Dagur


Dagur - 19.02.1980, Qupperneq 1

Dagur - 19.02.1980, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. febrúar 1980 12. töiubláð Drukkinn unglingur með riffil í bænum FYRIR NOKKRU var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri að dularfullur maður væri á ferð við strætisvagnana er standa vestan við lögreglustöðina. Skömmu síðar var hringt til lögreglunnar og sagt að á Byggðavegi væri maður með riffil. Lögreglan fór þegar á JJvang, en hvergi sást maðurinn. Þá var hringt úr Kringlumýri og lögreglunni til- kynnt að skotið hafi verið úr riffli. Eftir nokkra leit fann lögreglan spor hins dularfulla riffilmanns og voru þau rakin vestur yfir Kotárgil niður hjá ullarþvottastöðinni og að heystabba. Við leit í stabbanum fannst 222 cal. riffill. Ein patronan í rifflinum var tóm og önnur hwðin. Við athugun á spjaldskrá fannst eigandinn og þá kom sannleikurinn í ljós. Tveir piltar höfðu fengið riffilinn að láni hjá félaga sínum, sem hafði aftur á móti tekið hann ófrjálsri hendi. Þeir félagar, sem voru undir áhrifum áfengis, héldu af stað á skellunöðru og ætluðu að skjóta einhversstaðar í mark. Lög- reglunni fannst aksturinn grun- samlegur og stöðvaði skelli- nöðruna, en þá stökk riffilmaður- inn í burtu. Ekki gat hann gefið nákvæma skýringu á hvað hann ætlaðist til við lögreglustöðina, en þegar hann fór þaðan missti hann skot úr rifflinum og skrámaði það annan fótlegginn. Lögreglan hafði hendur í hári hans daginn eftir. niður? Kópaskeri 18. febrúar H AFRANNSÓKN ARSTOFN- UN hefur lagt til við sjávarút- vegsráðuneytið að rækjukvótinn í Öxarfirði verði skorinn niður um 140 tonn. Ráðherra mun taka ákvörðun í þessari viku hvort farið verður að ráðlegg- ingum stofnunarinnar. Kvótinn var 550 tonn og yrði þá 410 tonn. Þetta þýddi að Kópasker og Húsavík fá 200 tonn í sinn hlut og að bátar frá Kópaskeri eiga eftir að veiða um 50 tonn til að ná 200 tonna markinu. Við heimamenn höfum heyrt að Hafrannsóknarstofnunin beri fyrir sig ofveiði í Öxarfirði. M.ö.o. er stofnunin loks búin að samþykkja þá skoðun heimamanna að rækjan í Öxarfirði hafi verið ofveidd. Ó.F. Páll Pétursson. Páll Pétursson formaður þingflokksins PÁLL Pétursson var síðasta miðvikudag kjörinn formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann tekur við af Ingvari Gísla- syni, sem er orðinn ráðherra. Gengið frá kaupunum á Bústólpa K.E.A. og K.S. stofna sameiginlega fóðurvörudeild Á FÖSTUDAGINN var end- anlega gengið frá samningum um kaup Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri og Kaupfélags Svalbarðseyrar á Bústólpa h.f. á Akureyri. í framhaldi af því munu kaupfélögin nú stofna sameiginlega fóðurvörudeild, sem rekin verður í sameignar- félagsformi. Þessi sameiginlega fóðurvöru- deild verður með starfsemi sína í húsnæði Bústólpa og fóðurvöru- húsum KEA á Oddeyrartanga, einnig til bráðabirgða í Skipa- götu. Fóðurvörudeildin mun hafa á boðstólum bæði FAF og KFK fóður, og verður leitast við að tryggja öllum viðskiptavinum sem besta þjónustu á sem hag- kvæmastu verði að sögn Vals Arnþórssonar, kaupfélagsstjóra KEA. Hlutabréfin í Bústólpa h.f. voru keypt á nafnverði. fbúðir á Svalbarðseyri: 250% aukning á 6 árum Svalbarðseyri 18. febr. ÍBÚÐAFJÖLDI á Sval- barðseyri hefur aukist um hvorki meira né minna en 250 prósent á síðast liðnum sex árum, ef með eru taldar þær íbúðir sem nú eru í smíðum og byrjað