Dagur - 25.03.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 25.03.1980, Blaðsíða 6
ruNbw Sjúkraliðar. Fundur verður haldinn að Þingvallastræti 14, miðvikudaginn 26. mars n.k. kl. 20.30. Stjórnin. Kvenfélagið Hlíf heldur fund í Amaró húsinu fimmtudag- inn 27. mars 1980 kl. 20.30. Mjög áríðandi málefni á dagskrá. Til synis verða munir þeir sem minninga- sjóður Hlífar gefur barna- deild F.S.A. Mætið vel og takið nýja félaga með. Stjórnin. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 8.30 e.h. í Frið- bjarnarhúsi. Fundarefni: Vígsla nýliða, kosning full- trúa á þingstúkuþing, um- dæmisstúku og stórstúku- þing. Eftir fund er kaffi. Æ.t. Aðalfundur íþróttafélags fatl- aðra á Akureyri verður haldinn að Bjargi fimmtu- daginn 27. mars n.k. kl. 20.30. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. □ HULD 59803287 IV/V 2. Frá Guðspekifélaginu. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 27. mars kl. 21.00. Erindi flytur Einar Aðalsteinsson. Lionsklúbburinn Hængur. Fundur fimmtudag 27. mars kl. 18.15 ÍH-100. Lionsklúbbur Akureyrar. Fund- ur í Sjálfstæðishúsinu 27. mars, fimmtudag, kl. 12.15. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Fundur að Hótel K.E.A. fimmtudaginn 27. mars kl. 19.15. Stjómin. I.O.O.F. Rb. 2 = 1293268'A = 9. III. □ RÚN 59803267 — 1 Frl. Atkv. I.O.O.F. 2—1613288'A ÉAðalfundur Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á Akureyri og ná- grenni, verður haldinn í Bjargi, Hvannavöllum 10, laugardaginn 29. mars kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Heimsstyrjöldin Sókn Japana BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér fjórðu bókina í ritröð klúbbsins um síðari heimsstyrjöldina. Þessi bók heitir SÓKN JAPANA eftir Arthur Zich, en íslenzku þýðinguna gerði Björn Bjarnason. Bókin fjallar, eins og nafnið bendir til, um fyrri hluta styrjald- arinnar í Asíu meðan Japanir æddu þar yfirlöndin. í bókinni er frá því greint hversu nærri lá að Japanir ynnu þetta hættuspil. Lýst er uppgangi hern- aðarstefnu í Japan á fjórða tug aldarinnar, stríðsundirbúningi þeirra og fyrstu sex mánuðum stríðsins, allt frá árásinni á flotastöð Bandaríkjanna á Hawaii, Pearl Harbor, til orrustunnar við Mid- way, þar sem stríðsgæfan sneri baki við Syni sólarinnar og þegnum hans. SÓKN JAPANA er 208 bls. að stærð og prentuð á Spáni, en text- inn er settur í Prentstofu G. Ben, 6.DAGUR Föstumessa sú síðasta á vetrin- um, verður í Akureyrar- kirkju n.k. miðvikudags- kvöld kl. 8.30. Sungið verður úr Passíusálmunum sem hér segir: 27, 579, 30, 10—14,31, 9—13 og 18 og 25, 14. B.S. Fermingarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 1.30 e.h. Sálm- ar 504, 256, 258. Leið oss ljúfi faðir, blessun yfir bamahjörð. B.S. Laugalandsprestakall. Messað á Hólum Pálmasunnudag kl. 13.30. Grund á Skírdag kl. 13.30. Kristneshæli sama dag kl. 15.00. Munkaþverá föstudaginn langa kl. 13.30 Kaupangi Páskadag kl. 13.30. Sóknarprestur. Akureyrarkirkja messað á Pálmasunnudag kl. 10.30 f.h. Ferming. Sálmar 504, 256, 258, Leið oss ljúfi faðir. Blessun yfir bamahjörð. P.S. Krístniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 30. mars sunnudaga- skóli kl. 11.00. Öll börn vel- komin. Samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Frá Ferðafélagi Akureyrar. 