tek- ið gildi og nú tegund framtals- eyðublaða verið prentuð, sem í fyrstu gerð munu jafnvel hafa ver- ið illskiljanleg endurskoðendum og öðrum, sem við skattamál vinna og fengu þau til umsagnar. Verra mál er þó það, að fólkið í landinu hefur ekki lengur nægan skilning á nauðsyn skattheimtu. Það vill æði oft gleymast, að ekki er hægt að reka það velferðar- þjóðfélag, sem við lifum í, nema greiddir séu skattar til samfélags- legra þarfa. Ástæðan fyrir því, að almenn- ingur á erfitt með að skilja skatta- málin, stafar vafalaust fyrst og fremst af því, að ranglætið í skattamálum er algjörlega óvið- unandi og allir vita af tilvist þess. Það er því engin furða, þótt t.d. almennt launafólk og aðrir þeir, sem minna bera úr býtum, telji skattheimtuna óréttláta, þar sem svo margir, sem hafa miklu meiri efni, losna við að greiða skatta að miklu leyti í mörgum tilvikum. Skattsvik eru snar þáttur í því að gera skattamálin svo óréttlf, sem raun ber vitni. Þau blasa við, en lítið er aðhafst. Margir þeir, sem selja þjónustu sína dýru verði og geta að mestu ráðið því, hversu mikið þeir telja fram, komast upp með veruleg skattsvik, jafnvel þó að þeir berist svo mikið á, að tekj- ur þeirra hljóti óhjákvæmiiega að vera stórum meiri en þeir gefa upp til skatts. Þó hefur í skattalögum verið heimild til þess að kanna hagi manna, ef ástæða er til að ætla, að þeir lifi um efni fram, miðað við framtaldar tekjur. Aukin framtalsskylda og áætlun á tekjum manna, sem starfa við eigin rekstur, samkvæmt nýjum skattalögum, eru til bóta. Ennþá er þó mikilla úrbóta þörf og leiðrétt- ing á skattamálum er meðal meiriháttar réttlætismáia í þessu þjóðfélagi. Skipulags- mál mennta stofnana í bænum ÞESS HEFUR verið óskað að skólanefnd Grunnskóla Siglu- fjarðar léti í ljós álit og tillögur um staðsetningu menntastofnana í skipulagi bæjarins bæði hvað nútíð og framtíð snertir. Fyrst ber að líta á það, sem nú er notað fyrir skólahúsnæði, staðsetningu þess og ástand. Barnaskólahúsið, sem stendur á svæðinu milli Norðurgötu og Vetrarbrautar er gamalt hús, sem byggt hefur verið við og endur- nýjað að hluta eftir bruna. Nýjasti hluti þess er þó um 25 ára gamall. Húsið er notað fyrir kennslustarf 1.-6. bekkja Grunnskólans. Gagnfræðaskólahúsið er 20-25 ára gamalt, gerðar hafa verið á því endurbætur, undirstöður styrktar og fl., og má telja að það sé vel í nothæfu standi sem skólahús og geti dugað til nálægrar framtíðar með góðu viðhaldi árlega. Það stendur við Hlíðarveg, en í kring um það skortir allt, sem skóla þarf að til- heyra, sæmilega aðstöðu við götu, leik- eða útivistarsvæði fyrir nemendur, bílastæði. I upphafi byggingaráætlana mun hafa ver- ið gert ráð fyrir að nálæg hús og lóðir yrðu keypt og lögð skólan- um til svo æskilegt rými fengist til þess, sem áður var nefnt. En skólinn stendur miðsvæðis í bænum og á svæði sem býður upp á marga möguleika. Fimleikasalur við Barnaskóla- húsið var lengi vel hinn eini í bænum og því notaður af nem- endum beggja skólanna, síðar, þegar sett var gólf yfir sundlaug- ina fluttist hluti fimleikakennslu þangað úteftir, en Sundlaugin stendur við Hvanneyrarbraut utanverða og því ærin vegalengd þangað frá hvorum skólanum, sem mælt er. Tónlistarskóli hefur seinni árin