Dagur - 19.02.1980, Page 4

Dagur - 19.02.1980, Page 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Stefnan í landbún- aðarmálum í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar, þar sem fjallað er um land- búnaðarmál, segir meðal annars, að stefnan í málefnum landbún- aðarins verði mörkuð með ályktun alþingis og við það miðuð, að tryggja afkomu bænda, sporna gegn byggðaröskun og fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir búvörur til neyslu og iðnaðar. Lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins verði breytt í því skyni að tryggja stefnuna í framkvæmd. Rannsóknar- og leiðbeiningar- starfsemi landbúnaðarins verði í auknum mæli beint að nýjum búgreinum, svo sem fiskeldi, loð- dýrarækt og bættri fóðurfram- leiðslu í því skyni að auðvelda að- lögun framleiðslunnar að mark- aðsaðstæðum. Þá er gert ráð fyrir að byggingu nýrra grasköggla- verksmiðja verði hraðað, átak verði gert til markaðsöflunar og að rekstrarlán verði sem næst í sam- ræmi við þróun búvöruverðs. Auk þessa er í málefna- samningnum gert ráð fyrir því, að aðsteðjandi vandamál landbún- aðarins verði leyst. Bændum verði bættur óverðtryggður útflutningur landbúnaðarvara frá síðasta verð- lagsári, sem nemur um þremur milljörðum króna. Leitað verði samkomulags um viðunandi lausn á fyrirsjáanlegum vanda vegna halla á útflutningi búvara á þessu varðlagsári í tengslum við heildarstefnumótun í landbúnaði. Þá er gert ráð fyrir, að ákvörðun um vinnslu- og dreifingarkostnað og smásöluálagningu frá því í desember verði tekin til endur- skoðunar, bjargráðasjóði verði útvegað lán vegna harðindanna á síðasta ári og tekjustofnar sjóðs- ins verði teknir til endurskoðunar í þeim tilgangi, að hann geti gegnt hlutverki sínu. Þegar hlutur landbúnaðarins í málefnasamningnum er skoðað- ur, kemur greinilega í Ijós, að þar er á ferðinni, í öllum meginatrið- um, stefna Framsóknarflokksins í landbúnaðarmálum. Það sem segir í málefnasamningnum um landbúnaðarmál, er lítið annað en úrdráttur úr ítarlegri stefnumörk- un Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem hann vann að í tíð síðustu vinstri stjórnar, ásamt þingmönn- um flokksins og starfsmönnum ráðuneytisins. Þó að framsóknar- menn eigi ekki landbúnaðarráð- herrann í núverandi ríkisstjórn, er samt augljóst hverjir hafa mótað stefnuna. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir, sem hingað til, standa dyggastan vörð um þessa undirstöðuatvinnugrein, með hliðsjón af hag alls þjóðarbúsins. bjamargerði til að kynna sér hverjir þessir nýju réttir væru — og síðast en ekki síst — til að bragða á þeim. Jónas Halldórsson, bóndi vís- aði tíðindamanni Dags í rúm- góðan sal þar sem unnið vár við að útbúa pizzur sem væntanlega eru nú allar komnar á markaðinn, Þetta var þriðji dagurinn sem pizzur voru framleiddar og því voru starfsstúlkurnar ekki búnar að ná upp þeim hraða sem síðar verður. Jónas sagði að fyrsta daginn hefðu verið búnar til 200 pizzur, en þann næsta 300. Hvenær dagsframleiðslunni verður náð er ekki gott að segja, en aukningin milli daga lofar góðu. * Úr upp- skrifta- bókinni hennar Sólveigar Fyrir þá sem eru f megrun 1 grillaður kjúklingur Va dós af heilum sveppum 20 g smjör 1-2 dl vatn eða sveppasoð 4 tómatar Persilja Kjúklingurinn er skorinn niður og sveppirnir eru soðnir i smjörinu. Alll sett I einn pott. Sallað og piprað. Sveppasoði eða vatni helll yfir og látið sjóða i 15 núnútur. Þá eru afhýddir tómatar látnir i pottinn og látið sjóða áfram í 5 minútur. Hökkuð steinselja látin yfir áður en borið er á borð. I skammtur ca: 265 kaloriur Kjúklingasalat (4-5) I kaldur grillaður eða djúpsteiktur kjúklingur 1 poki með djúpfrystu