Dagur - 29.05.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGTJR
LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 29. maí 1980
37. töhiblað
„Munum svo sannarlega
nota þennan vinning“
— segir vinningshafinn í ferðagetraun
Dags og Útsýnar, Jóhanna Sigrún Þor-
steinsdóttir, sem varð hálfri milljón
ríkari á laugardaginn, þegar dregið var
í myndagátunni
Jóhanna Sigrún Þorstcinsdótlir tekur hér við staðfesting- eiginmaðurinn, Bjöm Jósef Arnviðarson, og lengst til hægri
arskjalinu úr hendi Aðalsteins Jósepssonar, bóksala og á myndinni er Jóhann Karl Sigurðsson, auglýsingastjóri
umboðsmanns Útsýnar á Akureyri. Að baki henni stendur Dags. Mynd: h.s.
Rúta valt í Vaðlaheiði
Helgarvinnubann
— Að öllu forfallalausu munum
við svo sannarlega nota þennan
vinning, sagði Jóhanna Sigrún
Þorsteinsdóttir, Furulundi 4g,
Akureyri, sem hlaut ferðavinn-
ing með ÚTSÝN að upphæð kr.
500 þúsund fyrir allar lausnir
réttar í myndagátu DAGS, en
dregið var úr réttum lausnum s.l.
laugardag.
Jóhanna er kennari við Barna-
skóla Akureyrar. Hún sagði að
þessi vinningur kæmi sér svo sann-
arlega vel. Þau hjónin væru að
byggja og auk þess hefði hún aldrei
farið í sólarlandaferð og raunar
aldrei langað til sólarlanda fyrr en
núna í vetur, enda ekki furða, þar
sem Norðlendingar fengu nær
ekkert sumar í fyrra. Helst sagðist
hún vilja fara til Júgóslavíu eða
Ítalíu.
— Af hverju tókst þú þátt i
þessari myndagetraun?
— Ég er áskrifandi að Degi og
hef ævinlega haft gaman af að ráða
krossgátur og hef reynt við allar
myndagátur, sem ég hef séð. Það
var þessi áhugi minn, sem réð því
að ég leysti myndagáturnar í Degi,
en ekki endilega vinningsvonin.
— Hvernig gekk þér að leysa
gáturnar?
— Yfirleitt fannst mér þær mjög
léttar. Ef ég var í einhverjum vafa,
lagði ég þær frá mér og reyndi aftur
seinna. Það gekk alltaf nema í eitt
skipti, en þá leitaði ég aðstoðar
mannsins míns, sagði Jóhanna, en
hún er gift Birni Jósef Arnvið-
arsyni, lögfræðingi.
í gjafabréfi ferðaskrifstofunnar
Útsýnar, sem undirritað er af Ing-
ólfi Guðbrandssyni, forstjóra, segir
að vinningurinn sé Útsýnarferð til
sólarlanda að eigin vali, að verð-
mæti kr. 500.000,-. Vinningurinn sé
bundinn þátttöku í leiguflugsferð-
um Útsýnar og gildi á árinu 1980 í
samráði við deildarstjóra hóp-
ferðadeildar.
Dagur óskar Jóhönnu til ham-
ingju með vinninginn og þakkar
jafnframt þeim mikla fjölda les-
enda Dags, sem þátt tóku í get-
raununum og sendu inn lausnir. Er
vonandi að allir hafi hafi ein-
hverja ánægju af þátttökunni.
Á laugardag var einnig dregið úr
aukavinningumí lO.myndagátunni.
Verðlaunin voru áskrift að Degi í
eitt ár og þeir sem þau hlutu voru
Kristján Bergsson, Einholti 4a, Ak-
ureyri, og Ragnheiður Torfadóttir,
Byggðavegi 136, einnig á Akureyri.
Lausnir bárust hins vegar að
hvaðanæva af landinu.
Höfundur myndagátanna var
Oddur Ævar Guðmundsson,
kennari á Akureyri.
Um kl. 17.30 á annan í hvíta-
sunnu valt hópferðabíll, sem í
voru 21 félagi í Ferðafélagi Ak-
ureyrar, á Vaðlaheiðarvegi
skammt norðan við Geldingsár-
brú.
Annað framhjól bifreiðarinnar
losnaði af, með þeim afleiðingum,
að hún fór eina veltu á veginum.
