Dagur - 05.02.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 05.02.1980, Blaðsíða 6
Lionsklúbburinn Hængur. — Fundur n.k. fimmtudag kl. 19.15 íH-100 Lionskúbburinn Huginn. — Fundur að Hótel K.E.A. fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12.15. Aðalfundur Náttúrulækninga- félags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl. 2 síðd. í kaffi- stofu Amaró. Mætið vel og takið með nýja félaga. Stjórnin. I.O.O.F. 2 —161288'/2 □ RÚN 5980267 — 1 Erl. Konur í styrktarfélagi Vangef- inna fundur á Sólborg mið- vikudaginn 13. febrúar kl. 20.20 Aðalfundur-Þorra- matur. Stjórnin. Svalbarðskirkja. Guðsþjónusta sunnudaginn 10. febrúar n.k. kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Lögmannshlíðarkirkja. Messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30 B. S. Möðruvaliaklausturprestakall. Guðsþjónusta í Glæsibæ n.k. sunnudag 9. febr. kl. 2 e.h. Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjónustu. Sóknar- prestur. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. öll börn velkomin. Sóknarprestar. Akureyrarkirkja messað n.k. sunnudag kl. 2 Biblíudagur. Sálmar 288, 166, 369, 295, 9. P.S. Takið eftir. Spilakvöld hjá Sjálfsbjörg í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 7. febrúar n.k. kl. 8.30 síðd. Allir velkomnir. Stjórnin. Kristniboðshúsið Zfon. Sunnu- daginn 10. febr. n.k. Sunnu- dagaskóli kl. 11. oo f.h. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4.00. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Reynir Hörgdal. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 10. febr. kl. 13.30 sunnudagaskóli. kl. 17 al- menn samkoma. Mánudag- inn 11. febr. kl. 16 heimilis- samband. Þriðjudaginn 12. febr. kl. 20.30 Hjálparflokk- ur Ath. 10-18. febr. Barna- vikan. Barnasamkomur hvern dag kl. 17.30. Fjöl- breytt dagskrá. Allir krakkar velkomnir. Fósturmóðir mín ÓLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, fyrrum húsfreyja Árgerði, Saurbæjarhreppi, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfararnótt 31. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar láti Elliheimili Akureyrar njóta þess. Aðalheiður Axelsdóttir. Við þökkum af alhug auðsýnda vináttu og hluttekningu við andlát og útför ÞURÍÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Svalbarði í Þistilfirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. Minning Kristján Pétursson DAGUR. Hr. Ritstjóri: Hermann Sveinbjörnsson. Tryggvabraut 12. 600 Akureyri. Athuasemd varðandi grein í Degi 24. 01 ’80 undir yfirskrift.: „Saurbæjarhreppur: Símamál í ólestri. í þessari grein kemur fram ábending frá Svanlaugi Einarssyni bónda, eins og segir í greininni;, að það geti tekið óeðlilega langan tíma að ná sambandi við símstöðina i Saurbœ, jafnvelþó reynt sé á auglýstum afgreiðslutíma, sem eru sex stundir á dag. Hrepps- nefndin hefur reynt að fá úrbœtur, en ekki þokast til betri vegar. “ Hér virðist vera um einhvern misskilning að rœða og œtla égþví hér á eftir, að veita upplýsingar, sem ég vœnti að megi verða tilþess að leiðrétta þennan misskilning. í fyrirspurn til varðstjóra landsímaafgreiðslunnar hér á Akur- eyri hafa þeir tjáð mér, að símstöðin í Saurbœ sé alltaf inni á afgreiðslulima og hafa engar kvartanir borist