Dagur - 14.02.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 14.02.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 14. febrúar 1980, VABAHUJTIR ?» VIDGEKDIR 22701 Lakk frá Sjöfn til Sovét: Stærsti samningur- inn til þessa í ÞESSARI viku var skipað út þrjú hundruð tonnum af hvítu lakki frá Efnaverk- smiðjunni Sjöfn, sem fara á til Sovétríkjanna, en upp úr ára- mótum voru gerðir samningar um sölu á 1200 tonnum af lakki til Sovétríkjanna frá Sjöfn, óg 800 tonnum frá Hörpu í Reykjavík. Söluverð Sjafnar- lakksins er tæplega 800 milljónir króna. Aðalsteinn Jónsson, verksmiðju- stjóri, sagði í viðtali við Dag, að þessi 1200 tonn ættu að afhendast á fyrstu sex mánuðum ársins. Hvort um frekari samninga gæti orðið að ræða á þessu ári, væri ómögulegt að segja á þessu stigi. Þessi samningur væri stærri en nokkru sinni fyrr og kæmu miklar framkvæmdir vegna fyrirhugaðra Ólympíuleika í Moskvu vafalaust inn í það dæmi. Aðalsteinn sagði, að þó svo að sovéski verslunarfulltrúinn, Vlass- ov, hefði sýnt þessu máli mikinn áhuga, væri alls óvíst um áfram- haldandi sölu á næstu árum. Við- skipti við Sovétmenn væru öll á vöruskiptagrunni, og ef til vill gætu breytingar á olíuviðskiptum okkar við þá haft einhver áhrif á málningarsöluna. Lakkið sem fer til Sovétríkjanna á fyrri hluta þessa árs nemur 25-30 prósent af heildarframleiðslu verk- smiðjunnar á þessu ári. Þessir samningar hafa því mikla þýðingu fyrir reksturinn, en koma ekki nið- ur á innanlandsframleiðslunni, þar sem lakkið til Sovétríkjanna er framleitt á þeim tíma, þegar fram- leiðslan á innanlandsmarkað er í daufara lagi. í fyrra seldi Sjöfn 850 tonn af lakki til Sovétríkjanna. Undanfarin ár hefur nokkuð verið selt af málningu til Færeyja. Aðalsteinn Jónsson sagði, að nú bæri orðið meira á samkeppni frá erlendum málningarframleiðend- um, þar sem tollar hefðu verið felldir niður. Til tals hefur komið, að reyna að komast inn á markaði erlendis, og þá aðallega að fá nor- rænar samvinnuverslanir til að selja máningu frá Sjöfn. Hann sagði að málning hér á landi væri líklega ódýrari en á Norðurlönd- um, og varðandi gæði væri íslensk málning fyllilega samkeppnisfær. Hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn vinna að jafnaði 60-70 manns, þegar sölustarfið er með talið. Þeg- ar unnið hefur verið upp í stóra samninga hefur þurft að koma á vaktavinnu. Ný vél til málningar- framleiðslunnar kemur í mars og sagði Aðalsteinn, að þá ætti ekki að vera nein hætta á að ekki tækist að afgreiða upp í samninginn fyrir mitt ár. I þessum tunnum er lakkið frá Sjöfn, sem meðal annars verður notað til að mála með eitthvað af mannvirkjunum, sem rísa í tengslum við Óiympíuleikana f Moskvu. Nýr gangnamannakofi í Sveinsstaðaaf rétt Ytra-Hvarfi Svarfaðardal 12. febr. FYRIR SKÖMMU var fluttur vegavinnuskúr fram að Kross- hóli í Skíðadal. Skúrinn var gjöf Gunnars Jónssonar og Emmu Stefánsdóttur til Svarfaðardals- hrepps, en skúrinn keyptu þau og gáfu með þvi skilyrði að hann yrði fluttur inn í Skíðadal og að Ferðafélag Svarfdæla hefði af- not af honum. Eftir er að breyta skúrnum, sem er um 35 m2 og verður það væntanlega gert næsta sumar. Þar sem skúrinn stendur nú, framan við Kross- hól, er braggi sem gagnamenn hafa haft afnot af. Bragginn er nær ónýtur. Skúrinn stóð norðan við Skálda- læk þegar Gunnar gaf hann, en var fluttur fyrir skömmu eins og fyrr sagði. Hann var tekinn upp á jarð- ýtuvagn og fyrri áfangann var hann dreginn af vörubil. Þegar kom að Kóngsstöðum tók jarðýta við vagninum og dró hann fram að Krosshóli. Ferðalagið gekk vonum framan — tók tvo daga. Eftir er að setja ris á skúrinn svo fáist svefnpláss á lofti. Gamli bragginn var orðinn slæmur og því verður það mikill munur fyrir gangnamenn að fá skúrinn. J.Ó. Beitt fram í janúar Fremsta-Gili Engihlíðarhr. 