Dagur - 22.04.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 22.04.1980, Blaðsíða 8
DAGXJR Akureyri, þriðjudagur 22. apríl 1980 RAFGEYMAR í BÍLIKN. BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Kemur okkur mjög á óvart — segir rafveitustjórinn á Blönduósi í síðustu viku greindi Dagur frá spennufalli. Hins vegar var farið á Búið var að skera burtu hluta skutsins sl. sunnudag, þar sem rennan á að koma. Mynd: á.þ. Glænýju skipi breytt Nú er unnið við breytingar á Hilmi SU, sem Slippstöðin h/f afhenti fyrr í vetur, og er ætlunin að setja skutrcnnu á skipið svo það geti stundað togveiðar með góðu móti. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, sagði að ástæðan fyrir breytingunni væru þær aflatakmarkanir sem settar hafa verið að undanförnu. Nauð- synlegt hefði reynst að gera skipið fjölhæfara. Ekki var unnt að setja rennuna á skipið áður en það var afhent því eigendurnir vildu koma skipinu á loðnuveiðar. „Þegar takmarkanirnar voru settar á síðasta ári var smíði skips- ins komin það langt að ekki voru tök að á breyta teikningum, enda hefði það leitt til þess að Hilmir hefði ekki náð loðnuvertíðinni,“ sagði Gunnar. ályktun, sem gerð var á auka- fundi sýslunefndar Skagafjarð- arsýslu, en í ályktuninni var dregin mjög dökk mynd af ástandi rafmagnsmála í Skaga- fjarðarsýslu. Rafveitustjórinn á Blönduósi, Sigurður Eymunds- son, er ekki fyllilega sammála sýslunefndinni, sem hafði ekki sambandi við Sigurð eða nokk- urn af hans mönnum fyrir sýslu- nefndarfundinn, svo fundar- menn gætu fengið skýringar á hinum ýmsu rafmagnsvanda- málum sýslunnar. „Málið er í athugun, en því er ekki að leyna að ályktun sýslunefndarinnar kom okkur mjög mikið á óvart,“ sagði Sigurður í samtali við DAG. Að sögn Sigurðar er nú í smíðum skýrsla þar sem gerð verður eins ýtarleg úttekt og hægt væri á raf- magnsleysi og spennuföllum í sýsl- unni. í fljótu bragði sagðist Sigurð- ur muna eftir einu áþreifanlegu dæmi, en í vetur urðu íbúar í Lýt- ingsstaðahreppi fyrir barðinu á bæi í hreppnum og ráðin bót á vandamálinu. Sigurður sagði það staðlausa stafi að spennufall hefði verið á Hrauni á Skaga og eins sagðist hann ekki vita hvaðan íbúar á Hofsósi hefðu það að þar væri alltof lítill spennir og of lág spenna. „En auðvitað viljum við hafa lagn- irnar í þéttbýliskjörnunum sem bestar. Því er ekki að neita á ástandið er víða ekkert of gott. En einmitt þau atvik sem eru nefnd í sambandi við Hofsós kannast ég ekki við.“ (t.d. þá fullyrðingu sýslunefndarinnar að á Hofsósi stæðu dýr tæki arðlaus vegna raf- magnsskorts). Sýslunefndin kvartaði undan „iðulegs rafmagnsleysis" og sagði Sigurður að fyrir nokkru hefði ríkt vandræðaástand í Fljótunum, þeg- ar línan frá Dalvík til Ólafsfjarðar var tengd, en við það lækkaði spennan í Fljótum. Ekki var hægt að gera við bilunina samstundis því nauðsynlegt var að setja sérstaka spennustilla á línuna í Fljótum. „Það er dálítið furðulegt ef rokið er upp og farið að alhæfa fyrir allt svæðið — þegar búið er að ráða bót Bæjarstjórn Sauðárkróks: Kvartar vegna orkumála á vandamálinu,“ sagði Sigurður. „Þess má geta að aðveitustöðin í Varmahlíð átti að vera tilbúin fyrir veturinn, en verður það vart fyrr en eftir nokkrar vikur. Þegar hún kemst í notkun mun flutningsgetan í sveitirnar batna mjög mikið og hættan á spennufalli minnka." Sigurður vildi einnig gera at- hugasemd við þá skoðun sýslu- nefndarinnar að „lágspennuraf- magnið sem Skagfirðingum sé boðið upp á, væri þeim mun dýrara en fullt rafmagn.