Sem betur fór hafnaði bíllinn ofan
vegar, en talsvert bratt er neðan
vegarins. Sjúkrabíll frá Húsavík
bar þarna að rétt eftir slysið, en
hann var á leið austur. Síðan komu
tveir sjúkrabílar frá Akureyri og
einnig lögreglan á Akureyri. Alls
voru 14 farþeganna fluttir á
sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar
og meðferðar. Þeir fengu allir að
fara heim að því loknu, nema þrír
en þeir fengu að fara heim daginn
eftir. Enginn slasaðist mjög alvar-
lega, en margir mörðust og togn-
uðu í baki. Ein stúlka fékk nokkuð
stórt sár á höfuð, sem þurfti að
sauma, og einn fór úr axlarliðnum.
Þá valt fólksbíll á föstudag á
veginum milli Grenivíkur og Sval-
barðsstrandar, í Víkurhólum. Þrír
voru í bílnum og slösuðust tveir,
þar af einn alvarlega og var hann
fluttur suður á Borgarspítalann.
Að undanförnu hefur Verka-
lýðsfélagið Eining látið fara
fram könnun á því á stærri
vinnustöðum á félagssvæðinu,
hver hugur verkafólks væri til
þess, að sett yrði á helgarvinnu-
bann í sumar, mánuðina júní,
júlí og ágúst.
Niðurstöður könnunarinnar
urðu þær, að í fiskiðnaði, en þar
hefur yfirvinna verið langmest að
undanförnu, reyndist yfirgnæfandi
meirihluti verkafólksins fylgjandi
yfirvinnubanni og á mörgum
vinnustöðum allt starfsfólkið. Á
öðrum vinnustöðum en í fiskiðn-
aðinum reyndust skoðanir mun
skiptari og sumsstaðar flestir eða
allir mótfallnir helgarvinnubanni.
Á fundi trúnaðarmannaráðs
Einingar, sem haldinn var 19. þ.m.
var svo í framhaldi af könnun
þessari ákveðið að setja á helgar-
vinnubann í fiskvinnslu mánuðina
júní, júli og ágúst, en samkvæmt
því skal ekki unnið í fiskvinnslunni
á laugardögum né sunnudögum
þessa mánuði. Óákveðið er enn
hvað verður á öðrum vinnustöðum.
Hver skyldi nú hafa hlotið hálfu niilijónina? Það voru Katrín Brynja Hcrmannsdóttir,
Þóra Birgisdóttir og Aðalsteinn Arnarson, scm drógu út vinningana. Mynd á.þ.
Sykursýkis-
könnun lýkur
á mánudag
Nú um helgina lýkur sykursýkis-
könnuninni á vegum Samtaka
sykursjúkra á Akureyri og er síð-
asti skiladagur bréfanna með
upplýsingum um niðurstöður
þvagsykursathugunarinnar á
mánudag, 2. júní.
Þeim má skila í apótekin á Ak-
ureyri og Læknamiðstöðina.
Nauðsynlegt er að allir skili nið-
urstöðunum, hver svo sem niður-
staða litaprufunnar hefur orðið,
Þeir sem ekki hafa fengið send
þessi gögn, eiga þess enn kost að
vera með í þessari viðamiklu
könnun, með því að fá þau í
Læknamiðstöðinni.
Kappreiðar á
laugardag
Á laugardag kl. 14 hefjast kapp-
reiðar á vegum hestamannafé-
lagsins Léttis á gamla skeiðvell-
inum á Eyjafjarðarárbökkum.
Keppt verður í ýmsum greinum
og fari svo, að íslandsmet verði
slegin, verða veitt peningaverð-
laun að upphæð 200 þúsund
krónur.
Fermingarbarna-
mót í Hrísey
Fermingarbarnamót Eyjafjarðar-
prófastsdæmis verður í Hrísey
hinn 4. júní. Farið verður frá Ak-
ureyrarkirkju kl. 8 að morgni.
Þátttakendur taki með sér nesti til
dagsins og klæðist til útiveru og
leikja. Væntanleg til mótsins eru
fermingarbörn úr öllum presta-
köllum prófastsdæmisins. Ferða-
og mótskostnaður þátttakenda
frá Akureyri verður ca 3.500,- kr.
Hjálpar-
markaður
Kvenfélagið Hjálpin gengst fyrir
markaði í Sólgarði laugardaginn
31. maí frá klukkan 14-16. Á
markaðinum verða seld blóm,
brauð, föt og ýmislegt fleira. Þá
verður fjölbreytt dýrasýning og
hestaleiga, auk úrvals veitinga.
MT