Dagur - 22.04.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Við árstíðaskipti
Veturinn, sem nú er senn liðinn,
hefur verið einkar mildur til sjávar
og sveita. Tíðarfarið hefur al-
mennt verið gott og muna elstu
menn vart jafnmildan vetur hér
norðanlands og reyndar um allt
land. Mikiil munur er á þessum
vetri, sem nú er að líða, og fyrra-
vetri, þegar hafís og frosthörkur
gerðu mönnum lífið leitt, og í
framhaldi af hörðum vetri kom
nær ekkert sumar. Því má nú
segja með nokkrum sann, að
sumir landshlutar hafi ekki notið
sumars í hálft annað ár.
Fiskimiðin hafa verið gjöful, en
misgjöful þó, þannig að útlit er
fyrir að aflabrögð annars staðar en
við Suðvesturlandið verði verri nú
en í fyrra. Mjög hefur ræst úr í
landbúnaðarmálunum vegna hins
góða veðurfars í vetur, en mjög illa
horfði í þeim efnum í haust, þegar
útlit var fyrir stórfelldan niður-
skurð búfjár vegna heyskorts. Er
vonandi að þessi mildi vetur geri
landbúnaðinum léttara að auka
hagkvæmni og takast á við ný
vandamál, samfara fyrirhuguðum
samdrætti í landbúnaðarfram-
leiðslu.
En þó að veturinn hafi verið
mildur til sjós og lands í veður-
farslegu tilliti, hefur verið mjög
stormasamt á stjórnmálasviðinu
og þjóðarskútan oft legið undir
áföllum af þeim sökum. Er
skemmst að minnast vetrarkosn-
inganna og þess mikla dráttar
sem varð á því, að starfshæf rík-
istjórn tæki við völdum í landinu.
Þessi upplausn á stjórnmálasvið-
inu framan af vetri, hefur haft gíf-
urlega slæmar afleiðingar í för
með sér, þar sem vandamálin,
sem við var að etja í þjóðarbúinu,
jukust sífellt er á leið veturinn.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkis-
stjórnarinnar um að draga úr
verðbólgu, þessu mesta þjóðar-
böli íslendinga, sem alla er að
æra, eru nú horfur á, að ekki takist
sem skyldi í þeim efnum. Kjara-
samningar eru lausir og stór
launþegasamtök hafa mótað kröf-
ur sínar. Alþýðusamband íslands
hefur sýnt skilning á þeim vanda,
sem óðaverðbólgan leggur á
herðar alls þorra landsmanna, og
stillt kröfum sínum í hóf, á meðan
opinberir starfsmenn krefjast allt
að 39% grunnkaupshækkunar.
Verði orðið við þeim kröfum hefst
sami hrunadansinn á ný og allir
halda áfram að tapa, þrátt fyrir
fleiri krónur í vasann.
Dagur óskar landsmönnum
gleðilegs sumars, með von um
betri gæftir fyrir þjóðarskútuna.
Þegar Arvid og blaðamaður voru að skoða minkana kom höfðu ekki séð slflí kvikindi áður, en Arvid vann við minka-
Valgerður Sverrisdóttir, eiginkona Arvids, og dóttir þcirra og refabú í Noregi. Mynd:áþ
hjóna, Anna Valdís, til að skoða minkana. Þær mæðgur
Læðurnar voru fremur fram-i
lágar, enda vart við öðru að búast
eftir langt og strangt ferðalag. Að
auki eru þær komnar að goti.
Búist er við að fyrstu ungarnir líti
dagsins ljós eftir um það bil :2-3..
vikur. Skoski seljandinn hefur
fengið 4,2 unga á hverja læðu að
jafnaði, og sagði Arvid :að þeir
Lómatjarnarbændur gerðu sér:
vonir um að vera ekki mikið
lægri. — En hver var ástæðan
fyrir því að læðurnar voru keypt.-
ar frá Skotlandi? Hún er éinföid:
Á íslenska minkastofninn herjar:
skæður blóðsjúkdómur, hvít-
blæði, en skosku læðurnar eiga að.
vera lausar við hann.
Minkarækt er þolinmæðisverk
— og refaræktin ekki síður. Það
er bið á að reksturinn fari áð géfa
af sér arð, því pelsun mun ekki
eiga sér stað fyrr en í haust og
fyrstu skinnin ættu að fara á
markað í London skömmu fyxir..
jól. Fyrstu blárefaskinnin frá bú-
249 nýir íbúar í
Grýtubakkahreppi
Um miðja nótt í síðustu viku í
svarta myrkri lenti flugvél frá
Icecargo á Akureyrarflugvelli.