“ í þessu sam- bandi sagði Sigurður: „Það er ekki greitt fyrir tímann heldur fyrir ork- una. Ef spennan lækkar lengist tíminn til að fá orkuna, en þú greiðir það sama fyrir sömu ork- una, þó það taki lengri tíma að ná henni.“ Að lokum sagði Sigurður að þær umkvartanir sem lesa má í ályktun sýslunefndarinnar hefðu fæstar komið til sinna kasta, en það hefði mátt telja eðlilegra að sýslunefnd- armenn hefðu haft samband við sig í stað þess að semja ályktun til birtingar í fjölmiðlum. Að auki mætti benda á það staðreynd að spennufall á bæjum mætti oft rekja til þess að menn bættu endalaust á heimtaugamar — á meðan dreifi- kerfið væri í fullkomnu lagi. „Ég hefði heldur kosið það að vinna með þessum mönnum í stað þess að þurfa e.t.v. að berjast við þá, sagði Sigurður að lokum. Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fundi að vekja athygli orkumálaráðherra og stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins á þvi, að undanfarið hefur mjög gætt raforkutruflana í Skagafirði og á Sauðárkróki og er almennt í héraðinu öllu kvartað undan af- ar slæmu ástandi í orkumálum á þessum vetri. I ályktuninni segir: Þarf ekki að fjölyrða um þann vanda og það tjón sem slíkt ástand veldur íbúum héraðsins, og hefur sýslunefnd Skagafjarðar nýlega bent á þetta í ályktun sinni. Skorar bæjarstjórn Sauðárkróks á yfirvöld orkumála að ráða sem fyrst bót á þessum vanda og bendir í því sambandi á eftirfarandi: a. Aðveitustöð við Varmahlíð Endurbætur á verslun verði fullgerð og tekin í notkun eins fljótt og hægt er. b. Vel verði séð um endurnýjun og viðhald dreifilína fyrir rafmagn um héraðið og sérstakt tillit tekið til iðnaðar og upphitunar iðnaðar- húsnæðis. c. Bæjarstjórn Sauðárkróks skor- ar á yfirvöld orkumála að hraðað verði undirbúningi að virkjun á Norðurlandi vestra svo að unnt verði að hefja framkvæmdir sem allra fyrst. Knutur Otterstedt, fyrir hönd Raf- veitu Akureyrar, fór þess á leit við byggingarnefnd Akurcyrar fyrir skömmu að nefndin gæfi leyfi til að rífa gamla rafstöðvarhúsið i Glerár- gili. Nefndin féllst á erindið. Rebroff á Akureyri Hinn heimsfrægi bassasöngvari Ivan Rebroff syngur í íþrótta- skemmunni á Akureyri sunnu- daginn 27. apríl kl. 21. Rebroff, sem er af rússneskum ættum, fæddist í Berlín árið 1931. Þessi tveggja metra hái bassa- söngvari er hvað frægastur fyrir gífurlegt raddsvið, sem talið er að spanni tæpar fimm áttundir. Hann hefur verið hafinn til skýjanna jafnt af gagnrýnendum sem almenningi og hér á landi urðu plötur hans vægast sagt mjög vinsælar. Tónleikarnir eru forleikurinn að „Tónlistardögum í maí“ sem hafa unnið sér fastan sess sem aðal tón- listarhátíð