Dagur


Dagur - 04.07.1980, Qupperneq 4

Dagur - 04.07.1980, Qupperneq 4
FÓTBOLTI FÓTBOLTI FÓTBOLTI Þetta hófst með því að svörtum og hvítum bolta var stillt upp á miðju grasbalans, sem á höfðu verið mál- uð hvít strik, sennilega til leiðbein- ingar leikmönnum sem áttu fyrir höndum að þeytast um svæðið. Fávísum blaðamanni kom ekkert annað í hug en að þessi strik væru í sama tilgangi og hvítu strikin sem máluð eru á göturnar til að blikk- beljurnar rekist ekki saman. En leikmennirnir áttu oft eftir að rek- ast á í þessum leik, og það var engin gangbraut máluð á völlinn, enda stugguðu lögreglumenn við öllum þeim sem sýndu áhuga á að ganga inn á og voru ekki í einkennis- búningum fótboltamanna. Dómarinn, sem var í svörtum og hvítum einkennnisbúningi, flaut- aði til leiks og leikurinn hófst — aðallega á áhorfendapöllunum. Leikurinn sem fór fram var á milli Akureyrarliðanna KA og Þórs sem spilaður var 18. júní s.l. Áhorfendapallarnir voru þéttskip- aðir og eins var fólk í brekkunum norðan við stúkuna, því hún er staðsett beint á móti syðri vallar- helmingi. Rétt eins og hönnuður svæðisins hefði gert ráð fyrir því að mörkin yrðu alltaf skoruð í syðra markið. Áhorfendur voru úr öllum aldurshópum og virtust taka leik- inn mjög alvarlega, því þeir stukku sumir hæð sína í loft upp þegar leikmönnum annars liðsins tókst að pota tuðrunni inn í mörk þau sem standa við sinn hvorn enda leik- vangsins. Svo virtist sem að bæði liðin væru með öskur- og kiapplið á sfnum snærum í áhorfendastúkunni. Ungur strákur stóð ann- að slagið upp og öskraði sig hásann. Spurði hann lið sitt nokkurra spurn- inga: Hverjir eru bestir? Hverjir vinna leikinn? Hverjir komast í úrslit? Hverjir skora mörkin? Svar hópsins var alltaf það sama, samstillt ösk- ur: KÁ AAAA! Þórsarar fóru hægar í sakirnar, en létu þó ekki sitt eftir liggja við hvatn- ingu sinna manna. Úti á vellinum virtist allt ganga sinn vanagang, þrátt fyrir óhljóðin á áhorfendapöllunum. Leikmenn hlupu þar skipulagslítið fram og aftur á eftir boltanum. Beittu þeir alls kyns brögðum gagnvart hvor öðrum. Stundum sá dómarinn þau og dæmdi þá leikmönnum and- stæðinganna boltann. En oftast sá dómarinn brotin en dæmdi ekki. Virtist mér sem sum fantabrögð væru leyft, en önnur ekki. Sem dæmi um brot sem ekki var dæmt á voru kjaftshögg, spörk undir bringuspalir, fæti brugðíð fyrir andstæðing og andstæðingi haldið í skefjum með því að grípa í bux- urnar hans og snúa hressilega upp á. Fyrst í stað varð ég dauðhræddur þegar ég sá leikmennina fljúga á hausinn og kútveltast um völlinn og liggja svo marflata, eins og steindauðir væru. Svo lærðist mér að þetta voru bara brögð til að reyna að fá dómarann til að dæma 0 Þessir hressu strákar gættu þess að boltinn kæmist fljótt í hcndur leikmanna færi hann aftur fyrir markið. |r* jf/ | i I -v # 4 L ' m 1' 1 Ifc, ‘ > 1 0 Þann tima sem leikurinn stóð sýndu veðurguðirnir ýmis sýnishorn veðurs; rign- ingu, sólskin, logn og hvassviðri. Það er ekki við hæfi kvefaðra og þvi þurfti annað slagið að draga upp vasaklútinn. 0 Unninn leikur og formaður KA, Jón Amþórsson, brosir sfnu bliðasta. 