þar um. Ennfremur að stöðin óski iðulega eftir afgreiðslu utan auglýsts afgreiðslutíma ogsé hún veitt. Stöðvarstjórinn í Saurbœ hefurjafnframt tjáð mér, að engar kvartanir hafi borist frá hreppsnefnd um, að illa sé svarað á auglýstum afgreiðslutíma. Mér er hinsvegar kunnugt um, að oddvitar hafa fyrir hönd hreppsnefnda í fram Eyjafirði margsinnis óskað eftir úrbótum í símamálum með hliðsjón af handvirka símakerfinu og hins stutta afgreiðslutíma. En þeir hafa aldrei kvartað nema síður sé undan þjónustu, sem starfsfólk þessara stöðva hefur veitt á afgreiðslutima, en hinsvegar bent á, að iðulega fái þeir afgreiðslu utan tíma. Ég vil vekja athygli á þvi, að stjórnvöld hafa aldrei œtlaðpóst og simamálastofnuninni að reka öryggisþjónustu á símstöðvum, sem eru opnar skemur en 24 klst. á sólarhring og símataxtar ekki við það miðaðir. Hinsvegar hafa stjórnvöld ákveðið sólarhringsþjón- ustu á tiltölulega fáum landsímastöðvum á landinu og frá upphafi landssímans, hefur það œtíð viðgengis, að oddvitar hafa samið sérstaklega við hlutaðeigandi símstöðvarstjóra um að svara neyð- arhringingum utan þjónustutíma frá notendum handvirkra síma, sem stöðinni tilheyrðu og hefur stofnunin þá lagt til nauðsynlegan búnað að kostnaðarlausu. Hefur þetta fyrirkomulag gefist vel eftir atvikum við þœr ófullkomnu aðstœður, sem handvirku símakerfi fylm- í beinu framhaldi af fjölgun landsímastöðva með sólarhrings- þjónustu hefurpóst og simamálastofnunin unnið markvisst aðþví, að leggja handvirku símstöðvarnar niður og tengja handvirka síma við símstöðvar með sólarhringsþjónustu og má í því sambandi nefna símstöðvar eins og Skóga í Fnjóskadal og Bœgisá í Öxnadal þar sem simar notenda voru tengdir tilsimstöðvarinnar á Akureyri og nú siðast voru simstöðvarnar Lindarbrekka og Hafrafellslunga í Öxarfirði lagðar niður í þessum mánuði og um 70 notendasimar tengdir til símstöðvarinnar á Húsavik. í fram Eyjafirði hefur þetta verið meiri erfiðleikum bundið og áœtlaðar framkvœmdir dýrar, en nú liggur fyrir hjá stjórnvöídum til ákvörðunar tillaga um lagningu jarðsíma á þessu ári í Hrafna- gilshrepp og hluta Öngulsstaðahrepps, sem eftir er frá fyrri fram- kvcemdum og í framhaldi af því, að setja upp á nœsta ári sjálfvirka símstöð í skólahúsið að Hrafnagili. Þessi framkvœmd erácetluð að kosti um 130 m. kr. þar af er jarðsímakerfið um 60 m. kr. Koslnaður við framkvœmdir í Saurbcejarhreppi er áœtlaður um 120 m. kr., en sú áœtlun hefur enn ekki verið lögð fram, en ráðgera má, að það teljist eðlilegt að leggja hana fram þegar búið er að taka ákvörðun um Hrafnagils og Öngulsstaðahrepp. Ef áœtlunin um framkvœmdir í Hrafnagils og Öngulsstaða- hreppi verður ákveðin, eru hugmyndir í athugun um að leggja símstöðina í Saurbce niður og tengja notendasímana til A kureyrar við sólarhringsþjónustu, en það mundi bceta símaþjónustuna þótt eitthvað dragist að lagður yrði jarðsími í Saurbcejarhreppi og símar tengdir við sjálfvirkni að HrafnagiH. A rsœll Magnússon, umdœmisstjóri Pósts og síma, Akureyri. „Það sem við getum gertfyrir þig“ er heiti á bæklingi sem Félags- málastofnun Akureyrar hefur gefið út og dreift meðal bæjar- búa. 1 bæklingnum eru nákvæm- ar upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar eins og kaflaheit- in gefa hugmynd um: Dagvistun bama, Ráðgjöf - aðstoð, Heimil- isþjónusta, Félagsstarf fyrir ald- raða og Leiguhúsnæði. Prent- smiðja Björns Jónssonar prent- aði, en hönnun annaðist Teikni- stofan Delfi. Félagsmálastofnun Akureyrar á þakkir skyldar fyrir framtakið - mættu fleiri bæjar- stofnanir upplýsa hvað þær hafa á sinni könnu. Þann 2. desember s.l. andaðist að heimili sínu, Litluvöllum í Bárðar- dal, Kristján Pétursson bóndi þar. Fæddur var hann 9. október 1902. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Jónsson Þorkelssonar, sem síðast búskapar síns bjó á Jarlsstöðum hér í sveit og Rósa Tómasdóttir Frið- finnssonar á Litluvöllum. Tómas var afburðamaður á jám og annan málm, en stundaði jafnframt bú- skap frá 1862-1890. Foreldrar Kristjáns, Pétur og Rósa, hófu bú- skap á hálflendu Litluvalla á móti Sigurtryggva bróður hennar 1905 og bjuggu í tvíbýli við Tryggva til ársins 1920. Það ár lést Pétur, eftir erfið veikindi. Rósa heldur áfram búskap með syni sínum Kristjáni til ársins 1928 að Kristján tekur við búsforráðum. Hann kvæntist Eng- ilráð Ólafsdóttur frá Dúki í Sæmundarhlíð f. 23. mars 1933. Þau eignuðust tvo sonu, Pétur og Unnstein Ólaf, sem lést ungur að árum. Engilráð andaðist 8. desem- ber 1964. Síðan hafa feðgamir rek- ið búskapinn saman tveir einir. Kristján var hinn mesti léttleika- maður að hverju sem hann gekk og drengur hinn besti, fjármaður góð- ur og í allri umgengni og svo var um samvinnu þeirra feðga, sem var með ágætum. Á uppvaxtarárum Kristjáns var þannig háttað að margt fólk var á heimiium, stórar fjölskyldur og einnig vandalaust fólk. Það var því góður félagsandi ríkjandi og góð þátttaka í félagsstarfi engu minni en nú, þrátt fyrir þær aðstæður sem voru, engir vegir og óbrúuð vötn. Þrátt fyrir þessa annmarka sótti fólkið samkomur sínar oft á „tveim jafnfljótum" eins og sagt var. Kristján tók góðan þátt í öllu slíku. Það var sjáanlegt þeim, sem þessi fátæklegu kveðjuorð vill flytja, og leit heim til hans á s.l. vori að þrátt fyrir þann aldur sem orðinn var þungur á hans herðum, hélt hann lífsgleði sinni. Samfylgdina vil ég þakka honum og æskuminningamar, og þar veit ég mig mæla fyrir munn minna nánustu, lífs og liðna. ÞJ- BLÓT MEÐ HEFÐ- BUNDNUM HÆTTI Gunnarsstöðum i Þistilfirði I. fcbrúar. TÍÐARFAR hefur verið frekar gott undanfarið. Að vísu hefur verið nokkur föl á jörðu að und- anförnu, en ekki til trafala. Þrjú skip hafa nú þegar landað loðnu á Þórshöfn. Bátarnir eru byrjaðir að afla í net. Um helgina var haldið þorrablót með hefð- bundnum hætti — áti og heima- tilbúnu gríni. Hér hvílir ró og friður yfir öllu og þrátt fyrir allt líður mönnum ágætlega, — a.m.k. þeim sem hafa sæmilegan frið í sálinni. Það held ég að flestir hafi hér. Ó. H. Mynd úr sögu Menntaskólans Þessi mynd er tekin 1930 á Möðruvöllum. Á henni eru Snævarr. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hina á mynd- nokkrir gamlir gagnfræðingar og hafa eftirtaldir menn verið inni eru beðnir að hafa samband við Tómas Inga Olrich, nafngreindir: 1. frá vinstri er Páll Skúlason, 2. f.v. Jón konrektor M.A. eða ritstjórn blaðsins. Kristjánsson, 4. f.v. Oddur Kristjánsson og 5. f.v. Valdimar J 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.