grænmeti (250 1-2 stilkar af sellerý Agúrkubiti (6cm) Sósan 2 dl. sýrður rjómi 2 matsk. tómatpúrre 4 matsk. persilja salt Gœtið að þvl að skera kjúklinga- kjötið ekki niður i of smáa bita. Skolið djúpfrysta grœnmetið með köldu vatni. Skera sellerý og agúrku. Þegar búið er að blanda öllu saman er það borið fram sem aðalréttur. Brauð og smjör œtti að vera á borðinu. Karrýkjúklingur með ananas Djúpsteiktur kjúklingur 1 dós af annanas 400 g majones l'/i matsk. karrý 1 epli hakkaðar möndlur Ananasinn skorinn i smált og kjúk- lingurinn skorinn niður i bita. Hrœra saman majones og karry og eplin. Blanda saman við kjúklinginn og ananasinn. Skreytl með möndlunum. Hreppsnefnd Saurbæjarhrepps: Saurbæjarhreppur býr við lökustu símaþjónustuna í Eyjafirði ÞAR SEM símaþjónusta í Saurbæjarhreppi hefur nú ný- lega verið tekin til umfjöllunar í blaðinu Degi, vill hreppsnefndin benda á nokkrar staðreyndir í þessu máli, til frekari skýringar. Eins og fram hefur komið, hefur um árabil ríkt megn og almenn óánægja meðal íbúa hreppsins, vegna þessarar þjónustu, er á nútíma mælikvarða verður að teljast mjög ófullkomin. Skal í því sambandi bent á fundarsam- þykktir er gerðar hafa verið, og erindi þau er hreppsnefnd hefur sent yfirvöldum þessara mála. Fyrir þessu liggja margarorsakir. í fyrsta lagi eru bæði línur og tæki símans orðin gömul og úr sér gengin og bilanir því tíðar. Síminn gegnir því oft ekki hlutvíerki sínu þegar mest á ríður. f öðru lagi eru símalínur í hreppnum 7 að tölu. Samband frá einni línu til annarar næst aðeins í gegn um símstöðina í Saurbæ. Sú stöð veitir þjónustu kostaða af Landssímanum 6 klst. á dag, eða 'A sólarhrings. Á helgum dögum er þessi tími þó helmingi styttri. Til þess að fá einhverja þjónustu utan þessa tíma, greip hreppsnefnd til þess ráðs, að greiða úr sveitar- sjóði, sem svaraði til 1 klst. vinnu á dag allt árið til stöðvarstjóra. Fyrir þetta var símnotendum hjálpað að ná sambandi milli lína innan sveit- ar og ennfremur til Akureyrar þeg- ar nauðsyn krafði. Nú hefur símstöðvarstjórinn sagt upp þessari þjónustu frá áramót- um, sem er stórt spor aftur á bak. Hafa símnotendur því aðeins hinn afmarkaða símatíma til afnota hvað varðar þjónustu. Á þessum tíma er stöðin oft það yfirhlaðin að löng bið verður eftir afgreiðslu. Ef slys eða önnur óhöpp verða á öðrum tímum, getur því orðið fátt til bjargar. Okkar velferðarþjóðfé- lag getur tæplega verið þekkt fyrir að búa þegnum sínum slíkt öryggisleysi. Það er því álit hreppsnefndar- innar að Saurbæjarhreppur búi við lökustu símaþjónustu i Eyjafirði. Urbætur í þessum efnum eru því afar aðkallandi, og þótt misskilja megi ummæli þau er höfð eru eftir einum hreppsnefndarmanni í Degi, hafa þau við nokkur rök að styðjast. Þess vegna lýsir hreppsnefndin fyllsta stuðningi sínum við þá hug- mynd umdæmisstjóra Pósts og síma, að tengja hreppinn beinu sambandi við símstöðina á Akur- eyri, sem veita myndi hreppnum þjónustu allan sólarhringinn. Er þess fastlega vænst að sú endurbót komist á á yfirstandandi ári. SÍFELLT eykst vöruúrvalið og framleiðendur miða að því að gera vinnu neytenda í eldhúsinu sem allra minnsta. Við tökum e.t.v. harðfrosinn kjötklump upp úr öskju og eftir nokkrar mín- útur fyllist íbúðin af dásamiegum matarilmi. Sósuna þarf ekki lengur að hræra úr margvíslegum efnum því þær eru fáanlegar í pökkum úti í næstu matvöruverslun. Flestum líkar þessi þróun mæta vel og sjálfsagt mun mannskepnan eyða mun minni tíma í matartilbúning eftir því sem fram líða stundir. Kjúklingabúið Fjöregg í Sveinbjarnargerði ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efn- um, Nú eru komnir, eða að birtast á markaðnum, ýmsir réttir sem óefað eiga eftir að njóta mikilla vinsælda meðal sælkera. Reyndar hefðu þessir réttir verið komnir á markað fyrir jól ef ekki hefði komið upp vandamál í Svein- bjarnargerði sem óþarft er að rekja hér, en búið er að koma í veg fyrir að endurtaki sig. 300 pizzur á dag Blaðamaður Dags fór á stúfana í síðustu viku og heimsótti Svein- Bakkar með pizzum á borðinu. Starfsfólkið við pizzugerðina stráir ýmsum efnum á pizzubotninn. F.v. Sólveig, Anny og Jónas Halidórsson. Mynd: á.