Dagur - 19.02.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 19.02.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 19. febrúar 1980 TABAHurrm TIBQEBÐm SÍMI 22875 22701 Hættir Gallerý 11 Sýningargestum fækkar og salan ndílUII ■ _________dregst saman NÚ ERU að verða fjögur ár síðan Óli G. Jóhannsson stofn- setti Gallery Háhól á Akureyri. Haldnar hafa verið um 45 sýn- ingar. Aðsókn hefur yfirleitt verið góð, en hefur að undan- förnu dregist verulega saman. Nú kann svo að fara að Háhóll verði lagður niður, sem verður mikill hnekkir fyrir bæjarlífið. Að sögn Óla G. Jóhannssonar Gfsli Konráðsson. Danne- brogsriddari MARGRÉT Danadrottning hefur útnefnt ræðismann Dana á Akur- eyri Gísla Konráðsson, riddara Dannebrogsorðunnar. Heiðurs- merkið var afhent í veislu hjá danska sendiherranum í Reykjavtk 7. febrúar sl. hefur komið til tals að leggja Háhól niður, þar sem aðsókn og sala hefur dregist svo mjög saman. Fyrstu tvö til tvö og hálft árið var aðsóknin mjög góð og ótrúlega mikið seldist af myndum. Að sögn Óla er e.t.v. búið að metta markaðinn fyrir myndlist á Akureyri. Flestir sem sótt hafa sýningar í Háhól hafa komið til að kaupa myndir og þessi hópur hefur lítið látið sjá sig á sýningum í vetur. Nokkuð er um að fólk komi af ein- skærum myndlistaráhuga og þá aðeins til að skoða sýningarnar. Ekki er selt inn á sýningar í Háhól, heldur hefur reksturinn verið fjár- magnaður með sölulaunum af seldum myndum. Eins og áður sagði seljast nú mun færri myndir en áður. Fastakostnaðurinn við Háhól hefur hins vegar ekki farið lækkandi og er nú um 300 þúsund krónur á mánuði. Óli G. Jóhannsson var inntur eftir því, hvort ekki hefði komið til tals að leita eftir styrk frá bænum eða öðrum opinberum aðilum, til að halda þessari sýningaraðstöðu gangandi. Hann sagði að ekki hefði verið farið fram á slíkt. Fyrsta sýning Háhóls á ný- byrjuðu ári var opnuð á laugardag. Þetta er samsýning, sem stendur til 24 febrúar. Myndir eru eftir Eirík Smith, Gunnlaug Stefán Gislason, Guðmund Ármann Sigurjónsson, Gísla Guðmann, Valtý Pétursson (úr einkasafni en allar til sölu), Jónínu Guðnadóttur og Örn Þor- steinsson. Samtals eru 49 myndir á sýningunni. Sýningin er fjölbreytt og skemmtileg. Hún er opin á helgum kl. 15-22 og á virkum dög- um kl. 20-22. Næstu sýningar í Háhól, sem ráðgerðar eru, verða á verkum Úlfs Ragnarssonar, grafíkverkum enskrar listakonu, Gísla Sigurðs- sonar og Gunnars Arnar. Ólafsfjörður: Þorskurinn vill loðnuna og forðast netin „AFLINN er ósköp lítill á bátana, en togararnir hafa fiskað vel. Nú eru sex sem stunda net, en enginn er á linu,“ sagði Jón Sigurpáls- son vigtarmaður á Ólafsfirði Jón sagði að bátarnir hefðu komið með skást um 4 tonn s.l. föstudag — en þá var sumt búið að liggja. Á laugardag komu bátarnir inn aftur með nætur- gamalt og þá var aflinn á bát undir tonni. „Sjómenn segja að nú sé komin loðna í fiskinn og er þá erfitt að ná honum. Það getur verið í eina trossu og svo ekkert í þá næstu. Þegar loðna er á miðunum heldur fiskurinn sig lítið við botninn — er upp um allan sjó,“ sagði Jón. Stórfurðuleg bókun bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins á Siglufirði „EF S.M.S. leggst á móti nauð- syniegum og skynsamlegum breytingum á starfsmannahaldi og stjórnarkerfi Siglufjarðar- kaupstaðar þá verður hreinlega ekki við S.M.S. talað um þau mál.