starfað í leiguhúsnæði, gömlu timburhúsi, og býr við mikil þrengsli. Það hús stendur við Gránugötu og óvíst um hve langra lífdaga því verður auðið. í öðru lagi ber að líta á þarfir, hvers þarf helzt með nú þegar, og í framtíðinni. íþróttahús, sem fullnægði þörfum Grunnskólans og almannri iðkun innanhúss- íþrótta, er það sem nú þegar vantar tilfinnanlega hér í bænum. Sú tvískipting, sem á sér stað í íþróttahúsi/sundlaug, leiðir af sér kyrrstöðu í framförum íþrótta- fólks. Þegar líður að vori eru þeir, sem innanhússíþróttir stunda, komnir í þolanlega þjálfun, en þá er húsinu breytt í sundlaug, æf- ingar falla niður og þegar aftur er tekið til við æfingar að hausti er svipað því og verið sé að byrja upp á nýtt. Sama má segja um sundið. Æfingatímabilin eru svo stutt að sæmileg þjálfun er þá fyrst að nást þegar lauginni er lokað. Hvað almenna sundiðkun snertir þá vinnst aldrei upp jöfn og almenn þátttaka í sundi fyrr en sundlaug er höfð opin allt árið. Svo sem áður er sagt, þá hafa skólabyggingar ekki átt sér stað hér í bænum um 20-25 ára skeið. Skólahús fyrir neðri bekki grunnskóla, gamli barnaskólinn, er orðinn ófullnægjandi fyrir JUR PANNDAL jj | ö Á J margra hluta sakir, og að sögn núverandi skólastjóra, Jóhanns Þorvaldssonar aðeins nothæfur nú vegna þeirra aðstæðna, að svo fámennir árgangar koma í skól- ann og því hver bekkjardeild það fámenn sem húsnæðinu hæfir. Það er því brýn nauðsyn að nú þegar sé hafist handa um undir- búning að byggingu nýs skóla- húss fyrir yngri hluta grunnskól- ans. Sá tími, sem venjulega fer í að koma slíkum byggingum upp, er það langur að ekki mun af veita að undurbúningsstarf sé hafið. Með hverju ári sem líður breytast kennsluhættir og þarfir á ýmsum sviðum, en gamla húsið býður ekki upp á neina mögu- leika til aðlögunar við hið nýja í kennslustarfinu. Ef svo yrði um að ræða einhverja fjölgun nem- enda frá því sem nú er, þá myndu skapast veruleg vandkvæði hús- næðisins vegna. Tónlistarskólinn þarf á meira og betra húsnæði að halda, og einnig þar koma til breytingar í kennsluháttum, sem krefjast betri aðstöðu en nú er hægt að fá í hinu gamla húsi. í þriðja Iagi er þá að finna og benda á svæði, þar sem æskilegt væri að staðsetja þær nýbygging- ar, sem óhjákvæmilega verða að rísa í mjög náinni framtíð. Þá ber fyrst á það að líta, að Gagn- fræðaskólahúsið, sem nú hýsir kennslustarf eldri hluta Grunn- skólans og framhaldsskóla á byrjunarstigi, er talið að muni duga um nokkra framtíð enn, það stendur við Hlíðarveg, sunnan við það á milli Hlíðarvegs og Hvanneyrarbrautar er að mestu óbyggt svæði, svokallað bretatún, og neðan skólahússins, niður að Hvanneyrarbraut, eru hús og lóðir, sem talað hefur verið um að kaupa svo svæði fengist í þágu skólans. Á þessu svæði í nágrenni skólahússins, sem fyrir er, telur skólanefnd eðlilegast og starfs- lega hagkvæmast að staðsettar verði þær byggingar, sem skóla- starfinu tengjast á stigi grunn- skóla og framhaldsnáms. Með leikmanns augum að sjá virðist rými nægilegt á þessu svæði til að koma fyrir byggingu skólahúss í stað gamla barnaskólans og byggingu fyrir íþróttahús og aðra starfsemi því tengda. Útivistar- svæði fengist þar einnig nokkuð, og auk þess er íþróttavöllurinn í seilingarfjarlægð