Dagur - 27.03.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 27.03.1980, Blaðsíða 6
Fermingarböm í Saurbæ, annan páskadag, 7. apríl kl. 14.00. Gunnhildur Arnarsdóttir, Espilundi 17, Akureyri. Hólmfríður Hilmarsdóttir, Hólavegi 15, Dalvík. Daníel Ólafur Sveinbjömsson, Saurbæ. Þórður Sigurðsson Fífuseli 10, Reykjavík. Ferming í Reykjakirkju i Tungusveit á skírdag kl. 14. Ólafur Stefán Sveinsson, Varmalæk. Óli Friðberg Kristjánsson, Fitjum. Arna Þöll Hjartardóttir, Stein- staðaskóla. Efemía Fanney Valgeirsdóttir, Daufá. Rósa Borg Halldörsdóttir, Krit- hóli. Fíladelfia, Lundargötu 12. Sunnudaginn 30. mars. Sunnudagaskóli kl. 10.30. Öll börn velkomin. Almenn samkoma kl. 20.30. Söngur og vitnisburðir. Allir hjart- anlega velkomnir. nnosuR Messur í Möðruvallaklaustur- prestakalli í dimbilviku og um páska. Skírdagur: Messa á Dvalarheimilinu Skjaldar- vík kl. 4 e.h. Helgistund og altarisganga í Möðruvalla- kirkju sama dag kl. 8.30 e.h. Bragi Skúlason guðfræði- nemi flytur hugleiðingu. Föstudagurinn langi: Messa 1 Bægisárkirkju kl. 2 e.h. Páskadagur: Messa í Möðruvallakirkju kl. 11 f.h. og messað í Glæsibæjar- kirkju sama dag kl. 2 e.h. Annar páskadagur: Messa í Bakkakirkju kl. 2 e.h. Sókn- arprestur. Til sölu Ford Bronco árg. ’74, 8 cyl. sport, sjálfskiptur. Mercyry Zephyr árg. '79, 6 cyl. sjálfskiptur. Opel Record árg. '73. Nýupptekin vél. Bílasalan h.f. Strandgötu 53, sími 21666 Fósturfaðir minn AÐALSTEINN EINARSSON lést í Elliheimilinu Hlíð 17. mars. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hulda Ragnarsdóttir. Til kartöfluframleiðenda Vegna óvissu um útsæðisöflun í vor eru bændur vinsamlegast beðnir að láta vita hið fyrsta eða fyrir 10. apríl n.k. hvort þeir hafi útsæði umfram eigin þarfir. Jafnframt eru bændur beðnir að panta sem allra fyrst ef þá skortir útsæði. Kaupfélag Eyfirðinga Kaupfélag Svalbarðseyrar Matseðill: Fried capon southern style. Verð aðeins kr. 6 þús. Allar konur sem eru matar- gestir fá ilmvatns- gjöf frá Parfume Givenchy, París. Hápunktur ferðakynninganna Kynnum fimm nýja ferðabœklinga -Landsýn Skrifstofa í húsi Hótel KEA Opið kl. 16-18, sími 23727. Sólarkvöld í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 2. apríl it Kynnir Magnús Axelsson. + Skemmtunin hefst kl. 19.00. Hressandi lystaukar á börum. Skemmtiatriði: Karlakór Akureyrar syngur nokkur létt lög. ic Tískusýning: Sýningarflokk- ur sýnir nýjasta tískufatnað- inn. it; Söngflokkurinn Þjóðþrif skemmtir. ir Stutt ferðakynning. it Glæsilegt ferðabingó: Vinn- ingar að verðmæti yfir 1. milljón króna. it Forsala aðgöngumiða og borðapantanir verða í and- dyri hússins þriðjudaginn 1. aprfl kl. 16. it Missið ekki af góðri og ódýrri skemmtun. it Aðgangur aðeins rúllugjald. Dansað til kl. 2.00. Hinn sterki styðji þann veika Leiðrétting Nokkrar villur slæddust inn 1 minningargrein Gísla Konráðsson- ar um Jóhann G. Guðmundsson, stöðvarstjóra, í síðustu viku og biðst blaðið velvirðingar á mistök- unum. Greinin sem birtist 20. mars, var dagsett 19. mars, sama daginn og Jóhann var jarðsettur, en -hófst hins vegar á orðunum: „1 gær var til moldar borinn ...