Dagur - 03.06.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 03.06.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Styrk stjórn, dugnaður og félagsþroski Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn á Akureyri 30. og 31. maí s.l. Hagur félagsins, sem hefur innan sinna vébanda milli 6 og 7 þúsund félagsmenn, var með miklum ágætum og framkvæmdir á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni fyrr í sögu fé- lagsins. f ræðu sem Hjörtur E. Þórar- insson, stjórnarformaður kaupfélags- ins, hélt á aðalfundinum, sagði hann að góðan hag félagsins væri fyrst og fremst að þakka styrkri fram- kvæmdastjórn, dugnaði starfsmanna og miklum félagsþroska hins al- menna félagsmanns. Andstæðingar samvinnuhreyfing- arinnar og kaupfélaganna hafa mjög haft á orði undanfarið, að félagsleg deyfð einkenni hreyfinguna og fá- mennisstjórn sæti þar ein að völdum. Þetta hafa félagsmenn í kaupfélagi Eyfirðinga afsannað rækilega að undanförnu. Aðalfundurlnn var mjög vel sóttur og þar tóku 225 kjörnir fulltrúar samvlnnumanna við Eyja- fjörð mlkinn og almennan þátt í um- ræðum um starfsemi félagsins og markmið og stefnumörkun sam- vinnuhreyfingarinnar. Nýiega er lokið aðalfundi Mjólkursamlags kaupfé- lagsins, þar sem saman voru komnir 150 bændur við Eyjafjörð, og síðast en ekki síst ber að nefna mikla og góða þátttöku almennra félagsmanna á deildarfundum KEA, þar sem mörg hundruð félagsmenn tóku þátt í um- ræðum um stefnumótun félagsins. Þá má geta þess, að á aðalfundi KEA var samþykkt ályktun, þar sem hvatt var til þess, að endurskoðun á markmiðum Samvinnuhreyfingarinn- ar, sem nú er hafin, fari fram á sem breiðustum grunni, og verði stofnaðir umræðuhópar meðal félagsmanna samvinnuhreyfingarinnar um allt iand. Með slíkri skipan er reynt að ná til sem allra flestra almennra félags- menna, og glögglega má sjá, að það er út í hött að tala um félagslega deyfð í samvinnuhreyfingunni. Hvað rðar áróðurinn um fámennis- stjórn skal þess getið, að miklu skiptir að samvinnuhreyfingin og kaupfélög- in hafa styrka framkvæmdastjórn, sem hefur yfirsýn yfir sem flesta þætti starfsins. Að öðrum kosti er sú hætta fyrir hendi, að áframhaldandi sókn samvinnumanna við uppbyggingu at- vinnulífs í landinu verði tilviljana- kennd og fálmandi, en það er það sem andstæðingar samvinnuhugsjónar- innar vilja helst. Samstarfsfyrirtæki Sambandsins og kaupfélaganna eru greinar á meiði samvinnustarfsins og gilda því sömu meginatriði um sam- starf þeirra við önnur samvinnufyrir- tæki og deildir Sambandsins. Sterkframkvæmdastjórn, dugnaður starfsmanna og mikill félagsþroski félagsmanna eru meginstyrkur sam- vinnustarfsins. RÆTT VIÐ VAL ARNÞÓRSSON, KAUPFÉLAGSSTJÓRA, UM MÁLEFNI KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA — Þegar á heildina er litið var afkoma Kaupfélags Eyfirðinga viðunandi og betri heldur en við höfum átt að venjast um all langt skeið. Afkoma verslunar- innar var betri en verið hefur og áberandi að afkoman lagaðist eftir að vissar leiðréttingar fengust vorið 1979. Þetta gildir einkum um verslunina á Akur- eyri, í aðalþéttbýliskjarnanum við Eyjafjörðinn, en hins vegar var áfram hallarekstur á dreif- býlisverslun, þannig að útkoma verslunarinnar í útibúunum við fjörðinn var ekki viðunandi og það þarf að gera átak til að leiðrétta rekstrargrundvöll þeirra, sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, í viðtali við Dag í tilefni nýlokins aðalfund- arKEA. — En