“ Þannig hljóðar bókun er kemur frá bæjarráði Siglufjarð- ar og eru þetta ummæli Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, full- trúa Alþýðubandalagsins í bæj- arstjórn. Að sögn Helga Antonssonar, formanns Starfsmannafélags Siglufjarðarbæjar (S.M.S.) snið- gekk bærinn félagið í ákveðnu máli og mótmælti Helgi því fyrir hönd félagsins, en vinnuveitandinn, Siglufjarðarbær, hefur ekki heim- ild til að gera t.d. breytingar á vinnutíma starfsmanna án þess að hafa samráð við félagið. Samskon- ar reglur eru í gildi í öðrum bæjar- félögum. Hins vegar er fulltrúi Al- þýðubandalagsins ekki tilbúinn til að fara að settum leikreglum og bjóst þegar til bardaga I stað þess að ræða málin í bróðerni. Ný sauma- stofa Mývatnssveit 18. febr. í GÆR VAR stofnað hér hluta- félag um rekstur prjóna- og saumastofu. Hlaut það nafnið Krafla h/f. Hluthafar eru yfir 50, allt Mývetningar. Fyrirhug- að er að hefja rekstur fljótlega í húsnæði sem er í eigu hreppsins. Veiðitímabilið í Mývatni hófst 1. þessa mánaðar. Allmargir eru með net undir ísnum. Reitingsveiði var fyrstu dagana, en heldur farið minnkandi. Nokkuð hefur verið reynt að dorga í gegnum ísinn, en lítið veiðst. Hér hefur verið gott tíðarfar að undanfömu. Snjór er óvenjulítill miðað við árstíma og vélsleðaeig- endur því óhressir. Hrossaeigend- ur, sem fer fjölgandi, hafa notfært sér vel góða veðrið að undanförnu. JJ- Ólafsfjörður: Æskan gaf 2,6 milljónir Fyrr í mánuðinum afhenti Kristjana Sigurjónsdóttir, formaður Kvenfé- lagsins Æskunnar í Ólafsfirði, Pétri Má Jónssyni bæjarstjóra 2,6 milljónir króna. Þetta var gjöf kvenfélagsins til dvalarheimilis aldraðra i Ólafsfirði. Kristjana afhenti gjöfina á þorrablóti sem haldið var i Laugarborg. Mynd- ina tók Jón Ævar Klemensson — Ijósm. DAGS í Ólafsfirði. Siglufjörður: Nýttskóg- ræktarland Áhuginn leynir sér ekki. Lilja Sigurðardóttir og Gísli Guðmann. Á Steindórssyni. Mynd: h.s. milli þeirra er mynd Gísla af Steindóri FYRIR skömmu ritaði Jóhann Þorvaldsson, fyrir hönd Skóg- ræktarfélags Siglufjarðar, bréf til bæjarstjórnar Sigluf jarðar og óskaði eftir að hún tæki ákvörðun um nýtt skógræktar- land, þar sem núverandi land- svæði væri fullnýtt. Benti hann á landsvæði í Skarðsdal, norðan núverandi skógræktargirðingar, og svæði sunnan girðingar, frá Leyningsá. Þegar málið kom til kasta bæjar- ráðs var samþykkt að veita Skóg- ræktarfélagi Siglufjarðar land- svæði til skógræktar í Skarðsdal, norðan við núverandi girðingu, þ.e. efri hluta Skarðsdalslands, það sem er óræktað, ofan vegar heim að Skarðsdal. Um nákvæmari stað- setningu skyldi hafa samráð við bæjartæknifræðing. # Jón G. Sól- nes uppboðs- haldari f dagblaðínu Vísi í gær er sagt frá því, að Jón G. Sólnes, fyrrverandi alþingismaður, hafi fengið leyfi til uppboðs- halds á Akureyri, og muni ætlun hans að hatda þar uppboð á málverkum, bókum og fleiru. Jón mun nú vera staddur erlendís. % Óhófleg áfengis- neysla Áfengisneysla er mest í stór- borgunum. en margt bendir til þess, að ofdrykkja breiðist einnig út til minni staða úti á landi. Fjöldi þeirra, sem brúka áfengi í óhófi, nálgast milljón í Svíþjóð, segir sænska blaðið Land. Blaðið getur ifka um, að unglingar úr sveitum, sem hafi flust til bæja, eigi oft erf- itt með að aðlaga sig bæjar- lífi. Mjög oft hafi þeir neyðst tii að flytja úr sveitinni í at- vinnuleit. Unglingarnir komi heim í sveitina um helgar, þegar þeir geta, og reyni jafnan að neyta færis að flytja aftur í sína heimasveit. Þegar þeir koma heim snögga ferð eða til lengri tíma, segir blaðið, hafa sumir þeirra heim með sér drykkju- venjur, sem þelr hafa lært í leiðtndum sínum og vanlíðan á öðrum stöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.