Dagur - 17.04.1980, Side 1

Dagur - 17.04.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGOR LXIII. árgangur Akureyri, fimmtudagur 17. apríl 1980 28. tölublað Rafmagnsmál Skag firðinga í ólestri Ljósin dofnuðu þegar rafmagshitunin fór í gang í næsta húsi „Ég var staddur í húsi á Hofsósi um daginn og allt í einu dofnuðu ljósin. Ég spurði sem svo hvort rafmagnið væri að fara, en svar- ið var það að svona væri þetta alltaf þegar rafmagnshitunin færi í gang í næsta húsi,“ sagði Gunnlaugar Steingrímsson, sýslunefndarmaður á Hofsósi í samtali við DAG, en rafmagns- mál í Skagafjarðarsýslu hafa mjög verið til umræðu að und- anförnu. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hélt aukafund á Sauðárkróki fyrir skömmu þar, sem samþykkt var skorinorð ályktun um það ófremd- arástand sem ríkt hefur í raforku- málum héraðsins í vetur, en spennufall og truflanir og raf- magnsleysi hafa verið tíðir við- burðir. Á fundinum kom það fram að Dregið í sjöttu myndagátunni Síðastliðinn þriðjudag kom Vöruhúsritari KEA, Alda Bridde, á ritstjórn DAGS og dró úr bréfabunkanum sem hafði borist vegna sjöttu myndagát- unnar. 1 Ijós kom að vinnings- hafinn var Sonja Gunnarsdóttir, Skarðshlíð 6b, Akureyri, og vinningurinn 20 þús.kr. vöruút- tekt. Sonja kom í Vöruhús KEA á þriðjudag og þá var þessi mynd tekin af henni og ungum fylgd- arsveini, Borgari Ragnarssyni. f dag, á blaðsíðu sex, birtist níunda myndagátan. Sú tíunda verður birt þann 8. maí. Það er sú síðasta og 22. maí verður dregið um aðalverðlaunin, sem er stórglæsilegur ferðavinning- ur. sýslunefndarmenn töldu það yfir- leitt mun skárra, af tvennu illu, að rafmagnið færi af, en hið sífellda spennufall, sem er mjög hættulegt ýmsum rafmagnstækjum. Iðulega logar ekki á sjónvarpstækjum nema öll önnur tæki á bænum séu tekin úr sambandi og ljós slökkt! Enn eitt dæmið um furðulegt ástand er að Hallgrímskirkja í Saurbæ borgar sextíu sinnum hærra raforkuverð en Jámblendi- verksmiðjan á Grundartanga, mið- að við hverja orkueiningu. Gunnlaugur sagði í gær að spennufall hefði verið algengt á Hofsósi á undanförnum árum — bæði af völdum gamalla spenna og gamalla og veikra dreifilagna. „Unnið hefur verið að úrbótum, en í mjög smáum áföngum og virðist nokkuð í land að allir hafi fengið viðunandi lausn. Það hefur þótt seinlegt að fá leyfi fyrir rafhitun og þegar leyfi hefur borist hefur ekki verið hægt að tengja húsin vegna lélegs dreifikerfis," sagði Gunn- laugur. Sem dæmi um lélega þjónustu RARIK nefndi Gunnlaugur að fyrirtækið ætti að sjá um uppsetn- ingu Ijósa við götur á Hofsósi, en það hefur ekki fengist gert, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir heima- manna. Þess skal getið að sveitar- félagið kostar framkvæmdina ásamt RARIK. Þess er einnig dæmi að straumfrek tæki til iðnaðar hafa ekki fengist tengd. „Hér er mikil óánægju með af- lestur rafmagnsmæla. Af mælum er lesið 2var á ári, en rafmagnsnotkun áætluð þess á milli. Ónákvæmnin er svo mikil að oft verður að end- urgreiða þegar lesið er af,“ sagði Gunnlaugur. Ástandið er mjög misjafnt í sýsl- Óvenjulegir tónleikar Næstkomandi laugardag 19. apríl kl. 17 verða 3. tónleikar Philip Jenkins og Guðnýjar Guðmundsdóttur á vegum Tónlistarfélagsins, þar sem þau flytja sónötur Beet- hovens. A þessum tónleikum leika þau m.a. Vorsónötuna og Sónötu í c-moll, sem báðar eru mjög þekktar og vinsælar. Tón- leikamir fara fram í sal Gagn- fræðaskólans. Guðný og Philip hafa nú þegar flutt 7 af 10 sónötum Beethovens á tvennum tónleik- um og hafa hlotið lof fyrir ágætan flutning. Aðsókn hefur verið góð, en þetta er í fyrsta skipti á íslandi sem allar sónöt- ur Beethovens, sem hann samdi fyrir fiðlu og píanó, eru fluttar á þremur tónleikum í röð og er óhætt að segja að vel hafi til til tekist. Á næstunni munu þau einnig flytja allar lOsónöturnar í Norrænahúsinu í Reykjavík. unni, en einna skást virðist það vera í Gönguskörðum og á Skaga, en dreifilína er þar nýleg. Ályktun sem sýslunefndarmenn samþykktu var send orkuráðherra og