Móttökunefndin var fámenn,
en meðal þeirra sem í henni
voru gat að líta lögregluþjón
með alvæpni. Hlutverk hans
var að hafa nánar gætur á far-
þegum vélarinnar og skjóta
hvern þann sem reyndi að
komast út í myrkrið. Þegar
fiugvélin hafði stöðvast voru
dyrnar opnaðar og brátt voru
allir farþegarnir komnir inn í
bíl. Lögregluþjónninn gat
varpað öndinni léttar og
stungið hólknum til hliðar. En
hverjir voru þessir farþegar?
Jú, þetta voru minkalæður frá
Skotlandi — á leið í minkabú-
ið að Lómatjörn í Grýtu-
bakkahreppi. í upphafi ferðar
voru minkarnir 250 talsins, en
einn kiemmdist illa og lét lífið
áður en hann gat andað að sér
íslensku lofti.
Það eru ekki allir á eitt sáttir
um það hvaða leiðir beri að fara í
íslenskum landbúnaði, en flestir
munu gera sér ljóst að íslenskir
bændur geta ekki lengur stuðst
eingöngu við hinar hefðbundnu
búgreinar. Því var það sem
Steingrímur Hermannsson, þá-
verandi landbúnaðarráðherra,
ákvað að við Eyjafjörð yrði at-
hugað hvort loðdýrarækt væri
heppileg aukabúgrein. Blárefir
voru fengnir frá Skoílandi og
komið fyrir á Sólbergi á Sval-
barðsströnd, Lómatjörn, Grund
og í búi Grávöru við Grenivík. Á
Lómatjörn var ákveðið að hafa
bæði bláref og svartmink.
Þeir Lómatjarnarbændur óku
minkunum heim um nóttina og
lauk vinnudeginum ekki fyrr en
klukkan 9 næsta morgun. Þegar
tíðindamaður Dags renndi í
hlaðið um nónbil á föstudag voru
störf á heimilinu komin í fastan
farveg og þrátt fyrir annir fór Ar-
vid Kro með blaðamanni í
skemmuna þar sem minkarnir
skosku eru geymdir. Skemman er
nokkur hundruð metra sunnan
við Lómatjörn og skammt þar frá
eru þrjár skemmur er hýsa blárefi
Lómatjarnar- og Grundarbænda.
Þegar við komum að skemmun-
um var þar fyrir Heimir Ingólfs-
son, en hann ásamt Jóhanni
bróður sínum og Arvid Kro reka
félagsbúið að Lómatjörn.
unum við Eyjafjörð fara á mark-
að um svipað leyti. — Hvað með
verðin? Arvid tjáði blaðamanni
að verð á minkaskinnum hefði
verið nokkuð stöðugt, en hið
sama er ekki hægt að segja.um
refaskinnin. „En það þýðir ekkert
annað en að vera bjartsýnn,'1
sagði Arvid og brosti.
Það vakti athygli að minka-
fóðrið var í smáslettþm ofan á' ■
búrunum. Þetta var brún kássa
sem sjálfsagt bragðast ágætlega
— a.m.k. fengu læðurriar séf bita
af og til og virtist líka vel.'.Fóðrið ,
kemur frá frystihúsinu Káldbáki ■
á Grenivík, en innan:.tíðar mun
refafóðrið einnig verða framieitt;
hjá Kaldbaki. „Miðað við hin
Norðurlöndin er fóðrið frá Kald-
baki um helmingi ódýrara, en það
er ýmislegt annað hér á landi sem
er dýrara!“
„Við erum bjartsýnir á fram-
gang loðdýraræktar — hvorí sem
um er að ræða ref eða rhink.
Auðvitað eru alltaf einhver
byrjunarvandræði og það er dýrt
að fjárfesta f upphafi, en með
góðum vilja er þetta allt yfirstíg-
anlegt,“ sagði Arvid Kro um leið
og við gengum út úr skemmunni
sem geymir 249 fallegar og 'kol-
svartar minkalæður.
Jú, ég er komin með íslenskan rfkisborgararétt.
Gott útlit í
búskapar-
málum
— segir Ævarr Hjartarson, ráðunautur
— Miðað við ástandið í
búskaparmálum á liðnu hausti,
einkum varðandi heyfeng, þá er
útlitið gott núna, sagði Ævarr
Hjartarson, ráðunautur í viðtali
við DAG í tilefni sumarkomu.
