Dagur - 22.01.1980, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, þriðjudagur 22. janúar 1980 r HÁÞRÝST15LÖNGUR S5K & I FYRIR fullkomin tæki étv n - OLÍUSLÖNGUR og BARKA vöNDUÐ VINNA E
99
Kerfið“ segir:
Ekkert faðernis-
vottorð - ekkert
barnameðlag!
NÚ ER rekið fyrir norðlensk-
um dómstóli mál, þar sem ung
norðlensk stúlka vill fá látinn
mann dæmdan föður að barni
er hún eignaðist skömmu eftir
dauða mannsins, en faðernis-
viðurkenning lá ekki fyrir þeg-
ar maðurinn lést. „Kerfið“ er
ekkert að flýta sér við að af-
greiða málið. Barnið er orðið
rúmlega eins árs gamalt og
einstæða móðirin hefur ekki
enn fengið neinar meðlags-
greiðslur.
íslensk lög gera ráð fyrir, að
áður en Tryggingastofnun ríkis-
ins fer að greiða einstæðri móður
meðlag, þá verði hún að leggja
fram vottorð um faðerni barnsins.
En hvað gerist ef sá maður, sem
einstæða móðirin segir vera föður
barnsins, deyr fyrir fæðingu þess?
Þá getur verið erfitt að fá faðern-
isúrskurð og ekki síst ef ættingjar
hins látna eru með efasemdir.
Þar til úrskurður fæst, greiðir
Tryggingastofnun ríkisins móð-
urinni aðeins mæðralaun sem
nema nú alls krónum 18 þúsund á
3ja mánaða fresti. Meðlags-
greiðslur eru greiddar aftur í tím-
ann þegar úrskurður fæst. í Dan-
mörku t.d. greiða tryggingarnar
meðlag þó barn hafi ekki verið
feðrað.
Nánari málavextir eru þeir að
stúlkan hafði samband við piltinn
í byrjun árs 1978 og kenndi hon-
um barn það, sem hún gekk með,
og mótmælti hann þvi ekki að
sögn stúlkunnar í réttarskýrslum.
Ættingjar piltsins telja hinsvegar
að tíminn milli þess að þau voru
saman og þar til hún hefur sam-
band við piltinn og segist vera
barnshafandi sé óeðlilega stuttur
og geti þeir ekki fallist á kröfur
sóknaraðila og óska þess að fari
fram blóðflokkarannsókn, enda
sé það í samræmi við vilja hins
látna.
Stúlkan fór í skýrslutöku hjá
bæjarfógeta haustið 1978 eða
skömmu eftir fæðingu barnsins.
Ættingjar hins látna voru kallaðir
til skýrslutöku í fyrravor og fóru
þá fram á blóðsýnistöku, en með
sýnishornum úr foreldrum hins
látna, móðurinni og barninu má
fá allgóða hugmynd um hvort
hinn látni sé faðir barnsins. Allar
prófanir, sem gerðar voru um
sumarið, voru mjög jákvæðar, en
ekki nógu góðar til að hægt væri
að kveða upp úr með faðernið.
Samkvæmt upplýsingum Dags
þarf að taka aðra „prufu“ sem
komast verður til Reykjavíkur
samdægurs og mun ekki standa á
öðru, en að læknir á Akureyri fái
tilkynningu að sunnan um hvaða
dag prufan skuli tekin — og þar
stendur hnífurinní kúnni.
I
/ SÖGU sinni „Hvunndagshetju “
lýsir Auður Haralds samskiptum
sinum við kerfið vegna barnsfað-
ernismáls. í því tilviki er ekki um
að rœða lát meints barnsföðurs,
eins ag i máli þessarar norðlensku
„hvunndagshetju," heídur segir
þar frá Spánverja, sem fer af land-
inu og er ófús að veita faðernisvið-
urkenningu, sem ásamt með dómi i
barnsfaðernismáli, er grundvöUur
þess, að Tryggingaxtofnun rikisins
greiði meðlag. Lýsing Auðar er
grátbrosleg, enda skrifuð eftir að
hún vinnur sigur á kerfinu. En það
er vafalitið ekkert broslegt við
slíka viðureign, meðan á henni
stendur.