12. febr. ÞAÐ sem er e.t.v. mönnum efst í huga er að tíðin hefur verið ein- staklega góð í vetur. Það eru dæmi þess hér um slóðir að bændur hafa beitt fram í janúar. Á móti hafa menn gefið mikinn fóðurbæti og það er dýrt. Ef vorið verður ekki því verra er tíðin í vetur búin að bjarga því sem vantaði á heyfeng í haust. Á laugardagskvöldið voru þrír hreppar með þorrablót í félags- heimilinu á Blönduósi. Þetta voru íbúar í Engihlíðar-, Torfalækjar- og Vindhælishreppi sem áttu saman kvöldstund í félagsheimilinu. Þess má geta að Kristófer í Köldukinn fór á bæi í Torfulækjarhreppi skömmu fyrir þorrablótið og sfnal- að saman 17 manns og lét hópinn syngja á samkomunni. Hitt er svo aftur annað mál hvort eitthvað framhald verði á starfsemi kórsins, en honum var vel tekið. V. H. Fyrstu stúdentarnir frá G.A. NÆSTA VOR munu fyrstu nemendur úr viðskiptadeild Gagnfræðaskóla Akureyrar út- skrifast sem stúdentar í samráði við M.A. I tilefni þessara tímamóta höfð- um við samband við Sverri Pálsson skólastjóra G.A. og spurðum hann hvemig þetta gengi. Hann tjáði okkur að það væru 11 nemendur sem væru á þessum lokaáfanga og ef allt gengi að óskum myndu þeir útskrifast um leið og aðrir stúdent- ar við M.A. Aðspurður um hvort að G.A. fengi ekki að útskrifa stúdenta sjálfstætt í framtíðinni, sagði hann að á þessu stigi málsins væri ekki útlit fyrir það, en sagðist vona að það yrði svo að lokum. Blaðið óskar þessum tilvonandi viðskiptastúdentum allra heilla um leið og við þökkum Sverri Pálssyni fyrir spjallið. Þessir tveir nemendur f Verslunardeild Gagnfræöaskólans voru f starfskynningu á Degi dagana 11.-13. febrúar. Þeir heita Guðmundur B. Guðmundsson og Jón G. Viðarsson. I verslunardeild eru 24 nemendur og eru allir f starfskynningu þessa viku. Nemendur fara á tvo staði og eru tvo og hálfan dag á hvorum stað. Piltarnir fengu það verkefni að skrifa um verðandi stúdenta úr viðskiptadeild G.A. og sést árangur þeirra hér til hliðar. Mynd: á.þ. Bændaklúbbs- fundur á KEA á mánudag BÆNDAKLÚBBSFUNDUR verður að Hótel KEA mánudag- inn 18. febrúar og hefst kl. 21. Frummælandi verður Jón Viðar Jónmundsson hjá Búnaðarfé- lagi íslands og ræðir hann um skýrslur nautgripa- og sauðfjár- ræktarfélaga og niðurstöður þeirra fyrir árið 1979. # Talsmaður menningar- manna og Svarthöfði Hann er þekktur fyrir að vilja vel í menningarmálum, bygg- ir viðhorf sín á því að við- halda þjóðlegri reisn í menn- ingarlegum efnum, með meiri taugar til listgreina en al- mennt gerist. Menningar- menn ættu að hugleiða, að þótt þelm sumum hverjum þyki sem stjórnarmyndunin hafi verið með ólfkindum, virðist sem einum þætti hennar hafi verið bjargað, og það ekki lítilsverðum. Svo mælir Svarthöfði um rfkis- stjórn menningarmála og ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra. Dagur tekur . heilshugar undir það, að mikils má vænta af Ingvari, en hvernig var það annars með Svarthöfða? Hefur hann ekki verið tallnn bendiaður eitthvað vfð ritstörf og kvik- myndagerð og fleiri menn- ingarstörf, sem Ingvar hefur nú yfirumsjón með, þ.á.m. varðandi fjárveitingar? Spyr sá sem ekkí veit. # Norðlenskt efni í útvarpinu Norðlenskt efni fer nu sfvax- andi í Ríkisútvarpinu, með tilkomu upptökuaðstöðunnar í gamla Reykhúsinu. Auk þess sem Norgunpósturinn var með norðlenskt efni í morgun, og aftur á morgun, eru aðrir þættir íútvarpi, sem norðlendlngar hafa um- sjón með. I fyrramálið er Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli með þátt sem hann nefnir „Mér eru fornu minnln kær“, þar sem rifjaðar eru upp hörmungar og hafísharðindi fyrir 100 árum. Síðdegis er Heiðdís Norð- fjörð með „Litla barnatím- ann“ og nefnir hún þáttlnn „Á skíðum skemmti ég mér“. Á sunnudag verður sfðan Kjartan Ólafsson með þátt, þar sem hann rifjar upp endurminningar sínar frá stríðsárunum á Akureyri. • Um árshátíð Karlakórs Akureyrar Þann 25. janúar síðastliðínn hélt Karlakór Akureyrar árs- hátíð og afmælishóf í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyrf. Skömmu eftir hátíðina kom einn gestanna á ritstjórn Dags með bréf um þátt húss- ins í árshátíðinni. Vegna plássleysis var ekki hægt að birta bréfið, en í því átaldf viðkomandi harðlega stjórn Sjálfstæðishússins fyrir lé- lega þjónustu, „maturinn sem borinn var fram nægði ekki og ábótin var ekki af sömu tegund og aðalréttur- inn.“ Þessarl kvörtun matar- gestsins er hér með komið áframfæri. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.