hvernig var afkoman í öðrum greinum? — Afkoman í sjávarútvegs- greinum, þ.e. vinnslu og sölu sjávarafurða, var yfirleitt mjög góð. Grundvöllur rekstursins var ágætur fram á síðari hluta ársins og við höfum náð mjög góðum tökum á rekstri okkar fiskvinnslufyrirtækja. Nýting á hráefni er mjög góð og reksturinn yfirleitt hagstæður. Það var hins vegar áberandi, að þegar kom fram á síðasta hluta árs- ins, hafði rekstursgrundvöllurinn skekkst svo mikið, að útlitið í bili er miklu verra, heldur en það var að meðaltali á síðasta ári. Maður horfir með ugg til framtíðarinnar, þegar í einn stað er þrengri staða á erlendum mörkuðum, í annan stað meiri og minni stöðvanir á hrá- efnisöflun vegna fiskveiðitakmark- ana, i þriðja lagi vaxtahækkun og í fjórða lagi veruleg launahækkun. Kollsteypa í efnahagsmálum? Nú horfir maður fram á það, að það verður mjög mikil kollsteypa í efnahagsmálunum, sem hlýtur að leiða til þess, að rekstursgrundvöll fiskvinnslufyrirtækjanna verður að leiðrétta og þá væntanlega með gengisbreytingu, því annað virðist tæpast tiltækt, þar sem útflutnings- iðnaður almennt er 55stoppa. Síð- an, þegar farið verður að flytja inn neysluvörur erlendis frá á lækkuðu gengi, spennist allt verðlag upp aftur og allir verða í sama farinu, enginn ríkari — allir fátækari, og rekstur fyrirtækjanna og þar með lífsafkoma fólksins aftur komin í hættu. Iðnaðurinn gekk misvel Iðnaðarreksturinn gekk misjafn- lega. Sumt gekk vel og þar vil ég nefna Kjötiðnaðarstöðina og Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Kaffi- brennslu Akureyrar, sem eru meðal samstarfsfyrirtækja okkar og Sam- bandsins. Á hinn bóginn má nefna Smjör- líkisgerðina, sem var með veruleg- an hallarekstur, einkum vegna þess, að yfirvöldum hefur ekki þóknast að ákveða verðlag þannig á smjörlíki, að dugi fyrir reksturs- kostnaði. Rekstur Brauðgerðar KEA gekk hins vegar mjög vel, þannig að í heild gekk reksturinn ákaflega misjafnlega. Varðandi landbúnaðinn má geta þess, að það er alkunnugt að miklir erfiðleikar eru í sambandi við sölumál landbúnaðarafurða. Óða- verðbólgan innanlands hefur graf- ið undan útflutningshæfni þeirra, þannig að þær skila of litlu verði í útflutningi. Þess vegna er nú stefnt að samdrætti og þegar á síðasta ári varð verulegur samdráttur hér á svæðinu í framleiðslu landbún- aðarvara. Sá samdráttur stafaði að vísu mest af mjög óhagstæðu tíðar- fari, en núna er hins vegar af ráðn- um hug stefnt að samdrætti í fram- leiðslunni. Mjólkurframleiðslan minnkaði um 3,58% á síðasta ári, miðað við 1978, og kjötframleiðsl- an minnkaði einnig töluvert mikið. Það var hins vegar út af fyrir sig bót í máli, að miðað við allar aðstæður komu landbúnaðarafurðareikning- ar kaupfélagsins vel út, þannig að kaupfélagið gat borgað framleið- endum hagstætt verð. Meira f járfest en nokkru sinni fyrr — Etvað með fjárfestingar á síð- asta ári? — Það var meira fjárfest á síð- asta ári en nokkru sinni fyrr á einu ári. Hæst bar áframhaldandi fram- Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri, flytur skýrslu sfna á aðalfundi KEA. Mynd: h.s. Höfðahverfi og þau svæði sem þar eiga sín viðskipti. Það er verið að hanna viðbyggingu við aðalversl- unarhús félagsins á Dalvík og á hönnunarstigi er viðbygging við frystihúsið í Hrísey, þar sem að- staða verður fyrir starfsfólkið. Háðir ytri aðstæðum — Það er greinilega af nógu að taka, en hvernig er kaupfélagið í stakk búið til að takast á