Dagur leggur engan dóm á rétt
norðlensku stúlkunnar til þeirrar
faðernisviðurkenningar, sem hiin
er að falast eftir, en bendir á það,
að staða einstceðra mœðra með
ófeðruð börn er allsendis óviðun-
andi.
„Það stendur bara á rannsókn-
arstofu Háskólans að koma þess-
ari blóðprufu af. Allar prufur
hingað til benda til, að þessi
maður sé faðir barnsins," sagði
viðmælandi blaðsins hjá opin-
berri stofnun, sem hefur fjallað
um málið.
Biðtíminn, sem í þessu tilfelli er
nú orðinn rúmt eitt ár, er oft erf-
iður einstæðum mæðrum.
Mæðralaunin segja ekkert og eru
hlægilega lág. Og því má ekki
gleyma að biðtíminn er ekki síður
erfiður ættingjum hins látna. Það
er því öllum fyrir bestu að málum
af þessu tagi sé lokið sem fyrst.
Einstaka telur að svipað fyrir-
komulag hér og í Danmörku
leiddi til þess, að sumar stúlkur
myndu láta dragast úr hömlu, að
útvega faðernisúrskurð, ef með-
lagið ræki ekki á eftir. Þessu hafa
konur mótmælt og bent á þá ein-
földu staðreynd að þær mæður
sem vilja börnum sínum vel,
draga ekki að benda á föðurinn.
Það má svo að lokum varpa
fram þeirri spurningu, hvort þetta
mál, og önnur af svipuðum toga,
séu ekki þess eðlis, að nýi um-
boðsfulltrúi dómsmálaráðuneyt-
isins geti leiðbeint um leiðir til
lausnar þeim?
Leikfélag Akureyrar frumsýnir:
Puntila og Matti
ÞRIÐJA verkefni Leikfélags
Akureyrar á þessum vetri verður
Púntila bóndi og Matti vinnu-
maður eftir Bertolt Brecht, en
leikritið samdi Brecht árið 1940,
er hann var landflótta staddur í
Finnlandi. Leikritið verður
frumsýnt á föstudaginn.
Að þessu sinni leikstýrir Hallmar
Sigurðsson Púntila bónda og Matta
vinnumanni og gerir jafnframt
Atriði í Puntila og Matta. Mynd: P. A. P.
leikmyndina, en Hallmar hefur
verið við leiklistarnám í Svíþjóð
síðastliðin fimm ár, og er þetta
fyrsta verkefni hans sem leikstjóri á
íslensku leiksviði. Púntila bónda
leikur Theodór Júlíusson, en Þrá-
inn Karlsson leikur Matta. Fjöldi
persóna koma við sögu og fara
sumir leikaranna (sem eru 14) með
fleiri en eitt hlutverk. Söngvar í
leikritinu eru eftir Paul Dessau, og
hefur Karl Jónatansson æft þá og
annast undirleik á harmóniku á
sýningum.
Að lokinni frumsýningu á
Púntila og Matta hefjast æfingar á
tveim síðustu verkefnum leikfé-
lagsins á þessu leikári, Herbergi
213 eftir Jökul Jakobsson og beðið
eftir Godot. Starfsemi Leikfélags
Akureyrar hefur verið með miklum
blóma að undanförnu, 7,500
manns sóttu sýningar leikfélagsins
á Galdrakarlinum í Oz og Fyrsta
öngstræti til hægri (4.200 manns),
sem lætur nærri að vera metað-
sókn.
„Ösku-
þreifandi
edrú“
„Brecht kallaði þetta verk al-
þýðugamanleik og í því er fjallað
um stéttamisrétti, sem kannski
hefur ekki breyst svo ýkja mikiö
í eðli sínu. Ég tel því að leikritið
eigi mikið erindi við nútimafólk,
auk þess sem þetta er frábær
gamanleikur,“ sagði Hallmar
Sigurðsson, leikstjóri Puntila
og Matta.
