Dagur - 27.03.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 27.03.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGXJR LXIII. árgangur Akureyri, fimmtudagur 27. mars 1980 23. tölublað í smábátahöfninni við Slippstöðina er langbesta aðstaðan fyrir smábáta á Akureyri, en hún hefur aldrei verið hugsuð sem frambúðarlausn. Mynd: á.þ. Smábátaeigendur eru á hrakhólum Dagur eykur útgáffuna Á niorgun kemur DAGUR út með nokkuð óvenjuiegu yfir- bragði. Hér um að ræða helgarútgáfu DAGS og er ætl- unin að til að byrja með komi blaðið, sem hefur hlotið nafnið HELGAR-DAGUR, til kaup- enda einu sinni í mánuði. Síðar verður útgáfutíðnin aukin og vonandi verður þess ekki iangt að bíða að HELGAR-DAG- UR komi út vikulega. f þessu helgarblaði DAGS verður ekki lögð áhersla á birt- ingu frétta, heldur leitað til ýmissa mætra borgara á Norður- landi og þeir fengnir til að skrifa í Guðbrandur Magnússon. Forráðamenn bílaieiga utan Reykjavíkur hafa af því þungar áhyggjur að Flugleiðir stofnsetji bílaleigur víðsvegar um landið m.a. á Akureyrarflugvelli. Þeir hafa ritað Flugleiðum, sam- göngumálaráðherra og flug- málastjóra bréf, þar sem bent er m.a. á að það sé réttara að Flug- leiðir auki þjónustu sína við landsbyggðina með tíðari flug- blaðið um þau mál sem eru þeim hugleikin. Einnig munu starfs- menn blaðsins leggja hönd á plóginn, en umsjónarmaður HELGAR-DAGS er Guðbrand- ur Magnússon, blaðamaður hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar. Það er skammt stórra högga á milli, þvíinnan nokkurra mánaða koma til landsins tæki, sem gera það kleift að prenta blaðið í lit. Um leið verður unnt að fjölga blaðsíðunum ef þurfa þykir, en í dag er vélakosturinn þannig að blaðið verður að vera átta síður, hvorki meira né minna. Um Ieið og litprentunin verður möguleg má gera ráð fyrir að útliti blaðsins verði breytt að einhverju leyti, en að svo komnu máli er ekki unnt að gera nána grein fyrir hug- myndum manna í því efni. Það er von starfsmanna DAGS að lesendum blaðsins muni líka vel hið nýja helgarblað. Meðal efnis í fyrsta blaðinu má nefna opinskátt viðtal við tvo Hjálp- ræðishermenn á Akureyri, og greinar eftir Böðvar Guðmunds- son, kennara, Helga Vilberg, skólastjóra, Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing, Viðar EggertSr son, leikara og Guðmund Gunn- arsson, fulltrúa. ferðum. Auk þess er bent á að flugstöðvar séu í eigu flugmála- stjórnar. Þaðan fékk blaðið þær upplýsingar að Flugleiðir hefðu enn a.m.k. ekki fengið leyfi til reksturs bílaleigu i neinum flug- stöðvum. Vilhelm Ágústsson, hjá Bíla- leigu Akureyrar, sagði að forráða- menn bílaleiga í landinu hefðu rökstuddan grun um að Flugleiðir ætluðu að auka bílaflota sinn — Okkur finnst þetta nú svolítið skrýtið, því að á sama tíma og fjöllin eru flutt ofan í dokkir, sem takmarkar viðlegurými sntábátanna, fer bátunum sífellt fjölgandi, og nú eru 10-12 á bið- lista eftir lægi, sagði Árni Valur Viggósson, rafvirki og frí- stundatrillukarl. Hann sagði að margir smábáta- eigendur væru á algjörum hrak- hólum og bátar þeirra lægju undir skemmdum. Lægi væri nú fyrir smábáta út í Sandgerðisbót, og í höfn Slippstöðvarinnar, en Höephnersbryggjan væri nú að hverfa undir möl og ekki væri hægt að geyma smábáta í Torfunefs- dokkinni, þar sem umgengni væri þar svo slæm. Hann sagði að þar kæmi það iðulega fyrir að rúður væru brotnar og bátarnir væru at- aðir auri, þegar að væri komið. — Það hefur lengi staðið til að verulega, en slíkt væri óþarft því bílaleigur landsins ættu nóg fyrir til að anna mestu álagstímum — sem eru yfir hásumarið. Bréfið til fyrrgreindra aðila var sent fyrir rúmum mánuði svo við- komandi ættu að hafa fengið rúm- an tíma til að kanna málið, en þeir hafa enn ekki svarað. Vilhelm sagði að