Dagur - 25.03.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 25.03.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 25. mars 1980 22. tölublað m v\mut ndaiéta papp" m Hlíðarfjall um páskana: Börðu bíl- stjórann Eldur hjá Ú.A. Laust fyrir klukkan 15 í gær kom upp eldur í frystihúsi Útgerðarfélags Akur- eyringa. Mikill reykur myndaðist og skemmdist hráefni af völdum reyks, auk þess sem hætta þurfti vinnslu í gær, meðan þrifið var. Eldurinn kviknaði i einangrun þegar verið var að sjóða. Mikill og slæmur reykur barst inn f vinnslusal og er allt hráefnið, sem þar var i vinnslu, metið ónýtt, en það voru nokkur tonn. Starfsfólkið var sent heim f gær, en vinnsla hófst aftur í morgun. Sérstætt mál kært til bæjarfógeta Bflasölur í iðnaðarhverfi Fyrir skömmu barst skipulags- nefnd erindi frá Bílasölunni Stórholti 1. Þar er óskað eftir því að skipulagsnefnd úthluti bílasölunni lóð til reksturs bíla- sölu, miðsvæðis á Akureyri, t.d. gegnt lögreglustöðinni við Þórunnarstræti. Skipulagsnefnd telur að starfsemi sem þessi eigi helst heima á svæðum, sem ætluð eru fyrir iðnað eða iðnað og versl- un. Eins og kunnugt er af frétt- um DAGS hefur umrædd bíla- sala ekki leyfi til að starfa í Stórholti i, Verður sundlaugin loks að veruleika? Mánudaginn 17. mars var al- mennur borgarafundur haldinn í Glerárskóla um fyrirhugaða sundlaug í Glerárhverfi. Nokkr- ir fulltrúar bæjarins voru mættir ásamt hátt á annað hundrað íbúa, þar á meðal hópur nem- enda skólans sem tók á móti Fann giftingarhring- inn í legi kýrinnar! Á miðvikudaginn í síðustu viku var myndarlegri kú úr Svína- vatnshreppi slátrað á Blöndu- ósi. Bóndinn bað slátrarana að halda legi kýrinnar til haga og það ekki að ástæðulausu. Dýralæknirinn fór að krukka í legið og fann þar giftingar- hring bónda, en hringurinn var búinn að liggja í legi kýrinnar í heilt ár. Bóndi glataði giftingarhringn- um fyrir ári síðan þegar hann var að hjálpa kúnni við burð. Hann grunaði hvar hringurinn væri, en eins og gefur að skilja var illt að leita fyrr en kýrin var öll. Að sögn sjónarvotta var hringurinn í ágætu standi þegar hann fannst, að öðru leyti en því að eitthvað hafði fallið á hann. Nafn bónda- konu var grafið í hringinn svo ekki lék neinn vafi á eignarrétt- inum. fundargestum með kröfuspjöld þar sem krafist var sundlaugar við skólann strax. Ennfremur sátu allmörg börn fundinn og tóku nokkur til máls. Allfjörugar umræður urðu á fundinum og kom það vel fram hversu óviðunandi aðstaða nem- enda Glerárskóla er til sundnáms. Þeir þurfa að sækja sund í Sund- laug Akureyrar og getur tekið þau upp í 3 klst. að komast í einn sund- tíma og til baka í skólann. Nokkrar deilur urðu á fundinum um boð Sjálfsbjargar um að sund- laug sú, sem hafist verður handa um að byggja í vor í tengslum við hina nýju endurhæfingarstöð fatl- aðra í Glerárhverfi, verði nýtt til kennslu yngri aldurslokka. Að lokum var samþykkt áskorun til bæjarstjrnar að taka af skarið um staðsetningu sundlaugarinnar. Fyrir skömmu bar það til tíðinda að þrír karlmenn réðust á bíl- stjóra og börðu hann. Aðdrag- andi málsins er sá að þrír menn voru á gangi á fáfarinni götu á Akureyri þegar bíll kom aðvíf- andi og flautaði bílstjórinn á mennina, sem gengu á miðri götunni. Mennirnir voru eitt- hvað seinir að vikja og urðu lyktir þær, að þeir börðu bíl- stjórann svo sá á honum. Einnig skemmdist bíllinn, en deiluaðil- ar eru ekki á eitt sáttir um or- sakir skemmdanna. Við yfirheyrslur hafa árásar- mennirnir borið því við að bílstjór- inn hafi oft ekið mjög ógætilega eftir umræddum vegi. Þeir munu því hafa gengið á miðjum veginum og ætlað að kenna ökumanninum rétt aksturslag. Eftir þetta fer framburði ekki að bera saman, en þremenningarnir segja að öku- maðurinn hafi ekið aftan á einn þeirra með þeim afleiðingum að hann hafi fallið á bílinn og skemmt hann. Þá hafi þá brostið þolin- mæðin og tekið bílstjórann í karp- húsið. Bílstjórinn segir