Oddur Björnsson, leikhússtjóri,
bætti því við, að gósseigandinn
Puntila væri með skemmtilegri og
safaríkari persónum leikbók-
menntanna. Hann væri eiginlega
tvær persónur, önnur þegar hann
væri edrú og hin, sem væri miklu
manneskjulegi, þegar hann væri
fullur. Þetta væri maður, sem kviði
því að verða öskuþreifandi edrú.
Framsóknarf élögin:
Þorrablót
Framsóknarfélögin við Eyja-
fjörð halda Þorrablót í Hlíð-
arbæ föstudaginn 25. jan. n.k.
og hefst það með borðhaldi
kl. 19.30.
Gestir kvöldsins verða Stein-
grímur Hermannsson formaður
Framsóknarflokksins og kona
hans Edda Guðmundsdóttir.
Jóhann Daníelsson syngur ein-
söng. Jóhannes Kristjánsson
skemmtir. Hljómsveit Stein-
gríms Stefánssonar leikur fyrir
dansi Veislustjóri: Jóhannes
Geir Sigurgeirsson. Miðasala er
í Hafnarstræti 90, 21.-24. jan.
frá kl. 14-18 nema miðvikudag
frá kl. 16-18 Sími 21180 Sæta-
ferðir.
0 Bústólpi
I síðasta tölublaði íhalds-
blaðsíns á Akureyri er greint
frá viðskiptum KEA og Búst-
ólpa — sagt í feitletraðri fyr-
irsögn að nú sé samkeppni
Bústólpa og KEA eflaust úr
sögunni — KEA og Kaupfé-
lag Svalbarðseyrar ætlf víst
að yfirtaka Bústólpa. Um
fréttina er það eitt hægt að
segja, að hún er rituð í anda
haturs í garð kaupféiaganna
tveggja; ef það væri ekki vit-
að að Halldór Blöndal væri
fyrir sunnan kæmi hann fyrst
i hugann þegar spekúierað er
hver skrifaði. Málið er það, að
forráðamenn Bústólpa gengu
á fund kaupfélagsstjóranna
og fóru fram á að kauptélögin
yfirtækju Bústólpa — fyrir-
tækið gengi ekki lengur
vegna skuldasöfnunar.
0 Enn um
íhaldið
Það gengur fjöllunum hærra
að ritstjóri islendings hafi i
hyggju að losa um tengsl sín
við blaðið. Spakir vona að
hann haldi þó áfram, eða sjái
svo um, að menningartíma-
ritið „Á skjánum" komi út um
ókomin ár. Hitt er svo aftur
annað mál — og það ættu
menn að íhuga vandlega —
að slíkir sneplar geta aldrei
þjónað bæjarbúum á sama
hátt og jafn vel og bæjar-
blöðin. Hinsvegar ná þessi
fjölrituðu blöð mikilvægum
auglýsíngamarkaði af blöð-
unum — sem sannast e.t.v.
best á taprekstri íslendings
og Norðurlands.
0 Efnahags-
ráðuneyti
Meðal þeirra leiða, sem Al-
þýðubandalagíð ætlar að fara
til að leysa efnahags-, verð-
bólgu- og kjaraskerðingar-
vandamálin, er að stofna sér-
stakt efnahagsráðuneyti.
Margir eru efins um, að það
leysi nokkurn vanda, að
hrúga efnahagsspekingum
þjóðarinnar saman í eina
stofnun. Þeir muni hvorki
finna betri lelðir út úr vand-
anum, né heldur verði meira
mark tekið á því sem þeir
telja sig hafa fram að færa til
úrbóta.
Leiðrétting
ÞAU LEIÐU mistök urðu við
útgáfu síöasta tölublaðs að nið-
ur féllu nöfn í þakkarávarpi
vegna útfarar Árna Þorleifsson-
ar vegna mistaka í prófarka-
lestri á ritstjórn blaösins.
Dagur biðst velvirðingar á
þessum mistökum. Aug-
lýsingin er birt rétt í blaðinu í
dag.