Dagur - 14.02.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 14.02.1980, Blaðsíða 6
 DAGUR hefur ákveðið að efna tii verð- launamyndagátu í samstarfi við Ferða- skrifstofuna ÚTSÝN. Aðalvinningurinn verður utanlandsferð að verðmæti kr.500 þúsund. Myndagáturnar verða 10 talsins og birtast í fimmtudagsblöðum DAGS. Dregið verður úr öllum réttum lausnum eins fljótt og unnt verður, eftir að getrauninni lýkur, og verður það tilkynnt síðar. Auk aðalverð- launanna verða veitt smáverðlaun fyrir hverja gátu fyrir sig og þeir sem vilja vera með í öll skiptin, verða að sjá svo til að lausn hverrar gátu hafi borist blaðinu í síð- asta lagi hálfum mánuði eftir birtingu. Sagt verður frá hverjum vinningshafa, en lausnir verða ekki birtar fyrr en öllu er lokið. Með hverri gátu verða birtar upplýsingar um ferðamöguleikana, sem ÚTSÝN býður upp á. Utsýn: DAGUR vonast til að þetta nýmæli mæl- ist vel fyrir og sem flestir sjái sér fært að vera með. Til þess að svo megi verða, birtast hér nokkrar leiðbeiningar um það, hvernig á að leysa slíkar gátur. Þá birtum við einnig upplýsingar um Ferðaskrifstofuna ÚTSÝN. Þeir sem senda inn lausnir þurfa ekki að vera skráðir áskrifendur að DEGI, en svo lesendur missi ekki úr gátu og þar með möguleikana á að hreppa aðalvinninginn, viljum við benda á að tryggast er að vera áskrifandi. 500.000 í aðalvinning 10auka- vinningar Ýmsar leiðbeining- ar varðandi lausn myndagátna: l. Lausnarorð myndagátna eru alltaf sýnd í nefnifalli, nema annað sé tilgreint. Dæmi I: Hefur starfað að ferða- málum í aldarfjórðung "Hver (ef) K ve-vs Ferðaskrifstofan ÚTSÝN heldur á þessu ári upp á aldar- fjórðungs afmæli sitt og er eina fyrirtæki sinnar tegundar í einkaeign hér á landi, sem náð hefur þeim árangri að starfa óslitið svo lengi. Stofnandi og eigandi fyrirtæk- isins, Ingólfur Guðbrandsson, er iöngu þjóðkunnur maður fyrir brautryðjendastarf sitt að ís- lenzkum ferðamálum, og hefur fyrirtæki hans jafnan átt traust viðskiptavina sinna, sem sumir hverjir hafa notfært sér þjónustu þess frá upphafi. Á 25 ára ferli ÚTSÝNAR hafa viðfangsefnin verið margvísleg og fróðlegt er að glugga í ferða-áætlanir fyrri ára. Þar má glöggt sjá hversu vel hefur tekist með hagkvæmni, fyrir- hyggju og áræðni að byggja upp ódýr ferðalög og gera þau að al- menningseign íslendinga. Má með sanni segja að einstök far- sæld hafi fylgt Útsýn alla tíð. ÚTSÝN hefur skipulagt ferðir fyrir hópa og einstaklinga til flestra landa Evrópu m.a. Spánar, Italíu, Grikklands, Búlgaríu, Rúmeníu, Rússlands, Ungverja- og allra Norðurlandanna. Um árabil voru „Mið-Evrópuferðir“ Útsýnar farnar við miklar vin- sældir, en þær ferðir voru farnar með hópferðabifreiðum undir leiðsögn fróðra fararstjóra m.a. til Þýzkalands, Sviss, Frakklands, Hollands, Belgíu, Austurríkis og Júgóslavíu. Árið 1963 skipulagði Útsýn — undirfararstjórn Ingólfs Guðbrandssonar — Austur- landaferð þar sem hópurinn hafði einkaflugvél til umráða í 23 daga og var