þ. Kjúklingasalat úr afgöngum 3-4 dl af kjúklingakjöti í teningum I epli 150 g ostur 1-1 '/2 dl niðursoðin paprika (án vökv- ans) Salatsósa 2 dl sýrður rjómi 2 hakkaðar ediksgúrkur (fáanlegar í dósum frá Felix) salt og grófmulinn pipar Eplið og osturinn er skorið niður i litla leninga. Kjúklingakjötinu, eplinu, ostinum og paprikunni blandað saman. Sýrði rjóminn og ediksgúrkurnar eru settar i skál. Bragðbætt með salt og pipar. Hellt yfir kjötskálina. Borið fram með grófu brauði og osti. Guðrún, ein starfsstúlkan, er hér að taka upp kryddsoðinn kjúkling. Mynd: á.þ. „Það eina sem við erum byrjuð á að framleiða er pizza, en til- raunir hafa verið gerðar með að framleiða „pie“ og fylltar pönnukökur. Við höfum líka gert tilraunir til að krydda kjúklinga og setja í steiking- arpoka — þannig að það þarf bara að stinga þeim í ofninn.“ Anny sagði að aðdragandinn að fjölbreyttara vöruúrvali væri orðinn langur en um langt skeið hefði verið ætlunin að auka fjöl- breytnina. Byrjað var að teikna nýjar umbúðir fyrir nýju fram- leiðsluna í mars í fyrra og eru þær væntanlegar fyrir páska. Á umbúðunum verða reitir fyrir þær upplýsingar sem hið opinbera krefst s.s. pökkunar- dagur, síðasti söludagur og nækvæm lýsing á vörunni. Nú vinna tvær stúlkur við pizzugerðina, en verður fjölgað ef þörf er á. „Annars líst mér vel á að pizzan og nýju vörurnar yfir- leitt muni ná fótfestu á markað- inum. Það tekur tíma, fyrir fólk að venjast nýjum matvörum, en ég er bjartsýn," sagði Anny Anny pakkar pizzu. SÓLVEIG Hákonardóttir hefur annast matseld í Svein- bjarnargerði undanfarin 2 ár. Hún hefur yfirumsjón með hinni nýju framleiðslu, sem Anny Halldórsdóttir, greinir frá annarsstaðar á síðunni. Sólveig er útlærður kokkur — hefur lokið námi við Hótel- og veitingaskóla íslands, og stundað framhaldsnám i Svíðþjóð í sjúkrafæði. — Ég er ekki viss hvort fólk kann nógu vel að matreiða kjúkl- inga, en þá er hægt að meðhöndla á ótal mismunandi vegu,“ sagði Sólveig „Það er hægt að grilla þá, pönnusteikja, ofnsteikja og kryddsjóða. Kalda kjúklinga er hægt að nota í kjúklingasalöt og þannig matreiddir eru þeir mjög góðir. Sama má segja um ýmsa pottrétti." Sólveig gaf okkur uppskriftir að lokum og er ekki ástæða til að ætla annað en það bragðist vel — nógu var salatið fallegt í bókinni hennar Sólveigar. Sólveig Hákonardóttir. Anny Halldórsson: Pizzan er kom- in á markað o og fleira er á leiðinni Sólveig Hákonardóttir: Kjúklinga er hægt að mat- reiða á marg- víslegan hátt Alifuglabúið Fjöregg HEFUR FRAM- LEIÐSLU Á IIÝJUM RÉTTU Stórsigur Þórsara gefur þeim möguleika á sæti í úrvalsdeild Á SUNNUDAGINN fór fram einn af úrslitaleikjum fyrstu deildar í körfubolta. Þá léku Þórsarar við Ár- mann. Ef Ármann hefði sigrað hefði liðið haft örugga forustu og sætið í úrvalsdeiid í seilingarfjarlægð. Þórsarar mættu mjög ákveðnir til þessa leiks, og léku stórvel. Allir leikmenn lögðu sig fram, og er þetta eflaust einn besti leikur sem Þórsliðið hefur átt i langan tírna. Þórsarar unnu með 110 stig- um gegn 105, eftir að í hálf- leik hafði verið 56-46 Þór í vil. Það voru Bandaríkjamenn- imir í báðum liðum sem voru atkvæðamestir. Ármenningar státa sig af besta leikmanninum í