29. mars göngu- og skíðaferð á Stjórahnjúk. 4. apríl, páska- ferð í Lamba, gist þar í tvær nætur. Ath.: aðeins 6 þátt- takendur. Skrifstofan er op- in föstudag kl. 18—19. Takið eftir. Spilakvöld verður hjá Sjálfsbjörg í Alþýðuhús- inu fimmtudaginn 27. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Nefndin. Hjálpræðisherinn. Fimmtudag- inn 27. mars kl. 20.30 verður fagnaðarsamkoma fyrir nýja deildarstjórahjónin Anne Gurine og Daníel Óskars- son. Yngriliðsmennirnir yngri deild syngja. Föstu- daginn kl. 20.30 verður samkoma þar sem æsku- lýðshópurinn syngur. Pálmasunnudag kl. 13.30 sunnudagaskóli fyrir börn og kl. 17 samkoma. Deild- arstjórahjónin stjórna og tala á öllum samkomunum. Vitnisburðir og mikill söng- ur. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Biblíulestur á fimmtudag kl. 20.30 Verið velkomin. Barnavörur Bamavagnar og kerrur. Hopprólur, Hókus-Pókus stóar. Bílstólar, Göngugrindur. Baðborð, og allskonar ungbarna-leikföng. Brynjólfur Sveinsson h/f. Hrossaeigendur í óskilum að Hvassafelli í Saurbæjarhreppi er steingrá hryssa, ca. 4—5 vetra gömul. Mark: Hóf- biti framan vinstra. Réttur eigandi vitji hennar sem fyrst og greiði allan áfallinn kostnað. Upplýsingar gefa Einar Benediktsson, Hvassafelli, og Sveinbjörn Halldórsson, Hrísum. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÓN KR. NÍELSSON, Grænugötu 12, Akureyri, lést 20. mars s.l. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 1. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Petrea Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Faðir minn AÐALSTEINN EINARSSON, lést í Elliheimilinu Hlíð 17. mars. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hulda Ragnarsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar TRYGGVI AÐALSTEINSSON, verður jarðsunginn fimmtudaginn 27. mars kl. 13.30 frá Akur- eyrarkirkju. Snjólaug Þorleifsdóttir og börnin. Frá Vistheimilinu Sólborg í undirbúningi er að nokkrir af vistmönnum heimil- isins taki að sér lóðaslátt og lóðahreinsun á kom- andi sumri. Komið verður 3—4 sinnum í mánuði á hvern stað. Lóð slegin og rökuð og kantar snyrtir. Fast verð. Þeir sem hafa áhuga á að nota sér þessa þjónustu geta fengið nánari upplýsingar með því að hringja í síma 21757 milli kl. 9—16 alla virka dag. Vinnuvernd Dagarnir 26. til 28. mars verða á Akureyri sérstak- lega helgaðir vinnuvernd. Af því tilefni verður fundur um vinnuvernd (öryggis- og heilbrigðismál) haldinn í Alþýðuhúsinu kl. 19 fyrir hádegi fimmtu- daginn 27. mars. Fundur þessi er haldinn fyrir forgöngu Trésmíða- félags Akureyrar, Byggingameistarafélags Akur- eyrar og Fræðslumiðstöðvar byggingamanna, en allir þeir, sem vinna við byggingar eða einhvern tréiðnað hafa rétt til að sitja fundinn. Verkalýðsfé- lagið Eining vill því hvetja alla félagsmenn sína, sem vinna í þessum starfsgreinum, til að sækja fund þennan. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING. paskanna Niðursoðnir ávextir Allar tegundir Þurrkaðir ávextir Allar tegundir Nýir ávextir Margar tegundir KJORBUOIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.