Dagur - 05.02.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 05.02.1980, Blaðsíða 8
DAGUR RAFGEYMAR i BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Hrafnagils- og Öngulsstaðahreppur: Ná tillögurnar fram að ganga? NÚ LIGGUR fyrir hjá stjórn- völdum til ákvörðunar tillaga um lagningu jarðsíma á þessu Atvinnulíf að færast í rétt horf Grímsey 31. janúar. JANÚARMÁNUÐUR er yfir- leitt með rólegra móti hér í Grímsey, en nú er atvinnulífið að færast í rétt horf. Hér eru nú gerðir út fjórir 11 tonna bátar og hafa þeir nú allir hafið neta- veiðar. Afli hefur verið tregur til þessa, en vonir standa til að úr fari að rætast. Nú er verið að leggja síðustu hönd á nýja saltfiskverkunarhúsið, sem veldur gjörbyltingu í fiskverk- un. Ef útgerð eykst hins vegar eins og gerst hefur nú, verður húsið trúlega fljótt of lítið. Grímseyingar eru nú orðnir 106 að tölu, fjölgaði um 5 á síðasta ári. Langt er síðan svo margir hafa búið í Grímsey. Hér áður fyrr voru Grímseyingar á annað hundraðið, eða milli 130 og 140 á árunum 1920-30. Á stríðsárunum fækkaði hins vegar mjög og íbúatalan datt niður í um 50 manns. Á síðustu árum hefur ungu fólki fjölgað mikið í eynni. Ef ekki hefði verið skortur á húsnæði, hefði fjölgunin orðið mun örari. Nú eru 10-11 ný eða nýleg íbúð- arhús í Grímsey, en aðeins eitt var fullklárað á síðasta ári. Þegar losn- ar húspláss er fólk ævinlega komið í það með það sama. Samgöngurnar eru í góðu lagi. Flugfélag Norðurlands er með áætlunarferðir tvisvar í viku allan (Framhald á bls. 7). ári í Hrafnagilshrepp og hluta Öngulsstaðahrepps, sem eftir er frá fyrri framkvæmdum og í framhaldi af þvi, að setja upp á næsta ári sjálfvirka símstöð í skólahúsið að Hrafnagili. Þessi framkvæmd er áætluð að kosti um 130 m. kr. þar af er jarð- símakerfið um 60 m. kr. Kostnaður við framkvæmdir í Saurbæjarhreppi er áætlaður um 120 m. kr., en sú áætlun hefur enn ekki verið lögð fram, en ráðgera má, að það teljist eðlilegt að leggja hana fram þegar búið er að taka ákvörðun um Hrafnagils- og Öng- ulsstaðahrepp. Ef áætlunin um framkvæmdir í Hrafnagils og Öngulsstaðahreppi verður ákveðin, eru hugmyndir í athugun um að leggja símstöðina í Saurbæ niður og tengja notenda- símann til Akureyrar við sólar- hringsþjónustu, en það mundi bæta símaþjónustuna þótt eitthvað dragist að lagður yrði jarðsími í Saurbæjarhreppi og símar tengdir við sjálfvirkni að Hrafnagili. Sjá nánar bréf frá umdæmis- stjóra á auglýsingasíðu. Þeir voru að sprauta á svellið á tjörninni við Drottningarbraut, þegar á.þ. tók þessa mynd í gær. A tjörninni er gott svell. Sérleyfið Ólafsfjörður-Akureyri: Sérleyfishafinn biður um aðstoð AÐ UNDANFÖRNU hefur verið nokkur óvissa um fram- hald aksturs sérleyfishafa sem ekur milli Ólafsfjarðar og Ak- Fundu kindur í óbyggðum Hclluvaði í Mývatnssvcit 1. febrúar. FYRIR skömmu fóru bændur austur á Glæður og þar fundu þeir tvær kindur. Áður höfðu björgunarsveitarmenn farið í Herðubreiðarlindir á tveimur bílum og fundið þrjár kindur. Einhvers staðar í óbyggðum er folald sem kemur frá Möðrudal. Um daginn sáu menn spark eftir það hjá Hrossaborg, en sjálft fol- aldið hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit. Folaldið var tekið undan merinni í haust og hefur tryllst. Nokkrum dögum síðar sást það vestan við Jökulsá, en ekkert síðan. Helst halda menn að það sé á leið niður með Jökulsá. Um síðustu helgi var haldið þorrablót og árshátíð Kísil- iðjunnar verður í kvöld. Nú er á vegum Ungmennafélagsins Mý- vetni, gur verið að setja upp leik- ritið Óvænt heimsókn. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Frumsýning verður í þessum mánuði. Mývetningar tefla mik- ið. Hér er alltaf hópur manna sem kemur reglulega saman og teflir. Mót hafa þó ekki verið haldin. I. J. ureyrar. Þar sem mikið tap hefur verið á rekstum telur sérleyfis- hafi sig ekki geta haldið áfram rekstri nema þau sveitarfélög, hverra íbúar njóta þjónustunn- ar, styrki sérleyfið í mjög aukn- um mæli. Sveitarfélögin sem hér um ræðir eru auk Ólafsfjarðar- bæjar, Dalvíkurbær, Svarfaðar- dalshreppur, Árskógshreppur og Hríseyjarhreppur. Vonast er til að samkomulag ná- ist milli sveitarfélaganna og sér- leyfishafans um áframhald ferða. Reiknað er með óbreyttri tíðni ferða. Sveitarfélögin setja hins vegar skilyrði um að bifreiðakostur verði bættur. Ennfremur að fyrr verði farið af stað frá Ólafsfirði eða kl. 8.30, þannig að fólk hafi rýmri tíma til erindreksturs á Akureyri. Þá er gert ráð fyrir að feðir til Siglufjarðar yfir sumarið falli nið- ur. Mikilvægt er að þeir sem panta sér far með rútunni frá Ólafsfirði láti vita ef þeir hætta við farið, þar sem mjög bagalegt er fyrir sérleyf- ishafa að koma hingað að óþörfu. Þá hefur verið lögð áhersla á það, að sérleyfishafi láti vita ef hann hættir við að koma hingað að morgni vegna ófærðar eða veðurs, þannig að væntanlegir farþegar þurfi ekki að bíða í óvissu. Reiknað er með að greiðslur frá Ólaffjarð- arbæ verði um kr. 200.000 á mán- uði til að byrja með. Grettir mokaði upp 36 þúsund rúmmetrum DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir er á förum frá Siglufirði, en skipið hefur mokað upp um 36 þúsund rúmmetrum úr höfninni. Dýpkað var umhverfis nýju tog- arabryggjuna og einnig var mokað upp úr bátadokkinni. Togarabryggjan hefur ekki ver- ið formlega opnuð, en loðnuskip og önnur stærri skip geta nú legið hvar sem er við hana. Heimamenn höfðu vonað að M Grettir hefði vetursetu á Siglufirði, en sú von varð að engu því fréttir hafa borist um að skipið eigi að fara til Húsavíkur. Ástæðan fyrir von heimamanna er sú, að best er að rífa gömlu bryggjurnar af sjó og Grettir er hentugur til þess verks. Fréttaritari blaðsins á Siglufirði sagði að Siglfirðingar væru mjög ánægðir með veru skipsins til þessa því dýpkunin hefur gengið mjög vel og ættu skipverjar Grettis hrós skilið fyrir góða frammistöðu. Loönuveiðamar ganga vel — löndunarbiö er vfða cins og gerist þegar bátarnir em fljótir aö fylla sig. Hér má sjá bát að landa loönu á Vopnafirði þann 28. janúar sl., en þann dag höfðu fimm bátar landað loðnu á Vopnafirði. Ljósm. Dagur - RH. Vopnafirði. Mývatn: Netaveiði hafin Helluvaúi Mývatnssvcit 1. fcbrúar. 1 GÆR var byrjað að leggja net í Mývatn. Vatnið hefur verið friðað frá 1. september. Árang- urinn hefur ekki enn komið í ljós, en tæplega ástæða til að ætla annað en aflinn verði góð- ur. I. J. O HS % Kreditkort f framhaldi af umræðum í fjölmiðlum undanfarnar vikur um kreditkort er ekki úr vegi að skýra frá því, að sænsku samvinnufélögin eru nýbúin að taka í notkun slík kort fyrir félagsmenn sína. Þessi kort gilda í viðskiptum víð sænsku kaupfélögin, og hugmyndin er að þeim fylgi engin aukaútgjöld, hvorki fyrir neytendur né fyrirtækin. Hins vegar mun hver hand- hafi slíks korts eiga sér tölvufærðan reikning, og út- lánsvextfr verða reiknaðir frá úttektardegi af hverri færslu. Þessum vöxtum er ætlað að standa undir kostnaðinum við notkun kortanna. Sömu- leiðis geta neytendur lagt fé inn á reikninga sína, og eru þeim þá á sama hátt reiknaðir innlánsvextir á móti af öllum innistæðum. Víðar í ná- grannalöndunum munu sam- vínnufélög nota þetta greiðslufyrirkomulag, m.a. hafa bresku kaupfélögin not- að kreditkort frá árinu 1972. % Ný skrif- stofu- bygging við Holtagarða? Samband ísl. samvinnufé- laga hefur nú sótt um það til borgaryfirvalda að fá að reisa skrifstofubyggingu þeim megin við Holtagarða sem snýr að Kleppsvegi. Ef af verður, munu höfuðstöðvar Sambandsins það verða þar í framtíðinni. Sambandshúsið við Sölvhólsgötu er fyrir löngu orðið og lítið til að rúma allar skrifstofur Sam- bandsins, enda eru þær nú á a.m.k. sex stöðum í borginni sem skapar margs konar óhagræði. Stjórnarráðið éynt áhuga á því að fá Sambands- húsið keypt fyrir starfsemi ríkisstofnana, sem eru þar í aðliggjandi byggingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.