ársins á Akureyri. Aðgöngumiðasala á tónleika Rebroffs verður í Bókabúðinni Huld. Um þessar mundir er unnið að miklum breytingum á verslunar- húsnæði Kaupféiags Vopnfirð- inga á Vopnafirði. Gömlu inn- réttingarnar hafa verið rifnar niður og nýjar settar upp i stað- inn. Gert er ráð fyrir að breyt- ingunum ljúki einhvern næstu daga. „Við keyptum ný kæli- og frysti- tæki auk nýrra innréttinga,“ sagði Jörundur Ragnarsson, kaupfélags- Stjóri á Vopnafirði í samtali við DAG. „Það má því segja að versl- unin sé orðin allt önnur, því við breyttum að auki innganginum og stækkuðum gólfplássið á kostnað lagersins." Verslunarstjórar eru þær Ingibjörg Ragnarsdóttir og Sigrún Pálsdóttir. Reiðsýning og barna- dagur á fimmtudaginn Tónleikar Karlakórs Akureyrar Karlakór Akureyrar efnir til sinna árlegu tónleika fyrir styrkt- arfélaga og aðra velunnara sína, laugardaginn 26. apríl n.k. kl. 9 síðdegis, í Samkomuhúsinu. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög. Nokkrir kórfélagar syngja einsöng með kómum. Söngstjóri er Guðmundur Jóhannsson en undirleikari á píanó Jónathan Bager. Tónleikarnir verða síðan endurteknir á sama stað sunnu- daginn 27. apríl kl. 2 s.d. og mánudag 28. apríl kl. 9 sd. Þar sem aðeins örfáum að- göngumiðum er óráðstafað, vill kórinn ákveðið minna styrktarfé- laga á að skipta miðum i Bóka- búðinni Huld, henti þeim ekki þeir dagar, sem heimsendir miðar gilda á. Að loknum söng hér í bæ hyggst Karlakór Akureyrar efna til söngferðar til Vestfjarða fyrri hluta júní mánaðar. Fyrirhugað er að félagar í Hesta- mannafélaginu Létti á Akureyri gangist fyrir reiðsýningu og barna- degi á sumardaginn fyrsta. Reiðsýningin hefst syðst á Þór- unnarstræti gegnt Hlíð, klukkan 2. Auk félagsbúninga Léttis, er bent á búninga, svo sem, indíána, kúreka, og alla gömlu öskudagsbúningana, auk fjölda annarra sem til eru. Farið verður norður Þórunnar- stræti og beygt til vesturs við Elli- heimilið, og farið um, Álfabyggð, Skógarlund, Þingvallastræti hjá Lundi, Súluveg og loks Breiðholts- veg og inn á hringvöllinn í Breiðu- mýri, þar sem reiðsýningunni lýk- ur. Á eftir verður börnum leyft að koma á hestbak, yngstu börnunum í tamningagerði, en þeim eldri við hringvöllinn. Félagsmenn, vinnum saman að ánægjulegum degi og mætum öll og fáum sem flesta tii liðs við okk- ur. Fyrstadagsfrímerki með Nonna I tilefni útgáfu frímerkis af rit- höfundinum séra Jóni Sveinssyni, „NONNA“, gefur Zontaklúbbur Akureyrar út fyrstadagsumslög með teikningu af Nonnahúsi. Zontaklúbbur Akureyrar á Nonnahús, og sér um rekstur þess, en þar er minjasafn um hinn vinsæla barnabókahöfund, „NONNA.“ Það er von Zonta- klúbbsins, að sem flestir kaupi þessa sérútgáfu af fyrstadagsum- slögum og styrki þar með starf- semi safnsins. Nonnahús verður opiðfrákl. lOtil 18 útgáfudaginn, sem er n.k. mánudagur 28. apríl. Þar verða einnig til sölu kort með sérstimpli safnsins. Nánari upp- lýsingar og pantanir í síma 96-22777 þaún 28. apríl. Zontaklúbbur Akureyrar. Ályktun sýslunefndar Skagafjarðarsýslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.