þegar svæðið hefði verið skipuiagt í heild. Bílastæði gætu fengist þarna á nokkrum stöðum. í tengslum við þetta svæði er húsið Hlíðarvegur 8, þar sem nú er dagheimili fyrir börn. Verði nýtt dagheimili byggt og starf- semi flutt þangað þá losnar Hlíð- arv. 9 og til orða hefur komið að þar fengist betra húsnæði fyrir Tónlistarskólann en það sem hann nú hefur. Að lokum vill skólanefnd ein- dregið beina því til bygginga- og skipulagsnefndar, að svæðið allt frá Þormóðsgötu að kirkju og milli Hlíðarvegs og Hvanneyrar- brautar verði skipulagt í þágu uppeldis- og menntastofnana bæjarins. Hreinn G. Þorsteinsson Hátíð Ijóssins er gengin í garð, við hjónin erum í Vestmannaeyjum hjá börnum og barnabörnum, allt er í besta gengi og við njótum þess að eyða jólahátíðinni þar meðal vina og kunningja. Skyndilega er bundinn endir á þá gleði þegar okkur barst skyndi- legt andlát mágs míns Hreins Þor- steinssonar, 29. des. Okkur setti öll hljóð við þessa frétt, því hann var okkur öllum mjög kær. Hann hét fullu nafni Hreinn Guðmundur, en gekk alla jafna undir Hreins nafninu. Hann var 3ji af börnum Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins G. Halldórssonar. Hreinn fæddist 23. nóvember 1930 á Akureyri. Hann ólst upp í stórum systkinahópi en þau voru alls átta alsysjkyni auk tveggja hálfsystkina. Kreppan var í algleymingi, á hans uppvaxtarárum og því oft erfitt um aðdrætti af þeim sökum, varð móðir hans að taka hverri vinnu sem bauðst, en eiginmaðurinn var ætíð á sjó. Alda elstá systir hans ólst upp hjá afa sínum og ömmu, fyrir það urðu tengsl konu minnar önnu Sigríðar og hans meiri en hinna þar sem þau sem elst voru á heimilinu urðu oft Minning að gæta hinna yngri strax og tæki- færi gafst fór Hreinn að vinna og var hann fyrst í vinnu hjá Þorsteini móðurbróður sínum við malarnám á klöppunum og er það trú mín að hann hafi dugað vel þar þótt ungur væri. f bernsku varð hann fyrir slysi, er hann missti annað augað og var það mikil raun fyrir mann sem var jafn óframfærinn sem Hreinn var og leið hann lengi fyrir það. En fljótt kom í ljós að hann varð ekki eftirbátur annara, því að sextán ára byrjar hann til sjós, kom þá fljótt fram hve mikill afburða- maður hann var til allrar vinnu. Árið 1951-52 fór Hreinn á vél- stjóranámskeið og lauk þaðan prófi, en ekki mun hann hafa notað þau réttindi mikið, hann var vél- stjóri á mb. Má frá Vestmannaeyj- um, og var það mikill reynslutími fyrir hann því báturinn var með hálf ónýta vél og af þeim sökum var hann jafnan í landi og þá ævinlega í vélaviðgerðum. Veturinn áður var hann einnig í Vestmannaeyjum en síðar var hann vélstjóri á mb. Garðari frá Keflavík, upp frá því var hann nær eingöngu á bátum og togurum hér norðaustanlands. lengst mun hann hafa verið með Trausta Gestssyni og Katli Péturs- syni. Löngum var hann bátsmaður á þeim togurum sem hann var á og nú síðast á Snæfellinu í afleysing- um. Eitt sinn er hann var við vinnu sína brotnaði handfang með þeim afleiðingum að vír slóst í handlegg hægri handar og braut hann illa og var gipsaður frá mitti og upp úr, en það átti illa við hann að vera að- gerðarlaus í landi, því fór hann eins fljótt og unnt var um borð og fór í afleysingar sem kyndari en kynd- arar gengu almennt undir heitum