var á í sumar og haust. Samtals er þarna um að ræða 16 hús, flest einbýlishús, en einnig raðhús, og á þessum sex árum hefur íbúðum fjölgað um 26. Þess utan hafa nokkur íbúðarhús verið byggð í sveit- unum í kring, sem ekki eru beint viðkomandi jörðunum sjálfum. Þetta er glöggt dæmi um þá miklu uppbyggingu sem verið hefur á landsbyggðinni á síðustu árum, þess má geta, að ekkert hús var byggt á Sval- barðseyri í ein 30 ár, þ.e. frá 1944. Þeir sem íbúðirnar byggja á Svalbarðseyri eru bæði ungt fólk og eldra fólk, sem hætt hefur búskap. Sv. Lax. Unglingarnir spjölluðu saman, átu pvlsur og drukku gos meðan þeir dönsuðu. Mynd: á.þ. Dansaði í 23 klst. og lór af dansgólfinu í 2 mín. Plötusnúðurinn setti Islandsmet SÍÐASTLIÐINN laugardags- morgun hófst maraþondans- keppni í Dynheimum og lauk ekki fyrr en kl. 09 á sunnudags- morguninn, en þá voru 3 kepp- endur eftir af 51 sem létu skrá sig til keppninnar. Þórhalla Karlsdóttir 14 ára var hlut- skörpust, en þær Katrín Páls- dóttir og Katrín Reynisdóttir urðu í öðru sæti. Þórhalla dans- aði í 23 tíma og vék sér aðeins frá í 2 mínútur, en hinar tvær brugðu sér frá eitthvað lengur. Haraldur Hansen, forstöðumað- ur Dynheima, sagði að krakkarnir í keppninni hefðu verið á aldrinum 13-14 ára — stúlkur í meirihluta eða 36. Síðasti karlmaðurinn hætti keppni eldsnemma á laugardags- morgun. Plötusnúðurinn, Viðar Garðars- son, setti íslandsmet í plötuþeyti. Hann hóf að spila kl. 09 á laugar- dagsmorguninn og hætti ekki fyrr en um nónbil á sunnudag. Blaðið hefur frétt að til bæjarins sé kom- inn sunnlenskur plötusnúður sem ætlar sér að slá met Viðars um næstu helgi. Verður kvótinn á Öxarfirði skorinn Haraldur sagði að mikill fjöldi áhorfenda hefði komið í Dynheima milli kl. 1 og 5 á laugardag því þá var húsið opið almenningi. Um kvöldið var almennur dansleikur á þeim hluta gólfsins sem keppendur notuðu ekki. Sumir dansgesta fóru ekki heim um kvöldið heldur fylgdust með keppninni og sváfu þess á milli á bekkjum meðan dansinn dunaði. Sýningum á Puntila og Matta fer nú senn að fækka SÝNINGUM á „Puntila og Matta“ hjá Leikfélagi Akureyrar fer nú senn að fækka. Verkið hefur verið sýnt ellefu sinnum og næstu sýningar verða á fimmtu- dag og föstudag. Sýningin hefur hlotið góðar undirtektir áhorfenda og leik- dómar hafa yfirleitt verið mjög góðir. Þrátt fyrir þetta hefur að- sókn ekki verið sem skyldi, og er fólk hér með hvatt til að sjá þetta ágæta verk sem fyrst, því eins og áður sagði fer sýningum nú fækkandi. Frumsýning í Mývatnssveit UNGMENNAFÉLAGIÐ Mývetningur frumsýndi leikritið Óvænt heimsókn s.l. laugardag- kvöld í félagsheimilinu Skjól- brekku. Leikendur eru 7. Leik- stjóri er Ragnhildur Steingríms- dóttir og gerði hún einnig leik- mynd ásamt Ásmundi Jónssyni. Önnur sýning var s.l. sunnudags- kvöld. Aðsókn hefur verið góð og undirtektir leikhúsgesta með ágætum. Menntskælingar æfa leikrit LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri æfir nú af krafti leikritið „Týnda teskeiðin" eftir Kjartan Ragnarsson. Leikrit þetta var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir *?: rúmum tveimur árum. Fékk það þá mikið lof gagnrýnenda og mjög góða aðsókn. Til að leikstýra verkinu hefur verið fengin Steinunn Jóhannes- dóttir frá Reykjavík. Ráðgert er að frumsýna leik- ritið mánudaginn 3. mars.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.