Dagur - 05.02.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. febrúar 1980
8. tölublað
jNý sljórn um helgi?j
.... ' I
I
I
GUNNARI Thoroddsen verð-
ur væntanlega falin stjórnar-
myndun í dag, en honum mun
nú hafa tekist að tryggja sér
stuðning nægilega margra
þingmanna úr liði Sjálfstæðis-
flokksins til þess að ganga til
myndunar meirihlutastjórnar
með Framsóknarflokknum og
Alþýðubandalaginu. Albert
Guðmundsson hefur lýst því
yfir að hann muni verja
stjórnina falli, en þeir Pálmi
_ Jónsson og Friðjón Þórðarson
| hafa sagt opinberlega að þeir
vilji kynna sér málefnasam-
ning þann sem er nú í smíðum,
áður en þeir taki endanlega
afstöðu, svo enn getur brugðið
-til beggja vona.
I
I
I
I
I
I
Samkvæmt upplýsingum Dags
í gærkveldi áttu flokkarnir í ein-
hverjum erfiðleikum með að
komast að samkomulagi um rík-
is- og kjaramálin, en að öðru leyti
var málefnasamningurinn nær
tilbúinn. Það eru því allar líkur á
að þjóðin verði búin að fá meiri-
hlutastjórn á Alþingi um næstu
helgi.
„Mér líst vel á þessa tilraun
Gunnars. Ég taldi að ríkisstjórn
með þessum þremur flokkum
væri best fyrir landsbyggðina.
Hins vegar liggur það ekki nógu
Ijóst fyrir hvernig tekst að koma
málum gegnum neðri deild Al-
þingis," sagði Stefán Valgeirsson.
Það er athyglisvert af hve mik-
illi heiftúð forysta Sjálfstæðis-
flokksins hefur snúist gegn
Gunnari Thoroddsen. Flokknum
var gefinn kostur á að koma inn í
umræðurnar áður en þær komust
á alvarlegt stig, en því var hafnað.
Stjóm fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík samþykkti
ályktun í gær þar sem þing-
mönnum flokksins er beinlínis I
hótað ef þeir styðji Gunnar á J
nokkurn hátt. Hins vegar er ljóst I
að þessar aðgerðir Gunnars njóta
stuðnings óbreyttra liðsmanna
Sjálfstæðisflokksins
I málefnasamningi þeim sem
nú er í smíðum er verule ga
gengið inn á hugmyndir Fram-
sóknarflokksins og „leiftursókn-
in“ margfræga er ekki með í
dæminu svo heitið geti. Talið er
að í þessum viðræðum hafi Al-
þýðubandalagið gengið verulega
inn á hugmyndir Framsóknar- |
manna.
I
I
I
Slökkviliðið:
Ekkert brunaútkall í
januar Nýtt met í sjúkraflutningum
„ÞAÐ hefur ekkert brunaútkall
verið í allan janúar og það telst
vissuiega til tíðinda. Síðasta
brunaútkallið var á gamlársdag,
en þá reyndist ekki vera um eld
að ræða,“ sagði Tómas Búi
Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á
Akureyri. „Hins vegar hafa
sjúkraflutningar verið óvenju-
margir eða 124 talsins. Á síðasta
ári voru 978 sjúkraflutningar.“
Tómas sagði að flestir hefðu
sjúkraflutningarnir til þess verið
108 í einum mánuði, en venjulega
fer slökkviliðið 80-90 ferðir í mán-
uði. í janúar voru farnar 37 ferðir
utanbæjar. Fyrir mörgum árum
voru farnar 23 ferðir utanbæjar í
einum mánuði og er þetta því met.
„Þetta er fyrsti mánuðurinn í
mörg ár sem hefur liðið án bruna-
útkalls og sá annasamasti í sjúkra-
flutningum,“ sagði Tómas.
Afþessum 124 sjúkraflutningum
voru 12 slys og önnur bráðatilfelli. í
fjögur skipti voru báðir sjúkrabíl-
arnir úti samtímis. Þrír menn eru á
vakt hverju sinni.
Enn er eftir að móta
C*^A^n ■ IVIO varðandi notkun á húsnæði
9 I 11II11 d Ríkisútvarpsins á Akureyri
ENN hefur ekki verið mótuð
stefna í sambandi við notkun á
upptökuaðstöðu útvarpsins á
Akureyri, að sögn Hjartar Páls-
sonar, dagskrárstjóra. Málinu
var á sínum tíma frestað fram
yfir áramót, en síðan hefur
dregist að halda fund með
starfsmönnum og forráðamönn-
um útvarpsins. Vonir standa til
að slíkur fundur verði haldinn
mjög bráðlega.
— Ég tel að þetta tímamótaár í
sögu útvarpsins, sem nú er 50 ára,
sé vel til þess fallið, að stíga stórt
skref í þá átt að gera stofnunina að
reglulegu ríkisútvarpi, sagði Hjört-
ur Pálsson í samtali við Dag.
— Á því hef ég mikinn áhuga,
en ég tel að móta verði einhverja
ákveðna stefnu í þessum málum.