við þá erfiðleika, sem virðast blasa við í þjóðfélaginu? — Það er alveg ljóst að við erum afskaplega háðir alls konar ytri að- stæðum, þannig að þó að jafnan sé mjög vel unnið í kaupfélaginu og mikill kraftur í rekstri þess, getur því miður brugðið til hins verra í rekstrinum, vegna þess hvað við erum háðir þessum ytri aðstæðum. Ef þróun efnahagsmála í landinu „Eyfirðingar haldi áfram að efla sitt eigið fyrirtæki“ um stjómvalda í landinu. Verði ytri aðstæður hagstæðar, kvíði ég ekki um rekstur félagsins. Efla félagið til að taka á móti skakkaföllum — En er ekki Kaupfélag Ey- firðinga á margan hátt betur í stakk búið að takast á við erfiðleika en ýmis önnur fyrirtæki í landinu, t.d. einkareksturinn? — Jú, það má segja það, vegna þess, að rekstur kaupfélagsins er ákaflega fjölþættur og spannar raunar allar höfuðgreinar atvinnu- lífsins. Þannig að þó að bjáti á á einu sviði er alltaf von um að annað rekstrarsvið gangi betur og geti hjálpað þeim starfsgreinum, sem eiga við tímabundna erfiðleika að stríða. Og það er ekki vafi, að það er gífurlega þýðingarmikið fyrir Eyjafjarðarbyggðir að hafa þetta stóra og sterka fyrirtæki, en það er ekki síður þýðingarmikið að fé- lagsfólkið og íbúar svæðisins yfir- leitt sýni félaginu traust og skilning og viðskiptatryggð. Það er ákaflega mikilvægt, að félagið njóti sem mestra viðskipta alls þorra íbúa svæðisins, en með því móti eflir það félagið til þess að taka á móti skakkaföllum og kemur í veg fyrir að leggja þurfi niður atvinnugrein- ar, sem það hefur með höndum. Félagið er langstærsti launagreið- andi á Eyjafjarðarsvæðinu og reyndar einn allra stærsti launa- greiðandi á landinu. Engin félagsdeyfð kvæmdir við nýju Mjólkurstöðina á Akureyri, en til hennar var varið 1.058,4 milljónum króna. Starf- semin hefur nú öll verið flutt í nýju Mjólkurstöðina, en hún verður vígð formlega 19. júní. Næst stærsta fjárfestingin var mikil endurbygging frystihússins á Dal- vík, en að öðru leyti dreifðust fjár- festingarnar á mjög mörg við- fangsefni á Akureyri, Dalvík, í Hrísey, Grímsey og Ólafsfirði. Hagræðing í smásöluverslunum — Hvað er mest aðkallandi í starfsemi kaupfélagsins á þessu og næstu árum? — Núna við þessi miklu tíma- mót, þegar við höfum lokið fram- kvæmdum við nýju Mjólkurstöð- ina, sem er langstærsta fjárfest- ingarátak sem gert hefur verið frá byrjun í sögu þessa félags og þegar við um leið erum að byrja nýjan áratug, þá horfum við gjarnan lengra fram á veginn, heldur en við gerum við venjuleg reikningsskila- tímamót. Það sem blasir sérstak- lega við hjá okkur á þessum áratug, er að taka til við hagræðingu í smásöluversluninni, sem hefur orðið all mikið útundan hjá okkur. Stærsta verkefnið verður það, að koma upp stórmarkaði í eða við miðbæ Ákureyrar, sem leysi þá af hólmi litlu búðirnar, sem eru of margar og of dýrar í rekstri. Keppikefli okkar verður að sjálf- sögðu það, eins og jafnan áður, að reyna að skapa okkar félagsmönn- um sem allra hagstæðast vöruverð, en um leið góða þjónustu og góðar vörur. Stækkun Hótels KEA Fyrir utan þetta blasir við, að við munum núna mjög fljótlega halda áfram endurbótum á Sláturhúsinu á Akureyri og hefjast handa við stækkun þess, og um leið stækkun Kjötiðnaðarstöðvarinnar. Þar fyrir utan blasir við hjá okkur að stækka Hótel KEA, þannig að það verði fært um að gegna sínu hlutverki í vaxandi byggð og með vaxandi umferð ferðamanna. I dag eru 28 herbergi á hótelinu, en áætlanir gera