innan tíðar ætluðu forráðamenn bílaleiganna að fara suður á fund Sigurðar Helgasonar, forstjóra bæta úr þessum málum, en það er með þetta verkefni eins og svo mörg önnur, — það vantar pen- inga, sagði Baldvin Þorsteinsson, settur hafnarstjóri, í viðtali við Dag. Hann sagði að þetta væri orðið mikið vandamál, því bæði hefðu smábátar í eigu Akureyringa stækkað verulega á síðustu árum, auk þess sem þeim hefði fjölgað gífurlega. Það væri í sjálfu sér ekk- ert einkennilegt, því Eyjafjörður- inn væri ákjósanlegur til smábáta- útgerðar og fyrir litla skemmtibáta. Baldvin sagðist ætla, að trillurn- ar væru eitthvað á milli 150 og 200, auk sportbátanna, og að um 10 manns hefðu trilluútgerð að aðal- starfi, en fjölmargir sæktu mjög fast, þótt þeir væru í annarri at- vinnu. Baldvin sagði, að til væru teikn- ingar að smábátahöfn í Sandgerð- isbót. Þar væri fyrirhugað að leggja grjótgarð á sker fyrir utan höfnina Flugleiða, til að fá hjá honum skýr svör um áætlun félagsins á þessu sviði. „Ef þeir fá inni með bílaleigu á Akureyrarflugvelli, munum við fara fram á samskonar aðstöðu", sagði Vilhelm. „Annars skýtur það nokkuð skökku við, að Flugleiðir eru nú að fara fram á 2ja milljarða lán með ríkisábyrgð, og ætla að nota af því 10% eða 200 milljónir króna til að leysa út bíla sem standa í Eimskipsportinu í Reykjavík.“ og koma upp flotbryggjum. Þetta væri allt í athugun, en eins og fyrr sagði, vantaði peninga. Hafnar- sjóður hafi farið í mjög kostnaðar- sama framkvæmd við Oddeyrar- bryggju, sem reynst hafi mun dýr- ari en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, og síðan hafi peningamálin ekki komist í lag. Höfnin hjá Slippstöðinni væri ekki ætluð fyrir smábáta til frambúðar, þannig að ljóst væri, að verulegt átak þyrfti að gera í þessum málum innan skamms. Dregið í f jórðu myndagátunni Síðastliðinn þriðjudag var dreg- ið í fjórðu myndagátunni. Það var Brjánn Guðjónsson, deild- arstjóri Matvörudeildar KEA sem dró út lausn hins heppna sem var Arndís Baldvinsdóttir, Kristneshæli. Verðlaunin voru vöruúttekt að upphæð krónur 20.000 í vcrslun KEA í Hrísa- lundi. Myndina tók á.þ. þegar Amdfs skoðaði vöruúrvalið í versluninni ásamt Steingrfmi Ragnarssyni útibússtjóra í Hrísalundi. Ný bílaleiga á f lugvellinum? Vegvísar við innkeyrslur Nefnd innan J.C. Akureyri vinn- ur nú að því að koma upp veg- vísum við báðar innkeyrslurnar í bæinn. Þetta verða stórskilti með götukorti af Akureyri og inn á kortið verða merkt fyrirtæki og þjónustustofnanir. Þetta er bæði hugsað sem auglýsing fyrir fyrir- tækin og til hagræðis fyrir ferða- menn, sem koma akandi í bæinn. Vegvísarnir eru gerðir í samráði við bæjaryfirvöld. Annar skósmiður Til skamms tíma hefur aðeins einn skósmiður starfað á Akur- eyri, en á morgun tekur annar til starfa. Það er Halldór Árnason, skósmíðameistari, sem rak lengi vinnustofu í Strandgötu. Halldór verður í Brekkusötu 13. Mega afbeita Þorkveiðibann hefst á hádegi n.k. laugardag og lýkur ekki fyrr en á hádegi 8. apríl. Samkvæmt upp- lýsingum Jóns B. Jónassonar fulltrúa í sjávarútvegsráðuneyt- inu hefur línusjómönnum við Eyjafjörð verið leyft að afbeita línuna og hafa hana í sjónum meðan á banninu stendur. Með þessu móti geta sjómennirnir haldið sínum stöðum, þurfa ekki að óttast að aðrir leggi og nái vinsælustu plássunum. Aukablað Fjögurra síðna aukablað fylgir með Degi í dag. Þar er meðal annars að finna lista yfir ferm- ingarbörn, sem fermast um næstu helgi og um páskana. Myndlistarsýning Þórunnar Eiríksdóttur Þórunn Eiríksdóttir opnar mál- verkasýningu laugardaginn 29. mars n.k. kl. 16.00 í Gallerý Há- hóli. Sýningin stendur til 7. apríl n.k. og er opin virka daga frá , 20-22, og um helga daga frá kl. 16-22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.