íslenskum körfubolta, þrátt fyrir það að honum yrðu oft á mistök í þessum leik. Hann er ekki ýkja hár í loftinu af körfu- boltamanni að vera, en leikni hans og stökkkraftur er yfir- náttúrulegur. Hann leikur sér að því að troða boltanum í körfuna, með ýmsum tilbrigð- um, og er það ekki á færi nema afburðamanna. Það var hins vegar Þórsarinn Cary sem stal senunni í þessum leik. Hann stóð sig frábærlega, og hittni hans var stórkostleg. Þórsarar tóku það ráð að láta tvo af yngri leikmönnum sínum gæta Shouse, en hann hafði krók við því bragði því hann hreinlega stakk þá af, og reyndi síðan „gegnumbrot" inn í vörn- ina hjá reyndari leikmönnum, og strax á fyrstu mín. hrúguðust á þá villurnar. Um miðjan fyrri hálfleik voru strax nokkrir Þórsarar komnir með fjórar villur og m.a. Cary. Það sem eftir var leiksins urðu þeir að haga leik sínum eftir því. Á 7. mín. síðari hálfleiks þurfti fyrsti Þórsarinn að yfirgefa leikvöll- inn með 5 villur en það var Ell- ert Finnbogason, og hafði hann þá staðið sig mjög vel og gert 8 Alfrcð Tulinius sýndi góðan leik. Mynd: Ó.Á. Gunnar ekki í unglingalandsliðið Ármann vinnur Tindastól Á LAUGARDAGINN léku í fyrstu deild í körfu Tindastóll frá Sauðárkróki og Ármann. Ármenningar unnu auðveldan sigur í þessum leik, gerðu 85 stig gegn 51. í fyrri hálfleik gerði blökkumaðurinn Shouse 34 stig af 44 Ár- menninga, en hann dró sig í hlé í síðari hálfleik og lék ekki heldur gaf félögum sínum kost á að spreyta sig. Kári var stigahæstur og langbestur Tindastóls- manna með 33 stig. FURÐU HEFUR vakið við val- ið á unglingalandsliðinu í hand- knattlcik að Gunnar Gíslason er ekki á meðal þeirra er valdir hafa verið. Gunnar var í liðinu á siðasta Norðurlandamóti og stóð sig þá mjög vel. Hann er nú einn af burðarásunum í K.A. liðinu og hefur staðið sig mjög vel á þessu keppnistímabili. Hann er kominn með mun meiri reynslu en á síðasta ári þegar hann var á fyrsta ári í meistara- flokki. Það er því von að menn séu undrandi þegar Gunnar er settur út úr unglingalandsliðinu. jks. ÖnnUr körfubolta úrslit Á LAUGARDAGINN léku í bikarkeppni 2 fl. Þór og Valur. Leikur þessi var mjög jafn og spennandi og lauk með eins stigs mun Val I vil. Þórsarar gerðu körfu á elleftu stundu en hún var dæmd af þar sem leiktíminn var talin búinn áður en boltinn smali í körfunni. Þá léku einnig lið 3. fl. Tindastóls og KA og sigruðu Sauðkræklingar. Á sunnudag léku 14. fl. KA og Þór og sigruðu Þórsarar með yfirburðum. stig. Næstur þurfti Cary að yf- irgefa völlinn með 5 villur en þá var aðeins eftir ein mín. af leiknum og Þórsarar þá 9 stig- um yfir. Þá lögðu Ármenningar allt í sölumar að jafna, og náðu strax að gera fjögur stig. Þá var röðin komin að Alfreð að yfir- gefa völlinn með 5 villur, en þá var aðeins tæplega hálf mín. til leiksloka. Þá náðu Þórsarar boltanum og Eiríkur brunar upp og hreinlega treður boltanum í körfuna með miklum tilþrifum, og Þórssigur í höfn í þessum mikilvæga leik. Þórsarar voru yfir allan leik- inn og voru ávallt betri aðilinn á vellinum. Þeir komust mest í 20 stiga mun, en minnstur var munurinn 5 stig í síðari hálfleik. Þórsarar voru mjög ánægðir eftir leikinn og sögðu sumir að nú væri úrvalsdeildin í seiling- arfjarlægð. Vonandi tekst þeim vel upp í leikjum sínum sem þeir eiga eftir, en aðeins eitt lið fer upp í úrvalsdeild á hverju ári. Danny Shouse er yfirburða- maður í sínu liði og gerði hann 72 stig. Cary var stigahæðstur Þórsara með 56 stig, Alfreð gerði 21, Eiríkur 17, Ellert 8, Sigurgeir 6 og Valdemar 2, en allir áttu Þórsarar stórleik. Dómarar voru Hörður Tuliníus og Kristbjörn Alberts- son og dæmdu þeir mjög vel. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.