Hann sagði, að í haust hafi verið
mikil eftirspurn eftir heyi og
framboð ekkert, en nú væri
framboð á heyi og eftirspurn lít-
il. Ekki taldi Ævarr að tún væru
skemmd af kali undan vetri, en
þó væri ekki útséð með það enn,
og gæti tíðarfarið næstu vikur
haft áhrif þar á.
Ævarr sagði, að þó að telja yrði,
að fóðúrbirgðir væru nægar í hér-
aði, þar sem margir hefðu getað
sparað fóður með beit sauðfjár,
vegna tíðarfarsins, væri rétt að hafa
í huga, að vorið væri ekki komið.
Margt gæti breyst fram að þeim
tíma er búfé færi af gjöf og væri
skemmst að minnast s.l. vors.
Þessa dagana standa yfir funda-
höld í héraði þar sem bændum er
úthlutað framleiðslukvóta fyrir
þetta ár. Er ljóst að nokkur fækkun
verður á bústofni, vegna þess sam-
dráttar sem þar kemur fram í
framleiðslu.
Sagði Ævarr að nokkur fækkun
hefði orðið á bústofni á milli ár-
anna 1978 og 1979. Stafaði sú
fækkun bæði af lélegum heyskap á
s.l. sumri og eins hinu, að menn
gerðu ráð fyrir að þurfa að fækka
vegna tilkomu kvótakerfis.
Þá kom fram hjá Ævarri að all-
mikillar gagnrýni hefði gætt hjá
mönnum á aðalfundi Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar, sem haldinn
var síðast í marz. Var m.a. bent á
það, að komið myndi vera fram á
mitt ár, þegar fyrir lægi fram-
leiðslumagn hvers bónda, og lítill
möguleiki væri þá á að aðlaga sig
því marki, sem kvótinn ætlaði
hverjum og einum.
Þá kom einnig fram í máli
Ævars, að menn væru mjög
óánægðir með þann seinagang,
sem væri í afgreiðslu og útsendingu
skattframtala. Var á aðalfundi
búnaðarsambandsins samþykkt
tillaga, þar sem farið er fram á
verulega lengdan frest til þess að
skila framtölum og var rætt um að
fá frest til júníloka. Þó að frestur
yrði lengdur nú um nokkra daga
hefði það lítið að segja fyrir bænd-
ur, þar sem þá væri komið fram á
sauðburð.
Ævarr kvað rekstur Búnaðar-
sambandsins hafa gengið sæmilega
á liðnu ári. Um útlit á þessu ári væri
erfitt að segja, þar sem samdráttur í
framleiðslu hefði áhrif á tekjur
sambandsins. Það mætti þó ekki
- koma niður á leiðbeiningaþjónust-
unni, þar sem hún hefði einmitt
miklu hlutverki að gegna í því að
stuðla að bættum rekstri hjá
bændum og finna út leiðir til þess
að mæta þeirri tekjuskerðingu, sem
bændur verða óhjákvæmilega fyrir
á þessu ári.
Að lokum sagði Ævarr, að ljóst
væri að nokkurrar óvissu gætti nú
hjá bændum vegna þess ástands
sem nú væri í framleiðslumálum en
þegar menn hefði aðlagað sig
breyttum aðstæðum þá væri hann
bjartsýnn á að hagur færi batnandi
á ný.
STYÐJUM HLÍF
Kvenfélagið Hlíf hefur frá árinu
1973 styrkt Barnadeild F.S.A. af
miklum skörungsskap með veg-
legum, árlegum gjöfum. Það hef-
ur gefið ýmisskonar mörg dýr
tæki, sem í dag eru notuð á
barnadeildum við gjörgæslu á
bömum.
Barnadeildin er því nú vel búin
tækjum, sem þakka má aðallega
Kvenfélaginu fyrir.
Auk þess hefur Minningar-
sjóður Hlífar gefið nú nýlega
vandaðan skírnarfont úr íslensku
birki, útskorinn, og skál hans sett
íslenskum steinum. Einnig hefur
Minningarsjóðurinn gefið sjón-
varp, silfurkertastjaka, sálma-
bækur, leikföng og bækur.
Fjáröflunardagur Kvenfélags-
ins er sumardagurinn fyrsti. Um
leið og ég þakka Kvenfélaginu
fyrir hina margvíslegu aðstoð vil
ég hvetja Akureyringa til að fjöl-
ntenna á basarinn og kaffisöluna í
Sjálfstæðishúsinu og kaupa einn-
ig merki félagsins.
Ágóði rennur óskiptur sem áð-
ur til Barnadeildar F.S.A.
Baldur Jónsson, yfirlœknir
Barnadeildar F.S.A.
