Dagur - 14.02.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 14.02.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR ■X- SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, fimmtudagur 14. febrúar 1980 11. tölublað Húsabakkaskóli: L Sambandslaust við skólann í tólf tíma á sólarhring V r'v^a ! \ ■ \ * . ✓ ii ; i 'i UM MARGRA ára skeið hefur ríkt algjört ófremdarástand í símamálum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Að sögn skóla- stjórans, Heimis Kristinssonar, er hægt að hringja til og frá skólanum milli klukkan 09 til 21 virka daga en yfir nóttina er ekkert hægt að hringja. Á áætl- un er að leggja jarðsíma um Svarfaðardal í sumar, en meðan fjárlög eru óafgreidd er ekki hægt að segja hvort umrædd framkvæmd verður að veruleika á þessu ári. Heimir Kristinsson sagði að Flugfélag Norðurl: Fljúga aftur til Kópaskers á föstudögum „NÚ ERUM við búnir að bæta við einni ferð til viðbótar hinum tveimur til Kópaskers. Þetta er gert í samræmi við óskir íbúanna á Kópaskeri,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri F.N. Þriðja ferðin er flogin til Kópa- skers á föstudögum. Flugvélin fer frá Akureyri klukkan 12.30, kemur til Kópaskers klukkan 13.05 og fer þaðan til Raufarhafnar og aftur til Akureyrar. Flugfélag Norðurlands flýgur einnig á mánudögum og fimmtudögum. Þá er flogið frá Akureyri á sama tíma. sjálfvirkir símar væru komnir á bæi skammt frá skólanum, nánar til- tekið á Laugarstein og Jarðbrú, en það væri samt sem áður lífsspurs- mál fyrir skólann að þar væri sími sem væri opinn allan sólarhringinn. „Við áttum að fá sjálfvirkan síma síðastliðið sumar, en hann er ekki enn kominn. Yfir vikuna erum við með um 40 böm á staðnum í heimavist og á heimilum kennara. Vissulega getum við farið á næstu bæi í neyðartilfellum, en þess ber að minnast að ekki er langt síðan sjálfvirkur sími kom í Jarðbrú og Laugarstein," sagði Heimir. Vegna þess að ekki hefur fengist sjálfvirkur sími í skólann varð það að ráði að skólinn keypti tvær tal- stöðvar. önnur var sett upp í skól- anum, en hin fór í skólabílinn svo hægt væri að hafa samband við hann þegar þungt væri færi. Tal- stöðin í skólanum hefur einnig verið öryggistæki í skólanum og einu sinni var t.d. náð í lækni á Dalvík í gegnum stöðina. Sambandsskortur við umheim- inn hefur ekki komið sér illa í sam- bandi við slys og þ.h., en Heimir sagði að vissulega hefði þetta ást- and í símamálum oft verið til baga. „Það er einstakt lán að þetta hefur ekki komið sér verr en raun ber vitni.“ „Ég vil taka það fram að sím- stöðvarstjórinn á Dalvík hefur gert það sem í hans valdi hefur staðið til þess að fá málið leyst. Hins vegar hefur hann og hans yfirmenn á Akureyri ekki haft aðstöðu til þess vegna fjárskorts," sagði Heimir að lokum. Langbesta vertíðin til 11.500 lestir nú, 4.400 lestir í fyrra KROSSANESVERKSMIÐJ- AN er nú búin að taka á móti 11.500 lestum af loðnu. Á sama tíma í fyrra hafði verksmiðjan tekið á móti 4.400 lestum. Pétur Antonsson, forstjóri Krossa- nessverksmiðjunnar, sagði í við- tali við Dag, að þetta væri lang- besta vertíðin til þessa fyrir verksmiðjuna, bæði hvað varð- aði haust- og vetrarvertíð. Loðnuveiðarnar voru stöðvaðar á hádegi í gær, svo sem kunnugt er, en ákvörðun um veiðar til hrogna- töku eða frystingar verður tekin síðar. Pétur sagði, að búast mætti við að eitthvað smávegis bættist við af hráefni. Búið yrði að bræða allt eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Um ástæðuna fyrir því, að miklu meiri loðna hefði borist á þessari vertíð, heldur en áður, sagði Pétur, að loðnugangan hefði hagað sér allt öðruvísi í vetur heldur en endra- nær. Hún hefði haldið sig mun lengur fyrir Norðurlandi. I fyrra hefði t.d. engin loðna borist til verksmiðjunnar eftir 26. janúar, enda hafi gangan þá verið komin austur fyrir Langanes. Ef ekki hefði verið stöðvað