ráð fyrir að það verði byggt upp í 72ja herbergja hótel. Sam- komusalurinn rúmar núna tæplega 200 manns, en þar á að verða 350- 400 manna samkomusalur. Þjónustumiðstöð á Óseyri Fyrirhugað er að hefja undir- búningsframkvæmdir við stækkun Sláturhússins og Kjötiðnaðar- stöðvarinnar á þessu ári og einnig er áformað að taka fyrir fyrsta áf- anga í stækkun hótelsins á næsta vetri. Fyrir utan þetta vinnur fé- lagið að því að byggja hverfaversl- un í Hlíðahverfi á Ákureyrí, byggja húsnæði fyrir Véladeild félagsins á Óseyri, í samvinnu við Búnaðar- samband Eyjafjarðar. Þar á að koma þjónustumiðstöð fyrir bændur í héraðinu í tengslum við vélar og viðgerðir, á þeim og þar verður öll ráðunautaþjónusta Búnaðarsambandsins til húsa. Unnið er að því að skapa Brauð- gerð félagsins nýtt húsnæði, verið er að hanna nýja þjónustumiðstöð fyrir félagsfólkið í Grenivík og í verður þannig að mjög kreppir að útflutningsatvinnuvegunum, þá skríður rekstursgrundvöllurinn undan fótum fiskvinnslufyrir- tækjanna, sem eru mikilvæg í okk- ar rekstri. Ef landbú.naðurinn lendir í umtalsverðum erfiðleikum, þá hefur það bein og óbein áhrif á allan viðgang félagsins, vegna þess að bændur 'með sína framleiðslu eru ákaflega þýðingarmikill kjarni í starfsemi kaupfélagsins. Einnig er ljóst að afkoma almennings hefur bein áhrif á t.d. verslunarrekstur- inn, þannig að við erum í heildina tekið mjög háðir ytri aðstæðum, einkum þróun efnahagsmála, og sérstaklega ýmiss konar ákvörðun- — Hvað vilt þú segja um þá gagnrýni sem samvinnuhreyfingin og kaupfélögin hafa orðið fyrir að undanfömu ? — Það var ákaflega kærkomið og athyglisvert að það skuli hafa komið svo glögglega í ljós á aðal- fundinum, að gagnrýnin um al- menna félagsdeyfð og fámennis- stjóm á ekki við rök að styðjast. 225 fulltrúar af 235, sem rétt áttu til fundarsetu, mættu á fundinn auk allmargra annarra félagsmanna og starfsmanna. Þátttaka í fundar- störfum og umræðum var mikil, afar góður andi meðal fulltrúa og mikill áhugi á að taka þátt í stefnumótun félagsins og efla hag þess og samvinnustarfsins. Þegar við héldum aðalfund (Framhald á bls. 7). ,1 HEILDINA VAR AFKOMA KAUPFÉLAGSINS VIÐUNANDI OG BETRI EN VIÐ HÖFUM ÁTT AÐ VENJAST UM LANGT SKEIÐ Nýtt Evrópumet Arthur Bogason bætti gamla metið í réttstöðulyftu Norðurhjaratröllið Arthur Bogason gerir það ekki endasleppt í lyftingunum. Á íslandsmótinu i kraftlyfting- um, sem fram fór um helgina, setti hann nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu, flokki 110 kg og yfir, þegar hann lyfti 340 kg. Arthur háði mikið einvígi við Jón Pál Sigmundsson úr KR, í þessum flokki. Þegar kom að réttstöðulyftunni, var annað hvort fyrir Arthur að tapa gullverðlaunum eða setja nýtt Evrópumet á stöngina, því Jón Páll stóð betur að vígi eftir hné- beygjuna og bekkpressuna. Aflið brást ekki Arthuri og hann lyfti örugglega 340 kg og hlaut gullverðlaun í sinum flokki, setti glæsilegt Evrópumet. I 67.5 kg flokki varð Kári Elísson Islandsmeistari en hann lyfti samtals 542.5 kg sem er ís- landsmet. Það var eins hjá hon- um, hann varð að sigra Daníel Ólsen með nokkrum mun í réttstöðulyftunni en hann ætlaði að tryggja sér gullverð- launin, og eins og hjá Arthuri brást ekki aflið og upp fóru lóðin. Kristján M. Falsson háði líka mikið envígi við Ólaf Sigur- geirsson formann lyftingar- sambandsins í 90 kg flokki. Eins og hjá hinum Akureyringunum þurfti Kristján að sigra Ölaf með nokkrum mun í réttstöðu- lyftunni