“ Hefði annað hvort átt að standa: „í dag er til moldar borinn", eða dagsetningin hefði átt að þurrkast út. Einnig varð stafabrengl 1 orðinu gagnvegir, er kom út sem gangvegir. Einn daginn lá í póstkassanum dreifibréf frá Vistheimilinu Sól- borg, þess efnis, að leita eftir at- vinnumöguleikum fyrir vistmenn heimilisins. Meðal annars, að leita til húseigenda og fyrirtækja, að sjá um slátt og hriðingu lóða. Yrði þetta vinnuhópur 3-5, ásamt umsjónarmanni. Þama er um að ræða athyglis- verða hugmynd, sem ætti skilið að fá hljómgrunn. Það er ekki réttlætanlegt, hvað það hefur tekið langan tíma, að opna augu samfélagsins til skilnings á mannréttindum vangefinna. Að virða rétt þeirra til að lifa og vera manneskjur. Þeir þurfa ekki á meðaumkun að halda, en þarfn- ast hjálpar til sjálfsbjargar. Van- gefnir eru ekki alltaf börn. Þeir vaxa, verða unglingar og fullorð- ið fólk. Þá fyrst reynir á samfé- lagið, að skilja þarfir þeirra, getu og þrek, sem er mismunandi hjá þeim eins og hjá heilbrigðum. Mig langar til að láta í ljós þá von, að fyrirtæki og húseigendur vilji kanna atvinnumöguleika fyrir vistmenn Sólborgar. Stuðla að samvinnu við þessa einstak- linga, að þeir fái tækifæri til þess að vinna og skilja þá ábyrgð, að vera þátttakendur í samfélaginu. Þeirra er rétturinn. Okkar að eiga skilning. Jóhanna Tryggvadóttir. MYNDAGÁTA DagS - Tryggvabraut 12, pósthólf 58, 602 Akureyri Nafn Heimili sími Staður Lausn mennska og gott skipulag blasir við hvarvetna, enda er borgin byggð upp á síðasta áratug sem módel-sumarleyfisparadís ferða- langsins. Með einhverjum hætti hefur hér tekizt að varðveita hið óspillta, náttúrlega umhverfi svo vel, að dvölin þar getur orðið friðsæl hvíld, þrátt fyrir iðandi mannmergð, skemmtanir og hvers kyns lystisemdir á næsta leiti. Iþrótta-, útivistar- og heilsu- ræktaraðstaða er hér frábær. ITALIA LIGNANO LIGNANO er mitt á milli Feneyja og Trieste, og stendur á titlum tanga, en ströndin sjálf er 8 km á lengd og allt að 100 m breið, hrein og vel búin þægindum. Smekkvísi, hreinlæti, snyrti- Lausnin þarf að berast blaðinu í síðasta lagi hálfum mánuði eftir að gátan birtist ef þú vilt eiga möguleika á aukaverðlaunum. Til að eiga möguleika á ferðavinningnum verður þú að taka þátt í öllum gátunum Starfsfólk Útsýnar í Lignano undir stjórn Svavars Lárussonar aðalfararstjóra, hefur unnið hylli farþeganna og sú nýjung, sem Útsýn bauð sl. sumar — ókeypis barnagæzla sérmenntaðrar fóstru — varð mjög vinsæl. 3> LAUSNIN VERÐUR AÐ VERA SKRIFUÐ Á ÞETTA EYÐUBLAÐ. -rrv MYND NR. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.