núna, hefði mátt bú- ast við því að fá hráefni í a.m.k. hálfan mánuð til viðbótar. Miklar framkvæmdir við F.S.A. Vona að tengibyggingin verði tilbúin í ár“ segir framkvæmdastjóri F.S.A. jj NÚ ER UNNIÐ að byggingu gas- og súrmiðstöðvar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Byggingafyrirtækið Aðal- geir og Viðar hefur tekið að sér, samkvæmt samningi, að byggja húsið fyrir rúmar 57 milljónir króna. Að sögn Ásgeirs Höskuldssonar, framkvæmdastjóra F.S.A. verður byggingin notuð til geymslu á súr- efni, en mörg undanfarin ár hefur eldvarnareftirlit Akureyrar krafist þess að slíkri súrefnismiðstöð væri komið upp. Gert er ráð fyrir að byggingin verði tekin í notkun um mitt þetta ár. Um þessar mundir er unnið við innréttingar á hluta nýju þjónustu- byggingarinnar, sem hefur verið í byggingu síðan 1976, og gert er ráð fyrir að hægt sé að taka í notkun haustið 1981. f því húsi verður skurðdeild, gjörgæsludeild og sótt- hreinsunardeild. Ennfremur er spennistöð og ýmis tækjabúnaður í húsinu. Aðalverktaki við að inn- rétta þennan hluta þjónustubygg- ingarinnar er Smári h/f. Unnið er að hönnun tengibygg- ingar sem á að tengja þjónustu- bygginguna við spítalann. Að þess- ari hönnun vann Teiknistofa Gunnars og Gauta og hefur hún þegar skilað byggingarnefndar- teikningum og nefndin samþykkt þær. Embætti Húsameistara ríkis- ins mun ljúka arkitektateikningum, en verkfræðistofur Jóhanns Ind- riðasonar, Reykjavík og Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen á Akureyri munu gera verkfræði- teikningar. „Ég vonast til að útboðsgögn verði til í apríl og bygging hússins boðin út þá þegar svo takast megi að gera húsið fokhelt í ár,“ sagði Ásgeir Höskuldsson. „Bygging þessa húss er forsenda þess að hægt sé að taka í notkun áðurnefndar deildir í þjónustubyggingunni.“ Pétur sagði að vinnslan hefði gengið nokkuð vel í vetur og ver- tíðin kæmi nokkuð vel út fyrir verksmiðjuna. Ekki sakaði að verð á mjöli og lýsi hefði verið hagstætt. Varðandi stöðvun vertíðarinnar nú, sagðist Pétur hallast frekar að skoðun sjómannanna, í þessu ákv- eðna tilviki. Hins vegar yrðum við að fara mjög varlega. Eitthvað hefði e.t.v. mátt veiða meira. Hrossabeit ágæt og afli góður Sauðárkróki 12. febr. VEÐÚR HAFA verið frábær- lega góð og stillur allan þorr- ann. Jörð er snjólaus að kalla og hrossabeit ágæt. Menn þurfa ekkert að gefa stóðinu. Það hefur tiðkast undanfarin ár hér og í vaxandi mæli að menn rýi fé að vetrinum og hjá allmörgum hófst rúningur um mánaðamót. Togaramir hafa aflað mjög vel að undanförnu. Drangey og Skapti lönduðu fyrir helgina. Drangey 165 tonnum og Skapti 120. Hegranesið kom til hafnar í gær með 160 tonn. Stórglæsileg ferðagetraun Sá sem leysir 10 myndagátur á kost á ferðavínningi að verðmæti hálf milljón! DAGUR hefur ákveðið að efna til verðlaunamynda- gátu, í samvinnu við Ferða- skrifstofuna ÚTSÝN. Aðalvinningur verður stór- glæsileg utanlandsferð, að verðmæti 500 þúsund krónur. Tíu gátur verða birtar og síðan verður dregið úr réttum lausnum. Þeir sem vilja eiga möguleika á hálfrar milljónar króna vinningnum, verða að skila réttum lausnum við öll- um gátunum. Einnig verða veitt smærri verðlaun fyrir hverja gátu fyrir sig, og þurfa lausnir að berast ekki síðar en hálfum mánuði eftir birtingu. Fyrsta myndagátan er í blaðinu í dag og þarf lausn að berast blaðinu ekki síðar en fimmtudaginn 28. febrúar, vilji menn eiga möguleika á fyrstu aukaverðlaununum. Skilafrestur síðustu gátunnar og jafnframt fyrir gátumar í heild, vegna aðalvinningsins, er fimmtudaginn l. maí. Þegar gátumar birtast, verða jafn- framt gefnar upplýsingar um ferðamöguleika ÚTSÝNAR. I blaðinu i dag fylgja leið- beiningar um lausnir á myndagátum, svo allir geti átt þess kost að vera með, og einnig er sagt frá aldarfjórð- ungs starfi ÚTSÝNAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.