Fyrst er að koma upp aðstöðunni
og móta stefnuna um hvernig hún
verði best nýtt, en síðan þarf að
hafa samband við fólk á Norður-
landi og bjóða því að taka þátt í
dagskrárgerð. Ég hef enga trú á
öðru, en nóg sé af hæfileikafólki á
Þetta er eina stúdfóið sem er f eigu út-
varpsins. Mynd: á.þ.
Akureyri og Norðurlandi til að
vinna við dagskrár, e.t.v. að und-
angengnum einhverjum leiðbein-
ingum, sagði Hjörtur ennfremur.
Nú eru væntanleg fleiri tæki í
Stúdíó 1 á Akureyri, eins og gár-
ungarnir kalla það, og verða þau
líklega sett upp í þessari viku.
Þeirra á meðal eru stjórntæki, eða
„mixer“, og plötuspilari.
Hjörtur sagði, að sér þætti eðli-
legt, að fyrst í stað yrðu dagskrár-
þættir að norðan sendir inn í hina
almennu dagskrá, en miðað við
þróun t.d. á Norðurlöndum væri
ekki ósennilegt að málið þróaðist
síðar út í það, að t.d. sérstök dag-
skrá yrði fyrir Akureyringa og ná-
grannabyggðarlög, þar sem sagðar
yrðu fréttir, lesnar auglýsingar
o.s.frv.
Þess má geta, að stúdíóið á Ak-
ureyri er það eina sem ríkisútvarpið
á sjálft, en öll önnur eru í
leiguhúsnæði.
Freyr og Fáfnir seldir til
Hrossaræktarsambandsins
HROSSARÆKTARSAM-
BAND Skagafjarðar hefur
eignast helminginn í hinum
þekkta hesti Frey frá Flugu-
mýri, en hinn helminginn á
Sigurður Ingimarsson bóndi á
Flugumýri. í síðustu viku keypti
sambandið Fáfni frá Fagranesi,
Skosku ref-
irnir una vei
sínum hag
Grenivík 1. febrúar
REFIRNIR sem komu í Grá-
vörubúið, á Grund og Lóma-
tjörn virðast hafa tekið um-
skiptunum vel, því ekkert ein-
asta dýr hefur misfarist.
Refunum líkaði fóðrið mjög
vel og átu upp strax það sem þeim
varskammtað. Fjórða refabúið er
á Sólbergi á Svalbarðsströnd og
mun ganga jafnvel með refina þar
og í Grýtubakkahreppi. Pörun fer
fram í mars og gjóta læðurnar i
sumar. Þar sem þær eru allar
ungar að árum geta þær verið
seinni til en fullorðnar læður. P.
af Jóhanni Friðgeirssyni frá
Dalvík, sem er tamningamaður
á Hólum. Vænta forráðamenn
sambandsins sér mikils af þess-
um gæðingum, Frey og Fáfni.
Læknar til
Ólafsfjarðar
f BYRJUN þessa mánaðar
kom til starfa í Ólafsfirði
Snorri Ólafsson læknir og
verður hann þar í a.m.k. sex
mánuði eða til mánaðamóta
júlí/ágúst 1980.
I lok janúar kom tannlæknir
frá Akureyri til Ólafsfjarðar og
verður hann í hálfan mánuð. í
febrúar og mars koma a.m.k. 2
aðrir tannlæknar og verða þeir
hvor um sig í hálfan mánuð. Er
ætlunin að þeir sinni einkum
skólabörnum. í júlí er síðan
væntanlegur tannlæknir til
a.m.k. 4ra mánaða dvalar. Ver-
ið er að kaupa nýtt röntgentæki
fyrir tannlæknastofuna auk
ýmissa smátækja.
Reykskynjarar
BRUNAVERÐIR á Akureyri
hafa fengið reykskynjara frá
Landssambandi Slökkviliðs-
manna. Þeir eru til sölu hjá
brunavörðum. Norðlendingar
eru hvattir til að setja upp reyk-
skynjara í húsum sínum — það
getur borgað sig, svo ekki sé fastar
að orði kveðið.
Leiguíbúðir
á Grenivík
Grýtubakkahreppur hefur fengið
heimild til að byggja eina leigu-
og söluíbúð. Fljótlega verður
auglýst eftir kaupanda.
Búnaðarþing
BÚNAÐARÞING verður sett af
formanni Búnaðarfélags íslands,
Ásgeiri Bjarnasyni kl. 10.00
fimmtudaginn 14. febrúar.
Fundir Búnaðarþings verða í
Bændahöllinni
Trúnaðarmanna-
námskeið
í GÆR hófst á Akureyri nám-
skeið fyrir trúnaðarmenn á
vinnustöðum. Námskeiðið er
haldið af M.F.A. og Alþýðusam-
bandi Norðurlands. Það er haldið
samkvæmt ákvæðum í kjara-
samningum frá 1977, þarsem gert
er ráð fyrir því að trúnaðarmenn
geti einu sinni á ári sótt námskeið
til að afla sér þekkingar um starf
sitt í eina viku, án þess að dag-
vinnulaun skerðist. Gert er ráð
fyrir að þátttakendur verði á bil-
inu 20-30.