Allir ættu að geta fundið sjálfan sig
Leikfélag Akureyrar: Beðið eftir Godot
eftir Samuel Beckett.
Leikstjóri: Oddur Björnsson
Leikmynd og búningar: Magnús Tómasson
Lýsing: Ingvar B. Björnsson
Það sem vakti fyrst athygli á sýn-
ingu Leikfélags Akureyrar á
„Beðið eftir Godot“ var einföld,
en stórfalleg og listræn sviðs-
mynd. Magnúsi Tómassyni hefur
tekist þar ákaflega vel upp og
undirstrikar sviðsmyndin einkar
vel einstæðingsskapinn í verkinu
og það, hversu höllum fæti per-
sónurnar standa, eða í víðara
skilningi, hversu höllum fæti
mannkynið stendur. Þessi tákn-
ræna og vel gerða sviðsmynd á
ekki hvað síst þátt í einkar vel
heppnaðri sýningu. Lýsingin er
afar mikilvæg í þessari sýningu,
og með ólíkindum hvaða áhrif
hún hefur. Hún gerbreýtir svið-
inu og gæðir það lífi og hefur
Ingvari B. Björnssyni, ljósameist-
ara, tekist vel til.
Meginkosturinn við „Beðið
eftir Godot“ er ef til vill sá, að
áhorfandinn getur túlkað verkið
nánast eftir eigin höfði. Hægt er
að líta á það sem trúðsleik, lát-
bragðsleik og fyndinn gamanleik
og eru það ekki síst hreyfingar og
öll framkoma leikaranna, sem
stuðla að slíkri túlkun á verkinu.
Hins vegar ætti það ekki að
fara fram hjá neinum, að þarna er
verið að fjalla um sögu allra
manna í aldanna rás, hvatir
þeirra og langanir, veikleika og
styrk. Fjallað er um umkomuleysi
þeirra sem bíða þess í aðgerðar-
leysi, að eitthvað utanaðkomandi
gefi lífi þeirra gildi. Sumii flæki-
■ast um á lífsbrautinni, reyna ekki
að hafa áhrif á gang viðburða, en
bíða sífellt í voninni um betri tíð.
Aðrir ráða sjálfir lífi sínu og
ráðskast með líf annarra. Þeir eru
herrar heimsins og fá menn til að
dansa eftir þeirra línu og hugsa
eftir þeirra höfði. (þ.e. herranna).
Verði hugsunin hins vegar of
sjálfstæð, eða of umfangsmikil,
þá er kippt í spottann. Það má svo
ef til vill á hinn bóginn segja, að
sé undirtyllunum gefinn of laus
taumurinn, þá vakni strax til-
hneiging til að ganga of langt.
En, hvað um það, „Beðið eftir
Godot“ er fullt af táknrænumitilr.
tektum, framreiddum, með.þeim
hætti, að hverjum áhorfatada'er:i
sjálfsvald sett, á hvem veginn'
hann metur þær og túlkar: Þannig:
eiga listaverk að vera.
Oddur Björnsson; :lejjkh'ússtjári
og leikstjóri þessarar /sýningar:
segir í leikskrá, að í sýriingupni'jé
reynt að forðast að þröri'gva'fram
skoðunum og persóriulegmn,
skilningi. Mjög vel hefúr tiL tekist
að þessu leyti.
Veigamestu hlutverkin' eru 'n
höndum Árna Tryggvasonar/pg
Bjarna Steingrímssonjir;ren' þeir
leika Estragon og:Vludimir,
flækinga í tíma og rúmi. Árni'
skilar hlutverki sínö'með.prýðú
eins og hans er vqnj og-ivísa,' og
ekki er frammistaða. Bjaniia.síðri,
Hann beinlínis slærTyégn. Hlút-
verk hans býður fremirr .upp. á
skoplegar tiltektir , og: t tilsvör,
heldur en hlutverk Árna-, sem.'er'
stressaðri og meira fráhrindandi
persóna.
Theódór Júlíusson leikur
hrokafulla, sjálfumglaða persónu
(eða persónur), harðstjóra, ein-
ræðisherra, drottnara, múgæs-
ingamann. Hann er ekki virðulegt
vald heldur hávaðasamt og of-
stopafullt. Theódóri tekst vel upp
í hlutverkinu, nema hvað stund-
um jaðrar við að hann ofleiki.
Viðar Eggertsson leikur svo hlut-
verkið á hinum enda snærisins, í
þess orðs fyllstu merkingu. Hann
vekur bæði samúð og fyrirlitn-
ingu og gerir það skrambi vel.