spíssari á olíukynntum gufuskip- um. Öðru sinni síðubrotnaði hann og þá girti móðir hans hann með líf- stykki til þess að hann kæmist á sjó því ekki fannst honum ástæða til að leita læknis. Þessi dæmi sýná ljós- lega ósérhlífni Hreins. Árum saman var hann sanískipa sömu mönnum, því átti hann trausta vini og marga tel ég ekki á neinn hallað þó ég nefni Skarp- héðinn Guðmundsson, Magnús Ólafsson og Þorvald Pétursson, en Daddi Péturs mun hafa átt sinn þátt í því að Hreinn fór að fá áhuga fyrir hestum og eignaðist Hreinn nokkra hesta og eitt sinn átti hann einn verðlaunahest. Hann eyddi flestum stundum í landi við hirð- ingu þeirra. Sá vinur sem honum stóð næst og var honum alltaf kær, það var móðir hans enda var hann sam- vistum við hana nær allan sinn aldur en hún leit alltaf á hann sem sína stoð og styttu sérstaklega eftir andlát eiginmanns hennar, og það veit ég að yngri bræður hans-sem (Framhald á bls. 6). 4.DAGUR Áratug lokið eða - ? Endasprettur eftir! I síðasta leiðara Dags á Akureyri á gamla árinu gaf að lesa: „Senn líð- ur árið 1979 og nýr áratiigur hefst. „I Tímanum, sömu dagana, kemur hið sama fram, í spurningum um minnisstæðustu viðburði liðins árs og spám um næsta áratug. Gagn- merkir menn eru þar til svara, at- hugasemdalaust. í öðrum fjölmiðl- um kemur þetta og víða fram. — Mér kom þetta strax „spánskt fyrir sjónir.“ Mér virðist alveg augljóst, að við eigum eftir síðasta ár 8. tug- arins. Ég hefi rætt málið við marga þessa síðustu daga, og vissulega eru menn ekki sammála. En þarf þetta ekki að vera ákveðið og samræmt, a.m.k. fyrir veizluhöldin um alda- mótin sem óðum nálgast!? — Þjóðviljinn frá 30. des. s.l. segir í lok greinar um þetta efni: „Kristið tímatal er að öllu leyti rökrétt frá reikningslegu sjónarmiði nema að því leyti að núllárið vantar. Þeir sem vilja halda í þá kreddu eða eigum við að kalla það sagnfræði- lega hefð, geta því fagnað nýjum áratug eftir ár. Við hinir fögnum þeim núna.“ Þessir „hinir" Þjóðviljamenn, eru líklega farnir að hlakka til aldamótaveizlunnar og vilja ógjaman bíða hennan í heilt ár og það kennske alveg að óþörfu — og þeir órétti beittir! En hvað skal segja? Ja, við mið- um tímatal okkar við fæðingu Krists. Þar er að vísu deilt um dag og ár, en það er í raun og veru aukaatriði. Staðreyndin er bara sú, að hann fæddist, lifði hér og starf- aði um áratugi, hvað sem „núllári“ Þjóðviljans líður. En varð hann 10 ára (fyllti tuginn), þegar hann hafði lifað 9 ár og einn dag? Því munu a.m.k. flest 10 ára börn á íslandi geta svarað. Þau munu þekkja muninn á því að vera á 10. ári og að vera 10 ára. — Við tvítugsaldur hljóta ísl. ungmenni ýmis aukin réttindi. Verður það, er þau hafa lifað 19 árog 1 viku, eða svo? Vinur minn er fæddur 1. jan. 1901. Hann var heima í fyrradag og gestir komnir, en enginn minntist á átt- ræðisafmæli. Gleymdist þetta? — Ég skuldaði fyrirtæki einu 80 þús. krónur og skyldi borga fyrir ára- mótin minnugur þess, sem margir þekktir höfðu í fjölmiðlum haldið fram um möguleika í tugaréikn- ingi, ætlaði ég að borga bara 79 þús. og 20 krónur! En gjaldkerinn vildi ekki samþykkja, svo að ég varð að punga út með alla upp- hæðina! Ég sætti mig við þetta og viðurkenndi: „Rétt er rétt.