hins vegar að hann hafi einungis flautað á mennina, enda hafi þeir hindrað hann í að komast áfram. Einnig harðneitar hann að hafa ekið á umræddan mann. Málið sé þannig vaxið að þegar hann flaut- aði hafi einn þremenninganna snúið sér við og lamið ofan í vélar- hlífina, síðan hafi þeir ráðist á sig í bíldyrunum. Málið hefur verið kært til bæjar- fógeta. Mikið um að Mikið verður um að vera í Hlíðarfjalli næstu dagana. Á laugardaginn hefst unglinga- meistaramótið á skíðum, sem stendur til mánudags, en á þriðjudaginn hefst síðan skíða- landsmótið, sem lýkur á páska- dag. Andrésar Andar-leikarnir verða síðan 11.—13. apríl. Þar verða 300 keppendur. Ivar Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Skíðastaða, sagði í viðtali við Dag, að búist væri við 80 keppendum á skíðalandsmótið. ívar sagði að fremur lítill snjór væri nú í Hlíðarfjalli, en þó nægur, þannig að skíðafæri væri ágætt. Unglingameistaramótið átti að vera á Ólafsfirði, en vegna snjó- leysis þar, var það flutt til Akur- eyrar. Mikil aðsókn er nú í að dvelja á skíðahótelinu og nefndi vera ívar sem dæmi, að biðlisti væri út allan apríl til helgardvalar. í páskavikunni verða skíðalyft- umar í Hlíðarfjalli opnaðar fyrr en venjulega, eða klukkan 9, og þær verða opnar til klukkan 6 eftir há- degi. í mótsstjórn skíðalandsmótsins 1980 eru Hermann Sigtryggsson, ívar Sigmundsson, Magnús Ingólfsson og Þröstur Guðjónsson, sem er mótsstjóri. Eld- varnar- dagur Junior Chamber Akureyri stóð fyrir eldvarnardegi s.l. laugardag í samvinnu við slökkviliðið í bæn- um. Almenningi var gefinn kostur á að reyna handslökkvitæki á bílastæði slökkvistöðvarinnar. Sýnd var notkun ýmissa gerða af slökkvitækjum og kom glögglega í Ijós, hvílíka yfirburði þurrdufts- tækin hafa fram yfir t.d. vatn og er rétt að hvetja fólk til þess að afla sér handslökkvitækja. Slík tæki geta skipt sköpum þegar eldur brýst út og þá er ekki síður mikil- vægt að hafa reykskynjara í íbúðarhúsum, en ýmsir nefna þá ódýrustu líftryggingu sem völ er á. J. C.-félagar á Akureyri seldu slík tæki á laugardag og einnig gengu þeir í hús í Innbænum og á Eyr- inni, þar sem víða eru gömul timburhús, og dreifðu gluggamið- um, sem eiga að auðvelda slökkviliði að vita hvar hefjast skuli handa við björgun fólks, þegar eldur kemur upp. Ljósm.: h.s. Tóku vel í erindi unglinganna Haraldur Hansen, framkvæmda- stjóri Dynheima, fékk fyrir skömmu bréf frá stjórn Kaupfé- lags Eyfirðinga, sem svar við er- indi samstarfshópa unglinga í Dynheimum. í erindi ungling- anna var farið fram á að neðri hæð Dynheima fáist til nota fyrir æskulýðsstarf. Stjórn KEA lýsti yfir jákvæðu viðhorfi til þess að Akureyrarbær geti eignast húsið í náinni framtíð. Ekki er þó enn ákveðið hvernær starfsemi sú, sem er í húsnæðinu (Kassagerð- in) verði flutt í nýtt húsnæði. Félagsheimili í miðbænum Að undanförnu hafa Helgi M. Bergs bæjarstjóri og Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi átt við- ræður við undirbúningsnefnd verkalýðsfélaganna að byggingu félagsheimilis um hugsanlegt samstarf. Það hefur komið fram í við- ræðunum að uppi eru hugmyndir um að leita eftir lóð í miðbænum og reisa á henni 4-6 hæða hús, samtals að flatarmáli um 6.400 fermetrar, með 5-6 eignaraðilum. Biðskýli S.V.A. Tónleikar Sótt hefur verið um leyfi til að byggja 4 strætisvagnaskýli úr steinsteyptum einingum á eftir- töldum stöðum: Við gatnamót Skarðshlíðar og Smárahlíðar, við gatnamót Skógarlundar og Hjallalundar, við gatnamót Þing- vallastrætis og Grundargerðis og við Hörgárbraut gegnt lóð Lang- holts 9. Jonathan Bager, flautuleikari, og Philip Jenkins, píanóleikari, leika á tónleikum í Borgarbíói á Akur- eyri á fimmtudag klukkan 19.15. Þeir starfa báðir sem kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og eru tónleikarnir á vegum skólans. Á efnisskránni verða verk eftir Le Clair, Frank Martin, Poulenc og Prokoffiev.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.