Drenginn og tengiliðinn milli
þess sem beðið er eftir og þeirra
sem bíða, þess sem er og þess sem
verður, komandi kynslóð, leikur
Laurent Jónsson, Hann stendur
sig vel af ekki eldri manni — (8
ára). Oft á tíðum ósanngjörn og
óskiljanleg afstaða fullorðinna til
ungu kynslóðarinnar, kemur
glöggt fram í viðmóti flæking-
anna til drengsins.
„Beðið eftir Godot“ er marg-
slungið verk. Það er bæði einfalt
og fólkið, skoplegt og dapurlegt. í
verkinu geta menn fundið nánast
það sem þeir vilja og heilmikið af
sjálfum sér, ef þeir kæra sig um.
Verkið er full langt, en við því er
ekki gott að gera, þar sem það
þolir tæpast meiri hraða og ef-
laust erfitt að stytta það. Þó að
leikurinn sé oft á tíðum skoplegur
og minni um sumt á þöglu kvik-
myndirnar, þá er hér enginn farsi
á ferðinni, heldur víðtæk um-
fjöllun um mannlegt eðli.
Þeir sem á annað borð geta yf-
irleitt hugsað sér að sjá í leikhúsi
eitthvað annað en einfalda gam-
anleiki, um misskilning á mis-
skilning ofan, ættu að geta átt
góða stund í leikhúsinu við að sjá
þetta síðasta verk Leikfélags Ak-
ureyrar á þessu leikári. H.S.
DAGUR kynnir:
Unga handboltamenn
Þriðji flokkur Þórs í handbolta 1980
Þjálfarar:
Sigurður Pálsson
og
Sigurbjörn Viðarsson
Katrín Kristjánsdóttir
Kristfn Kristjánsdóttir íris Sigurðardóttir Þórdís Sigurðardóttir Thelma Aðalbjömsd Andrea Bjömsdóttir Hulda Pálsdóttir
Sigríður Einarsdóttir Guðfinna Hallgrimsd Inga Pálsdóttir Fríða Sveinsdóttir Þorgerður Bergvinsd Vigdís Rafnsdóttir
Þriðji flokkur KA í handbolta 1980
Þjálfari:
Jóhannes
Bjarnason
Ólöf Sigurðardóttir Laufey Birgisdóttir Hrönn Vignisdóttir Katrin Pálsdóttir Aðalheiður Atladóttir Halla Halldórsdóttir
Þar skipta grömmin máli
Hjördis Sigursteinsd Heiða Einarsdóttir
Ragnhildur
Jónsdóttir
Heiðdís
Sigursteinsdóttir
Á íslandsmótinu í lyftingum
sem haldið var í Reykjavík
um síðustu helgi kepptu
nokkrir Akureyringar. Þeir
stóðu sig mjög vel og komu
heim með nokkra íslands-
meistaratitla, íslandsmet, og
nokkra verðlaunapeninga.
Þórhallur Hjartarson sem
ætlaði að keppa í 56 kg flokki
reyndist 100 grömmum of
þungur fyrir keppnina, og varð
því að keppa í 60 kg flokki.
Þama var Þórhallur óheppinn
því hann hefði örugglega sigrað
56 kg. flokkinn. Viðar Eðvarðs-
son varð íslandsmeistari í 67.5
kg flokki, en hann lyfti samtals
210 kg. Freyr Aðalsteinsson
varð íslandsmeistari í 75 kg
flokki.
Hann tvíbætti íslandsmetið í
snörun, samtals um 5.5 kg og
lyfti samtals 272.5 kg sem er 2.5
kg þyngra en gamla íslands-
metið.
Haraldur Ólafsson varð ann-
ar í sama flokki en hann jafn-
hattaði 152.5 kg. sem er Is-
landsmet bæði í unglingaflokki
og fullorðinnaflokki.
I 82.5 kg flokki varð Kristján
Falsson annar, lyfti samtals
272.5 kg. í sama flokki varð
Gylfi Gíslason þriðji með 260
Akureyringar urðu aðrir í
stigakeppni félaga með 18 stig.
Fyrsti úrslitaleikurinn utan Rvíkur
Næstkomandi miðvikudagskvöld klukkan 20.00 fer fram úrslitaleikur í
bikarkeppni H.S.I. í meistaraflokki kvenna. Það eru Þórsstúlkur í
meistaraflokki sem leika við íslandsmeistara Fram í handbolta. Þetta
mun vera fyrsti úrslitaleikurinn sem fer fram utan Reykjavíkur.
4.DAGUR
DAGUR.5