0 Jónas Jónsson frá Brekknakoti. SpUaði með Þór upp úr 1930 Þeir sem sækja völlinn, þekkja allir Jónas í Brekkna- koti, a.m.k. í sjón. „Ég sæki alla þá leiki sem kostur er. Annars þekki ég ekki strákana eins og maður gerði hér áður fyrr. Einnig er ég farinn að sjá illa og verð að nota kíki til að hafa fulla ánægju af leiknum.“ Þess má svo geta að Jónas spilaði með Þórsliðinu á árunum 1930 til 1932. 0 Ámi Ingimundarson. Fór frá laxveiði til að sjá leik „Það fer enginn leikur fram hjá mér, það er ábyggi- legt,“ fullyrti Árni Ingimundarson, þegar hann var spurður hvort hann færi oft á völlinn. „Ég hef meira að segja farið frá laxveiði til að horfa á leik, og þá er nú mikið sagt!“ Árni sagðist vera alinn upp við fótbolta frá bamæsku og hann spilaði með KA á árum áður. 0 Þessi mynd sýnir fótbolta í hnotskurn. Leikmenn ryðjast hver um annan þveran, sparka og slá sem mest þeir mega. Eins og sjá má á svip a.m.k. eins leikmannsins virðist þessi iþrótt reyna mjög á taugarnar. sér boltann. Stundum tókst þetta, en ekki alltaf. Þar sem ég sat norðan við völlinn og beið eftir að Þórsarar skoruðu mark komu nokkrir strákar til mín sem höfðu það hlut- verk að hirða boltann sem skotið var út af vell- inum. „Frá hvaða blaði ertu?“ „Kemur mynd af okk- ur?“ „Ég ber út Dag!“ Þessir strákar gegna mikilvægu hlutverki og Jónas í Brekknakoti minntist á það við mig að það ætti að láta þá vera í einkennisbúningum lið- anna við þessi störf sín aftan við mörkin. Þeirri ábendingu er hér með komið á framfæri til við- komandi aðila. Eftir venjulegan leiktíma, 2x45 mínútur, var markatalan jöfn, 2:2, og varð því að framlengja leikinn svo að úrslit fengjust. Tókst þá KA-mönnum að hnoða boltanum inn fyrir Þórsmarkið og urðu það úrslit leiksins, 3:2 fyrir KA. Leik- menn beggja liða voru útkeyrðir eftir leikinn og hálf skriðu inn í búningsklefana. Allir voru ánægðir mcð úrslit leiksins; KA-menn vegna þess að þeir unnu leikinn og Þórsarar vegna þess að þá voru þeir lausir út úr bikarkeppninni og ættu því að geta einbeitt sér betur að deildar- keppninni. GUÐBRANDUR MAGNÚSSON. Lciknum er lokið og þá ryðjast áhorfendur út á móti fótboltahetjunum og faðma þær og kyssa. Ekki sýndust leikmenn ýkja hrifnir af þeim atlotum. Þjálfari Þórsliðsins, Ámi Njálsson, er aftur á móti ekki jafn hýr. 0 Slappaö af í Þórsmarkinu. 0 Þrátt fyrir kuldahrollinn leynir áhuginn sér ekki. 0 Starf markmanns felst I þvi aö reyna að koma i veg fyrir að boltinn lendi inn á milli stanganna sem eru umhverfis hann. Þetta svarta og hvita fyrir aftan markið er fótbolti sem virðist á hraðri leið út fjörð. 0 Það getur oft verið erfitt að þurfa að sitja á varamannabekkjunum þegar leikur inn er f alglcymingi. 0 Ólafur Ásgeirsson. Fréttaritari Dags við löggæslustörf „Það er nú lítið að gera fyrir okkur núna, þetta er rólegt kvöld. En annað gildir ef leikur er t.d. á föstudags- kvöldi, þá er fyllirí mikið. Sumir vilja þá ólmir komast inn á leikvanginn og hjálpa þar til, aðrir kasta tómum flöskum í átt að leikmönnum og enn aðrir „deyja“ hér á bekkjunum,“ sagði Ólafur Ásgeirsson lögreglumaður. Hann hefur einnig umsjón með íþróttafréttum Dags. 4 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.