þingmönn- um kjördæmisins með þeirri ein- dregnu beiðni að Skagfirðingar fái nú þegar leiðréttingu mála sinna. Ella mætti búast við tíðindum, því óánægjan með hið lélega rafmagn er mjög almenn. Silungsveiði hafin Sveinsstöðum 15. aprfl Vorhugur er nú kominn í menn, enda er sólin farin að skína, jörð er svo til klakalaus og ár búnar að ryðja sig að mestu leyti. Byrjað var að veiða silung í net í Vatnsdalsá strax upp úr 1. apríl, eða um leið og veiðarnar máttu hefjast, sem er nokkuð óvenjulegt. Nokkuð margir bændur hafa beitt fé í vetur og sparað með því mikið hey, þannig að ekki eru horfur á heyskorti í vor ef heldur sem horfir. M. Ó. 678 milljónir til F.S.A. samkvæmt fjárlögum ,,Vona að lánsheimildin verði notuð“ segir framkvæmdastjóri F.S.A. Samkvæmt nýjum fjárlögum fær Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri 678 milljónir króna til ný- bygginga á þessu ári, auk þess sem í lögunum er heimildar- ákvæði fyrir ríkisstjórnina, að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð lán, sem Akureyrarbær kynni að taka til byggingar tengiálmu við sjúkrahúsið. Fjórðungssjúkrahúsið fær þann- ig langhæstu upphæðina sem ríkið ver að þessu sinni til nýbygginga sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og læknabústaða, annarra en ríkis- sjúkrahúsa. Næst á eftir kemur Borgarspítalinn með 420 milljónir, en samtals er veitt til þessara bygg- inga 3 milljörðum og 80 milljónum króna. Ásgeir Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, sagði í viðtali við Dag, að samanborið við fjár- veitingar til sjúkrahúsa almennt, væri ekki annað hægt en að vera ánægður með þessa útkomu. Það bæri hinsvegar að hafa í huga, að hér á Akureyri væri tvímælalaust mesta þörfin fyrir aukið rými. Ásgeirsagði, að nú væri unnið að hönnun tengibyggingarinnar, en hún er forsenda |)ess að þjónustu- byggingin verði tekin i notkun. Unnið verður samkvæmt gerðum samningum við súrefnisstöð, sem á að ljúka við í sumar, og þjónustu- byggingu. Stefnt er að því að hálfur kjallari þeirrar byggingar og öll önnur hæðin verði tilbúin um mitt næsta ár, en um svipað leyti þyrfti hluti tengiálmunnar að vera tilbú- inn. Ásgeir sagðist vona, að láns- heimildin yrði nýtt í sumar. Auk fjárveitingarinnar núna var til ónotuð 50 milljóna króna fjárveit- ing og Akureyrarbær leggur fram 148 milljónir króna, sem er nokkuð hærri upphæð en sem svarar mót- framlagi ríkisins. Beðið eftir Godot frumsýnt annað kvöld hjá Leik- félagi Akureyrar Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld síðasta verkið á þessu leikári, sem er Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. Oddur Björnsson leikstýrir verk- íu og leikmyndir eru eftir Magnús Tómasson. Leikendur eru fimm, þar á meðal Árni Tryggvason, en hann fer með stærsta hlutverkið ásamt Bjarna Steingrímssyni. Höfundur varð heimsfrægur fyrir þetta verk, sem er skemmtileg blanda af skopi og alvöru. Oddur Björnsson, leikhússtjóri, hættir störfum hjá L.A. að loknu þessu starfsári, og hyggst þá hefj- ast handa við ritstörf á ný. Gengið á reka sýnt um helgina í Freyvangi Leikfélag Öngunlsstaðahrepps og U.M.F. Árroðinn sýna leikritið Gengið á reka á föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Miðasala er í Bókabúð Jónasar. Þetta eru síðustu sýn- ingamar í Freyvangi. Frumsýning á Skáld-Rósu hjá Leikfélagi Blönduóss Leikfélag Blönduóss frumsýnir leikritið Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson laugardaginn 19. apríl klukkan 21 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Verkið verður síðan sýnt fjórum sinnum á Húnavöku, sem hefst þriðjudaginn 22. apríl. Leikstjóri er Ragnheiður Stein- dórsdóttir og fer hún jafnframt með titilhlutverkið. Verkið lýsir hluta úr lífi Vatnsenda-Rósu og er langt og viðamikið. Það var upphaflega frúmsýnt hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur og fór Ragn- heiður þá einnig með hlutverk Rósu. Með önnur aðalhlutverk fara Þórhallur Jósefsson, og Sveinn Kjartansson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.