m.a. farið til Vinarborgar, Tyrklands, Líbanon, Sýrlands, Jórdaníu (Jerúsalem) og Egypta- lands. Verður sú ferð lengi í minnum höfð — en slík ferðalög heyra því miður sögunni til. Árið 1964 gekkst Útsýn fyrir fyrstu hnattferðinni, sem skipulögð var fyrir hóp frá íslandi. Ferð á heimssýninguna í Montreal „EXPO“ 1967 í tvær vikur kostaði kr. 15.600 og 1968 bauð Útsýn tveggja vikna dvöl í London fyrir kr. 11.250,- en tölur eru afstæðar einar sér í okkar verðbólgna þjóðfélagi. Árið 1969 verður „bylting“ í ferðalögum hér á landi, en þá hóf ÚTSÝN reglubundið leiguflug til Spánar með hinum nýja glæsilega farkosti Flugfélags íslands „Gullfaxa". Flogið var á rúmum 4 klst. til Malaga á Costa del Sol, sem án efa er vinsælasti sumar- leyfis-dvalarstaður íslendinga í Evrópu. Með þessum áfanga hefst nýtt tímabil í ferðamálum og nú orðið geta flestir Islending- ar veitt sér þann „munað“ að ferðast MEÐ ÚTSÝN TIL ANNARRA LANDA í sumar- leyfinu, sér til hressingar og fróð- leiks, kynnst öðrum þjóðum og víkkað sjóndeildarhring sinn. ÚTSÝN er umsvifamesta ferðaskrifstofa hér á landi og veitir alhliða ferðaþjónustu, s.s. farseðlasölu, hótelpantanir, ráð- stefnuferðir og móttöku erlendra ferðamanna. Sölu-umboð Ferðaskrifstof- unnar Útsýnar á Akureyri er í höndum hins valinkunna kaup- manns Aðalsteins Jósepssonar í nýlegum húsakynnum verzlunar- innar BÓKVALS að KaupVangs- stræti 4. 2. Lausnarorð geta verið tengd: Athöfnum; verknaði; útliti; samspili mynda, tákna, at- hafna eða fyrirbrigða. Dæmi II: "Hteypuj- Leirruuur M, N OMurxgujty^ Ycr^ v 5. Eitt lausnarorð getur verið tengt á ýmsa vegu, tveimur | eða fleiri myndum. Dæmi V: ^ - R, (Taur-r) (>ásTcL. & ) TcnJocsT. oS 6. Ýmis konar tákn eru notuð i myndagátum, svo sem: Tónstiginn; mors- og fána- stafrófið; tölustafir, venju- legir og rómverskir. Dæmi VI: V E X S S 7. Sjaldgæf orð koma stundum fyrir í myndagátum. Þá get- ur verið ágætt að slá upp í orðabók til þess að sann- prófa lausnarorðið. Dæmi VII: Ef lausnarorðið er tengt ein- hverjum einstökum hluta mynda, er það auðkennt örvum eða heildregnum lín- um, en aukaatriði eru teikn- uð með punkta- eða strika- línum. (H (jéJ) pjéá ■m? (s ''ajr) | SAJumxxj- Dæmi III: v*W* U Nef 4. Stundum þarf að stytta lausnarorðið eða bæta við það einum eða fleiri stöfum. Dæmi IV: v / y* r {Brú. - r) B-ú. H (H o*C L) •HóbL 8. Myndir geta geno tn kynna mörg lausnarorð, en sam- hengi myndagátunnar ræð- ur vali orða hverju sinni. Dæmi VIII: (Q<xJmw) (/fríkjLr) (?^ SkLpstjcrrL Ekki verða gefnar neinar algild- ar reglur varðandi lausn mynda- gátna. En þessar leiðbeiningar œttu að koma þér á rekspöl og hjálpa þéryfir erfiðasta hjallann. Ef þú hefur not fyrir þessar leið- beiningar œttir þú að geyma þœr til notkunar siðar meir. Myndgetraun Dags - Tryggvabraut 12, pósthólf 58, 602 Akureyri LAUSNIN ÞARF AÐ BERAST BLAÐINU I SIÐASTA LAGI 28. FEBRÚAR V Nafn Helmlli sími Staður Lausn A í 0 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.