“ „Mældu rétt, strákur," sagði faktorinn við Skúla litla, (sem vildi gera rétt og varð stór) og ætlaðist þá til að drengurinn mældi út til kaupandans 3 og 4/5 úr alin í stað- in fyrir 4! Danskinum var ekki hælt fyrir skiptin við Landann á þeim árum. En margt hefur breyzt síðan; þó ekki: „Rétt er rétt“ og að „það skal hafa, er sannara reynist." Af framansögðu v/7 ég álíta. að við eigum ekki að kveðja áratuginn fyrr en að árí. Honum er ekki lokið, hvort sem hann síðan verður kenndur við Framsóknarflokkinn, eins og Morgunblaðið fann upp á, eða eitthvað annað. — Margt hefur vel farið á þessu árabili, en við skulum vonast eftir meiru, eins og „rúsínunni í pylsuendanum": góð- um bvrjunarsigri í verðbólgustríð- inu. Þar er um að ræða átak, sem á veltur um heilbrigt líf og farsæld í landi okkar, eða undanhald í hörmung og þrældóm fyrir þessa litlu en margfrægu þjóð. Allir fs- lendingar ættu að vera meira en fúsir til — með einhverri fórn — að stuðla þar að atkvæða sigri. Og þá er fyrsta skilyrðið það, að við hlít- um þeirri áminningu, sem barst okkur úr fjölmiðli um jólin: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast." „Brekknakoti“, 3. jan. 1980. Jónas Jónsson. Myndir úr sögu Menntaskólans á Akureyri. Þessi mynd úr sögu Menntaskólans á Akureyri er tekin á Möðruvöllum. Hvorki er vitað hvenær hún er tekin, né hverjir eru á myndinni. Samkvæmt upplýsingum á bakhlið myndarinnar er myndin tekin af skólapiltum í frí- mínútum. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við blaðið eða Tómas Inga Olrich, konrektor Menntaskólans á Akureyri. Snæfell strandar í Hrísey SJÓPRÓF vegna strandsins í Hrísey verða væntanlega hald- in í dag eða morgun. Nánari tildrög eru þau að skuttogar- inn Snæfell sigldi upp í fjöru á fullri ferð þegar skipið var að koma úr veiðiferð í síðustu viku. Fjara var þegar togarinn strandaði um kl. 03 og náðist skipið út um morguninn. Hrís- eyjarferjan hélt togaranum réttum á strandstað um nótt- ina, en án aðstoðar ferjunnar hefði togaranum eflaust slegið flötum. Leki kom ekki að skipinu, sem fór til Akureyrar eftir að skipað hafði verið upp úr því. Snæfellið var tekið upp í slipp og að sögn fréttaritara blaðsins í Hrísey reyndust skemmdirnar mun minni en menn áttu von á. Gerði hann ráð fyrir að skipið myndi tefjast í viku vegna strandsins. Góður bíll til sölu A-635 FÍAT 132 árg. 1974, ekinn 58 þús km, er til sölu strax. Upplýsingar í síma 24163. Ibúðir til sölu Til sölu íbúðir í raðhúsi á einni hæð með bílskúr. íbúðirnar seljast fokheldar. Upplýsingar í síma 22160 og á kvöldin í síma 24573: Þinur h.f. Alþýðuhúsið Akureyri auglýsir: Eftirleiðis mun frú Ólöf Jónasdóttir Eyrarvegi 25 Akureyri annast alla starfsemi Alþýðuhússins. Óskir um leigu verða því eftirleiðis afgreiddar hjá Ólöfu í síma 23883. Kápur, blúss- ur, pils, kjólar Gott úrval Konubuxur aðeins kr. 7.700 HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400 Frá Teppadeild Vorum að fá hin geysivin- sælu Amerísku lúxus gólf- teppi, nýir litir, ný mynstur, hagstætt verð. Vorum einnig að fá hina marg eftirspuróu kókos- dregla og baðmottusett. Stök teppi og mottur í úrvali. TEPPADEILD HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400 DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.