þar eð Ólafur hafði unnið bæði hnébeygjuna og bekkpressuna með nokkrum Ófært til Eski- fjarðar Þór átti að fara til Eskifjarðar og keppa við Austra á laugar- daginn. Þórsarar fóru með flugvél austur en flugu yfir firðina í tvo tíma en hvergi var hægt að lenda, þannig að þeir komust ekki til leiks. Frá því var skýrt í fréttum útvarps og sjónvarps að leikurinn hefði verið flautaður á og dæmdur Þór tap- aður, en það er vit- leysa því þeir hafa skeyti undir höndum frá mótanefnd KSÍ þar sem segir að leiknum sé frestað um óákveðinn tíma. mun. Kristján er hins vegar harður og vanur keppnismaður og lyfti 250 kg í réttstöðulyftu en Ólafur aðeins 215 og Kristján sigraði í samanlögðu. Jóhannes Hjálmarsson varð þriðji í 100 kg flokki og sonur hans, Halldór, annar í 110 kg flokki. Heimskautabangsinn, Vík- Á föstudagskvöldið var fyrsti leikurinn i íslandsmótinu í knattspymu, háður á Akur- eyri. Þar áttust við KA og Þróttur frá Neskaupstað. Leikurinn fór fram á gras- vellinum hjá Menntaskólan- um, en sá völlur er æfinga- völlur KA. Þegar leikurinn fór fram var nokkur norðan gola, sólarlítið og frekar kalt. KA sigraði nokkuð auðveld- lega í leiknum, en þeir gerðu fjögur mörk. KA spilaði fyrri hálfleik undan golunni, en þrátt fyrir það náðu þeir ekki almennilega saman, og Þróttarar sóttu fyrstu mínúturnar. Á 7. mín. fengu Þróttarar homspyrnu, og nokkrum mín. síðar bjargaði Steini, markmaður hjá KA, með mjög góðu úthlaupi. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mín. Þá lék Elmar alveg upp að enda- mörkum, gaf vel fyrir og Gunnar Gíslason kastaði sér fram og skallaði boltann í netið af miklu harðfylgi. Nú fór nokkuð líf að færast í sóknina hjá KA, og sóttu þeir stanslaust, en skutu annað hvort framhjá eða yfir. Þrisvar sinnum á þessum tíma skutu KA menn í hliðar- netin. Markamínútan margum- talaða, eða 43, brási ekki Donna, en hann skaut á markið úr góðu færi, en markmaður ingur Traustason, keppti í flokki með Arthuri og félögum og varð í þriðja sæti. Gullsmiðurinn Flosi Jónsson varð annar í 75 kg flokki rétt á eftir Baldri Borgþórssyni KR. Akureyringarnir urðu aðrir í stigakeppni félaga, rétt á eftir KR. Þróttar náði aðeins að hafa hendur á boltanum, en missti hann í netið. Þannig var staðan í hálfleik, tvö mörk gegn engu. KA byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti, og strax á fyrstu mín. fengu þeir tvær homspyrnur. Á 2. mín. sótti Elmar upp hægri kantinn og skaut á mark- ið rétt við endamarklínuna, og boltinn lenti aftan við mark- manninn sem hlaupið hafði út, og í hornið fjær. Næstu mín. jafnaðist leikur- inn nokkuð, en Þrótturum tókst aldrei að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Á 40. mín. var dæmd hendi á markmann Þróttar rétt við vítarteigshornið hægra megin. Gunnar Gíslason skaut góðu skoti á markið, en yfir. Á 43. mín. kom svo síðasta markið. KA fær homspyrnu, og Elmar gefur stuttan bolta á Ás- bjöm, sem vippar boltanum laglega inn í teiginn og yfir markmanninn. Boltinn barst síðan til Óskars sem skallaði örugglega í markið. Þannig urðu úrslit leiksins fjögur mörk gegn engu, og KA hlaut sín fyrstu stig í deildinni í ár. Leik- menn Þróttar eru stórir og sterkir, en ekki flinkir að sama skapi. Dómari leiksins var Sævar Frímannsson og línuverðir Þór- oddur Hjaltalín og Amar Ein- arsson og skiluðu þeir allir sínu hlutverki óaðfinnanlega. Auðveldur sigur KA 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.