Dagur - 05.02.1980, Blaðsíða 7
Leikrit æft
á Hvammstanga
Hvammstanga 30. janúar.
— LEIKFLOKKURINN á
Hvammstanga er nú að æfa
leikritið „Sunneva og sonur
ráðsmannsins“ eftir Rögnvald
Egilsson. Það var frumflutt á
Egilsstöðum s.I. vor, en fyrsta
sýning á Hvammstanga er fyrir-
huguð 20. febrúar.
Leikritið fjallar um svokallað
Sunnevumál, sem upp kom austur
á fjörðum 1739 og stóð til 1757.
Fjórtán hlutverk eru i leikritinu,
sem 11 leikarar fara með. Leikstjóri
er Þröstur Guðbjartsson. P. M.
Bókauppboð
í Varðborg
FJÓRÐA bókauppboð Jóhannesar
Óla Sæmundssonar verður í Hótel
Varðborg á Akureyri laugardaginn
9. febrúar og hefst kl. 15.30. Þar
verða á boðstólum m.a. þessar
bækur: Ferðabœkur Vilhjálms
Stefánssonar, óbundnar. Skrifuð
Annálsbók, líklega 1-200 ára gömul
(innb.). Þorlákskver (Nokkur ljóð-
mæli) 1836. Sálmar og kvœði
Hallgr. Péturssonar 1852. Þjóðsög-
ur Ólafs Davíðssonar I-III., ib.
Hausbók 1892-96. ób. Fagurt er í
Fjörðum, ób. Einokunarverslun
Dana á Islandi, ib. Grimbergs
Verdenshistorie I-XVI. Jörð I-IX.
Kvennafrœðarinn 1891. Heljarslóð-
arorrusta 1893. Kvœði Bjarna
Thorarensen 1884, ib., Einars H.
Kvaran og Gísla Brynjólfssonar.
Sálma- og bœnakver 1824. Mynsters
hugleiðingar. Heima og erlendis
(ljóð) e. Guðm. Magnússon. Gullna
hliðið 1941 í forl.b. Bragi 1. og 4. h.
Horfnir góðhestar I. í forl.b. ísl.
þœttir Tímans I-VI, ib. Sunnud.bl.
Tímans I.-XIII, ib. Grafir og grónar
nistir. Alls um 160 númer.
(Fréttatilkynning)
— Grímsey ...
(Framhald af bls. 8).
ársins hring og Drangur tvisvar í
mánuði yfir vetrartímann, en tvis-
var í viku á sumrin vegna ferða-
fólksins. Stundum koma fiskitöku-
skip, en Drangur flytur mikið af
saltfiskinum til lands.
Grímseyingum finnst það órétt-
látt, að þurfa að greiða langlínu-
gjald fyrir allar símhringingar til
lands. Mikil samskipti eru við Ak-
ureyri t.d., og símareikningar mjög
háir. S. S.
— Jómfrúrræða ...
(Framhald af bls. 5).
fyrir styttingu niður í 21 ár, það er
um 5 ár frá því sem nú væri. Síðan
sagði Guðmundur:
„Nú kann að vera, að einhverj-
um finnist hér vera keimur af yfir-
boðum. Hækkun lána, aðlögunar-
tími styttur, vextir lækkaðir, láns-
tíminn lengdur, en svo tel ég þó
ekki vera. Ég tel, að allt séu þetta
óhjákvæmilegar aðgerðir og sjálf-
sagðar. Með þessu drögum við úr
þeirri spennu, sem nú ríkir í hús-
næðismálum, við hægjum hraðann
og komum á meira jafnvægi. Með
því drögum við einnig verulega úr
hraða verðbólgunnar, ef rétt er á
málum haldið. Og það verðum við
að viðurkenna, að öll sú spenna og
það kapphlaup, sem nú ríkir í hús-
næðismálum er stór liður í verð-
bólguvandanum. Farsæl lausn
þessara mála er því einn veigamik-
ill þáttur í lausn efnahagsvandans,
sem nú er við að etja.“
AU6LÝSIÐ1DEGI
Opiðhús
er að Hafnarstræti 90
öll miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.30.
Spil — Tafl — Umræður
Sjónvarp á staðnum
Lesið nýjustu blöðin
Kaffiveitingar
Allir velkomnir
Framhaldsaðalfundur
Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda verður
haldinn laugardaginn 16. febrúar n.k. að Hótel
K.E.A. kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Aðild grásleppusjómanna.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Atvinna
Viljum ráða sem fyrst starfsmann (karl eða konu) til
afgreiðslustarfa í nýrri sérverslun, með fjölþættum
tómstundavörum o.fl.
Þeir sem vildu sinna þessu sendi umsóknir sínar
um starfið í þósthólf 32, Akureyri fyrir 10. febrúar
n.k.
Starfskraftur í mötuneyti
Vegagerð ríkisins óskar eftir að ráða verkstjóra í
mötuneytið að Miðhúsavegi 1.
Umsóknum skal skila til Vegagerðar ríkisins, Mið-
húsaveg 1, Akureyri, fyrir 20. febrúar.
Upplýsingar í síma 21700.
Hestur í óskilum
Að Höskuldsstöðum í öngulsstaðahreppi er brúnn
þriggja vetra hestur í óskilum, mark alheilt hægra,
bragð aftan vinstra. Sími um Munkaþverá
Skíðaskólinn
Hlíðarfjalli
Þínir peninpar
erumeira viróií
KJORMARKYÐH^
Ný námskeið hefjast á hverjum mánudegi.
Uþþlýsingar á Skíðastöðum og í símum 22930 og
22280.
Hraðbátur
Til sölu er 17 feta langur trébátur með 45 hestafla
Chrisler mótor, keyrður í 10 klukkustundir.
Upplýsingar í síma 91-40736 eftír kiukkan 17.
Húsnæði til leigu
Til leigu í Gránufélagsgötu 4, á annarri hæð, 185
fermetra húsnæði (einn salur). Til greina kemur að
leigja út í minni einingum.
Upplýsingar gefur Jón M. Jónsson, sími 23599 og
24453.
TOTO súpur í bréfum, m. teg.
TORO pottréttir í bréfum, m. teg.
TORO sósur í bréfum, m. teg.
HRÍSALUNDI 5
Aðalfundur
Sveinafélags járniðnaðarmanna, Akureyri verður
haldinn að Hótel K.E.A. laugardaginn 9. þ.m. og
hefstkl. 13.30.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Kosning í iðnráð.
4. Kjaramál.
5. önnur mál.
Mætið stundvíslega.
STJÓRNIN.
Aðdráttarlinsa
töpuð
FYRIR allnokkru tapaðist hér í
bæ mjög vönduð aðdráttarlinsa
fyrir Nikon myndavél. Linsan er
af gerðinni Nikkor 500 mm,
spegillinsa. Þeir sem geta gefið
upplýsingar um linsuna geta
snúið sér tii ritstjórnar Dags.
Fundarlaunum er heitið.
uci 191 aani j
stuohimáó
sterku Dlao
i noróan Umds DAGUR
DAGUR.7